Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Söfn • Setur • Sýningar
Sunnudagur 21. febrúar: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Þriðjudagur 23. febrúar kl. 12: Hádegisfyrirlestur.
Snorri Freyr Hilmarsson: hönnun sýningarinnar Bláklædda konan
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
Norðrið í norðrinu á 3. hæð
Andvari í Myndasal
Sjálfstæðar mæður á Veggnum
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Listasafn Reykjanesbæjar
Iceland Defense Force - Ásbrú
6. febrúar - 24. apríl
Íslensk náttúra, landslagsverk
úr safneign 15. janúar - 24. apríl
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Herinn sem kom og fór
6. febrúar-24. apríl
Þyrping verður að Þorpi
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið alla daga 12.00-17.00
Duusmuseum.is
LISTASAFN ÍSLANDS
KVARTETT 15.1 - 1.5 2016
Chantal Joffe, Gauthier Hubert, Jockum Nordström, Tumi Magnússon
Listamannaspjall með Gauthier Hubert, sunnudaginn 14. febrúar kl. 14.
UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST
UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN
21.1 - 11.9 2016
Sunnudagsleiðsögn kl. 15:30
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánud.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
GYÐJUR 5.2. - 29.5.2016
Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2. - 16.9.2016
Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sunnudagur 21. febrúar kl. 14-16: Dularfull sendibréf - Listasmiðja fyrir
fjölskyldur, ókeypis þátttaka.
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist,
plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17.
Verið
velkomin
DUUS SAFNAHÚS
DUUS MUSEUM
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÍSLAND ER SVO KERAMÍSKT
Steinunn Marteinsdóttir
9.1.-28.2.2016
Leiðsögn sun. kl. 14
Næstsíðasta sýningarhelgi
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is » Á dögunum kom útviðamikil bók, „The
Chessboard of My Life,
um list og feril Óla G.
Jóhannssonar myndlist-
armanns (1945-2011).
Útgáfu bókarinnar var
fagnað í gær í Tveimur
hröfnum listhúsi. Þar
var jafnframt opnuð
sýning á völdum verk-
um eftir Óla sem sló í
gegn erlendis síðustu
árin sem hann lifði og
seldi þá fjölda verka.
Útgáfu bókar um Óla G. fagnað
Stór verk Gestir sýningarinnar nutu þess að virða fyrir sér verk Óla.
Flettir bók Hrafnhildur Schram.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spjall Goddur, Lilja Sigurðar, Katrín Gísladóttir og Aðalsteinn Ingólfsson.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Við erum að fagna því að sólin er
komin aftur í bæinn,“ segir Sesselja
Jónasardóttir framleiðslustjóri
listahátíðarinnar List í ljósi á Seyð-
isfirði sem hófst í gær og lýkur í
kvöld með gjörningi og tónleikum
Högna Egilssonar í Bláu kirkjunni.
Hátíðin er haldin utandyra og eru
áhorfendur um leið þátttakendur en
þeir munu sjá ýmis listaverk, allt
frá innsetningum, myndbands-
verkum til stærri ljósaskúlptúra en
hátíðin mun bókstaflega lýsa upp
Seyðisfjörð.
Listamennirnir sem taka þátt í
hátíðinni eru 31 talsins og eru bæði
innlendir og erlendir. Listrænn
stjórnandi hátíðarinnar er Celia
Harrison en hún er menntaður rým-
ishönnuður og hefur sérhæft sig í
innsetningum. Hún er m.a. stofn-
andi alþjóðlegu listahátíðarinnar
Art in the dark og hefur stýrt svip-
uðum hátíðum víða á Nýja-
Sjálandi.
Gengið um bæinn
Klukkan 20 í kvöld hefst ganga
um bæinn sem lýkur um miðnætti
en búið er að númera og kortleggja
göngusvæði þar sem listaverk,
gjörningar og innsetningar eru en
sum verkanna eru gagnvirk og eru
áhorfendur hvattir til að prófa.
Gangan endar sem fyrr segir í Bláu
kirkjunni með tónleikum.
Fjölbreytt verk verða til sýnis. Í
lok hátíðarinnar verður varpað upp
verki eftir Siggu Boston á Bláu
kirkjuna. Í sundlaug bæjarins hef-
ur einnig listaverki verið komið fyr-
ir. Listakonan Harpa Einarsdóttir
hefur útbúið risastóran skúlptúr,
óróa, sem hangir yfir Lóninu við
Seyðisfjörð með stórum krana sem
ljósi verður varpað á. Þá verður
útibíó þar sem sýndar eru stutt-
myndir frá ýmsum listamönnum.
Við Lónið verða einnig rammar
sem varpa upp verki í þrívídd svo
fátt eitt sé nefnt á nafn.
Vonandi aftur að ári
Sesselja býst við töluverðum
fjölda á hátíðina, jafnt innlendum
sem erlendum gestum, en þónokkr-
ir erlendir ferðamenn fylgja lista-
mönnunum og því má búast við
fjölmenni. „Við ætlum að sýna
hversu flott hátíðin er svo hún
verði haldin árlega eftir þetta,“
segir Sesselja glöð í bragði.
thorunn@mbl.is
Fagna sólinni
með hátíðinni
List í ljósi
Verk eftir 31 listamann á hátíðinni
á Seyðisfirði sem lýsa upp tilveruna Líf og dauði Verk eftir Quincy Jones sem verður varpað upp á Lóninu á Seyðisfirði, þau eru innblásin af lífi og dauða.
Ljósmynd/Elísa Maren Ragnarsdóttir
Ljósamálverk Þetta er eitt af verkunum sem munu sjást á hátíðinni.