Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 23
Anders Behring Breivik heilsar að hætti nasista við réttarhaldið í Skien- fangelsinu í vikunni. AFP í þessari viku að lýsa því í smáat- riðum hvernig hann teldi sig hafa skaddast á einangruninni, hugsaði hann sig um. Stundum fengi hann höfuðverk, sagði hann. Eitthvað fleira? spurði lögfræð- ingur hans og vildi fá betri dæmi. Þunglyndi jafnvel? Tja, þá hélt Anders Breivik því fram að hann væri orðinn svo heilaskemmdur vegna einangrunar að hann væri farinn að hafa gaman af gömlum raunveruleikaþáttum, Paradise Hotel. Hann sagði fangelsisyfirvöld stunda að hrella sig með smámun- um. Nefndi plasthnífapör, pappa- mál, stundum væri kaffið kalt. Mat- urinn væri ekki fyrir fólk eins og hann, staðhæfði Breivik. „Fyrir fólk úr vesturhluta Óslóar“ væri kjötið, fiskurinn og kartöflurnar eða hrísgrjónin sem hann fengi „verri en vatnspyntingar“. Stund- um fengi hann meira að segja sams- konar mat tvo daga í röð. Og einu sinni, þegar hann hóaði í verðina til að hleypa sér út úr æfingaklef- anum, hefði hann þurft að bíða í hvorki meira né minna en tuttugu mínútur. Eins og ef herbergisþjón- ustan bregst of seint við á lúxushót- eli, varð einum blaðamanninum að orði. Það sem bar Breivik verst vitni í vikunni var hann sjálfur. Með nas- istakveðjunni, vælinu yfir mis- þyrmingum og að Noregur vildi helst að hann tæki eigið líf – kom hann fyrir eins og maður sem eng- inn tekur alvarlega. En samt, af- káralegur þarf ekki að merkja að hann sé ekki hættulegur. Hann þarf ekki að vera breyttur maður þó að hann sé fáránlegur. Ástæða þess að hann er hafður í einangrun, undir ströngu eftirliti, í rammgirtu ör- yggisfangelsi, er sú að hann reynd- ist fær um að fremja sérstaklega alvarlega glæpi, vegna þess að hann er skipulagður og skynsamur, fær um að halda leyndum vand- virknislegum undirbúningi glæp- anna. Í réttarhöldunum 2012 sagði hann hið eina sem hann sæi eftir vera að hafa ekki drepið fleiri. Hann hefur haldið því fram að verkinu sé ekki lokið. Nú segir hann að ofbeldið sé að baki. Úr vitnastúkunni í Telemark- fangelsinu líkti hann sjálfum sér við Nelson Mandela. „Hann byrjaði sem hryðjuverkamaður, hann skip- aði fyrir um aðgerðir, ég fram- kvæmdi þær sjálfur. Mandela snér- ist í fangelsi, hann kaus að beita friðsamlegum aðferðum. Ég hef líka snúist,“ sagði hann og fór þess á leit að fá leyfi til að stofna eigin stjórnamálaflokk. „Ríkið verður að gera sér grein fyrir því að ég vil halda áfram að lifa,“ sagði hann. Það var eins og að heyra lítinn dreng segja: Ég lofa að vera góður. „Það eru engin merki um iðrun,“ sagði Marius Emberland, fulltrúi ríkissaksóknara. „Af honum stafar enn mjög mikil ógn.“ Af þeirri ástæðu hefði Noregur ekki brotið gegn neinum sáttmála um mann- réttindi, sagði hann. Engin iðrun, engin samúð Málflutningur vikunnar, þegar reyndi á mannúð Noregs og rétt- arríkið, hefði getað haft önnur áhrif en þau sem hinn dæmdi hryðju- verkamaður hafði vonast eftir. Meðferðin á honum er ekki of ströng, að mati margra Norð- manna, linkindin þvert á móti of mikil ef eitthvað er. Norðmenn hafa komist að því í þessari viku hvernig Breivik, með kvörtunum sínum og sífri, bréfum og rausi, dregur máttinn úr fang- elsiskerfinu þannig að minna ráð- rúm er en ella til að sinna mjög veikum föngum. Randi Rosenqvist, sem mest allra sálfræðinga fangels- isins hefur rannsakað Breivik, kall- aði hann forréttindafanga. Aðrir hefðu það mun verra en enginn tæki þeirra málstað þar sem allir einblíndu á uppblásið sjálf Breiviks. Niðurstaða hennar var óvægin. Breivik hefði höfðað mál gegn rík- inu til að komast aftur í sviðsljósið. „Hann passar vel inn í skilgrein- ingu á illviljuðum sjálfsdýrkanda,“ sagði hún. „Hann er lygari, svikari, gæddur leikrænum hæfileikum, framsetning hans er ýkt, það er ekkert samviskubit, engin iðrun, engin samúð.“ Hún bætti við í óvin- samlegum tóni að hann hefði ekki sýnt þess nein merki að hafa skað- ast vegna ómannlegrar eða vanvirð- andi meðferðar. „Ef hann fær höf- uðverk ætti hann að fá sér töflu og vatnsglas,“ sagði þessi reyndi sál- fræðingur. Sigur samfélagsins Fólk á að finna fyrir fangelsun, eins og Marius Emberland, lögmaður ríkisins orðaði það. Samt sem áður fannst honum sjálfsagt að Breivik hefði nýtt sér þann lagalega rétt að kvarta. Það mæti hann sem sigur þess samfélags sem hryðjuverka- maðurinn vildi tortíma. Breivik hefur blekkt Norðmenn einu sinni. Meiri mannúð, sagði for- sætisráðherrann í kirkjunni eftir árásarnir. Meira umburðarlyndi og meiri einlægni. Samt sem áður, nú er ekki rétti tíminn fyrir barnalega trúgirni í Noregi. 20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Frítt verðmat Viltu vita hvað þú færð fyrir fasteignina þína ? Fasteignasala venjulega fólksins... Fagljósmyndun Traust og góð þjónusta alla leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.