Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Fimm læknar munu hefja störf við heilsugæslustöðina á Akranesi á næstunni og fylla um þrjú og hálft stöðugildi. Þetta kemur fram á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Eins og komið hefur fram hér í blaðinu hefur þunglega horft undanfarina mánuði varðandi læknisþjónustu og biðtími lengst nokkuð hjá heilusgæslustöðinni. Þetta gerðist í kjölfar þess að heilsugæslulæknar sem starfað hafa á Akranesi um árabil hafa horfið frá stöðinni, ýmist til ann- arra verkefna eða lokið störfum. „Nýráðnir læknar eru með umtals- verða starfsreynslu og fjölbreyti- legan bakgrunn, bæði í sérfræði- grein heimilislækninga, á geðsviði, endurhæfingu og í almennum lækn- ingum,“ segir í fréttinni. Samn- ingur við lækna gerir ráð fyrir a.m.k. 2ja ára samstarfi. Læknarnir munu hefja störf fljót- lega í áföngum en þess er vænst að starfsemi heilsugæslunnar verði komin í gott horf að nýju á vormán- uðum. sisi@mbl.is Fimm læknar ráðnir  Starfsemi heilsu- gæslunnar í samt lag Morgunblaðið/Eggert Sala á Köku ársins 2016 hófst í bak- aríum landsins í gærmorgun í til- efni konudagsins á sunnudaginn. Kakan var formlega kynnt á fimmtudaginn þegar formaður Landssambands bakarameistara, LABAK, Jón Albert Kristinsson og höfundur kökunnar, Henry Þór Reynisson, afhentu stjórnarkonum í Kvenfélaginu Hringnum fyrstu kökurnar sem viðurkenningu fyrir þeirra góða starf í þágu samfélags- ins. Kvenfélagið Hringurinn hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið upp- bygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt. Þau stærstu eru upp- bygging Barna- og unglingageð- deildar Landspítala og rekstur Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar barna með sérþarfir. Kaka ársins var valin í keppni sem LABAK efnir til árlega og fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir best til þess fallin að hljóta titilinn Kaka ársins. Í ár var keppnin haldin í samstarfi við Nóa Síríus og inni- heldur Nizza súkkulaðismjör frá Nóa. Að venju er mikið lagt í Köku ársins. Hún er í mörgum lögum, inniheldur m.a súkkulaðisvamp- botn, mjólkursúkkulaðimús, nizza- kremfyllingu og Earl grey te og er húðuð að utan með mjólkursúkkul- aði. Sala hafin á köku ársins  Margra laga kaka með súkkulaðisvampbotni Mánudaginn 22. febrúar nk. held- ur Árni Berg- mann fyrirlestur í boði Guð- fræðistofnunar í stofu 229 í Aðal- byggingu Há- skóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 11.40. Yfirskrift fyrirlestursins er: Um sambúðarvanda trúaðra og guð- lausra. Fjallað verður um versnandi sambúð trúaðra og trúleysingja, spurt um orsakir, segir m.a. í til- kynningu. Árni Bergmann lauk námi í rúss- nesku og bókmenntum frá Moskvu- háskóla 1962. Hann var blaðamað- ur, gagnrýnandi og ritstjóri Þjóðviljans til 1992 og frá þeim tíma stundakennari við Háskóla Ís- lands allt til 2003. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur um sam- búðarvanda trúaðra og guðlausra Árni Bergmann Veldu yfirburði! Siemens og Bosch í 19 af 20 efstu sætunum! Í úttekt danska neytendablaðsins Tænk (2015), þar sem teknar voru til skoðunar 50 uppþvottavélar frá ýmsum framleiðendum, voru yfirburðir Siemens og Bosch algjörir. Hér fyrir neðan eru þær uppþvottavélar sem lentu í efstu sætunum. Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is BOSCH SMU 50M96SK BOSCH SMU 53M72SK BOSCH SMU 50M92SK BOSCH SMU 50M95SK BOSCH SMP 68M05SK (stál) BOSCH SMP 68M02SK BOSCH SMU 69T42SK BOSCH SMU 69T45SK BOSCH SMU 50E52SK SIEMENS SN 44D202SK SIEMENS SN 46T297SK SIEMENS SN 46T597SK BOSCH SMU 50M62SK Annar framleiðandi en Bosch eða Siemens. *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: *fæst hjá: SIEMENS SN 478S01TS SIEMENS SN 45M231SK BOSCH SMU 51M12SK *fæst hjá: 1. sæti 6. sæti 11. sæti 16. sæti 3. sæti 8. sæti 13. sæti 18. sæti 5. sæti 10. sæti 15. sæti 20. sæti 2. sæti 7. sæti 12. sæti 17. sæti 4. sæti 9. sæti 14. sæti 19. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.