Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.2016, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2016 Fleiri og fleiri vís- indamenn fóru nú að rannsaka gróðurhúsa- áhrifin og hugsanlega hnattræna hlýnun af manna völdum. Og smám saman áttuðu veðurfræðingar sig á því, að vegna þess hve langan tíma það tekur sjóinn að innbyrða koltvíoxíð, hlýtur það að safnast fyrir í lofti. Þess vegna væri nauðsynlegt að mæla styrk og fylgjast með þróun þess. Fyrstu mælingar, sem fóru fram á Norðurlöndunum, gengu hins vegar illa og reyndust mark- lausar. Koltvíoxíðmælingar Charles Keeling Það var ekki fyrr en bandaríski efnafræðingurinn Charles D. Keel- ing fann leið til þess að mæla styrk koltvíoxíðs í lofti á áreiðanlegan hátt, að eitthvað fór að gerast. Mælinganiðurstöður hans frá stöðv- um á Suðurskauti jarðar og á eld- fjallinu Mauna Loa á Hawaií sýndu svo að ekki varð um villzt, að styrk- ur koltvíoxíðs í andrúmslofti fór vaxandi. Þótt Keeling hafi orðið að loka stöðinni á Suður skautinu vegna fjárskorts, tókst honum að halda mælingum á Mauna Loa nær óslitið áfram til dauðadags 2005, og er stöðin enn virk. Ferillinn sýnir stöðuga aukningu koltvíoxíðs í andrúmslofti. Á hálfri öld frá því að mælingarnar hófust, hefur hún aukizt úr u.þ.b. 310 ppmv (e. parts per million by volume) í 390 og er nú um 400. Högbom taldi magnið vera 300 ppmv um 1890, eins og áður er komið fram, en mælingar hans voru ekki mjög ná- kvæmar. Á rúmri öld hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti því aukizt um 30-40%. Geislavirka kolefnið C14 veldur byltingu Uppgötvun geislavirku kolefn- issamsætunnar C14 um 1940 olli straumhvörfum í jarð- og loftslags- vísindum. Með henni var nú hægt að rekja feril kolefnis í lofti, sjó, jarðvegi, bergi og lifandi verum. Vísindamenn með mismunandi rannsóknarmarkmið og bakgrunn fóru að bera saman bækur sínar á sjöunda áratugnum, og fyrstu reiknilíkönin, sem hermdu eftir raunverulegu loftslagi á jörðinni urðu til. Fyrstu niðurstöður þeirra gáfu til kynna, að hitastig andrúms- lofts við jörðu myndi hækka um tvær gráður, ef styrk- ur koltvíoxíðs í lofti tvöfaldaðist. Fram undir miðjan níunda áratuginn tók- ust vísindamenn um allan heim á um hnatt- ræna hlýnun af völdum aukins magns kolsýru í andrúmslofti. Sumir töldu mjög ósennilegt, að mannskepnan gæti yfirleitt haft einhver áhrif á loftslag með gerðum sínum. Aðrir sýndu fram á bein tengsl milli hækk- andi hitastigs og vaxandi styrks koltvíoxíðs í lofti. Brezki veðurfræð- ingurinn John S. Sawyers reyndist þannig nokkuð sannspár, þegar hann spáði því í grein í tímaritinu Nature 1972, að meðalhitastig á jörðu myndi hækka um 0,6 gráður við lok aldar, en það hefur að mestu gengið eftir. Ísborkjarnar segja sögu Upp úr 1980 fóru rannsóknaniðurstöður úr ísborhol- um að berast, bæði úr Grænlands- jökli og frá Suðurskautslandinu. 1985 náði fransk-rússneskur leið- angur tveggja kílómetra löngum ís- borkjarna við Vostok-stöðina á Suð- urskautinu, sem spannaði 150 þúsund ár. Innihald koltvíoxíðs í loftbólum í kjarnanum sveiflaðist upp og niður í takt við hitastig á hverjum tíma. Þarna voru loftsýni frá miðri ísöld, sem sýndu helmingi lægri styrk koltvíoxíðs en nú, um 180 ppmv, eitthvað sem John Tyn- dall hafði talað um 100 árum áður. Tveimur árum síðar hafði Vostok- leiðangurinn náð borkjörnum með loftsýnum yfir 400 þúsunda ára tímabil, en það spannar fjögur ís- og hlýindaskeið. Lægstur varð styrkur koltvíoxíðs í lofti 180 ppmv, en komst aldrei í meira en 280 á hlýindaskeiðum milli ísaldanna. Í lofti við Vostok-stöðina mældist hann hins vegar 350 árið 1987, sem passar vel við Keeling-ferilinn . Þannig hafði beint samband milli styrks koltvíoxíðs í lofti og með- alhitastigs á jörðu verið staðfest. Öreindir valda ýmist kólnun eða hlýnun Vísindamenn og almenningur í eldfjallalöndum hafa lengi gert sér grein fyrir því, að í kjölfar mikilla eldgosa breytist veðurfar og loft kólnar. Þannig gætti áhrifa Skaft- árelda 1783 um mest allt norðurhvel jarðar, þar sem næsti vetur varð mun kaldari en fólk átti að venjast. Eldgosið mikla í Krakatau 1883 í Indónesíu sendi gífurlegt magn af gosefnum upp í loftið, þannig að mengunarslæðan dró mjög víða úr birtu sólarljóss. Næstu tveir vetur voru óvenju harðir um allan heim, og víða varð uppskerubrestur. Sum- ir vísindamenn töldu því, að mikil eldgos á forsögulegum tíma hefðu getað orsakað ísaldirnar. Um miðja 20. öld fóru veðurfræð- ingar og aðrir vísindamenn að gefa betur gaum að áhrifum örsmárra agna, svokallaðra öreinda (e. aero- sols), sem berast upp í andrúms- loftið af náttúrulegum völdum og vegna athafna mannskepnunar (eld- gos (brennisteinstvíoxíð: SO2, salt- sýra: HCl og aska), sandstormar, jarðvegsrof, bruni jarðeldsneytis (kol og olía), sót og ryk, mengun frá umferð og margt fleira). Þessar agnir sitja eftir í loftinu og þegar þær eru nægilega stórar geta þær tvístrað sólargeislunum (björtu geislunum), dregið úr birtu (meng- unarmistur) og sólsetur og sól- arupprás verða rauðleit. Þannig dregur úr gróðurhúsaáhrifum vegna þess, að færri bjartir geislar komast til jarðar og það getur vald- ið staðbundinni kólnun. Vatns- dropar og ískristallar í lofti hafa sömu áhrif. Í háloftunum, í meira en 100 km hæð, er þrýstingur minni og ein- faldari efnissameindir ná að tvístra sólargeislunum á bláa tíðnisviðinu (um 640 TeraHerz). Þess vegna er himinninn blár. Loftþrýstingur hef- ur nefnilega mikil áhrif á ísog og geislun gróðurhúsaloftegunda. Eldgos og sótagnir hafa áhrif á loftslag Stór eldgos hafa gríðarleg áhrif á andrúmsloftið. Mikið magn brenni- steinstvíoxíðs og saltsýrusameinda ásamt ösku berst upp í háloftin (heiðhvolfið). Saltsýrueindirnar þéttast fljótt með vatnsgufu og þeim rignir niður úr gosmekkinum. Brennisteinstvíoxíðið hvarfast hins vegar við gufuna og verður að sýru- eindum. Þær þéttast og hlaðast í klösum utan á rykagnir í loftinu. Þannig skapast stórar öreindir sem eru mjög duglegar við að tvístra björtu geislunum og hafa þannig kólnun í för með sér. Bruni jarð- eldsneytis í orkuverum veldur einn- ig mikilli brennisteinsmengun, að- allega í veðrahvolfinu (0-10 km). Brennisteinstvíoxíð frá verk- smiðjum og orkuverum umbreytist hins vegar fljótt í súlfat- eða sýru- agnir, er mynda þær öreindir sem eru hvað virkastar við að tvístra sólargeislunum. Líftími slíkra öreinda er örfáar vikur í veðrahvolf- inu, en þeim rignir oft niður sem súru regni. Í heiðhvolfinu endast þær mun lengur eða í nokkur ár, og þess vegna urðu veturnir eftir mikil eldgos svo harðir. Koltvíoxíð hefur hins vegar margfalt lengri líftíma í andrúmslofti og endurnýjast stöð- ugt með kolefnishringrásinni. Áhrifa þess gætir því miklu lengur. Sótagnir geta ýmist valdið kólnun eða hlýnun, allt eftir því hvort þær eru loftbornar eða mynda sótslikju á yfirborði jarðar. Í lofti sjúga þær sólargeislana í sig og hitna, loft hitnar, en draga annars úr gróður- húsaáhrifum, þannig að yfirborð jarðar kólnar. Þar sem mikið er brennt af kolum og viði í ófull- komnum brennsluofnum eða við op- in eld, verður sótmengun í lofti mik- il. Í sumum sveitahéruðum Indlands er talið, að aðeins helm- ingur áhrifa sólargeislanna nýtist til hlýnunar því að brún sótský hylja gróðurhúsalofttegundirnar. Þegar sótslikja hylur jörð, sérstaklega ís- breiður á heimskautssvæðum, lækkar endurkastsstuðull sól- argeisla sem verður til þess að yf- irborð hitnar meir en ella. Kenningin um hlýnun andrúmslofts festir rætur Eftir Júlíus Sólnes » Vísindamenn og almenningur í eld- fjallalöndum hafa lengi gert sér grein fyrir því, að í kjölfar mikilla eld- gosa breytist veðurfar og loft kólnar. Þannig gætti áhrifa Skaftárelda 1783 um mest allt norðurhvel jarðar, þar sem næsti vetur varð mun kaldari en fólk átti að venjast. Júlíus Sólnes Höfundur er prófessor emerítus og fv. umhverfisráðherra. KOLTVÍOXÍÐ Í BORKJÖRNUM ÚR SUÐURSKAUTSÍSNUM (VOSTOK STÖÐIN) 160 450.000 Fjöldi ára fram til 1950 S ty rk ur C O 2 ía nd rú m sl of ti (p pm v) 050.000100.000150.000200.000250.000300.000400.000 260 240 220 200 180 360 340 320 300 280 440 420 400 380 Síðasta ísöld Í 650.000 ár fór styrkur CO2 aldrei yfir þessa línu Styrkur CO2 í lofti í júlí 2013 1950 St yr ku rk ol tv ío xí ðs íl of ti (p pm v) Koltvíoxíð í andrúmslofti Mælistöð Mauna Loa, Hawaií 390 380 370 360 350 340 330 320 310 1960 1970 1980 1990 2000 2010 . . . . . Keeling ferillinn Hann sýnir styrk koltvíoxíðs í andrúmslofti á fjallinu Mauna Loa á Hawaií frá 1958 til 2008. Mælieiningin er fjöldi koltvíoxíðssameinda í rúmmáls-einingu sem inniheldur milljón sameindir lofts (ppmv). Mælingar Styrkur koltvíoxíðs í lofti samkvæmt mælingum á loftinnihaldi ísborkjarna frá Vostok-stöðinni á Suðurskautinu. Mynd/Wikimedia Mynd/Nasa, endurteiknuð Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Markmið eru sett, áföngum er náð, tíma- mót verða. Fjallið er klifið, toppnum er náð. Þá koma í ljós nýir toppar, ný markmið, ný- ir áfangar. Þrátt fyrir öll tíma- mót og fjarlæg mark- mið sem oft virðast eins og lokatakmark þá heldur lífið áfram. Þrátt fyrir allt mótlæti, tor- færur og brekkur, baráttu og ósigra, og jafnvel þótt ævinni ljúki, já jafnvel þrátt fyrir sjálfan dauð- ann, sem er sannkölluð tímamót, þá heldur lífið áfram og ekkert fær það stöðvað. Hluti af lífinu Dauðinn getur sannarlega verið sársaukafullur endir á ævi manns- ins og hann viljum við flest forðast í lengstu lög. Ekki síst getur hann verið þungbær þeim ástvinum sem eftir standa, oft umkomu- litlir og ráðalausir. Hann er þó oft líkn hinum látna, stund- um eftir erfiða bar- áttu sem menn vildu eðlilega fá að sleppa við. Hann er þó staðreynd sem eng- inn fær flúið og ekk- ert fær breytt. Hann er hluti af líf- inu. Dyr til betra lífs, án sársauka og sorgar. Lífs sem mun vara að ei- lífu. Ég á mér draum Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sín- um stað, í sinni stétt og stöðu. þar sem allir eru mettir gæðum sann- leikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. þar sem sjúkdóm- ar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. Laun himinsins, náðargjöf Guðs er kærleikur, friður og blessun. Líf í fullri gnægð um alla eilífð. Þar sem spurningunum verður svarað, tárin verða þerruð og réttlætið fullkomnað. Þar verður hvorki vanlíðan né ótti, harmur né vein, sársauki né kvöl. Ævi mannsins er eitt en líf hans annað. Þótt samofin uns dauðinn skilur að. Ævin er stundleg og stutt en lífið er tímalaus eilífð. Æv- inni lýkur við síðasta andvarp en lífið heldur áfram. Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. – Í dag skalt þú vera með mér í Paradís. – Ég lifi og þið munuð lifa! Eins og meðganga Þannig er ævin eins og með- ganga sem fylgja oft harðar og erf- iðar hríðir, inn til lífsins ljóma. Þeirrar dýrðar sem okkur hefur verið heitið að koma skuli og eng- an enda muni taka. Himnesk eilífð utan tíma og rúms. Þar sem einn dagur er sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Aðeins eitt líf Ég á aðeins eitt líf. Það er mér mjög dýrmætt og ég tek það veru- lega alvarlega. Ég reyni að lifa því og ég vanda mig. Samt veikist ég, verð fyrir vonbrigðum og særist. Að lokum slokknar á líkama mín- um, hann deyr og verður að moldu. Ég á aðeins eitt líf, en það gerir ekkert til, ég sætti mig við það. Í ljósi þess að líf mitt er í Jesú. Hon- um sem fær er um að græða sár, endurreisa og lífga við. Honum var og er líf mitt falið og það varir að eilífu. Vertu Lífið er nefnilega það dýrmæt- asta sem við eigum. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt og gott að fá lifa í þakklæti fyrir hvern dag. Njóta hverrar stundar og þess að fá að vera í núinu í ljósi þeirrar himnesku og eilífu dýrðar sem koma skal. Vertu á meðan þú ert því það er of seint þegar þú ert farinn. Lífið er í eðli sínu fallegt og dásamlegt. Njótum þess að vera og látum gott af okkur leiða! Með þakklæti og kærleikskveðju. Lifi lífið! Það dýrmætasta sem við eigum Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Þá verður spurning- unum svarað, tárin þerruð og réttlætið full- komnað. Þar verður hvorki vanlíðan né ótti, harmur né vein, sárs- auki né kvöl. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.