Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 12
FORSETAVAKTIN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 Forsetakosningar fóru fyrstfram á Íslandi 1952. Þrírmenn voru í kjöri; Ásgeir Ás- geirsson, þingmaður Alþýðuflokks, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og Gísli Sveinsson, fyrrverandi þing- maður Sjálfstæðisflokks. Ásgeir hafði betur, eftir harða baráttu við séra Bjarna, sem Her- mann Jónasson, formaður Fram- sóknarflokksins, kvaðst fyrir kosn- ingar treysta best til fulls dreng- skapar, réttlætis og hlutleysis í forsetaembættinu. Það er gömul saga og ný að stjórnmálaflokkarnir í þessu landi hafi ákveðna skoðun á forsetakjöri. Sennilega hefur áhugi þeirra á málinu þó verið ennþá meiri á þessum tíma en í dag. Yfirburðir Kristjáns Forseti var næst kjörinn árið 1968. Tveir menn voru í kjöri: Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og Gunnar Thoroddsen sendiherra og fyrrver- andi borgarstjóri og þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokks. Kristján sigraði með yfirburðum, hlaut 65,6% atkvæða. Það er besti árangur fram- bjóðanda frá upphafi, sem ekki er sitjandi forseti. Fjórir voru í kjöri í þriðju forseta- kosningunum árið 1980, þar á meðal fyrsta konan, Vigdís Finnbogadóttir, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur. Vann hún nauman sigur á Guð- laugi Þorvaldssyni ríkissáttasemj- ara. Albert Guðmundsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, og Pétur Thorsteinsson sendiherra fengu um- talsvert minna fylgi. Árið 1988 fékk sitjandi forseti í fyrsta skipti mótframboð; Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir freistaði þess að velta Vigdísi úr sessi. Henni varð ekki kápan úr því klæðinu, fékk aðeins 5,3% atkvæða. Vigdís, sem háði ekki kosningabaráttu, fékk hins vegar 92,7% atkvæða sem er ein- stakt í sögu kjörsins. Vigdís lét af embætti 1996 og þá sóttust fjögur eftir embættinu; Ólaf- ur Ragnar Grímsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins; Pétur Kr. Haf- stein hæstaréttardómari; Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélags Íslands, og Ástþór Magnússon athafnamaður. Ólafur Ragnar fór með sigur af hólmi, hlaut 41,4% atkvæða. Ólafur Ragnar fékk mótframboð frá Baldri Ágústssyni atvinnurek- anda og Ástþóri Magnússyni at- hafnamanni árið 2004. Vann með yf- irburðum, hlaut 67,5% atkvæða en athygli vakti að 20,6% skiluðu auðu. Kjörsókn var óvenju dræm, eða 62,9% sem var minna en 1988, þegar himinn og haf var á milli frambjóð- endanna. Fimm mótframboð Ólafur Ragnar fékk öðru sinni mót- framboð árið 2004, frá hvorki fleiri né færri en fimm frambjóðendum. Það voru Þóra Arnórsdóttir sjón- varpskona, Ari Trausti Guðmunds- son jarðfræðingur, Herdís Þorgeirs- dóttir lögfræðingur, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, og Hannes Bjarnason landfræðingur. Er þetta metfjöldi frambjóðenda í forsetakosningum á Íslandi. Ólafur Ragnar vann öruggan sig- ur, hlaut 52,8% atkvæða, en Þóra fékk góða kosningu, 33,2%, sem var svipað fylgi og Vigdís Finnboga- dóttir bjó að 1980. Þegar hafa tíu manns boðað for- setaframboð í sumar og öruggt má telja að fleiri muni bætast í hópinn á næstu vikum; alltént er fjölmennt undir hinum fræga feldi þessa dag- ana. Og almennt stuð! Mögulega eiga einhverjir líka eftir að draga framboð sitt til baka. Nokkuð líklegt verður þó að telja að metið frá 2012, sex frambjóð- endur, komi til með að falla í sumar. Og það nokkuð hressilega. Stefnir í metfjölda frambjóðenda Allt stefnir í metfjölda frambjóðenda í forseta- kosningunum 25. júní næstkomandi. Þegar hafa tíu manns gefið kost á sér en mest hafa sex verið í kjöri áður, fyrir fjórum árum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Kristján Eldjárn tekur við embætti forseta Íslands árið 1968. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tveir frambjóðendur til emb- ættis forseta Íslands hafa form- lega bæst við í vikunni og eru frambjóðendur því orðnir tíu talsins. Halla Tómasdóttir rekstrar- hagfræðingur tilkynnti framboð sitt á fimmtudaginn en nafn hennar hefur um tíma verið í umræðunni. „Halla er ötull talsmaður þess að við horfum til víðari skilgreiningar á arð- semi og horfum ekki bara til fjárhagslegs arðs heldur einnig áhrifa á samfélagið og umhverf- ið,“ segir í fréttatilkynningu frá Höllu. Í gær ákvað svo Bæring Ólafs- son, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri Coca Cola International, að gefa kost á sér til embættisins. „Bæring telur að forseti Íslands eigi að vera óháður stjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum svo að hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem varða hags- muni þjóðarinnar,“ segir í fréttatilkynningu frá Bæring Ólafssyni. Bæring Ólafsson. TVÖ BÆTTUST VIÐ Í VIKUNNI Halla og Bæring Halla Tómasdóttir. 14 vikur TIL KOSNINGA Dekraðu við þig daglega með dýrindis Lavender olíum. Slakaðu á líkama og sál með Lavender líkamsvörunum frá Weleda. Lavender jurtin hefur verið notuð um aldir vegna róandi eiginleika sinna. Njóttu þess að fá slakandi nudd með Lavender Relaxing Body Oil eða að setja Lavender Relaxing Bath baðmjólkina út í kvöldbaðið. Taktu svo með þér ilminn af Lavender ökrunum í sturtuna með Lavender Creamy Wash sturtusápunni — í samhljómi við mann og náttúruwww.weleda.is Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Since 1921
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.