Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Reykjavík 1985-1990 nefnist sýning Húberts Nóa Jóhannessonar sem verður opnuð í Galleríi Gróttu í dag kl. 17. Á þessari sýningu eru nokkur verka Húberts Nóa frá árunum 1985-1990 og hafa sum þeirra ekki verið sýnd áður opinberlega. Verkin eru af stöðum í Reykjavík sem mál- aðir eru eftir minni en strax á náms- árum sínum beitti hann þeirri að- ferð. „Ég tók upp á því mjög snemma og var skammaður fyrir það í skól- anum en það var ekki hægt að fá mig ofan af því,“ segir Húbert Nói Jóhannesson glaðlega. Hann segir ýmsar tilfinningar kvikna við að sjá verk sín frá upp- hafi ferilsins. „Ég er alltaf að vinna með tilfinningarými og mér finnst ég ná að dengja mér aftur inn á það þegar ég sé verkin. Það er greini- lega einhver hluti af manni sem fer í þennan farveg frá þessum tíma,“ segir Húbert Nói spurður út í fyrstu verkin. Hann nefnir sem dæmi tón- list frá þessum tíma þegar verkin urðu til og hann heyrir alls staðar. Verk Húberts frá þessum árum eru undir miklum áhrifum frá myndlistarmanninum Helmut Fe- derle sem kom til landsins árið 1984 og kenndi hér. Hann var frum- kvöðull í svokallaðari neo geo eða ný geometria, ásamt þeim John Armle- der, Gerwald Rockenschaub og Franz Graf. Á þessum tíma voru margir ungir nemendur sem að- hylltust þessa stefnu og beittu henni í listsköpun sinni. Þetta voru m.a. Georg Guðni Hauksson, Hrafnkell Sigurðsson og Húbert Nói. Verk Húberts Nóa frá þessu tímabili spretta m.a. út frá bygg- ingum og umhverfi. „Ég einkenni þessa staði sem ég skapa með götu- heitum og númerum ef þetta er inn- an úr híbýlum. Ég málaði vistaverur vina minna og þar sem ég kom oft. Seinna nota ég staðsetningartæki sem staðsetningar með landslags- málverki. Með því að nota gps- punkta þá breytir maður hefðbundu landslagsmálverki í rúmfræði eða geometríu. Þetta snýst allt um að taka úr ytra rýminu, hvort sem það er landslag, arkitektúr eða híbýli og setja inn í manneskju og varpa því svo aftur út á formi listaverks sem verður þá aftur hluti af ytra rými einstaklings. Ég ef alltaf verið að vinna með þessa hringrás.“ Verkin á þessu tímabili voru and- svar Húberts við hugmyndalist eða konseptlist sem var allsráðandi í listheimi áttunda áratugarins þar sem Súm-hópurinn var fremstur í flokki. Væri gaman að sjá þróunina Íslenskir listamenn sem notuðu nýja geometríu á áttunda áratugn- um voru frumkvöðlar hér á landi sem þróaðist svo með misjöfnum hætti milli manna. „Við komum snemma inn í þetta og fórum hver sína leið. Inn í þetta blandast Gerwald Rockenschaub og Frans Graf en þeir voru nemendur Helmut Federle alveg eins og við. Það hefði verið gaman að sjá hvern- ig þetta þróast í sitt hvora áttina og setja upp sýningu með þetta að leið- arljósi og íslenskum vinkli.“ Skammaður fyrir að mála eftir minni  Æskuverk eftir Húbert Nóa á sýningunni Reykjavík 1985-1990 Morgunblaðið/RAX Listaverk Listamaðurinn Húbert Nói Jóhannesson við eitt verka sinna. ÍHrólfs sögu segir IðunnSteinsdóttir sögu langafa sínssem var sveitarómagi og síðarvinnumaður fyrir rúmum 100 árum. Í þessari sögulegu skáldsögu greinir frá ömurlegum kjörum fátæk- linga og þeirri óréttlátu samfélags- skipan sem hér var við lýði fyrir ekki svo ýkja löngu og saga Hrólfs er rak- in frá barnsaldri og fram á fullorð- insár. Hann er sveitarómagi sem er skilinn frá móður sinni, systkinum og stjúpföður og er í rauninni boðinn upp árlega eins og hver annar varn- ingur og sá hreppir hnossið sem býð- ur lægstu fjárhæðina, því þá þarf hreppsnefndin að bera minnstan kostnað af honum. Aðbúnaður hans er misjafn – sums staðar fær hann lít- ið að borða og er látinn þræla, annars staðar er atlætið betra. En þegar líð- ur að fardögum er alltaf sama óviss- an; verður hann áfram á staðnum eða fer hann eitthvað annað og ekki nema von að orðið hreppsnefndin verði að blótsyrði í huga Hrólfs á unga aldri. Sagan er sögð út frá sjónarhóli Hrólfs, að mestu í þriðju persónu en af og til talar hann í fyrstu persónu. Lungann af bókinni er hann á barns- aldri og eru fáir betri að sjá hlutina út frá sjónarhorni barna en Iðunn, sem er einn okkar ástsælasti barna- og unglingabókahöfundur. Þegar hann er kominn á fullorðinsaldur og gerist vinnumaður breytist fátt í lífi hans því þrátt fyrir að vera duglegur til verka hefur hann lítið að segja um eigin ör- lög og berst fyrir því að halda fjöl- skyldu sinni sam- an. Það er eiginlega alveg með ólík- indum til þess að hugsa að ekki séu nema rétt rúm 100 ár síðan þetta var. Fátæklingar nutu lítilla mannrétt- inda og líklega eru fleiri Íslendingar en undirrituð og Iðunn í þeim sporum að eiga sveitarómaga að forfeðrum ekkert mjög langt aftur í ættir. Iðunni tekst að draga fram einlæga og trúverðuga mynd af lífi þeirra sem minnst máttu sín í lok 19. aldar og þrátt fyrir að Hrólfs saga sé í grunn- inn sorgarsaga er lesturinn síður en svo niðurdrepandi, heldur þvert á móti því Hrólfur er sérlega jákvæður og bjartsýnn og tekst á við erfiðar að- stæður af aðdáunarverðu æðruleysi. Frásagnarstíllinn er látlaus, ein- kennist aðallega af samtölum og setn- ingar eru yfirleitt stuttar og hnitmið- aðar. Reyndar er stíllinn ekkert ósvipaður og er í mörgum barnabók- um (og þar er Iðunn á heimavelli) en frásögnin líður nokkuð fyrir þetta því efnið er það áhugavert að á köflum hefði mátt fara öðruvísi með það og kafa dýpra. Persónusköpun hefði líka að ósekju mátt vera ítarlegri, í bók- inni koma margar persónur við sögu, mismikið, en það hefði gefið sögunni meiri dýpt og vægi að draga þær sterkari dráttum. Annars er þetta í heildina hin fínasta bók, sem hefði gjarnan mátt vera lengri því við- fangsefnið býður svo sannarlega upp á það. Af ömurlegum örlögum ómaga Morgunblaðið/Eggert Höfundurinn „Iðunni tekst að draga fram einlæga og trúverðuga mynd af lífi þeirra sem minnst máttu sín í lok 19. aldar,“ segir rýnir. Skáldsaga Hrólfs saga bbbmn Eftir Iðunni Steinsdóttur. Salka 2015. Innbundin, 150 bls. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Uppselt er á tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í kvöld þar sem bandaríski stjórnandinn James Gaf- figan stýrir tónleikunum en hann er einnig aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Luzern. Píanó- leikarinn Kirill Gerstein flytur pí- anókonsert Tsjajkovskíjs en það er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum færi á að sýna allar sínar bestu hliðar, jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Kirill Gerstein er einn áhugaverðasti pían- isti sinnar kynslóðar og hefur m.a. hlotið hin virtu Gilmore-píanóverð- laun, árið 2010, og New York Times valdi nýjasta geisladisk hans einn þeirra bestu sem gefnir voru út 2014. Leníngrad-sinfónía Shostakovítsj verður einnig á dagskrá. Hún var samin undir nærri ólýsanlegum kringumstæðum og lýsir innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941. Umsátur þeirra um Leníngrad varði í níu hundruð daga og talið er að um milljón manns, þriðjungur borgar- búa, hafi látið lífið í sprengjuárásum eða úr kulda, smitsjúkdómum og hungri. Frumflutningurinn fór fram í mars 1942 og Moskvubúar fengu að heyra verkið nokkrum vikum síðar. Sinfónían er magnþrunginn minn- isvarði um reisn mannsandans og mátt listarinnar jafnvel þegar öll sund virðast lokuð. Tónleikarnir verða sendir út beint á Rás 1. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sinfónía Þetta er í þriðja sinn sem Leníngrad-sinfónían er flutt hér á landi. Máttur listarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.