Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
MOGGAKLÚBBURINN
EINKAFERÐ
MOGGAKLÚBBSINS MEÐVITA
TIL FLÓRENS 21.TIL 25. APRÍL
Flórens - vagga menningar og lista
Beint flug meðVITA fyrir áskrifendur Morgunblaðsins
og fjölskyldur þeirra á sumardaginn fyrsta.
Fararstjórar: Kristinn R. Ólafsson og ÞóraValsteinsdóttir.
Nánari upplýsingar á moggaklubburinn.is
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Sími: 570 4444 - info@vita.is
Afgreiðslutími skrifstofu: mán.-fös. 9-17
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í gömlu timburhúsi við Skóla-
vörðustíg hefur rithöfundurinn Að-
alsteinn Ásberg Sigurðsson komið
sér upp klassísku íslensku fjöl-
skylduhúsi. Hann á stóra fjöl-
skyldu, en er líka með vinnuað-
stöðu bæði í kjallara og uppi í risi
og þarna hefur tekist að fanga
andrúmsloftið sem einkenndi
Reykvísku timburhúsin um miðbik
síðustu aldar.
„Vertu velkominn inn,“ segir
hann þegar við mætumst um miðj-
an dag fyrir utan heimili hans en
líklega hefur Aðalsteinn átt erindi
í miðbæinn, sem honum þykir
vænt um og þar kann hann vel við
sig. Þegar inn er komið tekur við
hlýlegt og fallegt heimili og strax
kemur upp í hugann lýsing á
Bergshúsi í Ofvitanum eftir Þór-
berg Þórðarson.
„Hér er gott að vera og ekki
verra að í kjallaranum er vinnuað-
staða fyrir útgáfuna mína, Dimmu,
og uppi í risi er vinnuaðstaða fyrir
mín eigin sköpunarverk en ég
reyni að halda þessu tvennu að-
skildu.“
Húsið iðar venjulega af lífi og
það hefur jafnvel verið venjan að
opna húsið fyrir gestum og gang-
andi og bjóða upp á tónlistar- og
ljóðadagskrá á Menningarnótt, en
núna um miðjan dag á virkum degi
sitjum við tveir einir í rólegheit-
unum innan um allar bækurnar
sem Aðalsteinn hefur sankað að
sér og ræðum áhuga hans á bók-
menntun, tónlist, ljóðum og út-
gáfustarfi, sem á uppruna sinn í
sveitinni.
Draugasögur afa
Reykjavík virtist víðsfjarri þeg-
ar Aðalsteinn var að alast upp en
hann er fæddur á Húsavík og ólst
upp á Öndólfsstöðum í Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu.
„Ég var frekar latur við búverk-
in og vildi helst eyða tíma mínum í
bóklestur. Ég held að foreldrum
mínum hafi stundum þótt það
meira en nóg, en þau sáu auðvitað
fljótlega að ég myndi líklega ekki
verða bóndi. Á þeim tíma var alls
ekki verið að hvetja mann til að
lesa og lesa, ólíkt því sem gerist í
dag.“
Sveitin var engu að síður jarð-
vegurinn sem mótaði áhuga Að-
alsteins á bókmenntum og rit-
störfum. Þó ekki moldin í
kálgarðinum heldur fólkið í kring-
um hann.
„Það var á margan hátt einstakt
að alast upp í sveit og kannski
ekki síst við þær aðstæður sem ég
var svo lánsamur að búa við. Í
raun var óumflýjanlegt að áhugi á
sögum og sagnalistinni myndi
vakna hjá mér. Afar og ömmur
voru allt í kringum mig og í sveit-
inni fjöldinn allur af gömlu fólki
sem kunni að segja frá. Amma mín
las t.d. oft fyrir mig og svo átti ég
afa sem fór með vísur og las helst
fyrir mig draugasögur. Einnig var
þarna frábær sögukona, gift afa-
bróður mínum, og hún kunni að
færa í stílinn og náði dramatískri
framvindu í efni sem hún hafði les-
ið á sínum yngri árum og miðlaði
því svo áfram. Það var mjög gam-
an að hlusta á sögurnar hennar og
ótrúlega dýrmætt að hafa allt
þetta fólk í kringum sig. Ég held
að það hafi ýtt mjög undir áhuga
minn á lestri og bókmenntum.“
Ríkisútvarpið var heldur aldrei
langt undan en þar kynntist Að-
alsteinn allri flóru tónlistar og átti
útvarpið því sinn þátt í að móta
hann á uppvaxtarárunum.
Sveitastrákurinn í borginni
Miðpunktur menningar á Íslandi
var í huga Aðalsteins í Reykjavík.
Leiðin lá því snemma á mölina
enda ákvað hann ungur að verða
rithöfundur en eins og oft vill
verða vildu foreldrar hans láta
piltinn sækja praktískt nám.
„Ýmislegt kom til greina og var
prentiðn eitt af því sem mér datt í
hug að læra en einhvern veginn
var andrúmsloftið á þeim tíma á
þann veg að sú iðngrein væri á út-
leið. Hún lifir þó enn góðu lífi í
dag, meira en 40 árum síðar.
Kannski var það uppreisn við óskir
foreldra minna sem varð til þess
að ég valdi á endanum Versl-
unarskóla Íslands. Ég vil þó halda
því fram að aðalástæðan hafi verið
dagskrárliður Ríkisútvarpsins þar
sem kór skólans heillaði mig og
svo var líka hægt að taka bara tvö
ár og ljúka verslunarprófi.“
Námið hefur reynst Aðalsteini
gagnlegt en fátt eins gagnlegt og
vélritun og seinna meir átti
kennsla í rekstri fyrirtækja eftir
að nýtast, þegar útfgáfufyrirtækið
Dimma leit dagsins ljós.
„Ég lærði margt í Versló og
valdi að fara í máladeild eftir
verslunarpróf. Þá var hugur minn
farinn að beinast enn frekar að
bókmenntum og listum. Einmitt á
sama tíma var ég farinn að leggja
drög að ljóðabók og samdi líka
stutta skáldsögu, sem lenti sem
betur fer á skúffubotni en ég var
að minnsta kosti búinn að átta mig
á því að mig langaði til sinna rit-
störfum og fljótlega eftir að ég hóf
háskólanám í íslensku tók ég þá
ákvörðun að hverfa frá námi. Það
átti hreinlega ekki nógu vel við
mig að sinna því á meðan ljóð og
söngvar áttu hug minn allan.“
Útgáfan í kjallaranum
Ljóðið nýtur af einhverjum
ástæðum ekki sömu virðingar og
skáldsagan á Íslandi að sögn Að-
alsteins en það var ljóðlistin sem
varð kveikjan að útgáfufyrirtæki
hans Dimmu.
„Ljóðið hefur heillað mig lengi
og mér hefur stundum mislíkað
hversu lítillar virðingar það nýtur
á Íslandi í samanburði við skáld-
söguna. Ég kann engar skýringar
á því en hef auðvitað reynt að
leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
Ég sendi frá mér nokkrar ljóða-
bækur á árunum 1977 til 1985.
Nokkrum árum seinna var ég með
tvö handrit í smíðum, annað ljóð
eftir sjálfan mig og hitt þýðingar á
ljóðum norska skáldsins Paal-
Helge Haugen. Mér hugnaðist
ekki að bjóða þeim útgefanda sem
ég hafði þá að öðrum verkum mín-
um þessi handrit og langaði líka
hálfpartinn til að láta á það reyna
hvort ég gæti sinnt útgáfunni
sjálfur. Þannig fór ég að velta því
betur fyrir mér hvort og hvernig
ég gæti komið ljóðunum út. “
Með tvö handrit að vopni og efni
í eina hljómplötu ákvað Aðalsteinn
að slá til og stofna sína eigin út-
gáfu.
„Já, við megum ekki gleyma
„Útgáfan er áhugamálið
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöf-
undur rekur litla en kröftuga útgáfu
Telur ljóðið vera vanmetið og
einnig mikilvægi ljóðaþýðinga