Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 60

Morgunblaðið - 20.02.2016, Síða 60
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hélt konunum í vinnuþrælkun 2. Fólkið í Vík er frá Sri Lanka 3. Sjaldséð álft á Tjörninni 4. Synti þrátt fyrir saurslys  Fimm hundruð kórsöngvarar syngja í samsöng fyrir heimsfriði í opna rýminu í Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16.30. Sungin verða fjögur lög við undirspil Magnúsar Kjartanssonar, þeirra á meðal er lag- ið „We are the World“. Morgunblaðið/Ómar Syngja í Hörpu í sam- söng fyrir heimsfriði  Djasspíanóleik- arinn Anna Gréta Sigurðardóttir lauk í gærkvöldi tveggja vikna tón- leikaferðalagi um Svíþjóð með sænsku stórsveit- inni Norrbotten Big Band. Sveitin hefur gott orðspor og var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna 2011. Á efnis- skrá tónleikaferðalagsins var tónlist eftir unga og upprennandi tónlistar- menn frá Norrbotten-svæðinu. Tónleikaferðalagi í Svíþjóð lauk í gær  Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson eru þátttakendur í viðamikilli sýningu, The Soul Of Mon- ey, sem var opnuð í vikunni í DOX- samtímalistasafninu í Prag. Frum- sýna þau nýtt myndbandsverk sem þau unnu ásamt texta- höfundinum Nina Po- wer og leikkonunni Michelle Myers. Meðal þeirra sem eiga verk á sýning- unni eru Thomas Hirschhorn og Jirí Georg Dokoupil. Libia og Ólafur sýna í listasafni í Prag FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 15-23 norðvestantil, annars hægari vindur og stöku él, einkum syðst. Norðan 13-20 m/s í kvöld og snjókoma og skafrenningur fyrir norðan. Á sunnudag Allhvöss eða hvöss norðanátt, jafnvel stormur suðaustanlands. Él eða snjó- koma fyrir norðan, en úrkomulítið sunnantil. Frost 0 til 8 stig. Á mánudag Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en norðvestan 8-13 og stöku él norðaustanlands fram eftir degi. Frost 3 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Deildarmeistaratitillinn er í aug- sýn hjá Íslandsmeisturum KR en liðið náði í gærkvöld fjögurra stiga forskoti á Keflavík í topp- sæti Dominos-deildar karla í körfuknattleik. KR-ingar, nýkrýnd- ir bikarmeistarar, tóku Keflvík- inga í bakaríið á heimavelli sínum og fögnuðu öruggum sigri, 103:87. »2 KR-ingar pökkuðu Keflvíkingum saman Íslandsmeistarar Gróttu náðu í gærkvöld þriggja stiga forskoti á toppi Olís- deildar kvenna í handknatt- leik þegar liðið hrósaði sigri gegn Val, 23:21, í Vals- höllinni en þetta var fyrsti leikurinn í 20. umferð deildarinnar. Grótta hefur 35 stig, ÍBV og Haukar hafa 32 en eiga leik til góða og Valur er í fjórða sæti með 30 stig. »3 Grótta náði 3ja stiga forskoti Fimleikafólki á Íslandi hefur fjölgað um rúmlega 5.000 á aðeins fimm ár- um, samkvæmt yfirliti ÍSÍ um fjölda iðkenda í íþróttum sem birt var fyrr í vetur. Þessi fjölgun er í al- gjörum sérflokki sé horft til allra greina. Skráðir iðkendur í fimleikum voru 8.136 árið 2010 en sam- kvæmt nýjustu tölum, vegna íþróttaársins 2014, eru þeir orðnir 13.138. Þar með eru fimleikar orðnir þriðja vinsælasta íþróttagrein lands- ins. »4 Gífurleg fjölgun iðkenda í fimleikum síðustu ár Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nokkrir Íslendingar hafa lært verkfræði við Tækniháskólann í München, TUM, í Þýskalandi og ekki alls fyrir löngu heiðraði skól- inn Einar Þorbjörnsson með svo- kallaðri 50 ára Diploma-gullviður- kenningu í sérstöku hófi sem hófst með hátíðartónleikum með sinfón- íuhljómsveit borgarinnar. „Þetta hefur fyrst og fremst til- finningalegt gildi,“ segir Einar, „er viðurkenning á akademísku gráðunni sem ég fékk á sínum tíma og þakkir fyrir margra ára stuðning og tryggð við skólann.“ Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 fóru nokkrir nemendur úr árgang- inum í verkfræðinám í TUM. Tveir bættust í hópinn árið eftir, þar á meðal Einar, sem útskrifað- ist síðan sem byggingaverkfræð- ingur 1965. „Sérstakt stúdenta- gengi hafði mikið að segja en vegna þess var dvölin ytra ódýrari en ella,“ segir Einar. „Gengið var mjög hagstætt fyrir okkur og við komum vel út úr þessu en stúd- entagengið var fellt niður 1965.“ Kynnin endurnýjuð TUM byrjaði að heiðra fyrrver- andi nemendur með þessum hætti 2009 og þá var Gunnar Torfason verkfræðingur, sem útskrifaðist frá skólanum 1959, á meðal þeirra sem fengu gullviðurkenninguna. Í kjölfarið var stofnað nemendafélag á Íslandi, TUM Alumni á Íslandi. Einar heimsótti skólann 2010 og setti sig í samband við þá deild sem undirbýr þessa árlegu hátíð. „Ég hef verið í sambandi við þetta fólk síðan og náð að endurnýja kynni við fyrrverandi skólabræð- ur,“ segir hann. Hann segir að innra net skólans hafi komið að góðu gagni í því sambandi auk þess sem hann hafi verið í góðu sambandi við starfsfólk skólans. „Á hátíðinni 29. nóvember síðast- liðinn hitti ég meðal annars einn fyrrverandi nemanda, sem var eldri en ég og orðinn doktor þegar ég var að ljúka náminu, og það voru miklir fagnaðarfundir.“ Þjóðverjar eru þekktir fyrir mikinn aga, aðhaldið var mikið í skólanum og Einar segist hafa lært mikið af þeim. „Þetta var strangur skóli og harður og sumir þurftu að fara annað til þess að ljúka námi,“ segir Einar, sem hef- ur starfað óslitið í verkfræði síðan hann útskrifaðist. „Ég lærði gífur- lega mikla ögun, vandvirkni og sjálfstæði í hugsun sem hefur fylgt mér alla tíð síðan. Ég heyri á mínum skólafélögum að þeir segja það sama.“ Jóhannes Zoëga, fyrrverandi hitaveitustjóri, fór til Þýskalands 1937 og lærði vélaverkfræði í Tækniháskólunum í München og Berlín og lauk prófi þaðan 1941. Hann var einn fyrsti Íslendingur- inn í TUM og síðan fylgdu fleiri í kjölfarið. Einar segir að þegar hann hafi heyrt frá hópnum, sem fór 1958, hvílíkt himnaríki þetta væri, hafi hann ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Frændi hans, sem hafi farið í skólann á fjórða áratug liðinnar aldar til þess að læra bjórverkfræði en ekki lokið námi og farið aftur heim, hafi líka hvatt sig til farar- innar. „Ég ræddi við hann áður en ég fór og hann var mjög spenntur fyrir því að ég væri að fara út,“ rifjar Einar upp. „Þetta var líka skemmtilegur tími.“ Stúdentagengið skilaði sínu  Einar Þor- björnsson heiðr- aður í München Viðurkenning Dr. Wolfgang A. Hermann, rektor TUM, til hægri afhendir Einari Þorbjörnssyni skjalið. Að loknu námi vann Einar Þor- björnsson í München í tvö ár og hefur síðan verið verkefnastjóri fjölmargra verkefna og meðal annars var hann forstjóri fast- eignastjórnunardeildar hjá stofnun um verklegar fram- kvæmdir undir bandaríska sjó- hernum á Keflavíkurflugvelli frá 1986-2006. Hann stofnaði Verk- fræðiþjónustuna R.A.T. ehf. (Ráð, Aðföng, Teymi) 2006. Í hringiðunni í hálfa öld VERKFRÆÐINGURINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.