Fréttablaðið - 02.01.2017, Side 8

Fréttablaðið - 02.01.2017, Side 8
 Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Samkvæmt 37. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón af framansögðu og 34. gr. tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 16.00 sunnudaginn 15. janúar 2017 Skila ber tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Kosið verður um varaformann, gjaldkera, tvo meðstjórnendur og níu sæti í trúnaðarráði, einnig verður kosið um sæti ritara. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 18 fullgildra félagsmanna. Reykjavík 2. janúar 2017 Stjórn Félags íslenskra rafvirkja Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Samkvæmt 37. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón af framansögðu og 34. gr. tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 16.00 sunnudaginn 15. janúar 2017 Skila ber tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Kosið verður um varaformann, gjaldkera, tvo meðstjórnendur og níu sæti í trúnaðarráði, einnig verður kosið um sæti ritara. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 18 fullgildra félagsmanna. Reykjavík 2. janúar 2017 Stjórn Félags íslenskra rafvirkja Tilkyn in framboðsfrest til rnarkjörs Samkvæmt 37. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón af framansögðu og 34. gr. tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 16.00 sunnudaginn 15. janúar 2017 Sk la ber tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Kosið verður um varaformann, gjaldkera, tvo meðstjórnendur og níu sæti í trúnaðarráði, einnig verður kosið um sæti ritara. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 18 fullgildra félagsmanna. Reykjavík 2. janúar 2017 Stjórn Félags íslenskra r fvirkja Tugir myrtir í nýársfagnaði Árásarmaður myrti 39 hið minnsta og særði 65 þegar hann réðst inn í nýársfagnað á skemmtistað í tyrknesku borginni Istanbúl. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var mannsins enn leitað. Áætlað er að um sjö hundruð manns hafi verið inni á skemmtistaðnum þegar árásin var gerð. Erdogan Tyrklands- forseti segir að þessari „svívirðilegu árás“ á skemmtistaðinn hafi verið ætlað að draga kjarkinn úr Tyrkjum og skapa ringulreið. NordicPhotos/AFP ÍtalÍa Eldfjallið mikla Campi Flegrei sem teygir sig til himins rétt vestan við borgina Napólí á Ítalíu virðist vera að rumska. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir fréttirnar ekki góðar enda geymir sagan dæmi um sprengigos sem myndaði öskju sem er tólf kílómetrar í þvermál. Haraldur segir að síðustu umbrot í fjallinu hafi orðið um miðja 16. öld, þau hafi verið lítil en samt valdið usla. Þá hlóðst upp nýtt gíg­ myndað fjall, Monte Nuovo. Hann skrifar: „Miklar breytingar eru í gangi í hverum í öskjunni og land er að rísa. Gasstreymi upp úr hverum í öskjunni hefur stöðugt aukist síðan mælingar hófust í kringum 1982. Samfara því hefur hiti í hverunum aukist, og landris er í gangi,“ segir Haraldur og vitnar til rannsókna ítalskra jarðvísindamanna sem spá því að líkur séu á eldgosi innan 100 til 120 ára. „Þeir telja jafnvel að gos gæti haf­ ist innan fjögurra til fimm ára, en líkur eru á að það verði síðar. Það er því mikil óvissa í gangi, en það er greinilegt að áhættuástand ríkir á svæðinu, þar sem þúsundir búa nú og mikil mannvirki eru fyrir hendi.“ Þessu sama er sagt frá í frétt BBC. Eins og hjá Haraldi er vitnað til sérfræðinga sem ítreka hvað spár um eldgos geta verið vandasamar en þeir segja engu að síður að nú sem aldrei fyrr krefjist Campi Fleg rei athygli vís­ indamanna. Ástæðan sé sú að eldsumbrotin yrðu í bakgarði hálfrar milljónar manna. Ef litið er langt aftur í söguna má færa fyrir því rök að stærsta eldgos allra tíma í Evrópu megi rekja til þessa svæðis – og tengjast þau umbrot einni þeirra kenninga sem eru uppi um endalok Neanderdalsmannanna. Annað þekktara eldfjall er stutt frá Campi Flegrei, en það er fjallið Vesúvíus, austan megin við borgina Napólí. Þau ósköp sem fylgdu eld­ gosinu árið 79 eru öllum þekkt en Campi Flegrei kerfið er þó miklu stærra og víðfeðmara – og liggur stór hluti þess undir bláum öldum Mið­ jarðarhafsins. svavar@frettabladid.is Ofureldfjall rumskar eftir 500 ár í dvala Ítalskir jarðeðlisfræðingar horfa með áhyggjusvip í áttina til Campi Flegrei, rétt vestan við borgina Napólí á Ítalíu. Ofureldfjallið bærir á sér en í sögu þess er stærsta eldgos Evrópu. Gjöreyðandi hamfarir á svæðinu eru öllum þekktar. Fjallið Vesúvíus rís yfir Napolí – en eldstöðin vð borgina sem nú bærir á sér er miklu stærri og öflugri. NordicPhotos/AFP haraldur sigurðsson, eldfjallafræðingur SlyS Sex leituðu á bráðadeild Land­ spítalans í Fossvogi í fyrrinótt vegna flugeldaslysa. Ekkert þeirra var þó alvarlegt en meðal annars var um minniháttar bruna að ræða og aðskotahluti í auga. Guðrún María Svavarsdóttir, sér­ fræðingur á bráðamóttöku Land­ spítalans í Fossvogi, segir nóttina hafa verið heldur rólegri en starfsfólk deildarinnar hafi átt von á. Fyrir utan flugeldaslysin hafi þó nokkur fjöldi fólks leitað þangað en ástæður heim­ sóknanna hafi verið mismunandi. Hún segir flugeldaslysin óvenju fá í ár og augljóst að fólk hafi farið varlega og notað hlífðarbúnað. Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. „Það var talsvert um svona minniháttar hnjask í heimahúsum sem við köll­ um. Minniháttar slys, engin alvarleg þar,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuð­ borgarsvæðinu. Hann segir að nokkuð hafi verið um útköll þar sem eldur logaði eftir að kveikt hafði verið í flugeldarusli. Þá voru nokkur útköll tengd reyk og svifryki. „Nokkuð var um að bruna­ viðvörunarkerfi fóru í gang. Það var náttúrulega mikill reykur yfir öllu,“ segir Sigurbjörn. – lvp Sex flugeldaslys HeilbrigðiSmál Klukkan hálf tvö í fyrrinótt náði svifryksmengun hámarki í Reykjavík samkvæmt mæl­ ingum Umhverfisstofnunar. Þá var svifryksmengun hjá Grensásvegi tæp­ lega 2.500 míkrógrömm á rúmmetra. Í fyrra náði svifryksmengunin hámarki klukkan hálf eitt á sama stað og var einungis 400 míkró­ grömm á rúmmetra. Ljóst var fyrir gamlárskvöld að svifryksmengunin yrði mikil í ár enda veðurskilyrðin þannig, logn og engin úrkoma. Einnig var að öllum líkindum skotið upp meira af flugeldum þetta árið, en flutt var inn rúmlega þúsund tonnum meira af flugeldum í ár en í fyrra. Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir svo mikla mengun geta valdið óþægindum hjá heilbrigðu fólki en hún hafi ekki teljandi áhrif. – lvp Mikil svifryksmengun í borginni Nýársnóttin var rólegri á bráðamót- tökunni en starfsfólk átti von á. 2 . j a n ú a r 2 0 1 7 m á n U D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 6 -3 2 4 4 1 B D 6 -3 1 0 8 1 B D 6 -2 F C C 1 B D 6 -2 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.