Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 47
20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur fjallar í erindi í Iðnó á laugardag kl. 14, í afmælisdagskrá Alþýðuflokksins, um Þorstein Erlingsson skáld sem í ljóðum sínum hvatti verkamenn til dáða. Rannver H. Hann- esson forvörður og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Lista- safns Reykjavík- ur, segja á sunnu- dag kl. 15 frá hinni miklu veggmynd Jó- hannesar Kjarval, Lífs- hlaupinu, á Kjar- valsstöðum. Tíu skáld koma fram í ljóðapartíi Samtaka ungra skálda á Gauknum í Tryggvagötu kl. 20 á laugardags- kvöld. Meðal skáldanna eru Krist- ín Svava Tómasdóttir, Jón Örn Loðmfjörð og Soffía Bjarnadóttir. Lisfræðingurinn Jón Proppé mun á sunnudag kl. 15 leiða gesti um safneignarsýninguna „Blint stefnu- mót“ í Gerðarsafni. Hann fjallar um það hvernig listaverk talast við þótt kynslóðir skilji skapara þeirra að. Eftir lokasýningu á Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur, í Tjarnarbíói á laugardagskvöld kl. 20.30, verða umræður um orð- ræðu Íslendinga um flóttamenn. Marta Nordal leikstjóri stjórnar. Forsendur valsins voru að velja saman ólík verk eftir ólíka lista- menn,“ segir Hlynur Hallsson sýn- ingarstjóri um sýninguna Fólk sem verður opnuð í Listasafninu á Ak- ureyri í dag, laugardag, klukkan 15. Á sýningunni gefur að líta verk eftir sjö listamenn sem Hlynur segir að eigi sameiginlegt að vinna með ljós- myndamiðilinn þótt viðfangsefnið, fólk, sé í sumum tilfellum ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þeg- ar hugsað er um verk þeirra. Lista- mennirnir eru Barbara Probst, Hall- gerður Hallgrímsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hrefna Harðardóttir, Hörður Geirsson, Ine Lamers og Wolfgang Tillmans. „Útgangspunkturinn var þetta orð, fólk, og mig langaði að birta mjög fjölbreytilegt val,“ segir Hlyn- ur. „Til að mynda dettur manni alls ekki í hug að tengja verk Hrafnkels við fólk en við sýnum myndir hans af litríkum sjóstökkum, á meðan aðrir listamannanna tengjast strax við myndir af fólki. Hér má sjá allt frá portrett- myndum, eins og til að mynda má sjá í myndum Harðar sem stillir fólki upp í gömlum klæðum og myndar með 19. aldar tækni yfir í myndir Hallgerðar en á vissan hátt er himinn og haf á milli þeirra. Ég sóttist eftir þessum fjölbreytileika og þá á ég líka við í framsetningunni en hún er ekki síður fjölbreytileg.“ Hann nefnir sem dæmi að eftir Ine Lamers er sýnd 45 mínútna kvik- mynd, auk ljósmynda úr sama kvik- myndasetti, ljósmyndir Harðar eru lítil hefðbundin prent, verk Hrafn- kels stór og glansandi en verk Hall- gerðar eru veggspjöld sem þekja vegg, sett upp með veggfóðurslími. Íkynningartexta segir að nú á dögum sjálfsmynda hafi portrett- myndir öðlast nýja merkingu og hér gefur að líta fólk í ólíkum aðstæðum séð með augum ólíkra listamanna. Þannig sýnir Probst þrettán myndir teknar á sama sekúndubrotinu, Hallgerður myndar ungt fólk í dag- renningu á björtum sumarmorgnum og Wolfgang Tillmans sem er víð- kunnur í myndlistar- og tískugeir- anum, tekur myndir af fólki í jarð- lestum í London. Sýningarstjórinn Hlynur Hallsson ræðir við listakonurnar Ina Lamers frá Hollandi og Hrefnu Harðardóttur en sjá má verk eftir hana við vegginn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Ólík verk eftir ólíka listamenn“ Á sýningunni Fólk í Listasafninu á Akureyri gefur að líta verk sjö samtímalistamanna, íslenskra og erlendra, sem eiga sameiginlegt að vinna með ljósmyndamiðilinn en á afskaplega ólíkan hátt. MÆLT MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.