Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 28

Morgunblaðið - 20.02.2016, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 HAMRABORG 14 / DALVEGI 4 KÓPAVOGI Henry Þór sigurvegari keppninnar Kaka ársins2016 „Samið hefur verið um að Bretland njóti sérréttinda innan Evrópu- sambandsins. Ég mun kynna samninginn fyrir ríkisstjórninni á morgun,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á twit- ter-síðu sinni, eftir að leiðtogar að- ildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um breytingar á sambandinu seint í gærkvöldi. Kröfur hans um umbætur á Evr- ópusambandinu mættu meiri and- stöðu en búist var við og neyddist hann að lokum til að gefa eftir í þýðingarmiklum málum. „Cameron samþykkti að fresta áætlunum sín- um um að takmarka rétt innflytj- enda til barnabóta eftir meira en 30 klukkustunda viðræður,“ sagði fréttamaður Telegraph í Bretlandi. Eftir áköf mótmæli frá leiðtog- um Austur-Evrópu samþykkti Cameron því að fresta áætlunum um takmörkun barnabótanna um fjögur ár eða til ársins 2020. Þá samþykkti hann einnig sjö ára „neyðarstopp“ á bætur, skattaaf- slætti og félagslegt húsnæði fyrir innflytjendur en hann hafði áður krafist þess það stæði í þrettán ár. Breyttist í maraþonfund Viðræðurnar hófust á leiðtoga- fundi ESB sem hófst í Brussel í fyrradag og stóð fram eftir kvöldi í gær. Viðræðunum lauk svo rétt fyrir klukkan tíu að íslenskum tíma. Gert hafði verið ráð fyrir því að gengið yrði frá samkomulagi á „enskum morgunverði“ í gærmorg- un en samningaviðræðurnar dróg- ust á langinn. Eftir maraþonfund, sem lauk klukkan hálfsex í gær- morgun, var fyrirhuguðum morg- unverði fyrst breytt í „enskan há- degisárbít“, síðan „enskan hádegisverð“ og að lokum var talað um „enskan kvöldverð“. Síðdegis var leiðtogunum ráðlagt að bóka hótelherbergi í eina nótt til við- bótar þar sem útlit var fyrir að við- ræðunum lyki ekki fyrr en í dag. David Cameron hafði gert ráð fyrir því að samkomulag næðist um morguninn og boðað fund í rík- isstjórn sinni, sem átti að fara fram í gærkvöldi, til að tilkynna dagsetningu þjóðaratkvæða- greiðslu sem hann hefur lofað á kjörtímabilinu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Ríkis- stjórnarfundinum var aflýst þegar ljóst var að samningaviðræðurnar í Brussel drægjust á langinn. Talið er að Cameron stefni að því að at- kvæðagreiðslan fari fram í júní, en hann hefur sagt að hann hyggist ekki hvetja kjósendur til að styðja áframhaldandi aðild ef samkomu- lag næst ekki um kröfur hans. Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í gærkvöldi að hann hygðist gera það sem þyrfti til að halda Bretlandi í ESB en þó „gegn því skilyrði að Evrópusam- bandið geti haldið áfram að færast fram á við“. Fregnir hermdu að Hollande og fleiri leiðtogar hefðu lagst gegn kröfu Camerons um vernd fyrir ríki utan evrusamstarfsins. Came- ron vill að tryggt verði að ekki verði gengið á hlut breskra fjár- málafyrirtækja með auknum sam- runa evruríkja en Hollande sagði að Bretar ættu ekki að fá neit- unarvald á evrusvæðinu eða vald til að setja eigin reglur um fjár- málamarkaðina, að sögn fréttaveit- unnar AFP. bogi@mbl.is, laufey@mbl.is Cameron gaf eftir í þýðingarmiklum málum  Samkomulag náðist um kröfur Breta á löngum fundi leiðtoga ESB-ríkjanna AFP Maraþonfundur David Cameron, forsætisráðherra Bretlands (t.v.), Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á leiðtogafundinum í Brussel sem hófst í fyrradag. Mjótt á munum » Hafni kjósendur í Bretlandi aðild að Evrópusambandinu í fyrirhugaðri þjóðaratkvæða- greiðslu verður það fyrsta landið til að segja sig úr ESB. » Ný skoðanakönnun bendir til þess að 36% kjósendanna séu andvíg aðild Bretlands að ESB en 34% hlynnt. 7% sögð- ust ekki ætla að kjósa og 23% hafa ekki gert upp hug sinn. Harper Lee, höf- undur skáldsög- unnar To Kill a Mockingbird, lést í heimabæ sínum, Monroeville í Ala- bama, 89 ára að aldri. Lee fékk Pulitzer-verð- launin fyrir To Kill a Mock- ingbird sem var fyrst gefin út 1960 og fjallar um blökkumann sem var ranglega sakaður um að nauðga hvítri konu. Bókin er álitin ein af bestu skáldsögum allra tíma vestan- hafs og hefur verið seld í 30 millj- ónum eintaka. Samnefnd kvikmynd, sem var frumsýnd 1962, naut einnig mikilla vinsælda. Harper Lee sendi ekki frá sér aðra skáldsögu fyrr en á síðasta ári þegar Go Set a Watchman kom út. Lee fæddist í Monroeville 28. apríl 1926. Hún forðaðist sviðsljósið og fjölmiðla, veitti sjaldan viðtöl. Harper Lee látin Harper Lee  Höfundur einnar af bestu skáldsögum Bandaríkjanna Stjórnmálamenn eru yfirleitt gagn- rýndir fyrir að eyða of miklum pen- ingum en Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sæt- ir nú gagnrýni vinstrimanna fyrir að hafa valið ódýrt flug þegar hann fór í helgarfrí til Malaga á Spáni. „Andstyggilegt!“ sagði einn þing- manna vinstriflokkanna á Face- book um ferð forsætisráðherrans með lággjaldafélaginu Ryanair sem hefur sætt gagnrýni danskra stéttarfélaga fyrir brot á réttindum starfsmanna. Fjögur stærstu bæjar- félög Danmerkur hafa bannað starfsfólki sínu að ferðast með Ryanair á vegum þeirra. Gagnrýndur fyrir að velja ódýrt flug DANMÖRK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.