Fréttablaðið - 02.01.2017, Side 12

Fréttablaðið - 02.01.2017, Side 12
Kara Elvarsdóttir sjúkraþjálfariFríða Brá Pálsdóttir sjúkraþjálfari Ert þú með verki? Námskeiðið hentar einstaklingum sem kenna sér meins í stoðkerfi, hvort sem álag, sjúkdómar eða slys hafa valdið ójafnvægi. Lögð er áhersla á rétta líkamsbeitingu og jafnvægi í stoðkerfinu. Þannig eykst styrkur og unnt er að halda verkjum í lágmarki. Markmiðið er að þátttakendur læri á sjálfa sig, finni eigin mörk, hvað þarf að leggja áherslu á og hvað þarf að varast. Í upphafi námskeiðs fara þátttakendur í einstaklingsviðtal til sjúkraþjálfara. Stoðkerfislausnir www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Árangur sem endist 8 vikna námskeið hefjast 9. og 10. janúar 2 x í viku: Þri. og fim. kl. 17.30 3 x í viku: Mán., mið. og fös. kl. 15.00 Framhaldsnámskeið: Þri. og fim. Kl. 16.30 Upplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Hjá Heilsuborg eru allir þjálfarar og sérfræðingar með háskólamenntun í sínu fagi. Samfélag Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skamm- degisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rann- sóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þung- lyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegis- þunglyndi lætur á sér kræla eru yfir- leitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist. „Eitt af ein- kennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skamm- degisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kol- vetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skamm- degisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, dag- lega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeð- ferð, eða HAM. Hún er sú sálfræði- meðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameð- ferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eir- bergi er yfirleitt góð sala í ljósalömp- um á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás. benediktboas@365.is Þunglyndið sækir á unga í skammdeginu Komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglynd- is hefur ekki fjölgað þrátt fyrir dimman vetur. Þung- lyndið sækir helst á fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Þeir sem fá skammdegisþunglyndi sækja í kolvetni og fitna enda finnst fólki erfitt að fara fram úr rúminu. Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Þeir sem eru þunglyndir fyrir finna einnig frekar fyrir einkennum. Fréttablaðið/GVa ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegis þunglyndi. mynd/EirbErG Hver eru einkenni skammdegisþung- lyndis? Einkenni skammdegisþunglyndis geta verið ólík samanborið við þunglyndi almennt: Aukin matarlyst og þá sérstak- lega í kolvetnisríka fæðu en þeir sem glíma við almennt þunglyndi annaðhvort missa matarlystina eða borða meira en ekki endilega kolvetnisríka fæðu. Af því þyngist fólk. Fólk fer að sofa meira en vana- lega, en í venjulegu þunglyndi annaðhvort sefur fólk yfirleitt miklu meira en venjulega eða miklu minna. Á Íslandi var tíðni skamm- degisþunglyndis athuguð og sýndu niðurstöður að tíðni skammdegis þunglyndis og milds skammdegisþunglyndis var lægri hjá Íslendingum en hjá fólki búsettu á austurströnd Banda- ríkjanna, í Noregi og Kanada. SlyS Sex einstaklingar leituðu á náðir bráðadeildar Landspítalans á nýársnótt vegna flugeldaslysa. Voru öll slysin minniháttar þar sem einstaklingar höfðu brennt sig eða aðskotahlutur farið í auga. Að mati Landspítalans var nýárs- nóttin óvenjulega róleg þetta árið en bráðadeildin undirbýr sig sér- staklega fyrir þessa vakt þar sem annir hafa verið á deildinni á síðustu árum. Til að mynda kom aðeins einn einstaklingur á bráða- deildina vegna alvarlegrar líkams- árásar. „Ein alvarleg líkamsárás og svo margir sem hafa dottið í hálku, það hefur verið mikið af því, og almenn veikindi hjá fólki,“ segir Guðrún María Svavarsdóttir, sérfræðingur á bráða- móttökunni. Hún segir flugeldaslysin óvenju fá í ár og augljóst að fólk hafi farið varlega og notað hlífðarbúnað Sigurbjörn Guðmundsson, varð- stjóri hjá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins, sagði nokkuð um minni- háttar slys í heimahúsum og útköll tengd reyk og svifryki. Einnig höfðu brunaviðvörunarkerfi farið í gang vegna reyks frá flugeldum. – lvp Rólegt á bráðadeild LSH á nýársnótt Greinilegt var að menn fóru varlega á nýársnótt við meðhöndlun flugelda. Fréttablaðið/PjEtur 2 . j a n ú a r 2 0 1 7 m Á n U D a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 6 -1 9 9 4 1 B D 6 -1 8 5 8 1 B D 6 -1 7 1 C 1 B D 6 -1 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.