Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Það var erfitt að fá þær fréttir að ást- kær afi okkar væri látinn. Söknuðurinn og missirinn er mikill. Um leið vitum við að hann er kominn á góðan stað þar sem honum líður vel. Nú lítum við til baka og fram streyma ljúfar og fallegar minn- ingar um góðan og yndislegan afa. Allar þær fjölmörgu samveru- stundir sem við áttum saman á Bjarnhólastíg, allir sunnudagarn- ir þar sem fjölskyldan hittist og sameinaðist hjá honum, hvort sem þá var læri á boðstólum eða góðu lummurnar hans afa. Alltaf var gott að koma til hans og höfð- um við ætíð margt fyrir stafni. Hvort sem það var að klifra í trjánum í garðinum, keppast um hver gæti hangið lengst, spila fót- bolta og körfubolta með hand- gerðu körfunni sem hann bjó til eða smíða kassabíl og kofa með hans aðstoð, enda einstaklega handlaginn. Eftirminnilegar og dýrmætar eru allar stundirnar sem við áttum með honum við eld- húsborðið. Þar var ósjaldan tekið í handspilin, en afi hafði mjög gam- an af því að spila og kenndi okkur meðal annars að spila Rússa, það spil mun ávallt minna okkur á hann. Afi var svo góður, ljúfur, ró- legur og hlýr. Alltaf var gott að sitja með honum við eldhúsbekk- inn og spjalla um allt mögulegt ásamt því að reyna að aðstoða hann við allar krossgáturnar og pússlin sem hann dundaði sér svo oft við. Minningin um afa í fjárhúsinu er mjög sterk en hann var mikill dýravinur og undi sér vel í fjárbúskapnum. Allir sólríku vor- Hjalti Karlsson ✝ Hjalti Karlssonfæddist 18. nóvember 1925. Hann lést 10. febr- úar 2016. Útför Hjalta var gerð 19. febrúar 2016. dagarnir í fjárhúsinu hjá afa eru eftir- minnilegir þar sem við hlupum um túnið með lömbunum. Við barnabörnin eignuð- umst öll okkar eigið lamb og hjálpuðum að við að sinna þeim eins vel og við gátum þrátt fyrir að vera sum hver dálítið smeyk. Afi var alla tíð barngóður. Hann fær að sinna afa- og langaf- ahlutverki sínu áfram þar sem hann er núna, því hlutverki sem hann var svo góður í og var honum svo eðlislægt og auðvelt á allan hátt. Það er gott að vita af því að nú hvílir hann við hliðina á elsku litla langafastráknum sínum, hon- um Eyþóri, sem hann var svo spenntur að hitta. Við vitum að afi hugsar vel um Eyþór okkar. Okkur þykir svo vænt um þig, elsku afi, og við erum lánsöm að hafa átt þig að og fengið að hafa þig hjá okkur svona lengi. Nú huggum við okkur við það að elsku Eyþór fái að vera hjá þér og að þið munið eiga hvor annan að, að ei- lífu. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, all- ar dýrmætu stundirnar sem við áttum með þér og allar þær fjöl- mörgu minningar sem við geym- um nú í hjörtum okkar og höldum fast í um ókomna tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við kveðjum þig með söknuð í hjarta en um leið með miklu þakk- læti fyrir að hafa fengið að eiga þig fyrir afa. Við munum alltaf hugsa til þín með mikilli hlýju, ást og kærleik. Blessuð sé minning þín, elsku besti afi Hjalti. Þín barnabörn, Kolbrún, Steinþór Freyr og Hafþór Haukur Steinþórsbörn. Elsku afi, það var gaman að kynnast þér en leiðinlegt að vita að þú ert ekki hér til staðar leng- ur. Ég man vel eftir því þegar ég bjó í Eyjum og við bræðurnir skiptumst á að gista hjá þér þegar við komum í höfuðborgina og með mikilli eftirvæntingu biðum við eftir hafragrautnum sem þú gerð- ir hvern einasta morgun sem og kókómjólkinni sem var alltaf til í ísskápnum. Í kjölfarið létum við þig mæla okkur á límbandsteipinu sem þú hafðir límt á vegginn í eld- húsinu, en á því mátti sjá hæð allra barnabarna þinna. Þú hugsaðir alltaf vel um alla, afi minn, og man ég eftir því að þú gafst meira að segja krumma alltaf annað slagið kjötbita að borða, sem þú hentir ofan á bílskúrsþakið. Þegar ég var yngri fórum við oft að labba sam- an, þú tókst þá með þér nokkra suðusúkkulaði-mola sem þú gafst mér á leiðinni því þú sagðir að ég þyrfti bensín til þess að halda áfram. Þegar ég bjó í Kópavogi fór ég oft með þér í fjárhúsið og þú varst svo góður við mig að þú gafst mér kind sem þú skírðir Alex- öndru. Þú varst alltaf með gulræt- ur í garðinum þínum og ég man eftir því að við tókum saman upp gulrætur úr garðinum og borðuð- um, auðvitað án þess að þrífa af þeim moldina. Það voru skemmti- legar stundir þegar við spjölluðum saman og spiluðum rússa við eld- húsborðið uppi á Bjarnhólastíg. Undir lokin nuddaði ég á þér hendurnar og við reyndum að teygja á puttanum þínum sem var svo illa farinn eftir öll þessi ár. Takk fyrir allt, afi minn. Alexander Gautason. Elsku afi minn, mér þykir það hrikalega leiðinlegt og skrítið að þurfa að kveðja þig en það huggar mig þó að vita að þér líður betur núna. Síðustu daga hef ég hugsað mikið til þín og allra þeirra stunda sem ég hef varið með þér. Það verður sárt að hugsa til þess að nú getur maður ekki lengur komið við hjá þér. Þegar maður kom í heimsókn sagðir þú oftast við mig: „Nei, er höfðinginn mættur.“ Tókum við jafnan nokkur spil og áttum gott spjall saman eins og við gerðum næstum á hverjum degi. Árið þegar við bræðurnir bjuggum saman í bænum var allt- af mikil tilhlökkun þegar við viss- um að við værum að fara til þín í mat, að sjálfsögðu í soðna ýsu með kartöflum og extra mikið af smjöri. Ég minnist allra góðu rúntanna sem við fórum, en eftir að við höfðum farið að kaupa happdrættismiða og farið á alla nauðsynlegu staðina þá vildirðu alltaf kíkja á Smiðjuveginn og ein- staka sinnum pikkaðir þú í mig, blikkaðir og spurðir mig hvort ég nennti ekki upp í hesthús til að gá hvort einhver væri þar. Það var skrítið fyrir jólin, þegar ég lærði uppi í húsi hjá þér, að það var enginn afi til þess að stytta manni stundirnar í lærdómspás- unum, eins og þú varst vanur. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa náð að kynnast þér svona vel síðustu ár. Ég mun aldrei gleyma síðustu stundunum með þér, þeg- ar ég og pabbi vorum búnir að nudda hendurnar þínar, sína höndina hvor,og ég spurði þig hvor væri nú betri að nudda, þá sagðir þú: „Þið þurfið nú að halda dálítið áfram svo ég geti dæmt það“, og brostir. Ég mun sakna þín mikið. Kristófer Gautason. Elsku afi. Það er svo sárt að kveðja þig, afi minn. Alveg frá því ég man eft- ir mér var ég svo hændur að þér. Þú varst alltaf fyrirmyndin mín. Þegar ég var lítill vildi ég verða al- veg eins og þú. Ég sagði t.d. einu sinni við mömmu að ég hlakkaði til að verða 67 ára, en þá varst þú 67 ára, til að vera eins og þú. Ég reyndi að herma eftir því sem þú gerðir, geispinn háværi, göngu- lagið og hvað eina sem mér fannst einkenna þig. Bílskúrsáhuginn er auðvitað kominn frá þér og rol- lubúskapinn elskaði ég alltaf. Allt sem þú gerðir fannst mér meira en æðislegt. Þú kallaðir mig alltaf Ásgeir og hugleiddi ég um tíma að taka það upp sem eftirnafn því mér líkaði vel við nafnið sem að- eins þú notaðir um mig. Þegar ég byrjaði í menntaskóla kom ekkert annað til greina en að velja MK því þá gat ég komið til þín á hverj- um degi. Þegar ég kom frá Spáni flutti ég til þín og við hugsuðum um hvor annan. Við brölluðum ýmislegt saman, strákurinn og af- inn. Seinna sagðirðu mér að ég væri eins og yngsti sonur þinn. Sá sem þú fékkst að dekra og hafðir tíma til að vera með. Þú hefur allt- af spilað svo stórt hlutverk í lífi mínu hvernig sem á það er litið, afi minn, og ég veit þú munt fylgjast með gangi mála frá þeim stað sem þú ert kominn á núna. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér í þessu lífi það mun nýtast mér til ævi- loka. Mér þykir vænt um þig. Þinn, Davíð (Ásgeir). Við Hjalti vorum samherjar í sauðfjárbúskap tómstundabænda í Kópavogi og Reykjavík um 40 ára skeið. Hafði reyndar fyrstu kynni af honum seint á 6. áratug liðinnar aldar vegna fjölskyldu- tengsla beggja við Ásgeir Jónsson frá Gottorp, hálfbróður Ólafs afa. En það var frá 1960 þegar Hjalti eignaðist kindur í Kópavogi, og sérstaklega á árunum 1964-68, að leiðir okkar lágu saman. Þá átti Hjalti fjárhús með bróður sínum í 1. götu en ég í 3. götu gömlu Fjár- borgar, 30 fjárhúsa hverfi í horn- inu á milli gamla Nýbýlavegar og gamla Breiðholtsvegar, upp af Blesugróf og Meltungu, þar sem nú stendur stórhýsi fyrirtækisins Tengi við Smiðjuveg. Hjalti var þó ekki með fé sitt í afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna, eins og við flest í Fjárborg, heldur var hann einn „Hrauna- manna“ sem nýttu víðáttumikið sumar- og haustbeitiland Sauða- fells hf. í Hvassahrauni í Vatns- leysustrandarhreppi hinum forna. Um 1990, þegar hraunin voru beitarfriðuð, fór hann að sleppa kindunum með okkar fé, ásamt Valdimari félaga sínum, var lengst af með fjárhús í Kópavogi, m.a. um árabil í Fífuhvammslandi og síðast á Kjóavöllum um aldamótin. Þá varð hann því miður að láta af búskap sínum vegna skorts á að- stöðu fyrir tómstundabændur í Kópavogi. Hann hélt þó áfram að styðja okkur fjáreigendur og var í mörg ár í stjórn Sauðfjáreigend- afélags Kópavogs með mér og Magnúsi Hjaltested á Vatnsenda. Þar reyndist Hjalti tillögugóður að vanda og lagði alltaf gott til málanna. Við þessa samvinnu rifj- uðust upp gömul og góð kynni frá haustinu 1968 þegar við Hjalti fór- um framarlega í flokki fjáreigenda í Reykjavík sem fullir réttlætis- kenndar börðust gegn því að sauð- fjárbúskapur á höfuðborgarsvæð- inu yrði lagður niður með valdboði. Um þá baráttu, „Sauð- fjárstríðið“, vísa ég í sagnfræðirit- ið „Sveitin í sálinni, búskapur í Reykjavík og myndun borgar“ eftir Eggert Þór Bernharðsson. Það var ánægjulegt að koma í fjárhús hjá Hjalta. Hann var smið- ur góður og um það vitnuðu bæði hús og innréttingar, allt á sínum stað og snyrtimennskan einstök. Ekkert drasl og allt til fyrirmynd- ar, inni sem úti. Gjarnan var fal- legur kartöflugarður í lóðarhorni því að í eðli sínu var Hjalti góð- bóndi þótt í smáum stíl væri. Allt- af átti hann fallegt fé, gjarnan fal- lega flekkóttar og aðrar mislitar kindur sem hann hirti af alúð og umhyggju. Skammt er liðið síðan Hjalti fagnaði 90 ára afmæli sínu. Í af- mælisveislu sem börn hans efndu til af rausnarskap var ánægjulegt að rifja upp gömul kynni. Þá sagði hann mér m.a. frá til- högun smalana í hraununum vor og haust, bæði til Hvassa- hraunsréttar og annarra rétta á svæðinu sem allt heyrir nú sög- unni til. Þetta reyndist vera síð- asta samtalið okkar en minningar um afbragðs félaga lifa. Blessuð sé minning Hjalta Karlssonar. Aðstandendum öllum votta ég innilega samúð. Ólafur R. Dýrmundsson. ✝ Ragna Stef-ánsdóttir fæddist að Hlíð í Lóni 16. maí 1915. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði 12. febrúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristín Jónsdóttir, f. 22. febrúar 1881, d. 26. janúar 1971, og Stefán Jónsson, f. 16. september 1884, d. 14. sept- ember 1970. Börn Kristínar og Stefáns eru: Benedikt, Jón og Kristín. Þau eru öll látin nema Jón. Börn Kristínar frá fyrra hjóna- bandi eru Guðlaug, Páll, Egill, Guðrún og Skafti. Uppeld- mundsdóttir, f. 13. ágúst 1990, og eiga þau eina dóttur. 2) Dagný, f. 31. janúar 1957, maki Páll Guðmundsson, f. 8. september 1950. Börn þeirra: a) Ragnar Aðalsteinn, f. 28. desember 1975, maki Sigurveig Margrét Önundardóttir, f. 24. mars 1976, og eiga þau tvo syni. b) Kristrún Ósk, f. 20. ágúst 1979, maki Emil Þór Erl- ingsson, f. 13. júní 1967, og eiga þau tvö börn. Ragna og Rögnvaldur bjuggu á Múla í Álftafirði frá 1955 til 1984 þegar Rögnvaldur missti heilsuna og þau brugðu búi. Ragna var ljósmóðir í Lóni og Álftafirði í mörg ár. Árið 1984 flutti Ragna á Höfn og frá árinu 2000 dvaldi hún á dvalarheimilinu Skjólgarði og síðustu árin á hjúkrunarheim- ilinu. Útför Rögnu fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 20. febrúar 2016, klukkan 11. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði í Álftafirði. issonur Kristínar og Stefáns var Ein- ar Bjarnason, einn- ig látinn. Ragna giftist 8. september 1956 Rögnvaldi Karls- syni, f. 24. desem- ber 1918, d. 26. september 1986, frá Múla í Álfta- firði. Dætur þeirra eru: 1) Kristín Stefanía, f. 8. sept- ember 1953, maki Helgi Hrafn- kelsson, f. 2. september 1949. Synir þeirra: a) Rögnvaldur Stefán, f. 8.maí 1975, maki Ás- laug Magnúsdóttir, f. 4. ágúst 1979, og eiga þau fjögur börn. b) Guðlaugur Sindri, f. 2. júlí 1986, maki Aðalbjörg Ósk Sig- Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa) Elsku amma mín, nú er komið að því að ég kveð þig með söknuði. Hvíldu í friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn, Rögnvaldur Stefán. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Nú hefur þú lagt augun aftur í allra síðasta sinn, elsku amma mín. Síðustu daga hafa rifjast upp margar skemmtilegar og góðar minningar um þig. Ég man nú ekki mikið eftir mér á Múla hjá ykkur afa en í minningunni er alltaf sól og blíða þar, hvort sem það var nú rétt eða ekki. Þegar þú fluttir á Höfn varstu til að byrja með á Norðurbraut- inni hjá okkur og er mér það sér- staklega minnisstætt að þú svafst oftast til kl. 11, og man ég eftir mér nokkrum sinnum læðast inn til þín fyrir þann tíma og reyna að sannfæra þig um að klukkan væri orðin 11, en ekki minnist ég þess að mér hafi samt tekist að plata þig. Einnig rifjaðist upp fyrir mér að einhverju sinni hand- leggsbrotnaðir þú og hafðir stundum á orði að höndin væri ekki jafngóð og hin eftir það, ég var nú ekki lengi að finna lausn á því og taldi bara að þú þyrftir að brotna á hinni líka svo þær yrðu eins. Því miður varð það raunin að þú brotnaðir síðar á hinni hend- inni og minntir mig stundum á þetta gullkorn mitt. En ekki man ég hvort hendurnar urðu eins eft- ir það. Það var alltaf ljúft að hitta þig og oftast nenntir þú að spila við mann, spilin voru aldrei langt frá þér og ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni komið til þín án þess að á borðinu væri kapall. Ég lærði ýmislegt í spilamennsku hjá þér, sem ég mun eflaust njóta góðs af alla tíð. En þar sem ljósið þitt er nú slokknað þá er margt sem fer í gegnum hugann, allar berjaferð- irnar sem þú fórst með okkur mömmu, allt steinasafnið sem þið afi voruð búin að safna á Múla. Mörgu spilastundirnar sem við áttum tvær eða með fleirum, já það mætti lengi telja, en minn- ingarnar verða alltaf til staðar. En nú eruð þið afi saman á ný og getið tekið nokkra slagi saman og farið til fjalla og tínt fallega steina í safnið. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín Kristrún. Ragna Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Ó, langamma, svo hýr og rjóð, alltaf ertu svo góð, stundum hefurðu líka hljóð, hugsaðu um hvað þú ert góð. Þér gef ég nú lítið ljóð, um hvað þú ert mér kær, ljúf og góð. (Ásgerður) Elsku langamma við söknum þín. Hvíldu í friði. Margrét, Stefanía, Heimir og Ragna. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.