Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 21
hefur mikinn metnað fyrir því að leikskóla- lóðir séu skemmtilegar og ögrandi fyrir börn- in. Hún segir að það dugi ekki að þær séu stór- ar með mörgum leiktækjum úr pöntunarlista. „Lóðin þarf að bjóða upp á margvíslegan leik. Steinn er ekki bara steinn heldur hefur marg- víslega notkunarmöguleika. Gæði lóðarinnar eru ekki mæld í fjölda leiktækja,“ segir hún og ítrekar mikilvægi landmótunarinnar sjálfrar, að boðið sé upp á krefjandi leiksvæði. Leiksvæðin þurfa sannarlega að vera krefj- andi en líka eru gerðar miklar kröfur um ör- yggi. „Við erum farin að setja mikið af gervigrasi og gerviefnum. Starf landslagsarkitektsins er orðið flóknara. Við þurfum að passa að steinn sé ekki hærri en 60 cm en þá þarf fallundir- lag,“ segir hún en með fallundirlagi er átt við gúmmímottur, fallmöl, gervigras og tartan- gúmmíefni. Hún segir þessi efni geta verið skemmtileg því tartanið sé til dæmis litríkt og geti sett sterkan svip á skólalóðir. Náttúrulegt umhverfi sé líka mikilvægt og það verði að vera til staðar. „Eins og að geta rann- sakað rjóður, jarðveginn og lífríkið. Það er hægt að búa til alls konar leik- umhverfi ef lóðin er nægilega stór til að bjóða upp á það.“ Vantar meiri breidd í leiksvæðin Hún segir að gott leiksvæði kosti auðvitað nokkra fjármuni en segir það þess virði og vill að búin séu til leiksvæði sem séu „ögrandi, hvetjandi og skemmtileg og krakkarnir sæki í“. Krefjandi leiksvæði sem bjóða upp á mikla hreyfingu geti líka haft lýðheilsulegt gildi. Hún segir að það vanti meiri breidd í leik- svæði og nauðsynlegt sé að fara út fyrir rammann, stíga út úr pöntunarlistunum. Spennandi sé til dæmis að hafa leiksvæði með mismunandi þemu. Til dæmis er leiksvæði með aðgengi fyrir alla á Miklatúni með kastala sem hentar börnum sem notast við hjólastól. Annað dæmi er víkingaleikvöllur í Mosfellsbæ. „Auðvitað þurfum við að hafa staðla og það er mikilvægt að hafa þá en það þýðir ekki að leiksvæði þurfi að vera steríl,“ segir hún og út- skýrir að foreldrar þurfi að losa um sínar hömlur og ekki kvarta við leikskólakennarana þótt barnið komi skítugt heim. „Það er ekki hægt að skipuleggja drullusvæði á leikskóla- lóðunum ef foreldrarnir verða alveg brjálaðir. Þá verður það svæði bara hellulagt og börnin geta kannski hjólað á því í staðinn.“ Guðrún Birna ólst upp í sveit og hafði eins og svo margir krakkar ánægju af því að drullumalla. „Mér fannst frábært að fara í drullubúið mitt; ég átti stórt drullubú og kom haugaskítug inn en ég bara þvoði mér. Þetta var ekkert vandamál. Ég lifði þetta af,“ segir hún og hlær. Sjónarmið barnanna í ferlið Hún segir breiddina í landslagsarkitektúr vera mikla. „Ef þú horfir út þá er allt um- hverfi okkar skipulagt. Það eru landslags- arkitektar sem koma að mörgum flötum í að skipu- leggja umhverfið ásamt fleiri stéttum,“ segir hún en félag íslenskra landslags- arkitekta hefur verið starf- andi í tæp 40 ár. Á þessum tíma hefur stór hluti af verkefnum þeirra snúist um börn. Hermann Georg Gunnlaugsson, formaður FÍLA, skrif- aði í inngangi í bæklingi um sýninguna á Hönnunarmars: „Nýjasta nálgunin á síðustu misserum er að fá betra sjónarmið barnanna inn í hönnunarferlið. Sú leið er ekki auðfarin en við vonum að sjónarmið barnanna fái að njóta sín og nýir straumar dragi fram það besta í leikumhverfi barnanna okkar,“ skrifar Hermann Georg, sem vonar líka að „hags- munir leikskólabarna fái að njóta vafans í framtíðinni“. En hvernig telur Guðrún Birna að leikvellir framtíðarinnar eigi eftir að líta út? „Auðvitað þurfum við alltaf að hafa einhver leiktæki og þau eru líka krefjandi og skapandi. En ég vona líka að við fáum að fara meira í það að búa til drullukökur og geta haft náttúr- una áþreifanlega og heyrt fuglasönginn á lóð- inni. Ég vona að við stefnum í þá átt.“Hér er horfið aftur til náttúru ef svo má segja. Öðruvísi leiksvæði með steinum og stubbum. Gæsluvellirnir eru hluti af sögu borgarinnar en hér má sjá einn í Seljahverfinu á árum áður. ’ Það er ekki hægt aðskipuleggja drullu-svæði á leikskólalóð-unum ef foreldrarnir verða alveg brjálaðir. Hér má sjá skemmtilega breytingu. Fyrir var þetta veggur sem var vart til prýði eða gagns en hér til vinstri má sjá vegginn eftir að hann hefur breyst í litríkan klifurvegg, setsvæði og boltavegg. Náttúruefni, hellur og leiktæki vinna saman í einni heild. Ljósmynd/Reynir Vilhjálmsson Ljósmynd/Landmótun Ljósmynd/Landark Ljósmynd/Landark Ljósmynd/Landark 20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.