Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R ÍSLE N SK A/ SI A. IS /M SA 78 41 8 02 /1 6 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti í síðustu viku að heimila um- hverfis- og skipulagssviði að fara í útboð vegna verklegra framkvæmda við þrengingu Grensásvegar milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Út- boðið verður auglýst á næstunni. Framkvæmdir eiga að hefjast í mars, ef tíðarfar leyfir, samkvæmt frétt á heimasíðu borgarinnar. Nú er gatan fjórar akreinar fyrir bíla, tvær í hvora átt. Eftir breyt- inguna verður ein akrein fyrir bíla í hvora átt. Í staðinn fyrir akrein- arnar sem hverfa verða gerðir tveggja metra breiðir hjólastígar beggja vegna og koma þeir á milli akreinanna og gangstétta. Gangstéttin austan megin við göt- una verður 2,1-2,4 metrar á breidd eftir breytinguna en vestan megin verður hún 2,5 metra breið. Á milli gangstéttar og hjólastígs verður hellulögð hálfs metra breið ræma. Umferðarljós sem eru á gatnamót- um Grensásvegar og Hæðargarðs verða þar áfram og sama gildir um gangbrautarljós sem eru við Breiða- gerði en stjórnbúnaður þeirra verð- ur endurnýjaður. Þá verða ný gang- brautaljós sett norðan við Heiðargerði. Þrjár strætisvagnabiðstöðvar eru hvorum megin götunnar. Gert er ráð fyrir að þær rjúfi hjólastíginn þann- ig að strætisvagnar leggi að gang- stétt. Þetta er gert með tilliti til aksturs neyðarbíla svo strætisvagn- arnir tefji ekki för þeirra. Hæð- armunur á milli götu og hjólastígs verður 6-7 sentimetrar og því á al- menn umferð að geta vikið upp á hjólastíginn ef neyðarbíll er á ferð. Gangstéttar sem eru ónýtar verða endurnýjaðar. Einnig á að endur- nýja götulýsinguna. Núverandi ljósastaurar í gangstétt verða fjar- lægðir. Nýjum ljósastaurum, sem eru 6,3 metra háir og því lægri en núverandi ljósastaurar, verður kom- ið fyrir í hellulögðu ræmunni á milli hjólastígs og gangstéttar báðum megin við götuna. Framhjáakstur á umferðarljós- unum við gatnamót Grensásvegar og Bústaðavegar verður lagður af. Það er gert til þess að tryggja sem best öryggi hjólreiðafólks. Gróður verður á miðeyjunni á milli akrein- anna. Hann verður á stöðum þar sem ekki er talin hætta á að gróð- urinn byrgi vegfarendum sýn. Tölvubreytt mynd/Reykjavíkurborg/EFLA verkfræðistofa Eftir Ein akrein fyrir bíla verður í hvora átt. Hjólastígar koma beggja vegna götunnar og ónýt- ar gangstéttar endurnýjaðar. Skipt um verður um ljósastaura og þeir færðir af gangstígnum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg/EFLA verkfræðistofa Fyrir Nú eru tvær akreinar í hvora átt á Grensásvegi. Þeim verður fækkað í eina í hvora átt. Strætisvagnabiðstöðvar beggja vegna götunnar verða áfram við gangstéttarbrúnirnar. Breytingar á Grensásvegi byrja í mars  Fyrirhugaðar breytingar verða bráðlega boðnar út  Akreinum fækkar en hjólastígar bætast við Hótel sem Stracta ehf. hyggst byggja á eyðijörðinni Orustustöðum á Brunastandi, austan við Kirkju- bæjarklaustur, þarf ekki að fara í umhverfismat, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Telur stofnunin að bygging hótelsins og umdeilds að- komuvegar séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Eigendur Stracta, sem reka sam- nefnt hótel á Hellu, keyptu Orustu- staði fyrir nokkrum árum og hafa unnið að skipulagningu 200 her- bergja hótels þar með tilheyrandi þjónustu. Hótelið verður í mörgum húsum sem reist verða ásamt þjón- ustubyggingum í kringum hóteltorg. Fram hafa komið áhyggjur af því að gamlar minjar verði eyðilagðar með framkvæmdinni og stórt hótel verði lýti á umhverfi sem lengi hefur verið mannautt að mestu. Skipulags- stofnun bendir á nauðsyn þess að Stracta fylgi í hvívetna ábendingum Minjastofnunar um framkvæmdir og umgengni við þekktar minjar. Hún leggur áherslu á að votlendi sunnan framkvæmdasvæðisins spill- ist ekki vegna aðkomuvegar og að fráveita frá starfseminni verði um rotþró og olíuskilju eins og fyrir- hugað er. Hreppurinn gefur út leyfi Áður en framkvæmdir hefjast þarf Skaftárhreppur að gefa út framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til úrskurðarnefndar umhverf- is- og auðlindamála og er kæru- frestur til 11. mars nk. helgi@mbl.is Risahótel Gistihúsum er raðað í kringum hótelgarð og móttöku. Einnig er gert ráð fyrir handverkshúsum og ýmissi þjónustu á staðnum. Orustustaðir þurfa ekki mat  Stracta byggir hótel á Brunasandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.