Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016
✝ Sigurður Sig-urðsson fædd-
ist á Skálum á
Langanesi 20. des-
ember 1928. Hann
lést á Skógar-
brekku, Heilbrigð-
isstofnun Norður-
lands, Húsavík, 8.
febrúar 2016.
Foreldrar hans
voru Svava
Jóhannsdóttir, f.
6.4. 2010, d. 31.12. 2000, og
Sigurður Hallsson, f. 12.4.
1902, d. 14.4. 1971.
Þau slitu samvistum. Systk-
ini Sigurðar eru: Guðbjörg Sig-
urðardóttir, látin, Hulda
Björnsdóttir og Heiðar Hall-
dórsson.
Árið 1962 giftist Sigurður
eftirlifandi eiginkonu sinni Hlín
Einarsdóttur, f. 26.3. 1935.
Karen, f. 2010. 4) Anna Íris, f.
1972, maki Sigmar Helgi
Björgúlfsson og eiga þau þrjár
dætur: a) Birta Hlín, f. 2001. b)
Auður Embla, f. 2005. c) Júlía
Ísold, f. 2009.
Sigurður fluttist 11 ára gam-
all til Húsavíkur. Þar lauk
hann grunnskóla. Fiskimanna-
próf kláraði hann 1959 og árið
1965 útskrifaðist Sigurður frá
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík. Sjómennska var hans ævi-
starf og var hann farsæll og
fengsæll skipstjóri á síldar- og
loðnubátum. 73 ára gamall
hætti Sigurður sínum skip-
stjórnarferli og hafði þá verið
óslitið á sjó í 60 ár og þar af
um hálfa öld sem skipstjóri. Þá
snéri hann sér alfarið að trillu-
útgerðinni með bát sinn Vinur
ÞH73.
Sigurður veiktist árið 2013.
Hann dvaldi á Heilbrigð-
isstofnun Norðurlands, Húsa-
vík, til dauðadags.
Útför Sigurðar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 20.
febrúar 2016, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Börn Sigurðar og
Hlínar eru: 1) Ei-
ríkur, f. 1961,
maki Guðrún Sæ-
mundsdóttir og
eiga þau fjórar
dætur: a) Málfríður
Anna, f. 1997. b)
Hlín, f. 2000. c)
Arna, f. 2002. d)
Bryndís, f. 2005. 2)
Arnar, f. 1963,
maki Ásdís Brynja
Jónsdóttir og eiga þau tvær
dætur: a) Svava Hlín, f. 1987,
maki Derri Paul Stephens,
þeirra sonur er Arnar Derrick
Stephens, f. 2014, b) Sólveig
Ása, f. 1991, maki Davíð Þór-
ólfsson. Dóttir þeirra er Kristín
Heba, f. 2014. 3) Hafdís, f.
1968, maki Júlíus B. Benedikts-
son og eiga þau tvö börn: a)
Elvar Smári, f. 1995. b) Emelía
Til þess að ná árangri sem
skipstjóri þarftu ekki endilega
að öskra úr þér hálskirtlana á
áhöfnina, þú þarft ekki að vera
óheiðarlegur, ekki eigingjarn,
illgjarn eða frekur, pabbi náði
að verða farsæll og fengsæll
skipstjóri án ofantalinna ann-
marka, hann var rólegur, yf-
irvegaður og snillingur í að lesa
náttúruna.
Hann var skipstjóri sem þótti
gott að vera í skipsrúmi hjá
enda sagði hann oft að vel-
gengni sín væri því að þakka að
til sín völdust úrvalsmenn í
áhöfn.
Ég byrjaði að róa með hon-
um á trillu 1973 og var flest ár
með honum hluta úr ári þar til
hann veiktist 2013, ég var með
honum á loðnu og síld á stærri
bátum í mörg ár, læt eina sögu
fljóta hér.
Við vorum á síld á austur á
fjörðum, það var búið að vera
algjört reiðuleysi og enginn átti
von á að finna síld en gamli hélt
áfram og vaktmaðurinn sem átti
að vera hjá honum uppi í brú
var kominn niður í borðsal, eins
og þeir vita sem hafa verið á
síldar- eða loðnunót þá var allt-
af mikil taugaveiklun þegar
vaktmaðurinn var sendur niður
til að kalla klárir.
Þeir sem voru vakandi voru
að spila brids. Allt í einu heyrist
í tréklossunum hjá gamla koma
niður stigann, hann kíkir inn í
borðsal og segir rólega: „Nú,
eruð þið að spila – en verið
klárir þegar þið eruð búnir með
bertuna.“
Þá var gamli búinn að finna
torfu, það var auðvitað kastað í
hvelli.
Það voru ekki amaleg eft-
irmæli sem ég fékk send á Fa-
cebook við andlát hans, leyfi
mér að birta nokkur þeirra:
Góður nágranni sem ég hafði
uppáhald á.
Pabbi þinn var frábær í alla
staði.
Mikið var þetta skemmtileg-
ur karl.
Þessi maður var einstakur,
gegnheill og góður drengur.
Magnaður skipstjóri og sjó-
maður.
Dásamlegur maður. Mikið
óskaplega vinalegur. Barngóður
og falleg persóna.
Gamli var sérstakur öðlingur.
Góður maður genginn.
Hann var mikill sjómaður og
alltaf mokfiskaði sá gamli þessi
skipti sem ég var með honum
og hann var yndislegur að vera
með sem skipstjóra, alltaf
pollrólegur og fínn enda gekk
vinnan um borð eftir því,
þ.e.a.s. engin læti, bara allt eftir
uppskrift þess gamla.
Góður drengur fallinn frá.
Ég vil þakka starfsfólki
Sjúkrahússins á Húsavík fyrir
einstaka ummönnun, hlýju og
virðingu sem þið sýnduð pabba,
sérstakar þakkir til starfsfólks-
ins á Skógarbrekku þar sem
hann naut umönnunar síðustu
mánuði. Frímann og Hafliði,
hafið hjartans þakkir fyrir ykk-
ar óeigingjarna framlag til þess
að létta lund vistmanna á Skóg-
arbrekku.
Arnar (Addi Stýssa).
Stundum erum við einstak-
lega heppin í lífinu og það vor-
um við svo sannarlega þegar við
fæddumst, heppnari með for-
eldra hefðum við ekki getað
verið.
Þú varst okkar stoð og stytta
og alltaf varstu að passa upp á
litlu stelpurnar þínar, sem eru
kannski ekki svo litlar lengur.
Hélst utan um þína án orða.
Ljúfmenni sem skipti nánast
aldrei skapi.
Það eru svo margar fallegar
og dýrmætar minningar sem
við eigum um þig, elsku pabbi,
og munu nú ylja okkur um
ókomna tíð.
Þú varst alltaf svo blíður og
góður og vildir öllum allt það
besta.
Sjórinn var líf þitt og yndi og
nú siglir þú seglum þöndum til
sumarlandsins eilífa og ert
örugglega að mokfiska á þeim
miðum eins og öðrum.
Við trúum því að þú fylgist
með okkur áfram og passir upp
á þína eins og þú varst vanur.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn,
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú,
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lít-
ur okkar til,
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkar minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur
þú á braut,
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um land-
ið út og inn
er fjársjóðurinn okkar, pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsd)
Elsku pabbi, takk fyrir sam-
fylgdina og hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Við skulum passa barnabörn-
in þín sem sakna þín svo sárt.
Við elskum þig að eilífu. Þín-
ar dætur,
Anna Íris og Hafdís.
Það var ekki auðveld lífsbar-
átta sem tók á móti pabba
fyrstu ár ævinnar á Skálum, í
Kumblavík og síðar Þórshöfn á
Langanesi í fátækt og skorti
millistríðsáranna. Lífsbaráttan
snerist um að lifa af og 18 ára
gömul og fljótlega einstæð móð-
ir hans átti erfitt með að sjá sér
og sínum farborða.
Það var því ekkert val og
börn urðu að byrja að vinna og
skaffa til heimilisins um leið og
þau höfðu einhverja krafta til,
en skólaganga ekki til umræðu.
Átta ára gamall komst pabbi yf-
ir litla skektu á Þórshöfn sem
hann nefndi Skutul og hófst þar
yfir 70 ára farsæll sjómannsfer-
ill.
Um ellefu ára aldur fluttu
þau mæðginin með yngri systur
hans, Guðbjörgu, til Húsavíkur
en þar tók sama baslið við og
fátæktin mikil. En áfram var
haldið og sjósókn á sífellt stærri
skipum tók við eftir því sem
þroski og reynsla jókst, með
batnandi afkomu og efnahag.
Á síldarárunum var pabbi að
mestu á skipum Barðans hf.
Þar af lengst á Dagfara ÞH 70.
Árið 1974 tók hann við skip-
stjórn á Gísla Árna RE 375. Þar
var hann í mörg ár, en endaði
síðan ferilinn á nótaskipinu
Erni KE 13 með löngu og ein-
staklega farsælu samstarfi við
útgerðarmanninn Örn Erlings-
son.
Þegar pabbi hætti á Erninum
var hann kominn á áttræðisald-
ur en ennþá í fullu fjöri.
Þegar ég var strákur var
pabbi lítið heima og merkisat-
burðir í lífi fjölskyldunnar, svo
sem fæðing barna og fleira fóru
gjarnan fram hjá honum og út-
höldin stóðu mánuðum saman.
Fjölskyldulífið lenti því alfarið á
herðum móður minnar, Hlínar
Einarsdóttur, sem sinnti því
með sóma í alla þessa áratugi,
en pabbi var sem gestur á
heimilinu.
Við feðgarnir vorum saman í
mörgu þessu og ég byrjaði
mjög ungur að fara með honum
á sjó og í annan veiðiskap. Sam-
starfið gekk oftast vel en við
vorum ekki alltaf sammála. Ég
var ungur, metnaðarfullur og
vitlaus en taldi mig samt kunna
og vita flest betur.
Pabbi þoldi það ekkert alltaf
enda var hann sjálfur þekktur
fyrir að vera pollrólegur og yf-
irvegaður, sama hvað á gekk.
Pabbi var laginn og vinsæll
skipstjóri sem þurfti ekki að
beita kröftum og öskrum úr
brúarglugganum við veiðarnar
eins og áður tíðkaðist mikið, en
hefur sem betur fer minnkað.
Það var alltaf létt skipsrúm hjá
honum þó mikið fiskaðist oft.
Lengst af var pabbi við mjög
góða heilsu en eftir heilablæð-
ingu fyrir nokkrum árum fór
smám saman að halla undan
fæti og síðustu mánuðir hafa
verið erfiðir, en starfsfólk
sjúkrahússins á Húsavík hefur
annast hann af einstakri natni
og þolinmæði. Ég held að í því
ljósi hafi hann verið tilbúinn til
að yfirgefa þetta líf núna og
hefja í staðinn veiðar á hinum
eilífu veiðilendum þar sem sólin
aldrei sest. Þar mun veiðigyðj-
an alveg örugglega ekki bregð-
ast honum frekar en fyrr, en
spurning hvort veiðar eru
ennþá frjálsar þar, sem mundi
henta betur, eða hvort komið er
kvótakerfi.
Ég valdi mér sama starfs-
vettvang og pabbi og er því við
veiðar á fjarlægum miðum núna
og kemst ekki í land til að
fylgja honum síðustu skrefin.
Það er erfitt en enginn hefði
skilið það betur en pabbi.
Eiríkur Sigurðsson.
Meira: mbl.is/minningar
Sigurður
Sigurðsson
Með þessum orð-
um kveð ég elsku
ömmu mína, konuna
sem var mér allt og
kenndi mér allt. Efst í huga mér
er þakklæti fyrir að hafa verið
kletturinn í mínu lífi, ætíð til stað-
ar þegar á reyndi með ráð og
stuðning fordómalaust gagnvart
mér og mínum ákvörðunum.
Elsku amma, takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig, þú átt stóran
sess í hjarta mínu.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
Lára Guðnadóttir
✝ Lára Guðna-dóttir fæddist
28. júní 1922. Hún
lést 29. janúar
2016.
Útför Láru fór
fram 8. febrúar
2016.
þú heilsaðir mér og
kvaddir.
(Káinn)
Amma kær, ert horfin
okkur hér,
en hlýjar bjartar minn-
ingar streyma
um hjörtu þau er heit-
ast unnu þér,
og hafa mest að þakka,
muna og geyma.
Þú varst amma ynd-
isleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sjöfn Anna Halldórsdóttir.
✝ Kristján Ragn-ar Finnboga-
son fæddist á Eyri
við Mjóafjörð, N-
Ísafjarðarsýslu, 3.
júlí 1941. Hann lést
á Heilbrigðisstofn-
un Vestfjarða á Ísa-
firði 4. febrúar
2016.
Foreldrar Krist-
jáns voru Salvör
Kristjánsdóttir og
Finnbogi Björnsson frá
Kirkjubæ og eru þau bæði látin.
Systkini Kristjáns eru: 1. Ólöf,
maki Guðmundur Ólason, þau
eru bæði látin. Börn þeirra eru:
a) Kristán Bjarni, látnn, b) Guð-
dóttir. þau eiga einn son, Sam-
úel Inga. Móðir Jóns Brynjars er
Jóhanna Jónsdóttir.
Eiginkona Kristjáns er María
Sonja Hjálmarsdóttir, f. í Lauk-
hella á eyjunni Senja í Norður-
Noregi, f. 9. júlí 1936, d. 8. des-
ember 2006. María Sonja átti
fimm börn: 1. Gísli Hjálmar. 2.
Anna Kristín. 3. Halldór Sveinn.
4. Birna Guðbjörg. 5. Guðrún
Hrefna. Einnig ólu þau upp Mar-
íu Sonju Thorarensen.
Kristján vann við ýmis störf,
m.a. til sjós á bátum gerðum út
frá Norðurtanganum á Ísafirði,
var á jarðýtum hjá Gunnari og
Ebeneser hf., Áhaldahúsi Ísa-
fjarðarkaupstaðar og síðustu ár
hjá Slökkviliði Ísafjarðar til
starsloka 2011.
Útför Kristjáns fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 20. febr-
úar 2016, og hefst athöfnin kl.
14. Jarðsett verður frá Garða-
kirkju 22. febrúar kl. 13.
rún Ólöf, c) Salvar
Finnbogi, d) Vignir.
2. Guðmundur
Kristján, látinn, eft-
irlifandi sam-
býliskona er Valdís
Jónsdóttir. 3. Björn
Breiðfjörð, látinn.
4. Arndís, barn
hennar er Árni þór
Einarsson.
Börn Kristjáns
eru: 1. Kristinn
Finnbogi, f. 29. apríl 1963, d. 5.
júní 2009. Hann lætur eftir sig
fimm börn. Móðir Kristins er
Eygló Nikólína Kristinsdóttir. 2.
Jón Brynjar, f. 5. febrúar 1969,
sambýliskona Julíana Ingimars-
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Elsku pabbi, takk fyrir heim-
ilið sem ég fékk, takk fyrir allar
minningarnar sem ég á, þér og
mömmu verð ég ævinlega þakk-
lát fyrir allt sem þið gerðuð fyrir
mig, minningin um þig lifir áfram
hjá mér,
Þó styttist dagur, daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós, sem logar skært,
það ljós, sem aldrei deyr.
(Margrét Jónsdóttir)
Þín
María Sonja (Maja).
Jæja kallinn minn, það kom að
því. Sárt þykir mér að kveðja þig
á þessum stundum þar sem það
er nú ekki langt síðan við fengum
okkur kaffi saman.
Ég mun ávallt sakna þess að
detta inn á Hlíðarveginn og taka
spjall.
Við áttum margar eftirminni-
legar stundir, hér heima var oft
gripið í bjór, útilegan sem við fór-
um í Reykjanes með Sigga og svo
ég tali nú ekki um jóla- og ára-
mótaferðina til Tenerife.
Ótrúlegt þótti mér hversu
ungur í anda þú varst, margar
umræðurnar um lífið og tilveruna
sem við áttum á svölunum á hót-
elinu, nú átta árum síðar brosi ég
enn yfir því hvað lifnaði yfir þér
við að hitta Norðmenn sem þú
gast loksins talað við og kynntir
þig með stolti:
„Jeg er Firechief på Island.“
Þessi ógleymanlega ferð er
mér föst í minni og mun ég ávallt
minnast hennar með bros á vör.
Ég þakka þér fyrir allt sem við
deildum, vináttuna og samleiðina
og ég þakka þér fyrir að standa
með mér á flestum tímamótum í
mínu lífi undanfarin ár.
Gautur Ívar Halldórsson.
Traustur félagi okkar, Krist-
ján Finnbogason, er fallinn frá
eftir skammvinn veikindi. Hann
gekk til liðs við Kiwanisklúbbinn
Bása fyrir rúmum 35 árum.
Klúbburinn var þá að feta sín
fyrstu spor og mikilvægt að fá inn
dugmikla félaga til að móta starf-
ið.
Kristján sinnti öllum helstu
trúnaðarstörfum innan klúbbs-
ins, var forseti tvívegis og sat í
umdæmisstjórn sem svæðisstjóri
Þórssvæðis 1999-2000. Lagði
hann fram mikið óeigingjarnt
starf í þágu klúbbsins og sá m.a.
um húsnæði klúbbsins um
margra ára skeið.
Það fór yfirleitt ekki mikið fyr-
ir Kristjáni, en hann var ávallt
reiðubúinn þegar eitthvað þurfti
að gera í félagsstarfinu og ekki
ofsagt að hann mætti betur á
fundi, en nokkur annar í klúbbn-
um í gegnum árin.
Við Básafélagar sjáum á bak
góðum félaga, sem var fastur
punktur í okkar félagsstarfi.
Við sendum fjölskyldu Krist-
jáns okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins
Bása,
Guðbjartur Jónsson,
forseti.
Kristján Ragnar
Finnbogason
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann