Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 31
20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Getty Images/iStockphoto Þessi uppskrift er frá síðunni Eldhusatlasinn.is þar sem birtar eru grænmetisréttir víðsvegar að úr heiminum. Þessi réttur sem heitir Shakshuka er frá Túnis og er léttur bröns fyrir fjóra en getur líka verið aðalréttur fyrir tvo. 4 egg* 1 krukka tómatgrunnur 1 græn eða rauð paprika (ca. 200 g) tómatar (ca. 100 g) 1 laukur ferskur chilipipar eftir smekk 2 -3 hvítlauksrif 1 tsk. cumin ½ tsk. paprikuduft ½ tsk. hlynsíróp 1 tsk. salt (eða eftir smekk) ólífuolía til steikingar steinselja gott brauð** fetakubbur (má sleppa)*** * Frá frjálsum hænum. ** Gróft súrdeigsbrauð passar einstaklega vel með. ***Ef þið notið fetaost þá þarf minna salt. Saxið lauk, chili, hvítlauk, tómata og papriku. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður mjúk- ur og hefur brúnast svolítið. Bæt- ið því næst chili og hvítlauk á pönnuna og steikið í svolitla stund. Bætið paprikunni og tómöt- unum á pönnuna og steikið í stutta stund. Að lokum bætið þið tóm- atgrunninum og öllu kryddi (nema steinseljunni) út á pönn- una. Setjið lokið á og leyfið sós- unni að malla í 15 mínútur. Þegar sósan hefur fengið að sjóða í 15 mínútur gerið þið fjórar litlar dældir í sósuna, brjótið egg í hverja þeirra og setjið lok á pönn- una. (Ef þið notið fetaost þá skul- uð þið brytja hann smátt og dreifa í kringum eggin). Það fer eftir smekk hversu lengi þið hafið eggin á pönnunni. Ef þið viljið hafa rauðurnar fljótandi er nóg að hafa þau í 5 mínútur. Ann- ars er eldunartíminn um 7 mín- útur. Það er hægt að flýta fyrir með því að ausa sósunni yfir egg- in. Þá verða þau fyrr tilbúin. Stráið steinselju yfir réttinn og berið fram með þykkum rist- uðum brauðsneiðum og meira chili. Ljósmynd/Harpa Stefánsdóttir Egg í sterkri tómatsósu Ljósmynd/Nanna Rögnvaldardóttir Þessi uppskrift er fengin af Maedgurnar.is. Hér verður birt ein útgáfa af chiagraut en á síð- unni er að finna hugmyndir að fjórum útfærslum til viðbótar. CHIAGRAUTUR – GRUNNUPPSKRIFT 1 dl chiafræ 1 dl tröllahafraflögur 2 dl möndlumjólk 2 dl kókosmjólk 1 tsk. vanilluduft ¼ tsk. sjávarsalt (hægt er að nota hvaða jurtamjólk sem er og það má líka minnka mjólkina og setja vatn til helm- inga). TVÆR AÐFERÐIR Setjið allt í hrærivél og látið vél- ina hræra í a.m.k. 20 mínútur. Með þessari aðferð fær grautur- inn ofsalega skemmtilega og góða áferð, verður aðeins léttari í sér. Einnig er hægt að útbúa graut- inn án hrærivélar, áferðin verður bara aðeins öðruvísi. Leggið þá chiafræin og tröllahafrana í bleyti í möndlumjólk yfir nótt og hrærið síðan upp með kókos- mjólkinni næsta dag. GEYMSLUÞOL Fer eftir því hvaða vökvi er not- aður í uppskriftina. Lengsta geymsluþolið fæst þegar bara er notuð kókosmjólk (hægt að hafa vatn til helminga) þannig geym- ist grauturinn í u.þ.b. viku í kæli. Ef notuð er kókosmjólk og jurta- mjólk úr fernu geymist grautur- inn í u.þ.b. 5 daga í kæli. Ef notuð er heimagerð möndlu- mjólk geymist grauturinn í 3 daga í kæli. Grauturinn geymist í 2-3 daga í kæli þegar búið er að bæta góð- gæti út í. Góðgætið sem hér hefur verið valið er hindber, granatepla- kjarnar og kakónibbur. Hrærið nokkrum hindberjum, granateplakjörnum og 1 tsk. af kakónibbum saman við 1 dl af graut. Mæðgurnar segja að það sé sniðugt að hella smá hind- berjamjólk út á þennan graut. HINDBERJAMJÓLK 1 dl jurtamjólk 1 msk. hindber sæta að eigin vali ef vill (Hægt að breyta þessum í desert með örlitlu hlynsírópi!) Geymist í 2-3 daga í kæli. Chiagrautur með hindberjum Ljósmynd/Hildur Ársælsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.