Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 VINSÆLL Zlatan Ibrahimović er réttnefnd þjóð- hetja í Svíþjóð. Hann er ekki aðeins frábær í fótbolta, líklega sá besti sem þjóðin hefur átt, heldur hefur hann líka látið til sín taka á ýmsum sviðum þjóð- félagsins. Og raunar á heimsvísu. Ibrahimović hefur til dæmis verið mjög rausnarlegur í garð þeirra sem minna mega sín. Frægt var þegar hann borgaði undir allt sænska landsliðið, skipað fötluðum knatt- spyrnumönnum, á heimsmeistaramótið í Brasilíu 2014. Nokkrir liðsfélagar hans höfðu gefið áritaðar treyjur til styrktar ferðinni. Þá varð Ibrahimović að orði: „Hvurn djöfulinn eiga menn að gera við treyj- ur? Hvað kostar ferðin?“ Svo tók hann upp veskið. Fyrir rúmu ári komst hann í heimsfréttirnar þegar hann fór úr treyjunni eftir að hafa skorað fyrir PSG gegn Caen. Kom þá í ljós að hann skartaði fimmtíu nýjum húðflúrum sem samanstóðu af nöfnum manna sem þjást af sulti víðsvegar um heiminn. Húðflúrin voru ekki varanleg en boðskapurinn komst til skila. Ibrahimović með gervihúðflúrin góðu fyrir rúmu ári. Miskunnsami Samverjinn ZLATAN IBRAHIMOVIĆ vann það einstaka afrek í vikunni að verða landsmeistari í knattspyrnu í þrettánda sinn á aðeins fimmtán árum. Sænski landsliðsmaðurinn vann þá sinn fjórða meistaratitil á jafnmörgum árum, með Paris Saint-Germain í Frakklandi. Ævintýrið hófst í Hollandi, þar sem Ibrahimović vann sína fyrstu meistaratitla á ferlinum með Ajax, 2002 og 2004. Þaðan lá leið hans til Ítalíu, þar sem Ibrahimović varð meistari fimm ár í röð, fyrst með Juventus og síðan Internazionale. Því skal þó til haga haldið að báðir titlar voru síðar hrifsaðir af Juventus vegna Calciopoli-hneykslisins, sem snerist um það að forsvarsmenn Juventus og fleiri félaga voru handsamaðir af lögreglu fyrir að hafa haft áhrif á val dómara vegna leikja. Veturinn 2009-10 lék Ibrahimović með Barcelona og varð vitaskuld spænskur meistari. Líkaði þó vistin illa enda lenti hann snemma upp á kant við knattspyrnustjóra liðsins, Pep Guard- iola, og hefur sent honum ófáar pillurnar síðan. Í upphafi vetrar 2010-11 sneri hann aftur til Ítalíu og lenti nú í rauða helm- ingi Mílanóborgar, hjá AC Milan. Bætti við sig ein- um titli þar um vorið en árið 2012 gerðust þau und- ur og stórmerki að Ibrahimović varð ekki landsmeistari. Enda var hann fljótur að finna sér nýjan vinnuveitanda, Paris Saint-Germain. Hugsar sér til hreyfings Eftir fjögur ár í París er orðrómur á kreiki þess efnis að Ibrahimović hugsi sér til hreyfings. Það yrði þá til annars lands. Aldurs hans vegna, en kappinn verður 35 ára í haust, eru Bandaríkin og Kína – stórveldi í öllum skilningi nema knattspyrnu- legum – nefnd í því sambandi. England er einnig sagt koma til greina og jafnvel Þýskaland, en þar á Ibrahimović ennþá eftir að drepa niður fæti. Í Bún- deslígunni myndi Ibrahimović án efa fúlsa við öllum liðum nema Bayern München en erfiðara er að átta sig á því hvaða félag hann myndi velja í Englandi, en fá þeirra myndu líklega afþakka þjónustu hans í ljósi sögunnar. Á tímum þegar allir eru kallaðir meistarar er nefnilega til maður sem á þá virðulegu nafnbót raunverulega skilið. Hann heitir Zlatan Ibrahimović. orri@mbl.is ÆVI Zlatan Ibrahimović fæddist í Malmö 3. október 1981. For- eldrar hans voru innflytjendur frá gömlu Júgóslavíu og ólst Ibra- himović upp við nauman kost og nánast á jaðri samfélagsins í Rosengård-hverfinu. Hann á tvö alsystkini og þrjú hálfsystkini en foreldrar hans skildu þegar hann var tveggja ára. Ibrahimović hefur lýst því að honum hafi fundist hann landlaus í æsku, hvorki til- heyra Króatíu, Bosníu né Svíþjóð. Sambýliskona hans er Helena Se- ger og eiga þau tvo syni. Max- imilian, níu ára, og Vincent átta ára. Landlaus í æsku Ibrahimović á hér í höggi við Grétar Rafn Steinsson í landsleik Svía og Íslend- inga. Hann verður í eldlínunni með Svíum á Evrópumeistaramótinu í sumar. AP FERILL Svo virðist sem Zlatan Ibrahimo- vić verði bara betri með aldrinum. Þannig rauf hann þrjátíu-marka múrinn á einu tímabili fyrst þrítugur að aldri, með AC Mil- an. Hefur haldið sig við það síðan; gert 35 mörk að meðaltali á tímabili hjá PSG. 41 mark gerði hann veturinn 2013-14 og er þegar kominn með 35 mörk í vetur – og mars er rétt hálfnaður. Og það í aðeins 38 leikjum. Sannarlega frábær árangur en ein- hver gæti þó bent á, að franska deildin sé ekki jafnsterk og sú ítalska eða spænska. Sama á við um sænska landsliðið; meira en helming marka sinna fyrir það hefur Ibrahimović gert eftir þrítugt, 34 af 62. Hann jafnaði met sitt yfir eitt alman- aksár á síðasta ári þegar hann kom tuðrunni 11 sinnum í netið með landsliðinu. Alls hefur Ibrahimović leikið 111 landsleiki fyrir Svíþjóð. Ibrahimović fagnar marki á Internazionale- árunum ásamt Luis gamla Figo. Reuters Skorað mest eftir þrítugt Meistari Zlatan AFP Ibrahimović fagnar enn einu markinu. ’Á tímum þegar allir eru kallaðirmeistarar er nefnilega til maður semá þá virðulegu nafnbót raunverulegaskilið. Hann heitir Zlatan Ibrahimović. Zlatan Ibrahimović leikur listir sínar með Paris Saint-Germain. Mangójógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt! • Engin aukefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Ánmanngerðra transfitusýra • Lífrænn hrásykur Biobú ehf – s. 587 4500 – biobu@biobu.is – biobu.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.