Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Nú er Helgi Hjörvar kominn íframboð og við þannig að-
stæður eiga menn það til að segja
eitt og annað sem þeir telja að
hljómi vel. Helgi tal-
ar til að mynda um
að endurskoða þurfi
starfshætti í Sam-
fylkingunni og telur
að þær „aðferðir
sem fólk notar til að
stunda pólitík“ falli
ekki í kramið hjá al-
menningi.
Helgi Hjörvarvar einn fárra
þingmanna sem í
landsdómsmálinu
greiddi pólitískt at-
kvæði um ákæru.
Það skyldi þó ekki vera að fólki líki
illa þegar sjálfur landsdómur er mis-
notaður.
Helgi er nú þeirrar skoðunar aðfólk tortryggi stjórnmála-
menn, sem standi ekki gegn fjár-
málaöflunum og „séu í þessu fyrir
sjálfa sig“. Að auki „séu þeir í bak-
tjaldamakki sín í milli“.
Þetta minnir á ræðu Helga í fyrraþar sem hann talaði um „eitruð
tengsl stjórnmála og viðskiptalífs“,
en ræddi það ekki frekar, þó að brýn
þörf sé á að forystumenn Samfylk-
ingar geri grein fyrir slíkum
tengslum flokksins við helstu útrás-
arvíkingana.
Og þetta minnir á nýlegt bréf for-mannsins, sem hugsanlega ætl-
ar að bjóða sig fram aftur, um flókið
„baktjaldasamkomulag“ sem aðild-
arumsóknin um ESB hafi byggst á.
Ekkert hefur enn verið upplýstum allt þetta baktjaldamakk,
en fer ekki að verða tímabært fyrir
Samfylkinguna að gera hreint fyrir
sínum dyrum og hætta að tala í hálf-
kveðnum vísum?
Helgi Hjörvar
Baktjaldamakkið
STAKSTEINAR
Árni Páll
Árnason
Veður víða um heim 19.2., kl. 18.00
Reykjavík -1 léttskýjað
Bolungarvík 0 snjókoma
Akureyri -1 snjókoma
Nuuk -11 snjóél
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló -2 þoka
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Stokkhólmur 1 heiðskírt
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 4 léttskýjað
Brussel 6 léttskýjað
Dublin 10 súld
Glasgow 7 alskýjað
London 8 skúrir
París 7 skýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 3 skýjað
Berlín 5 skýjað
Vín 6 alskýjað
Moskva -2 alskýjað
Algarve 16 skýjað
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 12 skýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 0 alskýjað
Montreal -7 alskýjað
New York 0 heiðskírt
Chicago 13 léttskýjað
Orlando 21 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:08 18:16
ÍSAFJÖRÐUR 9:21 18:12
SIGLUFJÖRÐUR 9:05 17:55
DJÚPIVOGUR 8:40 17:43
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Rækjuverksmiðjan Dögun á Sauðár-
króki hefur fest kaup á nýjum
rækjubáti, er hlotið hefur nafnið
Dagur SK-17. Mun hann leysa Röst
SK-17 af hólmi sem komin er til ára
sinna. Verið er að yfirfara bátinn í
Hafnarfjarðarhöfn og endurnýja
búnað áður en haldið verður til
rækjuveiða í næsta mánuði.
Dögun keypti bátinn frá Írlandi
en hann er smíðaður árið 1998, 361
tonn að stærð, 27 metra langur og
8,5 metra breiður.
Óskar Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri Dögunar, segir að
taka þurfi millidekkið í gegn, setja
upp rækjulínu og aðlaga búnað að ís-
lensku regluverki þar sem báturinn
komi úr öðru umhverfi á Írlandi.
Röstin fór í sína síðustu veiði-
ferð í nóvember sl. og er komin í
sölu. Kjarni áhafnarinnar fer yfir á
Dag en nýr skipstjóri verður í
brúnni, Gissur Baldursson. Fimm
verða í áhöfn en að sögn Óskars gæti
þurft að bæta við einum ef vel
veiðist.
Haldið verður áfram að sjóða
stóra rækju um borð og taka hana í
land í rækjuvinnslu Dögunar á Sauð-
árkróki. Þar er henni pakkað og síð-
an flutt út á erlenda markaði.
Óskar segir nýja bátinn geta
breytt miklu fyrir Dögun, um lítið en
öflugt togskip sé að ræða með stórri
vél og þremur spilum. „Röstin var
upphaflega smíðuð sem vertíðar-
bátur til línu- og netveiða og ekki
mjög öflugt togskip. Á Degi getum
við verið með tvö minni troll og
þægilegra að taka þau inn. Röstin
tók trollið inn á síðunni.“
Dögun er með 20-25 manns í
vinnu í rækjuvinnslunni og verk-
smiðjan hefur verið keyrð á nær full-
um afköstum undanfarið eitt og hálft
ár. Unnið var úr 7 þúsund tonnum í
fyrra og framleidd um 3 þúsund
tonn af pillaðri rækju. Um mikla
aukningu er að ræða frá 2014.
„Síðasta ár var eitt okkar besta
frá upphafi en þá hækkaði verð á
rækjunni verulega. Þetta ár fer
heldur rólegar af stað og verðið hef-
ur leitað jafnvægis á mörkuðum,“
segir Óskar en um 95% af fram-
leiðslunni fara á markaði í Evrópu.
Dögun kaupir
nýjan rækjubát
Leysir eldra skip af hólmi Með öfl-
ug togspil Síðasta ár eitt það besta
Ljósmynd/Dögun
Rækjubátur Dagur SK-17 kom til Hafnarfjarðar um síðustu helgi frá
Írlandi en skipið verður gert út til rækjuveiða frá Sauðárkróki.
Íslenskar getraunir hafa fengið
samþykki hjá innanríkisráðuneyt-
inu fyrir lækkun á verði hverrar
raðar í getraunum (1X2) um eina
krónu, úr 16 krónum í 15 krónur.
Tekur lækkunin gildi mánudaginn
22. febrúar næstkomandi.
Lokað verður fyrir sölu get-
raunaseðla (1X2) kl. 13:00 á sunnu-
daginn 21. febrúar og opnað aftur
kl. 09:00 á mánudaginn 22. febrúar.
Ástæða lækkunarinnar er sú að
Íslenskar getraunir eiga í samstarfi
við Svenska Spel – Sænsku get-
raunirnar um sölu á getraunaseðl-
um og kostar hver röð eina sænska
krónu. Íslenskar
getraunir verða
að selja röðina á
svipuðu verði og
Svíar þar sem
vinnings-
upphæðir eru
reiknaðar út í
sænskum krón-
um. „Gengi
sænsku krónunnar hefur lækkað
undanfarið gagnvart íslenskri
krónu og því hafa Íslenskar get-
raunir ákveðið að lækka verð á get-
raunaröðinni til samræmis,“ segir í
frétt frá Íslenskum getraunum.
Getraunaröðin lækkar um eina krónu
1. - 8. JÚNÍ 2016
HEILLANDI
ÍTALÍA
Dýrðardvöl við Lago Maggiore og Comovatn.
Í þessari fallegu ferð gefst einstakt tækifæri
til að kynnast nánar þessu svæði á Norður-
Ítalíu. Farastjóri í þessir ferð verður Hlíf
Ingibjörnsdóttir.
NÁNAR Á UU.IS