Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Bókaðu snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir í sumar.                                     !" "#!  !$ !!" #!   %  "" &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  "#" " $%  " !#! " "! %"  "" #  $ "" #  %# !$  " % #  %" % Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan febrúar 2016 er 128,0 stig sem er 0,1% hækkun frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í mars 2016. Af ein- stökum liðum vísitölunnar lækkaði verð á innfluttu efni um 0,5% frá síðasta mánuði og hefur það áhrif á vísitöluna til lækkunar um 0,1%. Innlent efni hækkaði hins vegar um 0,5% sem hefur 0,2% hækkunaráhrif á vísitöluna. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala bygging- arkostnaðar hækkað um 3,9%, en hún hækkaði um 6,1% yfir árið í fyrra miðað við mælingar í desember 2014 og 2015. Árshækkun byggingar- vísitölunnar nú 3,9% ● Innleiðing svokallaðra snjallkerfa, sem evrópskt regluverk kveður á um að þjóðríki skoði möguleika á, gæti falið í sér kostnað upp á átta milljarða króna hérlendis. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, sem haldinn var í gær. „Að mati Samorku er afar mikilvægt að vel sé fylgst með þessari þróun og tækifærin nýtt, en jafnframt að ekki sé stofnað til óþarfa kostnaðar, svo millj- örðum skipti, án þess að ítarleg ábata- og kostnaðargreining hafi áður farið fram. Á vettvangi Samorku er unnið að slíkri greiningu.“ Innleiðing snjallmæla kosti allt að 8 milljarða STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Af öllum þjóðernum sem sóttu Ísland heim á síðasta ári fjölgaði kínversk- um ferðamönnum mest eða um 83% þegar hátt í 48.000 Kínverjar komu til landsins. Daði Guðjónsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, segir aukninguna vera gríðarlega mikla þó að heild- arfjöldi þeirra sé ekki meira en 3,8% af öllum ferðamönnum sem komu til landsins. „Það sem vekur athygli er að aukn- ingin er mikil í ferðum þeirra utan há- annatímans eins og í september, október og desember. Auk þess sem ferðamenn frá Kína dvelja fremur á Suðurlandi en annars staðar á land- inu. Það virðist sem á síðasta ári hafi orðið meiri vitund um Ísland meðal Kínverja eða meira framboð fyrir þá á ferðum hingað til lands.“ Hann segir helstu ferðaviku Kín- verja vera í byrjun október en þá fara milljónir þeirra í frí vegna svokallaðr- ar „Gullviku“, sem hefur skilað sér í miklum vexti í ferðum til Íslands og þar með haft jákvæð áhrif á árstíð- arsveiflu ferðaþjónustunnar. Spá tíföldun í millistétt Kína Íslandsstofa gerir markaðsgrein- ingar þegar verið er að kanna val á markaðssvæðum fyrir herferðir til að kynna Ísland, en samkvæmt spá McKinsey mun millistéttin í Kína tí- faldast og verða 472 milljónir manna á árinu 2020. „Með þessari miklu fjölgun í millistéttinni fjölgar Kínverj- um sem hafa meiri peninga til að ferðast. Það þykir mjög flott stöðu- tákn að geta ferðast til fjarlægra staða eins og Íslands og geta sýnt mynd af sér í náttúrunni með til dæm- is norðurljósunum.“ Daði nefnir einn- ig að vinsælt sé að þeir Kínverjar sem hafa efni á ferðalögum taki foreldra sína með til að leyfa þeim að upplifa nýja hluti en þeir hafa jafnvel aldrei haft kost á því að ferðast áður vegna fátæktar. „Við erum einnig að sjá að það er að breytast að Kínverjar fari saman í stórar hópferðir því þeim fer fjölgandi sem vilja ferðast í smærri hópum eða sem einstaklingar eða pör.“ Norðurlöndin vinsæl Daði segir að í samanburði við hin löndin á Norðurlöndum, Danmörku, Svíþjóð, Finnland og Noreg, sé Ísland að fara fram úr þeim í fjölgun kínverskra ferðamanna. „Það hefur orðið mikil uppsveifla í ferðalögum Kínverja til Norðurlanda frá árinu 2011 en það lítur út fyrir að það sé enn meiri áhugi fyrir Íslandi í samanburði við hin löndin. Þó að fjöldi Kínverja sem fara til hinna landanna á Norð- urlöndum sé margfalt meiri og við eigum töluvert langt í land með að ná þeim í fjölda þá er vöxturinn mun meiri hjá okkur.“ Kínverjar eru núna í 7. sæti af þeim þjóðum sem heimsækja landið og seg- ir Daði að búist sé við áframhaldandi vexti á þessu ári og því ekki útilokað að Kína færist upp vinsældalistann. Íslandsstofa hefur sótt vinnustofur og sýningar í Kína með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum til að efla viðskiptatengsl við landið. Daði segir mikilvægt fyrir þá ferðaþjónustuaðila sem vilja ná til Kínverja að hafa vefi sína og annað kynningarefni aðgengi- legt á kínversku. „Í Kína eru öðruvísi miðlar en í Norður-Ameríku og Evr- ópu. Þar er til dæmis Google ekki vin- sælasti vefurinn heldur Baidu sem er kínverska leitarvélin. Þá er þeirra vinsælasti samfélagsmiðill Weibo sem margir nota til að ná til Kínverja en vefurinn er mitt á milli Facebook og Twitter. “ Kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 83% milli ára Morgunblaðið/Golli Ferðaþjónusta Hátt í 48 þúsund kínverskir ferðamenn komu til Íslands á síðasta ári en þeim fjölgaði mest.  Vöxtur er helst utan háannatíma  Dvelja frekar á Suðurlandi en annars staðar Daði Guðjónsson Landsvirkjun hagnaðist um 10,8 milljarða króna á árinu 2015 eða 84,2 milljónir dollara. Er það aukning frá fyrra ári þegar fyrirtækið hagnaðist um 78,4 milljónir dollara. Á sama tíma og hagnaður jókst drógust tekjur fyrirtækisins saman um 3,8%. Voru þær 421,5 milljónir dollara eða 54 milljarðar króna. „Afkoma ársins var góð í krefj- andi umhverfi. Rekstrarhagnaðar- hlutfall hækkaði á milli ára, þótt ál- verð hafi farið lækkandi að undanförnu og mikil óvissa hafi ríkt á mörkuðum,“ segir Hörður Arnar- son, forstjóri fyrirtækisins, í tilefni uppgjörsins. EBITDA-hagnaður nam 321,5 milljónum dollara. EBITDA-hlut- fallið var 76,3% af tekjum og hækk- aði úr 75,8% árið á undan. Hreinar skuldir fyrirtækisins lækkuðu um 26,2 milljarða króna á árinu 2015 og voru í árslok 254,1 milljarður króna. „Sterkt sjóðstreymi gerði okkur kleift að vinna áfram að lækkun skulda, en hreinar skuldir hafa ekki verið lægri síðan 2005 og lækkuðu um rúma 26 milljarða króna á árinu. Síðan 2009 hafa þær samtals lækkað um ríflega 107 milljarða króna,“ seg- ir Hörður. Eigið fé Landsvirkjunar nam 1,9 milljörðum dollara, eða 244 milljörð- um króna, í árslok 2015. Eiginfjár- hlutfall fyrirtækisins stendur í tæp- um 45% og hefur hækkað um níu prósentustig síðan árið 2011. Heild- areignir Landsvirkjunar námu 4,3 milljörðum dollara þegar árið 2015 var runnið sitt skeið, sem jafngildir 552 milljörðum króna. Árið 2015 seldi Landsvirkjun meiri raforku en nokkru sinni fyrr í sögu fyrirtækisins og nam salan 13,9 teravattstundum. 96% af orkunni komu af vinnslu vatnsafls og 4% af framleiðslu á grundvelli jarðvarma. Morgunblaðið/Golli Uppgjör Rekstrartekjur fyrirtækis- ins minnkuðu um 3,8% milli ára. Hagnaður Landsvirkj- unar 10,8 milljarðar  Lækkaði hreinar skuldir um 26 millj- arða á síðasta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.