Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 22
É g er leiðtogi flokksins Hið norræna ríki,“ sagði dæmdur hryðju- verkamaðurinn við dómarann Helen And- enæs Sekulic þegar einkamál hans gegn norska ríkinu var tekið fyrir í vikunni, og hann beðinn um að gera grein fyrir sér. Hann höfðar mál gegn Noregi fyrir brot á Mannrétt- indsáttmála Evrópu, nánar tiltekið grein 3 – Enginn maður skal sæta pyndingum eða „ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu“ og grein 8 – um rétt sérhvers manns til „friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta“. Aldrei barnaleg trúgirni Júlí 2011. „Svar okkar er meira lýð- ræði, meira gagnsæi og meiri mannúð.“ Rödd Jens Stoltenberg var til- finningaþrungin. Kirkjan full upp í rjáfur. Úti fyrir var blómahaf: rós- ir, liljur, gleym-mér-eiar. Ósló var í áfalli, Noregur í sorgarbúningi. Tveimur dögum áður hafði bíl- sprengja sprungið fyrir utan skrif- stofu hans í miðborg Ósló og átta látist, og þegar þarna var komið sögu aðeins búið að bera kennsl á fáein fórnarlambanna ungu í sum- arbúðunum í Útey, meðlima ung- liðahreyfingar Verkamannaflokks- ins, vinstri flokks Stoltenbergs. Flestra var enn bara „saknað“. Fjöldi látinna fór á endanum upp í 77, helmingur þeirra hafði ekki náð 18 ára aldri. Forsætisráðherrann bætti við: „En aldrei barnaleg trú- girni.“ Mars 2016. Vor er í lofti. Snjóinn hefur nýlega tekið upp af leiðum í suðurhluta landsins, grænir sprotar túlípana farnir að gægjast upp úr moldinni, en grafir norðan við heimskautsbaug enn á kafi í snjó, enn er langt í stutt en snarpt sum- arið norður þar. Foreldrarnir hafa liðið vítis- kvalir. Að missa barn er mestur hugsanlegur harmur, segja sál- fræðingar. Það er andstætt lög- málum náttúrunnar að lifa son sinn, að sjá dóttur sína ekki vaxa úr grasi. Sumir foreldrar hugleiddu að lögsækja ríkið fyrir að vernda ekki börnin þeirra 11. júlí 2011, fyrir það hve hneykslanlega seint lögreglan brást við, vegna þess að lögreglu- menn höfðu sig ekki í frammi með- an á skothríðinni stóð í Útey, töldu skotin, en brugðust of seint við, fyr- ir að átta sig ekki á því að hér var um hryðjuverk að ræða – fyrir öll þau mistök sem urðu þess valdandi að hryðjuverkamaðurinn gat at- hafnað sig í hálfa aðra klukkstund á eynni áður en sérsveitir stöðvuðu hann. En foreldrarnir höfðu ekki styrk vegna þess að sorgin er erfið. Þeir voru harmi slegnir. Þeir voru and- vaka. Sumum fannst þeir nálægt sturlun eftir að hafa misst einka- barnið. Enginn lögsótti ríkið – þar til hann gerði það. Morðinginn. Nærri fimm árum síðar hefur hann lögsótt sama ríki og hann réðst gegn. Hann fer fram á meira lýðræði, meira gagnsæi og meiri mannúð. Sjálfum sér til handa. Á sama tíma og snjóskafl bráðnar á leiði víðs vegar í Noregi, þetta fimmta vor, varpar sólin geislum sínum inn í íþróttasal Telemark ör- yggisfangelsisins í Skien, tveggja klukkustunda ferð suður af Ósló, þar sem dómsmálið er tekið fyrir. Geislarnir tróðu sér gegnum mintu- grá gluggatjöldin, eftir rimlunum og skullu á körfuboltanetinu, áður en þeir lýstu upp náfölt andlit. Hann hefur beðið skaða af ein- angruninni, samkvæmt kvörtun til fangelsisyfirvalda. Aðstæður í fangelsinu eru ómannúðlegar og niðurlægjandi, segir lögmaður hans. Ólæknandi Hann hægði á sér og horfði yfir fólkið í salnum, fulltrúa fjölmiðla heimsins, nokkra embættismenn. Hann litaðist um, forvitnum augum, til að átta sig á hverjir þetta væru, hverjir horfðu á hann. Hann brosti. Hann hafði skrifað mörgum þess- ara blaðamanna, bréf, jólakort. Sum bréfin höfðu birst, stundum var vitnað í þau en oftast ekki, þau voru varðveitt í skúffum eða staf- rænum hirslum. Kveðjan var fölsk, en skilaboðin hatursfull, að hann væri enn í vígahug. Þennan morgun í íþróttasal Tele- mark-fangelsisins, beið Anders Breivik þess spenntur að hand- járnin yrðu fjarlægð. Frammi fyrir almenningi lyfti hann hægri hend- inni og heilsaði að nasistasið. Smellir heyrðust í myndavélum, lögfræðingarnir hans tveir litu und- an, annar saup órólegur á vatni, hinn hagræddi pappírum sínum. Anders Behring Breivik sást síð- ast opinberlega 24. ágúst 2012, þeg- ar úrskurður dómara var lesinn upp fyrir hann – hámarksrefsing fyrir hryðjuverkið – 21 ár með mögulegri framlengingu þar til dauðinn vitjaði hans, ef hann þætti enn hættulegur samfélaginu. Hann var fundinn sek- ur um morðin, en væri ekki brjál- æðingur að mati dómstólsins. Eina greiningin var sú að hann væri með persónuleikabrenglun vegna sjálfsástar, en ekki væri þörf á meðferð, öllu heldur væri sjúk- dómurinn ólæknandi – rang- hugmyndirnar væru af pólitískum toga. Hann teldi sig bjargvætt Evr- ópu, píslarvott sem fórnaði eigin lífi og frelsi í þágu allra sannra Aría í því skyni að bjarga hinu norræna kyni. Hann pirraðist fljótlega vegna fórnarinnar. Kvartaði ítrekað. Hann fékk höfuðverk vegna ein- angrunar, varð stundum daufur í dálkinn. Hann langaði í tölvu. Play- station-3. Ómanneskjulegar aðstæðurnar eru þessar: þrír fangaklefar, 8 fer- metrar hver, rúm, borð og ritvél, mjúkur stóll með fótaskemli, sjón- varp, bækur, dvd-spilari, play- station, xbox, hlaupabretti, æfinga- hjól og fjölþjálfi. En, því miður, hann er einangraður. Hann fær höfuðverkjaköst. Hann er einmana. Hann vill hafa samskipti við aðra fanga, en fyrst og fremst vill hann vopn til að halda baráttunni áfram. Einangrunin, hefðbundin í ör- yggisfangelsi sem þessu, er megin- atriðið í málsókninni gegn ríkinu. Hann fer fram á heimsóknir, bréf og símtöl en ekki hvaða heimsóknir, bréf og símtöl sem er. Eins og lög- fræðingur hans, Øystein Storrvik, tók til orða á fyrsta degi í dómsaln- um: „Þeir sem vilja hitta Breivik, fá ekki leyfi hans til þess, en þá, sem fá leyfi til að koma, kærir Breivik sig ekki um að hitta.“ Breivik vill hvorki hitta fjölskyldu, ættingja né gamla vini. Það eru gestir sem „skipta engu máli“. Skömmu áður en móðir hans lést tjáði hann yfir- mönnum fangelsisins að óvíst væri hvort hann vildi hitta hana framar, þar sem hún væri ekki jafn stolt af honum og henni bæri. Þegar faðir hans óskaði eftir að hitta hann, setti sonurinn það skil- yrði að gamli maðurinn gerðist meðlimur Hins norræna ríkis. Faðirinn hafnaði því. Snérist til nasisma Að móður hans undanskilinni hefur enginn, sem þekkti Breivik áður en hann framdi hryðjuverkin, farið fram á að hitta hann. Breivik sagði í dómssalnum í vikunni að „eini rétt- ur minn sem hefur einhvern tilgang er rétturinn til að eiga þjóðernis- lega jafnaðarmenn að vinum og þjóðernislegan jafnaðarmann fyrir maka, allt annað er tilgangslaust“. Hann kvaðst hafa þörf fyrir að velja sér vini og maka úr hópi fólks sem hefði sömu gildi og hann sjálfur. Hver eru þessi gildi? Kveðja hans við upphaf dómsmálsins gaf vísbendingu um það. Breivik hefur lítillega breytt póli- tískum boðskap sínum frá 2011, frá því hann sagðist anti-jíhadisti sem vildi losa Evrópu við alla múslima, til rakins fasisma 2016. Eins og hann sagði í dómssalnum – hann hefði snúist til nasisma. Hann vill koma á fót neti Aría, byggðu á nas- isma og kveðst eiga fylgismenn um gjörvalla Evrópu. Hugmyndafræðilega ráðvilltur, en hann er einnig skynsamur og hagar seglum eftir vindi. Í stefnu- yfirlýsingu sína skeytti hann texta manna eins og Abrahams Lincoln og Adolfs Hitler, en einnig frá eigin hetjum, Pamela Geller og Robert Spencer, hugmyndafræðingum am- erískra anti-jihadista, sem síðar höfnuðu honum og vildu ekkert með hann hafa. Honum barst hins vegar stuðningur frá öfga-hægri- mönnum í Rússlandi og Austur- Evrópu. Það eru hinir nýju félagar hans, þeir sem hann vill gjarnan fá í heimsókn. Um 4000 bréf hafa streymt til og frá fangaklefa hans á síðustu fjórum árum, með viðkomu í ritskoðunardeild fangelsisins, skv. því sem Adele Matheson Mestad frá skrifstofu ríkissaksóknara greindi dómaranum frá. Breivik berst fyrir réttinum til friðhelgi einkalífs og bréfaskrifta, sem varin er í 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu, en lögfræðingurinn ungi svaraði því til að ekki væri um að ræða persónuleg bréf, þau féllu í annan flokk: sam- skipti við dæmda öfgahægrimenn og öfgafulla glæpamenn, bréf til yfir- lýstra nasista og fylgismanna þar sem hann fyrirskipaði hvernig breiða skyldi út boðskap hans á bloggi og í samfélagsmiðlum. Í því skyni að koma í veg fyrir að glæpir séu skipulagðir og framdir, séu öll þessi bréf vandlega lesin af fangels- isyfirvöldum. Samt sem áður berst honum megnið af þessum bréfum, einungis nokkur hafa yfirvöld gert upptæk en aftur á móti hafa um 600 bréf á útleið verið ritskoðuð. Sér- staklega eru það rússnesku bréfin, gjarnan tuttugu til þrjátíu síður, sem reynast kerfinu erfið því sam- kvæmt lagabókstafnum verða norsk fangelsismálayfirvöld að þýða þau og lesa, áður en þau eru afhent Brei- vik, eða ekki. Flestir sem hlýða vilja á boðskap Breiviks eru í Rússlandi en þar er nú að finna samtök ofbeldisfyllstu öfgahægrimanna Evrópu, þar á meðal nokkra af helstu opinberu stuðningsmönnum Breiviks. „Í þeirra hópi kann að leynast nýr Breivik,“ sagði Mestad lögmaður. Ólíft innan múranna Allt sitt líf svipaðist Anders Behring Breivik um eftir sinni klíku, gengi, sess sem honum hentaði. Það mis- tókst hvað eftir annað, honum var hafnað sem barni, sem unglingi, sem veggjakrotara, tölvuleikjaspilara, kaupsýslumanni, sem hægrimanni í pólitík, jafnvel sem anti-jihadista. Nú telur hann sig enn á ný hafa fundið sinn flokk en nær, illu heilli, ekki til hans, og „ólíft“ sé orðið inn- an fangelsismúranna. (Hann sagði það sama um lífið í Noregi almennt áður en hann framdi glæpina, líkti því við fangelsisvist. Hélt því þá fram að engu máli skipti þótt hann yrði settur á bak við lás og slá, því Noregur væri fangelsi. Þar væri ekki tjáningarfrelsi fyrir hans líka, hann yrði að drepa til að hans rödd heyrðist, sagði hann.) Þegar hann var hins vegar beðinn Sjálfsdýrkandi á sviði Raunsær. Hentistefnumaður. Hættulegur. Lævís. Raunverulegur geðsjúklingur. Á þennan hátt eru lýsingar fangelsis- sálfræðinga á norska fjöldamorðingjanum og öfgahægri hryðjuverkamanninum, Anders Breivik. Fjarri því virðist, eftir viku í dómsal, að hann hafi beðið sálfræðilegan skaða af einangrun í fangelsinu. Þvert á móti er hann vel stemmdur og tilbúinn að berjast. Nýtt stríð skal háð með vopnum réttarríkisins – hann byrjaði á því að fara í mál við Noreg. ’Hann er lygari, svikari, gæddur leikrænum hæfi-leikum, framsetning hans er ýkt, það er ekkert sam-viskubit, engin iðrun, engin samúð. Stríði Anders Breivik er ólokið Blaðamaður Åsne Seierstad Mál norska hryðjuverkamannsins Anders Brevik gegn norska ríkinu var tekið fyrir í vikunni í íþróttasal Telemark öryggisfangelsisins í Skien. Blaðamaðurinn og rithöfund- urinn Åsne Seierstad fylgdist með. Á íslensku hafa komið út eftir hana bækurnar Bók- salinn í Kabúl, 101 dagur í Bagdad og nú nýverið Einn af okkur, þar sem hún segir sögu Breiviks. Í DÓMSAL 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.