Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 Kannski má útskýra fækkun ofbeldisglæpa að hluta með því að líkurnar á að sleppa við refsingu hafa minnkað. Lögreglumenn ráða nú yfir betri búnaði en Hercule Poirot. Hvarvetna eru eftir- litsmyndavélar, þær sýna bílnúmer sem síðan eru rakin. Hægt er að rekja ferðir fólks með því að rannsaka hvar snjallsíminn hafi verið þegar brotið var framið. Og lögreglan finnur nú DNA-leifar þótt aðeins sé um að ræða ör- lítið munn- vatn á síga- rettu- stubbi. Morð hafa fylgt mannkyninufrá því að Kain drap Abelen tíðni þeirra hefur verið misjöfn. Á Vesturlöndum fjölgaði morðum víðast hvar stöðugt á seinni hluta 20. aldar en á undanförnum tveim til þremur áratugum hefur þróunin snúist við. Og athyglisvert er að morðum og öðrum ofbeld- isglæpum fækkaði í fjármálakrepp- unni 2008. Enginn hefur enn getað skýrt þessa breytingu svo að öllum líki en líklega er um að ræða margar, samverkandi orsakir. Glæpasögu- höfundar halda samt áfram að gera það gott og fátt nýtur meiri hylli í sjónvarpsþáttum en krassandi morð. Hér skal tekið fram að ekki er ver- ið að fjalla um hryðjuverk og stríð og alla þá glæpi sem tengjast þeim. Að- eins morð í hefðbundnum skilningi hugtaksins. Þegar morðum og fleiri ofbeldisglæpum fór að fjölga á 20. öld veltu menn fyrir sér ýmsum or- sökum. Upplausn fjölskyldunnar, gömul gildi væru á undanhaldi. En nú spyrja menn hvað valdi jákvæðri þróun. Færri morðum, færri ránum, færri bílþjófnuðum. Eitt virðist blasa við: við lifum að jafnaði lengur. Mun hærra hlutfall vestrænna þjóða en áður er nú aldrað fólk og ólíklegra en ungir ribbaldar til að fremja al- varlega ofbeldisglæpi þótt frá því séu auðvitað undantekningar. Góð tilraun en skýrir ekki mikið: í Lond- on hefur ungu fólki hlutfallslega fjölgað verulega og þar hefur glæpa- tíðnin einnig lækkað mikið. Við erum að jafnaði mun efnaðri en fólk fyrir nokkrum áratugum. Dregur ríkidæmið kannski úr of- beldishneigð? En ofbeldisglæpum fækkaði í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Þá var mikið atvinnu- leysi, í Bretlandi og fleiri löndum rauk það upp í 25%. Samt dró úr of- beldisglæpum. Bandaríkin fangelsa mun fleiri af- brotamenn en Kanada og það minnkar líkur á ofbeldi, segja sumir. En í Kanada og Hollandi er lítið um fangelsanir og þeim fer fækkandi, samt dregur þar líka hratt úr ofbeld- isglæpum. Alltaf reynist erfitt að sýna fram á orsakasamhengi þegar menn nefna hugsanlegar orsakir færri ofbeldis- glæpa. Enn aðrir benda á að ef til vill sé bara um enn óútskýrðan aftur- kipp að ræða; óhroðinn gæti aftur tekið völdin. Tölur um glæpatíðni, statistíkin, eru reyndar ekki alltaf áreiðanlegar. Í sumum fátækum löndum er ekki safnað traustum upplýsingum um al- varlega glæpi eins og morð að yfir- lögðu ráði. Í Bandaríkjunum skortir oft upp á að aðferðir við að safna upplýsingum séu samræmdar milli sambandsríkja. Stundum en ekki alltaf telja menn t.d. sjálfsvíg með þegar menn ræða um heildarfjölda morða með skotvopnum. Þau eru meira en helmingur slíkra morða í landinu. En þetta veldur rugli og misskilningi sem jafnvel forseta- frambjóðendur vara sig ekki á. Hættulegt að búa í Hondúras Ein af stofnunum Sameinuðu þjóð- anna, UNODC, safnar m.a. upplýs- ingum um alvarlega ofbeldisglæpi í heiminum. Í skýrslu frá 2012 er áætlað að morð (undanskilin eru manndráp af slysni) að yfirlögðu ráði hafi verið alls 437 þúsund. Langhæst er morðtíðnin í sunn- anverðri Afríku og Mið-Ameríku. Í Hondúras féllu 90,4 af hverjum 100 þúsund íbúum fyrir morðingjahendi 2011 og í Venesúela var hlutfallið 53,7. Þess má geta að hlutfallið á Ís- landi var 0,3. Um mestalla Evrópu var hlutfallið lágt nema í Rússlandi, þar var það 9,2. Það var einnig lágt í Austur-Asíu nema á Filippseyjum. Síðustu áratugi hefur morðum og öðrum alvarlegum ofbeldisbrotum fækkað nær stöðugt í Bandaríkj- unum. Sama er að gerast mjög víða um heim, í Bretlandi voru framin 944 morð árið 2002 en 517 í fyrra. Fram kemur í grein breska glæpasöguhöf- undarins Andrews Taylors í Specta- tor að morðtíðnin sé nú að verða svipuð og um aldamótin 1900. Öðru hverju eru samt sveiflur í glæpatíðni. Í fyrra fjölgaði morðum í allmörgum stórborgum Bandaríkj- anna og lögreglumenn og fleiri lýstu yfir áhyggjum af því að nú væri allt að fara aftur um koll. En blaðamað- urinn Max Ehrenfreund kannaði málið í september. Hann sagði í Washington Post að tölurnar sýndu í heild litla breytingu frá síðustu ár- um. Í þrem stærstu borgunum, New York, Los Angeles og Chicago, væru framin færri morð en reyndin hefði verið í áratugi. „Þróunin er almennt séð skýr,“ sagði Ehrenfreund. „Tíðni morða í helstu borgum Bandaríkjanna hefur lækkað geysilega hratt og svo virðist sem göturnar séu mun öruggari en þær voru fyrir bara nokkrum árum.“ Morðin að færast alveg í sjónvarpið? Síðustu áratugi hefur morðum og öðrum alvar- legum ofbeldisglæpum fækkað hratt víðast hvar á Vesturlöndum. Skýringin vefst fyrir mönnum. Breskir lögreglumenn á morðvettvangi. Rannsóknin getur oft tekið langan tíma en oftast finnst eitthvað sem hjálpar mönnum áleiðis og dugar til að finna glæpamanninn þótt hann reyni að skilja ekki eftir nein ummerki. Hercule Poirot Löggan finnur allt ’ Ég hef aldrei drepið mann en ég hef lesið margar minningargreinar með einstakri ánægju. Clarence Darrow, bandarískur lögfræðingur. ERLENT KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is BANDARÍKIN WASHINGTON Hillary Clinton og Donald Trump unnu mikla sigra í próf- kjörum stóru flokkanna tveggja í vikunni og virðist fátt geta stöðvað þau.Trump hefur sagt að verði hann ekki forsetaefni repúblikana muni verða óeirðir. RÚSSLAND MOSKVUVladímír Pútín Rússlandsforseti lét í vikunni kalla heraflann í Sýrlandi heim og sagði að markmiðin hefðu þegar náðst að mestu leyti. Forsetinn sagði Rússa áfram myndu styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. BRASILÍA RIO DE JANEIRO Fjölmenn mótmæli hafa verið í Brasilí í vikunni gegn Dilmu Rousseff forseta sem grunuð er um spillingu er tengist ríkisolíufélaginu Petrobras. Fyrrverandi forseti, Luis Inacio Lula da Silva, er einnig sakaður um spillingu en hann er flokksbróðir sósíalistans Rousseff. ÞÝSKALAND BERLÍN Angela Merkel Þýskalandskanslari hyggst ekki breyta stefnu sinni í málum farand- og flóttamanna en flokkur hennar beið mikinn ósigur í kosningum í þrem sambandsríkjum um helgina. Flokkur sem vill stöðva innflutning fólks vann stórsigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.