Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 28

Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R ÍSLE N SK A/ SI A. IS /M SA 78 41 8 02 /1 6 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti í síðustu viku að heimila um- hverfis- og skipulagssviði að fara í útboð vegna verklegra framkvæmda við þrengingu Grensásvegar milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Út- boðið verður auglýst á næstunni. Framkvæmdir eiga að hefjast í mars, ef tíðarfar leyfir, samkvæmt frétt á heimasíðu borgarinnar. Nú er gatan fjórar akreinar fyrir bíla, tvær í hvora átt. Eftir breyt- inguna verður ein akrein fyrir bíla í hvora átt. Í staðinn fyrir akrein- arnar sem hverfa verða gerðir tveggja metra breiðir hjólastígar beggja vegna og koma þeir á milli akreinanna og gangstétta. Gangstéttin austan megin við göt- una verður 2,1-2,4 metrar á breidd eftir breytinguna en vestan megin verður hún 2,5 metra breið. Á milli gangstéttar og hjólastígs verður hellulögð hálfs metra breið ræma. Umferðarljós sem eru á gatnamót- um Grensásvegar og Hæðargarðs verða þar áfram og sama gildir um gangbrautarljós sem eru við Breiða- gerði en stjórnbúnaður þeirra verð- ur endurnýjaður. Þá verða ný gang- brautaljós sett norðan við Heiðargerði. Þrjár strætisvagnabiðstöðvar eru hvorum megin götunnar. Gert er ráð fyrir að þær rjúfi hjólastíginn þann- ig að strætisvagnar leggi að gang- stétt. Þetta er gert með tilliti til aksturs neyðarbíla svo strætisvagn- arnir tefji ekki för þeirra. Hæð- armunur á milli götu og hjólastígs verður 6-7 sentimetrar og því á al- menn umferð að geta vikið upp á hjólastíginn ef neyðarbíll er á ferð. Gangstéttar sem eru ónýtar verða endurnýjaðar. Einnig á að endur- nýja götulýsinguna. Núverandi ljósastaurar í gangstétt verða fjar- lægðir. Nýjum ljósastaurum, sem eru 6,3 metra háir og því lægri en núverandi ljósastaurar, verður kom- ið fyrir í hellulögðu ræmunni á milli hjólastígs og gangstéttar báðum megin við götuna. Framhjáakstur á umferðarljós- unum við gatnamót Grensásvegar og Bústaðavegar verður lagður af. Það er gert til þess að tryggja sem best öryggi hjólreiðafólks. Gróður verður á miðeyjunni á milli akrein- anna. Hann verður á stöðum þar sem ekki er talin hætta á að gróð- urinn byrgi vegfarendum sýn. Tölvubreytt mynd/Reykjavíkurborg/EFLA verkfræðistofa Eftir Ein akrein fyrir bíla verður í hvora átt. Hjólastígar koma beggja vegna götunnar og ónýt- ar gangstéttar endurnýjaðar. Skipt um verður um ljósastaura og þeir færðir af gangstígnum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg/EFLA verkfræðistofa Fyrir Nú eru tvær akreinar í hvora átt á Grensásvegi. Þeim verður fækkað í eina í hvora átt. Strætisvagnabiðstöðvar beggja vegna götunnar verða áfram við gangstéttarbrúnirnar. Breytingar á Grensásvegi byrja í mars  Fyrirhugaðar breytingar verða bráðlega boðnar út  Akreinum fækkar en hjólastígar bætast við Hótel sem Stracta ehf. hyggst byggja á eyðijörðinni Orustustöðum á Brunastandi, austan við Kirkju- bæjarklaustur, þarf ekki að fara í umhverfismat, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Telur stofnunin að bygging hótelsins og umdeilds að- komuvegar séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Eigendur Stracta, sem reka sam- nefnt hótel á Hellu, keyptu Orustu- staði fyrir nokkrum árum og hafa unnið að skipulagningu 200 her- bergja hótels þar með tilheyrandi þjónustu. Hótelið verður í mörgum húsum sem reist verða ásamt þjón- ustubyggingum í kringum hóteltorg. Fram hafa komið áhyggjur af því að gamlar minjar verði eyðilagðar með framkvæmdinni og stórt hótel verði lýti á umhverfi sem lengi hefur verið mannautt að mestu. Skipulags- stofnun bendir á nauðsyn þess að Stracta fylgi í hvívetna ábendingum Minjastofnunar um framkvæmdir og umgengni við þekktar minjar. Hún leggur áherslu á að votlendi sunnan framkvæmdasvæðisins spill- ist ekki vegna aðkomuvegar og að fráveita frá starfseminni verði um rotþró og olíuskilju eins og fyrir- hugað er. Hreppurinn gefur út leyfi Áður en framkvæmdir hefjast þarf Skaftárhreppur að gefa út framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til úrskurðarnefndar umhverf- is- og auðlindamála og er kæru- frestur til 11. mars nk. helgi@mbl.is Risahótel Gistihúsum er raðað í kringum hótelgarð og móttöku. Einnig er gert ráð fyrir handverkshúsum og ýmissi þjónustu á staðnum. Orustustaðir þurfa ekki mat  Stracta byggir hótel á Brunasandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.