Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 32
HEILSA Þyngri mæður eignast þyngri börn. Þetta er niðurstaða nýrrar breskr-ar rannsóknar. Of hár blóðþrýstingur þýðir á hinn bóginn, samkvæmt sömu rannsókn, að börnin verða smærri. Þung móðir: þungt barn 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 Eitt af því sem kom mér á óvart varhversu stór hópur horfir á klám í gegn-um netið í síma eða um 40% svarenda. Með tæknivæðingunni er netið orðið aðgengi- legt næstum hvar sem er og með því aðgengi að klámi mun greiðara. Ég skoðaði heimildir sem sýndu að ungmenni hefðu séð klám allt niður í 5 ára aldur og fannst mér því áhuga- vert að fá niðurstöður í rannsókninni sem styðja það, en þátttakendur greindu frá að hafa séð klám í fyrsta skipti um 5 ára aldur,“ segir Ástrós Erla Benediktsdóttir um helstu niðurstöðu meistararitgerðar sinnar í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands sem nefnist Kynhegðun, kynheilbrigði og klámáhorf fram- haldsskólanema. Í ritgerðinni var lagður spurningalisti fyrir tæplega fjögur hundruð nemendur í fimm framhaldsskólum á landinu til að kanna kyn- hegðun, kynheilbrigði og klámáhorf fram- haldsskólanema á landinu og var kynjahlutfall svarenda nokkuð jafnt. Þátttakendur voru á aldrinum 18 til 50 en stærsti hlutinn var 18 og 19 ára. Í ritgerðinni kom fram að mikill meirihluti þátttakenda hafði séð klám. Áhorf kláms var nokkuð misjafnt eftir kyni en niðurstöður sýndu að karlar horfðu meira og oftar á klám en konur. Einnig sýndu niðurstöður að með- alaldur þátttakenda er þeir sáu klám í fyrsta skipti var 13 ár. Karlar voru yngri þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti og voru þeir flestir um 12 og 13 ára en konur um 15 og 16 ára. Þegar tilfinningar þátttakenda til kláms voru skoð- aðar kom í ljós að fleiri höfðu jákvæðar tilfinn- ingar fremur en neikvæðar í garð kláms og voru karlar þar í meirihluta. Hún bendir á að ekki hafa verið gerðar margar íslenskar rannsóknir um klámáhorf ungmenna og að frekar sé lögð áhersla á að skoða og ræða um kynhegðun og kynheil- brigði. Hún telur að það þyrfti að gera fleiri og stærri rannsóknir á þessu sviði sem næðu til ungmenna um allt landið. „Rannsókn mín gef- ur góðar upplýsingar um ákveðinn hóp ung- menna, þá 18 og 19 ára framhaldsskólanem- endur á Suðvesturlandinu, en það er ekki hægt að alhæfa niðurstöðurnar yfir á heild- ina,“ segir Ástrós Erla. Brýnt að skoða klámneyslu ungs fólks „Þegar ég skrifaði BA-ritgerðina mína þá fannst mér vanta upplýsingar um hvernig staðan væri á Íslandi og hvernig klámneysla ungs fólks væri,“ segir Ástrós Erla, spurð út í áhugann á efninu en BA-ritgerð hennar nefn- ist Útbreiðsla kláms og hugsanleg áhrif þess – Er þörf á aukinni fræðslu? Hún hélt áfram með efnið í meistararitgerð sinni enda telur hún umfjöllunarefnið brýnt. „Mér finnst mik- ilvægt að skoða þetta, safna gögnum til að sjá hvernig staðan er svo það sé hægt að efla og bæta umfjöllun í samfélaginu um þessa þætti og fræðslu í skólum. Í spurningakönnuninni var meðal annars spurt hvort einstaklingar hefðu horft á klám. Af 366 einstaklingum sem svöruðu spurning- unni voru 86,1% sem svöruðu játandi og 13,9% svöruðu neitandi. Hlutfall karla sem svöruðu játandi var 98,9% og hlutfall kvenna 72,9%. Þessi niðurstaða er svipuð og rannsókn sem var gerð hér á landi um 2005 nema að því leyti að færri konur sögðust hafa séð klám í þessari rannsókn. Þátttakendur voru einnig spurðir út í kyn- hegðun sína. Þar kom fram að mikill meiri- hluti, eða 93,2%, hafði stundað sjálfsfróun, 81,6% verið fróað af öðrum og 78% fróað öðr- um. 80,2% svarenda höfðu stundað samfarir, 79% fengið munnmök og 77% veitt munnmök. Að sögn Ástrósar kom henni nokkuð á óvart að 30% svarenda höfðu stundað endaþarms- mök og um 12% stundað kynlíf með fleiri en einum aðila í einu. Þátttakendur voru einnig spurðir um viðhorf til skyndikynna, þar sögð- ust um 40% fara heim með manneskju í fyrsta skipti ef þeim liði vel í návist hennar og um 55% höfðu stundað kynlíf með manneskju sem þau voru ekki hrifin af. Einnig kom fram að 11% þátttakenda höfðu haldið framhjá og um 22% hafði verið haldið framhjá og voru þar konur í báðum tilfellum í meirihluta. Til að skoða kynheilbrigði þátttakenda var t.d. notast við spurningar sem mældu sjálfsálit og notkun smokka. Ánægja einstaklinga með líkama sinn var meðal annars skoðuð og kom í ljós að meirihluti svarenda var með góða lík- amsímynd. Munur var milli kynja og sá munur sýndi að marktækt fleiri karlmenn eru ánægð- ari með líkama sinn en konur. Um 50% þátt- takenda sögðust ekki alltaf nota smokk við samfarir. Kynfræðsla af skornum skammti Ástrós Erla segir kynfræðslu vera af skornum skammti í grunn- og framhaldsskólum lands- ins en samkvæmt aðalnámsskrá skólanna er hvergi kveðið á um kynfræðslu sem skyldufag. „Að mínu mati er mikilvægt að efla fræðslu á þessum efnum, í skólum, frá foreldrum og þjóðfélaginu í heild sinni. Fyrri rannsóknir sem ég vitnaði meðal annars í í BA-ritgerð minni hafa sýnt að klám getur haft áhrif á ýmsa þætti í lífi fólks og er því mikilvægt að reynt sé að sporna við slæmum áhrifum með fræðslu og öðru uppbyggilegu efni,“ segir Ást- rós Erla. Einnig bendir hún á að það sé mik- ilvægt að ungmenni sem eru enn að móta kyn- veru sína fái fræðslu meðal annars um þann mun sem er á raunverulegu kynlífi og kynlífi sem kemur fram í stórum hluta kláms sem hægt er að nálgast með mjög auðveldum hætti á netinu. Í þessu samhengi vísar hún til út- breiðslu kláms en nú eru tónlistarmyndbönd, kvikmyndir, sjónvarpsþættir og fleira oft mjög litað af klámi. Fræðslan ætti að hjálpa ungmennum til að móta heilbrigð samskipta- mynstur og sjálfsmynd og með því kynvitund og kynhegðun. Setja í stefnumótun skólanna Til að efla kynfræðslu í skólum þá bindur hún vonir við að fræðslan verði sett inn í stefnu- mótun skólanna. Hún vísar til þess að í Aðal- námsskrá grunn- og framhaldsskólanna er áhersla lögð á heilbrigði en hvergi minnst á kynheilbrigði og kynfræðslu í því samhengi. Það má hins vegar ekki skilja orð hennar sem svo að ekkert sé að gert í þessari fræðslu held- ur einungis að efla þurfi hana. „Í sumum skól- um sjá utanaðkomandi aðilar um fræðsluna, t.d. er forvarnarstarf læknanema sem kallast Ástráður og kynfræðingurinn Sigríður Dögg [Arnardóttir]. Einnig er mikið af fræðslu- samtökum sem hafa komið upp heimasíðum eins og Áttavitinn og unglingavefurinn 6-H svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ástrós Erla. Morgunblaðið/Eggert ’ Það er mikilvægt að ung-menni sem eru enn að mótakynveru sína fái fræðslu meðalannars um þann mun sem er á raunverulegu kynlífi og kynlífi sem kemur fram í stórum hluta kláms sem hægt er að nálgast með mjög auðveldum hætti á netinu. Stór hópur horfir á klám í gegnum netið í síma. Þetta er meðal þess sem kom fram í meistararitgerð Ástrósar Erlu Benediktsdóttur í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands sem nefnist Kynhegðun, kynheilbrigði og klámáhorf framhaldsskólanema. Hún telur brýnt að efla kynfræðslu í skólum. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Rannsókn mín gefur góðar upplýsingar um ákveðinn hóp ungmenna, þá 18 og 19 ára framhaldsskólanemendur á Suðvesturlandinu,“ segir Ást- rós Erla Benediktsdóttir um meistararitgerð sína. Klámið að- gengilegra í snjalltækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.