Morgunblaðið - 20.02.2016, Qupperneq 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
✝ Oddný Ang-antýsdóttir
fæddist 15. ágúst
1930 í Sæborg á
Grenivík. Hún lést
á Dvalarheimili
aldraðra á
Sauðárkróki 6.
febrúar 2016.
Foreldrar Odd-
nýjar voru Elín
Benediktsdóttir og
Angantýr Einars-
son, uppeldisfaðir hennar var
Jóhann Árnason.
Oddný átti sjö hálfsystkini.
Eiginmaður hennar var Guð-
1957, á hún tvo börn, barns-
faðir Jón Valgeir Björg-
vinsson. Jóhann Guðbrands-
son, f. 1957, maki Alberta
Sigurbjörnsdóttir, eiga þau
fjögur börn. Bjarni Guð-
brandsson, f. 1960, d. 1991,
maki Vilborg Helgadóttir og
áttu þau þrjú börn. Benedikt
Pétur Guðbrandsson, f. 1962,
á hann þrjú börn, barnsmóðir
Elín Inga Arnþórsdóttir.
Björn Snær Guðbrandsson, f.
1965, á hann þrjú börn,
barnsmóðir Ragnhildur Jóns-
dóttir. Oddný og Guðbrandur
ólu sín börn upp í Engihlíð í
Skagafirði og héldu þar uppi
búskap. Eftir lok búskapar
gerðist Oddný skógrækt-
arbóndi árið 1992.
Útför Oddnýjar fer fram
frá Hofsóskirkju í dag, 20
febrúar 2016, kl. 11.
brandur Þórir
Bjarnason, f. á
Bræðraá, Fellshr.,
Skagafirði, 5.
október 1928, d.
5. september
1991. Þau eign-
uðust sjö börn:
Önnu Margréti
Guðbrandsdóttur,
f. 1954, og á hún
þrjú börn, barns-
faðir Hjalti Róars-
son. Elín Petra Guðbrands-
dóttir, f. 1955, maki Bjarni
Egilsson, eiga þau sex börn.
Sólveig Guðbrandsdóttir, f.
Fallin er frá okkar ástkæra
móðir og tengdamóðir, Oddný
Angantýsdóttir í Engihlíð.
Oddný var sterk kona sem sigldi
í gegnum öldurót lífsins með
ótrúlegu æðruleysi, stefnufestu
og yfirvegun.
Lífsbaráttan var ekki alltaf
auðveld. Stór áföll dundu yfir
með stuttu millibili. Eiginmaður-
inn Guðbrandur Bjarnason lést í
bílslysi fyrir aldur fram og son-
urinn Bjarni lést í sjóslysi síðar á
sama ári í blóma lífsins, ungur
fjölskyldumaður, sem átti að eiga
lífið framundan. Eðlilega kom
beiskja í hugann að lífið geti ver-
ið svona ósanngjarnt. Nokkru
síðar lenti Oddný í bílslysi sem
setti mark á heilsu hennar eftir
það. Hún vann úr áföllunum með
óbilandi baráttuvilja og rækti
fjölskyldu sína af alúð og fagnaði
nýjum fjölskyldumeðlimum inni-
lega. Eftir að Guðbrandur féll frá
sat hún áfram á bújörð þeirra
Engihlíð og bjó þar að segja má
uns yfir lauk. Það var aðdáun-
arverð reisn yfir henni þessi ár
sem hún bjó ein í Engihlíð. Hún
tók þá ákvörðun að nýta jörðina
til skógræktar og virkjaði átt-
hagatryggð barna sinna til
hjálpa sér við að planta trjám og
fegra býlið. Myndarlegur skógur
óx, snyrtimennska var í fyrir-
rúmi og stöðugt var hún að lag-
færa íbúðarhúsið. Árið 2007
hlaut Engihlíð umhverfisviður-
kenningu Sveitarfélagsins
Skagafjarðar sem fallegasta
sveitabýlið án hefðbundins bú-
skapar. Það var gott að koma í
heimsókn til ömmu í Engihlíð,
eins og hún var oft kölluð innan
fjölskyldunnar. Móttökurnar
voru hlýjar og höfðinglegar. Allir
fundu sig velkomna og áttu ljúfa
stund í yfirveguðum samræðum
og alltaf var veisla á borðum.
Það sat eftir notaleg vellíðan
eftir heimsókn í Engihlíð. Oddný
hafði skoðanir, talaði skýrt á sinn
rólyndislega hátt og vildi hafa
allt á hreinu. Amma í Engihlíð
var sannarlega drottning fjöl-
skyldunnar og allir sem henni
tengdust litu til hennar með virð-
ingu og væntumþykju. Hún lagði
mikið upp úr að viðhalda sterk-
um tengslum við fjölskylduna og
Engihlíð var eins og opin fjöl-
skyldumiðstöð og þar hittust
ættingjar sem annars sáust
sjaldan. Hún hélt andlegri reisn
til síðasta dags. Æðruleysi,
stefnufesta og yfirvegun voru
ríkjandi þættir í fari hennar og
þrátt fyrir áföll fann hún alltaf
ljósið á ný. Við þökkum öllum
sem voru til staðar og studdu
Oddnýju í verkum sínum og veik-
indum. Við erum stolt af lífsverk-
um hennar og minnumst hennar
með hlýhug og þakklæti. Blessuð
sé minning hennar.
Bjarni Egilsson, Elín
Petra Guðbrandsdóttir.
Elsku mamma, tengdamamma
og amma. Hafðu hjartans þökk
fyrir allt og allt.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sólveig, Jóhann, Alberta,
Benedikt og börn.
Elsku amma og tengda-
mamma, takk fyrir allar þær
yndislegu stundir sem við áttum
í fallegu sveitinni þinni Engihlíð.
Þú varst svo miklu meira en
amma, þú varst traustur vinur
sem veittir manni öryggi og ást
þegar maður þurfti. Takk fyrir
að vera þú og gera líf okkar
hinna svo miklu betra.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Björgvin, Gyða,
Guðbrandur, Þorsteinn,
Ómar og Edda.
Elsku amma í sveitinni, takk
fyrir allar þær stundir sem við
áttum saman, þú varst vinur
minn og ég gaf þér hjartað mitt.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt.
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undirblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Guðbrandur Bjarni
og Þorsteinn Hólmar
Björgvinssynir.
Elsku amma okkar.
Við trúum því vart að sért far-
in og að við munum ekki geta hitt
þig, knúsað og kysst, heyrt þína
blíðu rödd, fengið kaffi hjá þér,
góð ráð og skemmtilega ætt-
fræði. Hjörtu okkar eru full af
sorg því nú ert þú farin en um
leið samgleðjumst við þér því nú
mun þér aldrei meir líða illa í lík-
amanum þínum. Að skrifa um
þig í þátíð er okkur nánast um
megn, allt í einu verður missir
okkar raunverulegur og sorgin
hellist yfir. Minningarnar hrann-
ast upp ein af annarri. Fallega
andlitið þitt skýst upp í hugann,
mjúki faðmurinn, lífsreyndu
hendurnar, fallega brosið, smit-
andi hláturinn og góðlega röddin,
áður en við vitum af birtist þú
ljóslifandi fyrir augunum okkar
sitjandi við eldhúsborðið inn í
eldhúsinu heima í Engihlíð. Áður
en við vitum af hrannast upp tár-
in og aftur dettum við inn í blá-
kaldan veruleikann. Ó, elsku
amma, það var alltaf svo gott að
koma heim í Engihlíð, fá blíðasta
faðmlag í heimi, setjast svo með
heitan kaffibolla umkringd fal-
legri skógarnáttúru allt í kring-
um okkur. Þú varst sannarlega
ein sú allra besta sál sem uppi
hefur verið, barst ávallt virðingu
fyrir náunganum enda með fal-
legasta hjartalag í heimi. Þú gast
ávallt séð það góða í manni og
elskaðir okkur skuldlaust. Ef
manni leið illa í hjartanu fannstu
það einhvern veginn alltaf á þér
og alltaf birti til eftir eitt gott
faðmlag frá þér því þú hafðir svo
sannarlega lækningarmátt í
faðmi þínum. Mikið sem við
þráum þetta ljúfa faðmlag ein-
mitt núna, þráum að heyra í
mjúku röddinni þinni sem segir
okkur að nú sé allt í lagi, þráum
að geta sagt þér einu sinni enn
hve heitt við elskum þig. Elsku
fallega amma, lífið var þér oft
mjög erfitt en lífsgleðin og bar-
áttuandinn einkenndi þig og
þannig sigraðist þú á hverri
hindruninni á fætur annarri en
nú er baráttunni lokið. Nú ertu
sofnuð þínum síðasta svefni hér á
jörð en eftir standa minningarn-
ar, minningar um dásamlega
konu sem gerði heiminn betri
stað, konu sem hver maður var
heppinn að kynnast, konu sem
gerði allt fyrir alla án þess að
ætlast til neins til baka, konu
sem við systkinin erum stolt að
hafa átt í lífi okkar. Við erum æv-
inlega þakklát fyrir að hafa átt
þig sem ömmu. Elsku amma, nú
hvílir þú í örmum Bjarna
frænda, Guðbrands afa og ann-
arra ástvina þinna á himnunum.
Þó við vissum að Guð væri farinn
að vilja þig til sín þá fannst okk-
ur sem við hefðum meiri tíma
með þér, en við vitum að við hitt-
umst aftur þegar okkar tími
kemur og þá verða fagnaðar-
fundir. Elsku amma, þú ert nú
fallin okkur frá og nú ert þú orð-
in dásamlegur engill sem vakir
yfir okkur og gefur okkur styrk
til takast á við erfiðleika lífsins
sem og kraft til að láta drauma
okkar rætast. Elsku Oddný
amma, við munum alltaf sakna
þín en minning þín lifir í hjörtum
okkar og barnanna okkar alla tíð.
Sögurnar um þig munu óma
og gefa okkur margar gleði-
stundir og þú munt lifa í hjörtum
okkar allra að eilífu.
Elsku amma, takk fyrir allar
okkar samverustundir, takk fyrir
að vera besta amma í heimi.
Takk fyrir alla þína ást. Takk
fyrir allt, elsku amma. Við elsk-
um þig alla tíð.
Unnur Eygló Bjarnadóttir,
Sigurlaug Vildís Bjarna-
dóttir, Oddný Alda Bjarna-
dóttir, Egill Þórir Bjarna-
son, Elín Ásta Bjarnadóttir,
Bjarney Anna Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
Oddný
Angantýsdóttir
✝ ErlaBjörgólfs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 25.
mars 1940. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir 28.
janúar 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Járnbrá
Jónsdóttir, f. 22.
desember 1907 í
Odda í Húsavík-
ursókn, S-Þing., d. 23. sept-
ember 1956, húsfreyja á Húsa-
vík, í Reykjavík og síðar á
Patreksfirði, og Björgólfur
Sigurðsson, f. 5. apríl 1907 á
Vopnafirði, d. 4. apríl 1952,
trésmiður og málari á Húsavík
og í Reykjavík. Á fyrsta ári
var Erlu komið í fóstur á
Húsavík hjá Hólmfríði Frið-
björnsdóttur, f. 20. september
1897, d. 18. júlí 1964, og Sig-
fúsi Eðvaldssyni vélstjóra á
Húsavík, f. 16. maí 1886, d. 16.
júní 1966.
Alsystkini Erlu eru: Jón
Gunnar Sigfús Björgólfsson, f.
29. september 1931, d. 19. apr-
íl 1971, Ólöf Vilhelmína Ás-
geirsdóttir, f. 28. júlí 1935
(kjörforeldrar Guðrún Pálína
Þorleifsdóttir, f. 1890, d. 1986,
og Ásgeir Eggertsson, f. 1889,
d. 1965) og Gunnhildur Björg-
ólfsdóttir (fósturforeldrar
Hallur Engilbert
Bjarnason, f. 13.
nóvember 1882,
d. 5. júlí 1951),
Stefán Eldjárn
Bjarnason, f. 4.
júlí 1881, d. 19.
ágúst 1947, og
ráðskona þeirra
Hildur Jóns-
dóttir, f. 6. júlí
1890, d. 27. febr-
úar 1971.
Hálfsystkini Erlu, sam-
mæðra eru: Daníel Svavar
Jónsson, f. 1. september
1943, Ólafía Jónsdóttir, f. 10.
júní 1945, d. 23. september
2014, og Kristín Henríetta
Andrésdóttir, f. 21. febrúar
1949.
Erla giftist eiginmanni sín-
um, Gylfa Theodórssyni,
rennismið, og áttu þau þrjú
börn. Hólmfríði Sigrúnu
Gylfadóttur, f. 23.mars 1965,
barnsfaðir Ósvaldur Freyr
Guðjónsson og eiga þau tvö
börn, Theodór Gylfason, f. 3.
febrúar 1967, kvæntur Ragn-
heiði Jóhannesdóttur og eiga
þau tvö börn og Ólafur Elvar
Gylfason, f. 14. desember
1972, kvæntur Margréti H.
Grétarsdóttur og eiga þau
tvö börn.
Útförin fór fram frá Graf-
arvogskirkju 8. febrúar 2016.
Erla frænka var yngst fjög-
urra systkina frá Húsavík. Þeg-
ar foreldrar þeirra veiktust varð
að koma börnunum fyrir hjá
góðu fólki. Móðir mín Ólöf var
eina systkinið sem var ættleitt,
Ásgeirsdóttir, en Erla, Gunn-
hildur og Jón Gunnar ólust upp
hjá kærleiksríkum fósturfor-
eldrum. Systkinin ólust því upp
sitt í hverju lagi, en öll á Húsa-
vík.
Jón Gunnar dó langt fyrir ald-
ur fram. Það var alla tíð stöðugt
og gott samband milli systr-
anna. Það var því þungt áfall
fyrir móður mína að missa tvær
yngri systur sínar með nokkurra
vikna millibili.
Mínar minningar um Erlu
frænku og Gunnhildi eru ljúfar.
Þær voru báðar ákveðnar,
vinnusamar og trygglyndar. Ég
man aldrei eftir Erlu öðruvísi en
brosandi.
Hún var hlý og ættrækin.
Gunnhildi þekkti ég ekki eins vel
þar eð hún bjó lengst af utan
Reykjavíkursvæðisins. Ég vil
nota þetta tækifæri til að votta
börnum og öðrum aðstandend-
um Gunnhildar innilega samúð.
Erla starfaði í áratugi hjá Hag-
kaupum.
Það var notalegt að koma
þangað og faðma frænku. Eig-
inmaður Erlu, Gylfi Theodórs-
son, er mikið ljúfmenni. Hann
reyndist
Erlu vel, ekki síst þegar heils-
an brast. Fyrir það er frænd-
garður Erlu honum ævinlega
þakklátur.
Við Ólafarbörn og mamma
sendum Gylfa, Sigrúnu, Tedda
og Óla okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ásgeir R. Helgason.
Erla
Björgólfsdóttir
Þegar góður vin-
ur fellur frá fara
ljúfar minningar í
gegnum hugann.
Emil var góður vinur og
skemmtilegur með eindæmum
Emil Brynjar
Karlsson
✝ Emil BrynjarKarlsson fædd-
ist 4. janúar 1949.
Hann lést 6. febr-
úar 2016.
Útför Emils
Brynjars fór fram
17. febrúar 2016.
og hrókur alls
fagnaðar í góðra
vina hópi.
Þegar við hjónin
kynntumst Emil og
Sigrúnu, þá nýflutt
á Stórateiginn,
tókst strax með
okkur mikil og góð
vinátta. Í götunni
okkar myndaðist
nokkuð stór hópur
vina og hefur sú
vinátta haldist þrátt fyrir að fá-
ir af okkur búi í götunni lengur.
Í árlegu teiti okkar þar var
þema, mætti Emil í ótrúlegum
gervum, hugmyndaríkur og
flottur og vakti mikla kátínu.
Hann gat komið sem ávaxta-
karl, klæðskiptingur eða lauf-
blað svo eitthvað sé nefnt.
Þessar stundir eru ógleyman-
legar. Við í þessum vinahópi
viljum trúa því að við eigum
þátt í golfiðkun hans því frá
okkur fékk hann þrjár fyrstu
golfkylfurnar sínar, það kostaði
að við sáum minna af honum,
svo heltekinn var hann af golf-
inu. Við munum sakna Emils
sárt en minning um góðan
dreng lifir. Innilegar samúðar-
kveðjur, elsku Sigrún, Kalli,
Rósa, Kári og fjölskyldur ykk-
ar.
Ólöf og Þorsteinn (Steini).
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Þökkum samúð og hlýhug
við andlát og útför
JÓNS ÞORLÁKSSONAR,
Miklaholti.
.
Gyða Valgeirsdóttir
og afkomendur hins látna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS FRIÐGEIRS EINARSSONAR
byggingameistara, Bolungarvík.
.
Margrét Kristjánsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Skúli Gunnarsson,
Einar Þór Jónsson, Stig Arne Wadentoft,
Ása Ásmundardóttir,
Kristján Jónsson
og barnabörn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjónar-
menn minningargreina vita.
Minningargreinar