Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 40
TÆKNI 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 Svangt fólk í Nýja-Sjálandi, sem hefur látið það eftir sér að panta pitsu, má eiga von á því að róbot afhendi pitsuna, að minnsta kosti ef það hefur pantað hjá Domino’s. Ríkisstjórn landsins styður verkefnið en fyrsti róbótinn hefur verið framleiddur. Ró- botinn er á fjórum hjólum og getur haldið allt að tíu pitsum heitum í einu. Róbot afhendir pitsuna Þegar örgjörvar frá Intel eru annarsvegar þekkja flestir eflaust IntelCore i3, i5 eða i7 örgjörva enda eru þeir í velflestum far- og borðtölvum. Intel framleiðir þó fleiri gerðir örgjörva fyrir annars konar tölvur, til að mynda þær sem gera sérlega miklar kröfur um afköst eins og skráaþjóna og vinnustöðv- ar og líka fyrir tæki sem eru með mjög einföld stýrikerfi eins og sjálfvirknibúnað ýmiskonar og þjarka. Undanfarna áratugi hefur Intel framleitt örgjörva í ýmsum af- brigðum sem fyrir- tækið kallar Xeon og algengt að sjá þá not- aða í ofurtölvum. Xeon-örgjörvar hafa líka stundum verið notaðir í borðtölvum af öflugri gerðinni, en mikil tíðindi að HP hefur sett á markað fartölvu með Xeon-örgjörva. Kosturinn við að nota Xeon-örgjörva frekar en Core- örgjörvana er að hægt er að nota fleiri örgjörva samtímis, þeir geta keyrt fleiri kjarna og svo styðja þeir svokallað ECC-minni, en það er minni með innbyggða leiðréttingu og eðlilega eftirsóknarvert í vísindavinnu eða fjármálaútreikn- ingum. Slíkir örgjörvar henta og vel í þrívíddarvinnu eða vinnslu á umfangsmiklum og flóknum útreikningum. Lykil- atriði er þó að Xeon-örgjörvar eru aðallega ætlaðir í vélar sem eru í gangi allan sólarhringinn allt árið. Síðasta haust kynnti Intel nýja gerð Xeon-örgjörva, E3- 1500M, sem byggist á Skylake-hönnun fyrirtækisins og eru því minni um sig en eldri gerðir, svo litlir að þeir henta bráðvel í fartölvur. Fyrstu fartölvurnar með Xeon- örgjörvum eru einmitt að líta dagsins ljós, þar framarlega í flokki HP Zbook Studio vinnustöðin sem ég fékk í hendur í vikunni, en í henni er einmitt 2,8 GHz Xeon E3-1500M v5. Það er ekki bara örgjörvinn í vélinni sem vekur eftirtekt heldur er skjástýringin líka forvitnileg, NVIDIA Quadro M1000M skjákort sem er sérsniðið fyrir HP með 4 GB minni, en alla jafna er minni í þessari gerð skjákorta 2 GB. Upplausnin á skjánum er líka óvenjumikil, 4K upplausn, eða 3840 x 2160 dílar. Minni í vélinni sem ég prófaði er 16 GB DDR4, en mest er hægt að hafa í henni 32 GB. Það er í henni SSD-diskur, 512 GB Z Turbo Drive frá HP, sem er fjórum sinnum hrað- virkara en SATA SSD og tólf sinnum hraðvirkara en hefð- bundinn harður diskur. Vélin er býsna stór um sig, enda er skjárinn 15,6" og ramminn eftir því; 375 mm x 255 mm að stærð og ekki nema 18 mm þar sem hún er þykkust. Svo er hún tvö kíló að þyngd eða þar um bil. Sitt hvorum megin við lyklaborðið eru Bang & Olufsen- hátalarar, en hljóðkerfi vélarinnar eru einmitt úr smiðju B&O. Á vélinni eru tvö Thunderbolt 3 tengi, sem nota USB-C tengin á vélinni. Með Thunderbolt-tækninni næst talsverður gagnahraði, var 10 gígabitar á sekúndu í fyrstu gerð Thun- derbolt, síðan 20 Gb á sek. í næstu gerð og svo í þeirri þriðju og nýjustu er hægt að ná 40 Gb á sek. Til sam- anburðar þá gefur USB 3.0 5 GB á sek. og USB-C 10 Gb á sek. Það er líka hægt að keyra tvo skjái og þá báða með 4K upplausn. Svo má nýta Thunderbolt-tengin með sérstöku tengiboxi og keyra á allt að fimm skjái samtímis, en slíkt box fylgir með í kassanum og bætir þá líka við fjórum USB 3.0 tengjum, auka Ethernet-tengi (það er Ethernet-tengi á vélinni), VGA-tengi, DisplayPort og tveimur Thunderbolt- tengjum, bæði 3.0 og annað með straumtengi. Þó að hún virðist vera eins og hver önnur fartölva við fyrstu sýn þá er þetta sannkallaður vinnuþjarkur, einkar hraðvirk og öflug vél. ECC-minnið skiptir miklu máli fyrir krefjandi vinnu, en það skiptir líka máli að vélin er með innbyggðan fingrafaralesara og stuðning við rafræn skilríki. Með Xeon-örgjörvanum kostar vélin 696.880 kr. Hún er líka fáanleg með 2,6 GHz Intel Core i7 6700HQ örgjörva með minni disk en svipuð öðru leyti og kostar þá 481.168 kr. Örgjörvi fyrir eilífðarvél Sala á borðtölvum hefur dregist saman en enn seljast fartölvur. Alla jafna eru þær þó ekki eins öflugar og borðvélarnar og henta því til að mynda illa til flókinna útreikninga eða þrívíddavinnslu svo dæmi séu tekin. Nema náttúrlega þær séu með Xeon-örgjörvum. ’Síðasta haust kynnti Intel nýja gerðXeon-örgjörva, E3-1500M, sem byggist áSkylake-hönnun fyrirtækisins og eru þvíminni um sig en eldri gerðir, svo litlir að þeir henta bráðvel í fartölvur. Fyrstu fartölvurnar með Xeon-örgjörvum eru einmitt að líta dagsins ljós, þar framarlega í flokki HP Zbo- ok Studio, en í henni er einmitt 2,8 GHz Xeon E3-1500M örgjörvi. Græjan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Það er kurteislegt að senda þakkarbréf eftir stórveislur, ekki síst brúðkaup. Það getur verið þreytandi að skrifa mörg kort og fjöldatölvupóstur er ópersónulegur og sömuleiðis kort sem búið er að prenta texta á. Vefsíðan ThankView.com býður uppá nýja lausn á þakkarbréfinu og hvetur fólk til að senda heldur sérsniðna mynd- bandsupptöku til gesta sinna. Hefur síðan notið nokkurra vinsælda meðal nýgiftra en eftir brúðkaup er til siðs að þakka gestum fyrir komuna og gjafirnar. Þjónustan er ekki ókeypis en Thank- View markaðssetur sig sem ódýrari en bréfapóst. Hægt er að senda fimm raf- rænar myndbandskveðjur frítt til prufu en annars er hægt að kaupa misstóra pakka, allt frá 25 myndböndum á 2.500 krónur yfir í 400 myndbönd á 22.000 krónur. Það gerir annars vegar 125 krónur á stykkið og 55 krónur á kveðju en til samanburðar kostar 170 krónur að senda bréf í A-pósti og 155 krónur í B-pósti. Þá er ótalinn kostnaður við fallegt bréfsefni. Þeir sem kaupa þessa þjónustu nota símann eða tölvuna til að taka upp skila- boð fyrir hvern og einn viðtakanda. ThankView gerir notandanum síðan auð- velt fyrir að búa til fallegt myndband úr kveðjunni og ekki þarf kunnáttu eða forrit til að klippa efni til að nota þjónustuna. Þetta er kannski ekki fyrir alla en hljómar eins og góð viðbót við þessa flóru. VEFSÍÐAN THANKVIEW.COM Þakkarkveðja í myndbandsformi ThankView gerir notandanum auðvelt fyrir að búa til fallegt myndband úr kveðjunni og ekki þarf kunnáttu eða forrit til að klippa efni til að nota þjónustuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.