Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Deir al-Balah. AFP. | Mohammed Bar- aka er tvítugur námsmaður á Gaza- svæðinu og langt frá því að líta út fyrir að vera kraftajötunn en hefur vakið athygli á svæðum Palestínu- manna og víðar með ýmsum hreystiverkum, m.a. með því að draga tólf tonna rútu. Baraka er á öðru ári í námi í ferðagreinum við Tækniskólann í Deir al-Balah og vonast til þess að geta hleypt heimdraganum til að gera garðinn frægan út um allan heim, þrátt fyrir ferðatakmarkanir yfirvalda í Ísrael. Baraka hefur verið kallaður „Gaza-Samson“, eftir biblíuhetju sem Guð gæddi yfirnáttúrulegum mætti í baráttunni við Filistea og vann mikil afreksverk, braut meðal annars niður hlið Gaza. Baraka vill þó frekar vera kallaður „Gaza- Jason“ eftir breska kvikmyndagoð- inu Jason Statham sem er þekktur fyrir að leika hörkutól í hasar- myndum. Dregur rútu með tönnunum Þegar Baraka sýnir kraftana not- ar hann tennurnar til að toga í 20 sæta rútu með ólum þar til hún hreyfist. Næst dregur hann 50 sæta rútu með höndunum. Palestínski rútubílstjórinn Mahmud er furðu lostinn þegar hann fylgist með rútutoginu. „Ég hélt að hann væri að grínast, þetta er brjálæði,“ sagði hann. „Hefði ég ekki séð þetta með eigin augum tryði ég þessu ekki.“ Baraka var á barnsaldri þegar hann vakti fyrst athygli fyrir að stökkva í gegnum eld á skólasýn- ingu. Seinna dró hann bifhjól með tönnunum. Sagt er að hann hafi nokkrum árum síðar dregið þrettán tonna jarðýtu með höndunum. Í tómstundunum unir Baraka sér einnig við að ganga á nöglum og brjóta múrsteina á bringunni og bakinu. AFP Gasalegur harðjaxl Mohammed Baraka dregur rútu á Gaza-svæðinu. Gaza-Jason með jötunkraft Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump hlóð lofi á Frans páfa í fyrra- kvöld, nokkrum klukkustundum eft- ir að hafa gagnrýnt trúarleiðtogann fyrir að draga kristna trú hans í efa. Páfi hafði gagnrýnt yfirlýsingar Trumps um að hann hygðist reisa múr við landamærin að Mexíkó til að koma í veg fyrir að fólk frá Róm- önsku Ameríku kæmist án leyfis til Bandaríkjanna. Trump stefnir einn- ig að því að vísa um 11 milljónum óskráðra innflytjenda úr landi. „Hver sá sem vill aðeins reisa múra en ekki brýr er ekki kristinn maður,“ sagði Frans við fréttamenn eftir fimm daga heimsókn til Mexíkó þegar hann var spurður um stefnu Trumps í innflytjendamálum. „Kjós- ið, eða kjósið ekki, ég skipti mér ekki af því. En ég segi aðeins að ef hann segir þetta þá sé hann ekki kristinn maður. Við þurfum að athuga hvort hann hafi í raun sagt þetta og þang- að til læt ég hann njóta vafans.“ Trump til framdráttar? Viðbrögð Trumps voru í fyrstu harkaleg. „Það er smánarlegt af trúarleiðtoga að vefengja trú krist- ins manns,“ sagði hann en mildaði tóninn á kosningafundi í Suður- Karólínu nokkrum klukkustundum síðar. Hann lauk þá lofsorði á páfa, sagði hann m.a. dásamlegan og kraftmikinn mann sem stæði sig með miklum sóma. Hann sakaði stjórnvöld í Mexíkó um að hafa not- að páfa „sem peð“ og veitt honum rangar upplýsingar um stefnu Trumps í innflytjendamálum. Jon Sopel, fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli páfa geti hugsanlega skaðað Trump í forkosningum repúblikana í Suður- Karólínu sem fara fram í dag. Michael Mathes, stjórnmálaskýr- andi AFP, telur hins vegar líklegt að gagnrýni Trumps á páfa hafi verið úthugsuð tilraun til að styrkja stöðu sína meðal kjósenda sem eru í evan- gelískum söfnuðum, en þeir eru um tveir þriðju kjósendanna í Suður-- Karólínu. Flestar kannanir benda til þess að Trump sé með mest fylgi frambjóð- endanna í forkosningum repúblik- ana í ríkinu, en öldungadeildar- mennirnir Ted Cruz og Marco Rubio berjist um annað sætið. bogi@mbl.is Donald TrumpFrans páfi Snuprar og hrósar páfa  Trump stefnir að sigri í S-Karólínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.