Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Biðlistumeytt ánæstu
þremur árum,“
sagði í fyrirsögn í
Morgunblaðinu í
gær og hafa marg-
ir glaðst við að
lesa hana. Oft hafa biðlistar
verið langir eftir aðgerðum,
en nú eru þeir komnir út fyrir
öll mörk.
Í október í fyrra voru á
fimmta þúsund manns á bið-
lista eftir þeim aðgerðum sem
átakið beinist að. Þær eru
mjaðma- og hnjáliðaskipti,
hjartaþræðing og augn-
steinsaðgerðir. Þar af biðu
flestir eftir augnsteinsað-
gerðum, eða fjögur þúsund
manns. Sagði Dögg Harð-
ardóttir, deildarstjóri á augn-
deild Landspítalans, í frétt-
inni í blaðinu í gær að algengt
væri að bið eftir aðgerð væri
tvö ár, þótt hún væri styttri ef
mikið lægi við.
Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra sagði að 800
milljónir yrðu settar í verk-
efnið og væri stefnt að því að
stytta biðlistana á þremur ár-
um þannig að enginn þyrfti að
bíða lengur eftir aðgerð en 90
daga. „Við hyggjumst nýta
þessa fjármuni til að grynnka
á þessum biðlistum,“ sagði
Kristján Þór. „Nánari út-
færsla verður kynnt síðar.“
Það segir sína
sögu að biðlist-
arnir helgast ekki
af aðstöðuleysi.
Dögg segir að
hægt sé að gera á
þriðja þúsund
augnsteinsað-
gerðir á ári. Undanfarið hafa
verið gerðar 850 til 900 að-
gerðir á ári. Það hefur því
greinilega verið talsverður
slaki í kerfinu.
Hinir löngu biðlistar eru af-
leiðing hagræðingar sem
grípa þurfti til í heilbrigðis-
kerfinu. Hver aðgerð kostar
sitt og er auðvelt að reikna út
sparnaðinn. Málið er hins
vegar ekki svo einfalt. Það
kostar líka sitt að fresta að-
gerðum. Sjúklingar þurfa að-
hlynningu meðan þeir bíða
eftir aðgerðinni og iðulega
hverfa þeir af vinnumarkaði á
meðan. Þær aðgerðir sem nú
hafa verið boðaðar leiða því til
sparnaðar þegar fram í sækir.
Þetta mál snýst hins vegar
ekki fyrst og fremst um
sparnað, heldur mannúð og
lífsgæði. Það er ánægjulegt
að heilbrigðisráðherra, land-
læknir og stjórnendur Land-
spítalans hafi snúið bökum
saman um að grynnka á bið-
listunum. Iðulega er talað um
forgangsröðun í stjórnkerf-
inu. Þetta er rétt forgangs-
röðun.
Iðulega er talað um
forgangsröðun
í stjórnkerfinu –
þetta er rétt
forgangsröðun}
Biðlistum eytt
Það er eðli fjár-hættuspila
að það er vitlaust
gefið. Íslendingar
láta það þó ekki
aftra sér. Í hitti-
fyrra keyptu íbúar landsins
miða og leiki fyrir 16 millj-
arða króna.
Ekki er vitað hversu miklu
landsmenn eyddu í miða í út-
löndum, en talið er að það
hlaupi á milljörðum króna.
Spilafíkn er alvarlegur
sjúkdómur. Þess eru dæmi
að spilafíklar hafi lagt fjár-
hag fjölskyldna sinna í rúst.
Talsmaður Gamblers
Anonymous var í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Þetta er meira dulið,
þetta er síður viðurkennt og
þess vegna er þetta oft svo
erfitt,“ segir hann og bætir
við: „Maður hefur séð að
þetta hefur farið algerlega
með menn og heilu fjölskyld-
urnar. Til dæmis fylgir
þessu stundum alvarlegt
þunglyndi og afleiðingarnar
af því geta verið skelfilegar.
Oft liggur gríðarleg óham-
ingja að baki
spilafíkn sem
enginn veit um.“
Ögmundur Jón-
asson, þingmaður
Vinstri grænna,
hefur beitt sér í þágu spila-
fíkla og tók málið fyrir þegar
hann var innanríkisráð-
herra.
„Einmitt vegna þessa hef
ég oft orðið þess var þegar
þessi mál eru rædd að marg-
ir fyrtast við og leggja um-
ræðu, sem gengur út á að
takmarka fjárhættuspil, að
jöfnu við aðför að þessum
stofnunum og þjóðþrifastarfi
á þeirra vegum. Auðvitað er
verkefnið að finna þessum
aðilum fjármögnun sem dug-
ir ef – eða öllu heldur þegar
– dregið verður úr fjár-
streymi til þeirra úr spila-
kössum, sem er í verulegum
mæli komið frá fólki sem
ánetjast hefur spilafíkn og
er því ekki sjálfrátt gerða
sinna,“ sagði Ögmundur.
Það er erfitt til þess að
hugsa þegar gott starf er
fjármagnað með óhamingju.
Íbúar landsins
eyddu 16 milljörðum
í miða og leiki 2014}
Vitlaust gefið
M
ér er minnisstætt viðtal við
grínistann Chris Rock þar
sem hann talaði m.a. um
mikilvægi þess að það byggju
svartar stúlkur í Hvíta hús-
inu; ekki fyrir eigin börn, heldur fyrir hvít
börn, því þau myndu þá eiga auðveldara með
að sjá fyrir sér svört börn í einhvers konar
valdastöðu. Í öðru viðtali, þar sem sama efni
bar á góma, sagði hann ekkert skrýtið fyrir
börnin sín að sjá dætur Baracks Obama í
Hvíta húsinu; þau væru það ung að fyrir þeim
væri það bara venjulegt. Fyrir þeim hefðu
alltaf verið svartar stúlkur í Hvíta húsinu.
Rock talaði um framfarir meðal hvítra í þessu
sambandi og sagði fáránlegt að tala um fram-
farir meðal svartra í tengslum við kyn-
þáttamisrétti í Bandaríkjunum; það væru ekki
svartir sem hefðu þurft að taka sig á.
Mönnum þótti það lengi fjarlægur draumur að svartur
maður yrði einn valdamesti einstaklingur heims og sjálf
man ég eftir því að hafa hlustað á bandaríska hipphopp-
listamanninn Tupac Shakur syngja um það 1998 að „við“
værum ekki undir það búin að svartur maður yrði for-
seti. Það breyttist sem betur fer, þótt Tupac blessaður
upplifði það aldrei, en nú stöndum við frammi fyrir ann-
arri spurningu: Erum „við“ undir það búin að kona verði
forseti Bandaríkjanna?
Auðvitað myndu flestir svara já, það sé löngu tíma-
bært að kona setjist á forsetastól. Það myndi ótvírætt
veita milljónum stúlkna innblástur og hvatn-
ingu. Þá væri ekki síður hollt fyrir strákana
að venjast því að sjá konu í þessari æðstu
valdastöðu; venjast því að sjá fleiri stelpur í
sögubókunum. Ég óttast hins vegar að það
muni koma í ljós að „við“ erum alls ekkert
undir það búin að kona verði forseti Banda-
ríkjanna, að því marki að þeir sem hafa staðið
jafnréttisbaráttunni fyrir þrifum tvíeflist í því
að gera lítið úr Clinton á grundvelli kyns.
Forsetafrúin, utanríkisráðherrann og for-
setaframbjóðandinn Hillary Clinton hefur
fengið það óþvegið í gegnum tíðina. Sem for-
setafrú kom Clinton illa út úr Lewinsky-
hneykslinu, þótt hún væri sá sem brotið var
gegn, og sem stjórnmálamaður hefur hún
bæði verið sökuð um að vera viðkvæm og til-
finningarík, og að vera köld og bredduleg.
„You’re damned if you do and you’re damned if you
don’t“, eins og þeir segja vestanhafs. Hvað tekur þá við
ef henni tekst að tryggja sér útnefninguna og forseta-
stólinn í framhaldinu? Ég tel miklar líkur á því að verði
Clinton forseti muni hún enn eiga á brattann að sækja.
Að sú spurning sem er ósvarað sé ekki hvort Bandaríkja-
menn séu tilbúnir til að kjósa konu sem forseta, heldur
hvort verk þeirrar konu verða metin óháð kyni; hvort
hún verður lofuð og/eða löstuð óháð kyni. Það mun fyrst
koma í ljós þegar kona er orðin forseti hversu undirbúin
„við“ erum, hversu langt við erum komin.
holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Kyn og Hvíta húsið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Eftir hefðbundnar haust-mælingar á loðnustofnin-um í september og framí október, aukaleiðangur
síðari hluta nóvember, leiðangur í
janúar samkvæmt venju og loks
viðbótarmælingar fyrri hluta febr-
úar er niðurstaða Hafrannsókna-
stofnunar að heildaraflamark í
loðnu í vetur verði 173 þúsund
tonn, óbreytt frá því sem ákveðið
var í haust. Hegðan loðnunnar og
göngumynstur, sumar jafnt sem
vetur, hafa breyst síðustu ár og
virðast hrygningargöngurnar ekki
eins þéttar og eindregnar og yfir-
leitt áður.
Að mati fiskifræðinga þyrfti að
verja enn meiri tíma til að fylgjast
með þessari þróun og kortleggja
göngurnar, en það þýddi að hafa
þyrfti skip á miðunum frá hausti og
fram að hrygningu. Loðnuleit og
-mælingar í vetur hafa þó verið
með því umfangsmesta og auk
beggja rannsóknaskipa Hafrann-
sóknastofnunar komu nokkur
uppsjávarskip að verkefninu í vet-
ur. Nefna má að vertíðina 2006/07
sigldu leitarskip alls um 16 þúsund
mílur, sem er talsvert meira en í
vetur.
Gaus upp í Hávadýpi
Engar tvær vertíðir virðast
vera eins, en þó var það nokkuð
reglulegt áður fyrr að fyrstu viku í
febrúar kom loðna yfirleitt upp á
grunnið öðrum hvorum megin við
Stokksnes. Í ár hefur ekki frést af
slíku og litlar fréttir af afla þeirra
fáu íslensku skipa sem eru á mið-
unum og hafa reynt veiðar með
grunnnót. Menn eru þó ekki úrkula
vonar um að loðnan skili sér og
þéttist á hefðbundnum slóðum.
Rifjað hefur verið upp að í lok febr-
úar 2008 og aftur í byrjun mars
2014 gaus upp mikið af loðnu í
Hávadýpi austan við Vestmanna-
eyjar.
Miðað við ungloðnumælingar á
þeim árgangi sem nú á að bera
uppi veiðina gerðu menn sér vonir
um hærra aflamark í vetur. Ný
aflaregla setur strangari varúðar-
kröfur heldur en fyrri regla og gæti
þar munað um 70 þúsund tonnum í
aflamarki. Hvað næstu vertíð
áhrærir gefa ungloðnumælingar
ekki vonir um hátt aflamark.
Fimm skip, fjögur íslensk og eitt
færeyskt, voru undan Öræfum í
leiðindaveðri í gær og voru litlar
fréttir af afla. Íslensk skip hafa
landað rúmlega fjögur þúsund
tonnum á vertíðinni, en á sama
tíma í fyrra var aflinn orðinn rúm-
lega 138 þúsund tonn. Búast má
við að íslenskum skipum fjölgi á
miðunum á næstunni enda ekki
langur tími til stefnu því gera má
ráð fyrir að hrygning verði langt
komin um 20. mars. Útgerðar-
maður sem rætt var við sagði að
vel væri fylgst með veðri, aflafrétt-
um, hrognafyllingu, átuinnihaldi og
fleiri þáttum sem skiptu máli.
Stór hluti í hrognavinnslu
Þar sem Rússlandsmarkaður
er lokaður fer mikið af loðnunni á
markað í Japan og öðrum Asíulönd-
um. Þau fyrirtæki sem hafa heimild
til útflutnings til Hvíta-Rússlands
og Úkraína selja einnig þangað. Af
þeim 100 þúsund t. sem koma í hlut
Íslendinga má reikna með að um 60
þúsund tonn verði geymd þar til
hrognavinnsla verður möguleg fyrir
Japansmarkað, en hrognin eru
verðmætasta afurð loðnunnar.
Talsvert hefur verið fryst úr
erlendum skipum á vertíðinni og þá
einkum á Fáskrúðsfirði, Neskaup-
stað og Vopnafirði.
Breytt hegðan loðnu
veldur heilabrotum
Sveiflur í loðnuafla
Heimild: Hafrannsóknastofnun.
Aflamark Afli Íslendinga Afli alls
2000/01 1.110 894 1.071
2001/02 1.300 1.051 1.249
2002/03 1.000 765 988
2003/04 875 575 742
2004/05 985 640 784
2005/06 238 193 238
2006/07 385 307 377
2007/08 207 149 203
2008/09 15 15 15
2009/10 150 111 151
2010/11 390 322 390
2011/12 765 585 747
2012/13 570 464 551
2013/14 160 111 142
2014/15 580 354 517
2015/16* 173 100
(þús. tonn)*Óveitt
Norðmenn áttu um miðjan dag í
gær aðeins eftir að veiða rúmlega
fimm þúsund tonn af leyfilegum
afla í íslenskri lögsögu, samkvæmt
upplýsingum frá Landhelgisgæsl-
unni. Afli þeirra var orðinn um 53
þúsund tonn og hafði norskum
skipum fækkað verulega á mið-
unum frá því um miðja vikuna. Tólf
norsk skip voru að veiðum í gær,
nokkur voru að landa á Fáskrúðs-
firði og Neskaupstað og um tugur
skipa var á heimleið. Norðmenn
mega ekki veiða eftir 22. febrúar
og ekki fara suður fyrir línu sem
dregin er austur af punkti rétt
norðan við Krossanes.
Upphaflega komu um 45 þúsund
tonn í hlut Norðmanna, en síðar
voru um 13 þúsund tonn af kvóta
Grænlendinga færð yfir til Norð-
manna, samkvæmt samningum.
Eftir þessi skipti er kvóti Græn-
lendinga 5.709 tonn.
Færeyingar mega veiða 8.650
tonn og hafa Finnur fríði, Fagra-
berg og Þrándur í Götu verið við
veiðar við landið síðustu daga.
Norðmenn að ljúka veiðum
KVÓTI FRÁ GRÆNLANDI