Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
á Hótel Borg
Hlý og persónuleg þjónusta
Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020
Miðvikudaginn 4.
febrúar var haldinn
fundur hjá stjórn
Hollvinasamtaka
Sjúkrahússins á Akureyri. Farið
var yfir fjárhagsstöðuna og
næstu verkefni, sem öll felast í
kaupum á lækningatækjum.
Vegna veglegra framlaga frá
einstaklingum, fyrirtækjum og
félagasamtökum var innistæða
fyrir kaupum á öndunarvél fyrir
gjörgæsludeild og fulltrúa SAk
falið að panta vélina. Á fund-
inum var stofnandi og aðaldrif-
fjöður Hollvinasamtakanna,
Stefán Gunnlaugsson. Hann var
inniliggjandi á Sjúkrahúsinu en
þrátt fyrir veikindi sat hann
fundinn. Stefán var með marg-
víslegar hugmyndir um áfram-
haldandi starf og fjáröflun.
Hann fór yfir stórhuga hug-
myndir sem hann vildi ráðast í á
næstu misserum til að auka
tekjur samtakanna og gera okk-
ur þar af leiðandi kleift að
styrkja SAk enn frekar.
Stefán var sjúkrahúsinu afar
þakklátur og einsetti sér að því
eftir fyrstu lotu veikinda sinna
að stofna félagsskap sem hefði
það markmið eitt að bæta
tækjakost og aðbúnað sjúklinga
og starfsfólks. Í lok fundarins
var farið yfir það sem Hollvina-
samtökin hafa áorkað og að holl-
vinir væru að nálgast 2.000
manns. Gleðibros færðist yfir
andlit Stefáns, draumurinn var
orðinn að veruleika. Þetta bros
geymi ég innra með mér, því að
örfáum dögum síðar lést Stefán
eftir harða rimmu við óviðráð-
anleg veikindi. Við munum
halda starfinu áfram, Stebbi
minn, og leggja enn harðar að
okkur þó að ógerlegt verði að
fylla þitt skarð.
Við Stefán störfuðum einnig
saman á öðrum vettvangi.
Knattspyrnufélag Akureyrar
hefur verið okkur afar hugleikið
í áratugi. Hann var formaður
tveggja deilda félagsins og tví-
vegis formaður aðalstjórnar.
Hann var lykilmaður í allri upp-
byggingu KA í áratugi en það er
ekki síst fyrir hans áræðni og
framsýni að í dag er KA eitt öfl-
ugasta íþróttafélag landsins,
með á annað þúsund iðkendur. Í
mínum huga er Stefán einn
merkasti félagsmaður í sögu KA
og minning hans meðal félags-
manna mun lifa um ókomna tíð.
Aðalstarf Stefáns var veit-
ingarekstur og var hann einn
aðaleigenda Bautans á Akur-
eyri, sem hann rak með glæsi-
brag um langt árabil.
Þungamiðjan í öllu þessu
annríki var fjölskyldan. Hann
var afar stoltur af börnum sín-
um og barnabörnum. Vandlega
fylgdist hann með hópnum og í
samtölum okkar síðustu mánuði
hef ég betur gert mér grein fyr-
ir þessari tæru væntumþykju og
tilfinningum hans gagnvart eig-
inkonu og börnunum. Fjölskyld-
unni votta ég mína innilegustu
samúð. Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd stjórnar Hollvina-
samtaka Sjúkrahússins á Akur-
eyri
Jóhannes Gunnar
Bjarnason, formaður.
Félagi okkar og samferða-
maður Stefán Gunnlaugsson
hefur nú kvatt eftir erfið veik-
indi. Okkur sem þykjumst eiga
einkarétt á því að kalla okkur
KA old boys langar af því tilefni
Stefán Héðinn
Gunnlaugsson
✝ Stefán Héðinnfæddist 17.
mars 1945. Hann
lést 8. febrúar
2016.
Stefán var jarð-
sunginn 19. febrúar
2016.
að minnast hans
með nokkrum orð-
um. Gulur bak-
grunnur hefði
kannski hentað
þessum orðum bet-
ur og passað betur
við hið gula og
gegnheila hjarta
Stebba. Félagar
eða hópur sem upp-
haflega var knatt-
spyrnuhópur sem
þróaðist síðan í samstilltan lífs-
vinahóp sem brallað hefur ým-
islegt saman meðfram boltan-
um, s.s. matarveislur, ferðalög,
jafnt utan- sem innanlands. Far-
ið m.a. í fótbolta og árshátíð-
arferðir til Barcelona, London
og Rómar. Höfum hist á heil-
ögum sunnudögum klukkan
16.30 til 18.00, allt frá því að
húsið var byggt 1991 og margir
hverjir, m.a. Stebbi, nokkur ár á
undan í Skemmunni. Svo að árin
í boltanum voru býsna mörg.
Þessir tímar voru Stebba mjög
kærir og hefur hann átt mörg
upphlaupin upp hægri kantinn í
KA-húsinu, því að hægri kant-
urinn var Stefáns, alla vega í
aðra áttina, og einskis annars og
héldu sumir að hann ætti hann
skuldlausan í orðsins fyllstu
merkingu. Ef vel horfði fyrir
hans liði heimtaði hann gjarnan
að nú yrðu úrslitin skráð á blað
svo að enginn vafi léki á úrslit-
um í lok tímans. Tala nú ekki
um þegar hin alræmdu táarskot
hittu netið, markmönnum til
mikillar hrellingar. Hann spilaði
kantinn alveg þar til hann veikt-
ist fyrir u.þ.b. þremur árum.
Þannig var nefnilega Stefán.
Fylginn sér og mikill drifkraftur
í því sem hann tók sér fyrir
hendur. Steig kannski á tærnar
á einhverjum eins og oft vill
verða þegar atorkumenn eru á
ferð en munaði um hann í
hverju máli sem hann lagði lið.
Hann gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir KA og var
formaður, fyrst árið 1970 á erf-
iðum tíma í sögu félagsins og
síðan aftur 2008–2010. Var í for-
ystusveit KA allt þetta tímabil
ásamt því að gegna trúnaðar-
störfum hjá KSÍ. Gegndi for-
mennsku í handknattleiksdeild
og knattspyrnudeild og sat í að-
alstjórn, lengst af sem gjaldkeri.
Einnig var hann mikill drifkraft-
ur í allri uppbyggingu á KA-
svæðinu s.s. völlum, félagsheim-
ili og íþróttahúsi. Félagsheim-
ilið, sem gjörbreytti allri
félagslegri aðstöðu KA, var hon-
um einstaklega kært. Var hann
formaður bygginganefndar og
sá um fjármálin.
Þó að hann hefði verið orðinn
veikburða á síðustu mánuðum
lét hann sig aldrei vanta á við-
burði hjá KA eða Akureyri
handboltafélagi og fór þar oft
viljinn á undan líkamanum.
Mætti ósjaldan í KA-kjallarann
til að horfa á félögin sín Liver-
pool og Barcelona og hitta mann
og annan og fylgjast með helstu
málum KA. Atorku hans og
áhuga verður saknað á KA-
svæðinu og þarf fleiri en tvo til
að fylla hans skarð í áhorfenda-
stúkum eða sófum þessara fé-
laga.
Innilegar samúðarkveðjur til
Hugrúnar og fjölskyldu
Fyrir hönd KA old boys og
maka,
Jóhannes Bjarnason,
Tómas Lárus Vilbergsson,
Haukur Jóhannsson,
Guðmundur Gíslason,
Kristján Eldjárn.
Við vorum ólíkir félagarnir
Stebbi, Biggi Svavars og ég, en
smullum óvenju vel saman, enda
var stutt á milli okkar á Eyr-
inni, jafn gamlir og saman í
skóla. Stebbi var stríðnastur og
hafði dálítið gaman af að slást,
hann var minnstur og átti undir
högg að sækja en var sneggstur
og kunni nokkur brögð til að
losa sig, jafnvel þó að við nafn-
arnir værum saman búnir að
hafa hann undir. Yfirleitt hafði
hann frumkvæði að hinum ýmsu
leikjum og ekki þótti okkur leið-
inlegt að gera at í fólki á Eyr-
inni. Við vorum í sama bekk í
gagnfræðaskólanum og sam-
ferða á morgnana, í hádeginu og
heim úr skóla. Alltaf vorum við
á hjóli ef fært var og oftast var
kapp hver væri fyrstur og ekki
var óalgengt að við værum
hruflaðir eftir byltur. Við vorum
oft lengi á leiðinni heim þegar
snjór var mikill því við þurftum
að koma við í brekkunum í
Gilinu sem voru snarbrattar og
renna okkur þar niður. Snemma
kom í ljós að Stebbi hafði gott
viðskiptavit. Minnisstætt er
gamlárskvöld þegar við vorum í
fyrsta bekk í Gagganum en þá
var haldinn dansleikur í skól-
anum. Þegar við félagarnir
mættum á staðinn í okkar fín-
asta pússi sáum við að allir að-
algæjarnir voru með vindla og
þótti okkur verra að vera ekki
með í þeim hópi. Stebbi var
fljótur að finna út úr því, mundi
að einn af Fossunum var við
bryggju og við gætum örugg-
lega útvegað okkur vindla þar.
Stormuðum við niður á bryggju
og um borð þar sem við hittum
fyrir borðalagðan mann sem
Stebbi bar erindið upp við. Það
var tekið vel í málið, okkur boð-
ið niður í káetu þar sem við
fengum súkkulaði og gos og
kassa af smávindlum. Kvöldinu
var reddað við seldum alla
vindlana uppi í skóla á góðu
verði og áttum nóga peninga
fyrir sælgæti og gosi á ballinu.
Eftir gagnfræðaskóla skildu
leiðir en alltaf var gott sam-
band. Stebbi fylgdist vel með
okkur og mér er minnisstætt að
á háskólaárum mínum í Svíþjóð
í kringum 1968, þegar gengis-
fellingarnar voru hver af ann-
arri, sendi hann mér bréf og
bauðst til að lána mér peninga
ef ég þyrfti. Sýnir það best því-
líkur öðlingur Stebbi var – alltaf
að hugsa um aðra og ekki var
hjálpseminni flíkað. Eftir að við
fluttum heim og til Borgarness
jukust samskipti okkar félag-
anna á nýjan leik og höfðum við
það fyrir reglu að hittast nokkr-
um sinnum á ári með konum
okkar og fórum í margar
skemmtilegar ferðir bæði innan-
lands og utan. Við fórum saman
til Parísar, Prag og í einstak-
lega skemmtilega menningar-
ferð til Tyrklands. Eftir að við
Brit fluttum til Akureyrar hitt-
umst við reglulega yfir góðum
mat, spjalli og glensi. Stebbi var
kátur og skemmtilegur, hreinn
og beinn og lét samfélagsmál
sig miklu skipta. Hann var ein-
staklega kærleiksríkur fjöl-
skyldumaður og vinur og var
alltaf tilbúinn að rétta hjálpar-
hönd þar sem hann taldi þörf.
Stóra lukkan hans var að hitta
Hugrúnu. Hann og Hugrún
voru einstakt par og leiddu og
studdu hvort annað í einu og
öllu. Við fjölskyldan vottum
Hugrúnu og fjölskyldu okkar
dýpstu samúð, eftir lifir minn-
ingin um einstakan og kæran
vin.
Birgir Guðmundsson.
Í dag kveðjum við góðan
mann, mann sem hefur svo
sannarlega haft áhrif á líf mitt.
Stefán Gunnlaugsson, eða
Stebbi Gull, var engum líkur.
Skapaði, gerði og framkvæmdi
hlutina.
Honum kynntist ég fyrst þeg-
ar hann starfaði með föður mín-
um í KA, Stebbi Gull formaður
knattspyrnudeildar KA og pabbi
stjórnarmaður. Hann kom inn á
heimilið okkar eins og hvirfilbyl-
ur, annaðhvort með hund bróð-
ur síns til að tala við pabba eða
bara hitta okkur aðeins. Síðan í
símann og talaði þar, síðan rok-
inn út. Alltaf eitthvað að gerast
hjá kallinum.
Á mínum yngri árum þurfti
maður sumarvinnu og Stebbi
Gull sá til þess að ég fékk vinnu,
byggingarvinnu, vallarvinnu,
vinnu á Bautanum, starf á bar,
yngri flokka þjálfun. Síðan tók
hann sig til og seldi mig til út-
landa. Kannski vegna þess að
hann var búinn að prufa allt
með mig. Og eftir 11 ár réð
hann mig aftur í vinnu við þjálf-
un. Já, ég sé það að Stebbi Gull
hefur í raun stjórnað lífi mínu.
Það er svo sannarlega mikill
missir að eins miklum snillingi
og Stebba Gull. Hann var alltaf
fyrsti maður að hringja þegar
eitthvað gekk á í lífi mínu –
hvort sem það var gleði eða
sorg.
Stefán er maður sem hefur
haft gríðarleg áhrif á KA og Ak-
ureyri. Hann verður í minning-
unni einn af snillingum Norð-
ursins.
Ég, Ólöf Mjöll og Isabella
viljum votta þér, Hugrún mín,
og fjölskyldu þinni okkar dýpstu
samúð.
Þorvaldur Örlygsson.
Ég var staddur á ráðstefnu
um heilbrigðismál á Akureyri í
nóvember síðastliðnum. Jói
Bjarna nýbúinn að skrá mig í
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á
Akureyri – eins og ég hefði átt
séns á að segja nei. Þá kemur til
mín maður og segir: „Stebbi
Gull biður að heilsa. Hann biður
þig að líta við hjá sér áður en þú
ferð suður.“
Þegar Stebbi Gull biður mann
að koma – þá kemur maður.
Þannig hefur það alltaf verið.
Ég ólst upp sem KA-maður og
þar var Stebbi Gull fremstur
meðal jafningja. Óþreytandi við
að vinna að framgangi félagsins
með öllum þeim ráðum sem til-
tæk voru. Og þegar hann fól
manni verkefni þá var aldrei
nein spurning um að fram-
kvæma þau eftir bestu getu.
Eitt sumarið var ég fram-
kvæmdastjóri félagsins og þá
var enginn endir á því hvað
Stebba gat dottið í hug varðandi
fjáraflanir. Ekki alltaf góðar
hugmyndir en alltaf reyndi mað-
ur að láta þær heppnast.
Stebbi Gull var einn af þess-
um mönnum sem koma til dyr-
anna nákvæmlega eins og þeir
eru klæddir. Stundum dálítið
óheflaður og hvatvís en sagði
hug sinn í hverju máli. Ekki
vorum við alltaf sammála. Það
var hins vegar hægt að treysta
því að alltaf þegar á reyndi var
Stebbi Gull eins og klettur við
bakið á manni.
Þegar ég kom heim til Stebba
og Hugrúnar eftir ráðstefnuna
lá hann uppi í sófa í stofunni.
Hann var búinn að berjast við
alvarleg veikindi síðustu tvö ár-
in og talsvert var af honum
dregið. Samt var hann algjör-
lega óbugaður andlega og auð-
vitað með mikil áform á prjón-
unum eins og svo oft í gamla
daga. Nú voru það Hollvinasam-
tök Sjúkrahússins á Akureyri;
„Freddi, það verður svaka
fjáröflun í vor og þú þarft að
stjórna tískusýningu og upp-
boði. Ferðu ekki létt með það?“
Dæmigert fyrir Stebba að láta
sér detta í hug að ég væri
maðurinn til að stjórna tísku-
sýningu. Í gamla daga hefði ég
bara sagt já og gengið í verkið
en í þetta skiptið stakk ég upp á
vinkonu okkar sem er sérfræð-
ingur í tískusýningum og sagði
Stebba að tala við hana.
„Gott mál, ég geng í það,“
sagði Stebbi og græjaði það
held ég daginn eftir.
Sambærileg samtöl höfum við
Stebbi Gull átt í tugavís í gegn-
um tíðina og það rifjaði upp ótal
skemmtileg atvik og endalausar
sögur að vera enn á ný kominn í
mikilvægt verkefni undir stjórn
þessa gamla vinar.
Þannig var þessi mikli meist-
ari allt fram í andlátið. Alltaf
tilbúinn að láta gott af sér leiða
fyrir KA eða allt samfélagið.
Það var einstakur félagsandi
sem umlék allt starf okkar KA-
manna eins og ég minnist þess
og þar lék Stebbi Gull lykilhlut-
verk sem leiðtogi og prímusmót-
or. Hann naut þess – og við KA-
menn allir – að vera einstaklega
vel kvæntur og gæfa hans í líf-
inu að hafa konu eins og Hug-
rúnu sér við hlið í blíðu og
stríðu.
Það er þyngra en tárum taki
að þurfa að kveðja góðan vin svo
langt fyrir aldur fram. Efst í
huga mér er þó þakklæti fyrir
ótal góðar stundir og árangurs-
ríkt og skemmtilegt samstarf í
gegnum tíðina.
Öllum aðstandendum votta ég
mína dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Stefáns
Gunnlaugssonar – áfram KA.
Friðfinnur Hermannsson.
Það var okkar lán að hafa
kynnst Stefáni Gunnlaugssyni á
sínum tíma. Við vorum ungir
Valsmenn í leit að ævintýrum og
reynslu þegar við hittum
Stebba, formann KA, í fyrsta
sinn. Hann náði á mjög skömm-
um tíma að sannfæra okkur um
ágæti Akureyrar og að hvergi
væri betra að vera en hjá KA.
Við slógum til og þvílík gæfa
sem þessi ákvörðun var fyrir
okkur; við kynntumst ótrúlegum
hóp af ungum, metnaðarfullum
fótboltastrákum sem áttu sér
draum um að gera góða hluti á
fótboltavellinum, það átti svo
sannarlega eftir að verða raun-
in; en enginn lét sig þó dreyma
um þann árangur sem við áttum
eftir að ná. Við skynjuðum að
Stebbi vildi halda utan um alla
hluti innan félagsins og gerði
hann það sérstaklega vel. Það
ásamt því að vera með mjög
góða knattspyrnumenn og þjálf-
arateymi varð til þess að KA
varð Íslandsmeistari árið 1989.
Það var sennilega hápunktur
Stebba þann tíma sem hann
starfaði fyrir KA. Hann var
mjög stoltur af þessum árangri
og var hvatamaður þess að hóp-
urinn sem varð meistari hittist
reglulega síðastliðin ár. Stebbi
kallaði hópinn saman haustið
2014, 25 árum frá því að titillinn
góði vannst, áttum við frábæra
helgi saman þar sem gestrisnin
skein í gegn hjá honum og konu
hans, Hugrúnu. Þetta var í síð-
asta skiptið sem við hittum
Stebba á lífi og mikið erum við
ánægðir að hafa hitt hann kátan
og hressan þrátt fyrir erfið
veikindi. Við viljum þakka Stef-
áni Gunnlaugssyni fyrir ógleym-
anlegar stundir og biðjum al-
mættið um að senda styrk til
aðstandenda á þessum erfiðum
tímum.
Anthony Karl og Jón Gretar.
Þann 8. febrúar síðastliðinn
lést Stefán Gunnlaugsson,
Stebbi Gull, eftir erfið veikindi.
Stebbi var formaður Knatt-
spyrnudeildar KA árið 1989, en
það ár varð KA Íslandsmeistari
í knattspyrnu karla í fyrsta og
eina sinn.
Að þessu afreki stóð hópur
öflugra leikmanna, maka,
stjórnarmanna og aðstandenda.
Þó leikmennirnir hafi verið mest
í sviðsljósinu þá var líka öflugt
lið sem sá um að allur aðbún-
aður væri sem bestur. Sá sem
hélt um alla þræði og stjórnaði
eins og herforingi var Stebbi
Gull. Hann var óþreytandi við
að skapa þessum hópi eins góð-
ar vinnuaðstæður og kostur
væri. Eldmóður Stebba fyrir
KA og okkur leikmennina var
stundum á mörkum þess að
vera óþolandi því hann ætlaðist
til að allir væru jafn áhugasamir
og hann. Helmingur keppnis-
liðsins bjó eða var í námi sunn-
an heiða á undirbúningstíma-
bilinu og því þurfti að sameina
tvo æfingahópa, skipuleggja
ferðir, afla fjár og halda hópn-
um samstilltum. Stebbi sá um
þetta, auk þess að halda mat-
arboð og veislur og sjá um að
samlokurnar væru klárar eftir
leiki. Hann hugsaði líka um
smáatriðin og margir leikmenn
eða börnin okkar eiga silfur-
skeiðar, platta eða diska með
KA-merkinu til minningar um
viðburði á KA-ferlinum. Að und-
irlagi Stebba hefur þessi Ís-
landsmeistarahópur hist reglu-
lega síðan 1989 til að viðhalda
vinskapnum og rifja upp gamlar
gleðistundir. Stebbi hefur áfram
verið miðpunkturinn í þessum
hópi og hafa heimboð til hans og
Hugrúnar eiginkonu hans verið
ógleymanleg, síðast í september
2014. Framsýni hans og dugn-
aður verður okkur hvatning í
framtíðinni. Hans verður sárt
saknað og sendum við Hugrúnu
og fjölskyldu þeirra samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Íslandsmeistara-
hóps KA 1989,
Erlingur Kristjánsson.
Hinn 8. febrúar síðastliðinn
kvaddi Stefán Gunnlaugsson,
vinur minn til margra ára, þenn-
an heim. Stebbi hafði barist við
erfið veikindi og sýkingar um
nokkurra ára skeið. Stebbi var
fæddur á Akureyri og kynntist
ég honum fyrst í fótbolta á
gamla moldarvellinum á Akur-
eyri og það fór ávallt vel á með
okkur Stebba. Stebbi var af-
burðaduglegur maður, einn af
stofnendum Bautans á Akureyri
sem hann vann hjá um langt
árabil. Stefán var mikill KA-
maður, formaður félagsins og
formaður deildar þess um ára-
bil. Einn af drifkröftum við
byggingu Félagsheimilis og
íþróttahúss KA-manna á brekk-
unni. Stefán var heiðraður á
marga vegu fyrir störf sín að
íþróttamálum á Akureyri og var
að mínu mati vel að því kominn.
Fyrir nokkrum árum stofnaði
Stebbi, ásamt nokkrum dugn-
aðarforkum, Hollvinasamtök
sjúkrahússins á Akureyri og
hafa samtökin gefið spítalanum
tugi milljóna króna síðan. Í dag
skipta meðlimir samtakanna
þúsundum.
Við Stebbi stofnuðum lítið
fyrirtæki um húseign í miðbæ
Akureyrar. Þá kynntist ég heið-
arleika hans og dugnaði. Stebbi
var góður vinur, vildi hafa hlut-
ina rétta og gera þá strax. Þetta
í fari Stebba kunni ég vel að
meta. Ég held að Stebbi hafi
verið einn af bestu drengjum
Akureyrar.
Hugrúnu og fjölskyldu send-
um við Hulda okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Stebba verður
sárt saknað en minning um góð-
an dreng mun lifa.
Þórarinn B. Jónsson.