Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 4
Ótrúlegt að viðbrögð séu engin Sara Mansour, formaður ung-mennaráðs UNICEF á Ís-landi, er mjög gagnrýnin á stöðu geðheilbrigðismálum ung- menna. Ráðið stóð í haust fyrir Heilabroti, átaki til þess að vekja at- hygli á úrræðaleysinu og vinna gegn fordómum en Sara segir að þrátt fyrir mjög góðar viðtökur í sam- félaginu hafi átakið engu breytt gagnvart stjórnvöldum. Heldur ekki svört skýrsla Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrir nokkrum vikum. „Þetta átak í haust fékk rosalega góðar viðtökur. Verkefnið Ég er ekki tabú, herferð gegn tabúi geð- sjúkdóma, var byltingarkennt í ís- lensku samfélagi og vakti líka at- hygli í haust; þar vorum við að viðurkenna hve alvarlegur og al- gengur vandinn er,“ segir hún. Þrotlaus vinna „Við áttum fund með heilbrigðis- málaráðherra en þá kom reyndar í ljós að hann hafði ekki séð myndina og ekki heldur fylgst með umræðum á netinu,“ segir Sara afar vonsvikin. „Okkur fannst mjög leiðinlegt, eftir að hafa lagt þrotlausa vinnu í mynd- ina í meira en heilt ár, að ráðherra hefði ekki einu sinni gefið sér tíma til að horfa á 10 mínútna mynd áður en hann hitti okkur.“ Þegar unnið var að aðgerðar- áætlun til fjögurra ára í geðheil- brigðismálum, veitti ungmennaráð UNICEF umsögn og Sara segir að lögð hafa verið fram töluverð gagn- rýni. „Því miður var ekkert tekið mark á henni. Við tókum sér- staklega fram að það vantaði heild- aryfirsýn og að gerðar yrðu kann- anir og virkilega skannað fyrir vandanum. Í geðheilbrigðisáætlun- inni er ekki fjallað sérstaklega um börn en allir vita að það er allt öðru- vísi að vera veikur sem barn en full- orðinn; veikindin eru mun meira mótandi fyrir barnið og tíminn líður öðru vísi.“ Hún nefnir að í áætluninni sé ekki tekið fram hve biðtími eftir þjónustu megi vera langur. „Hvaða tími er ásættanlegur?“ spyr hún. „Það vant- ar líka samráð við fagaðila og þá sem hafa þurft að takast á við vandann á síðustu árum. Líka að fjallað sé um börn með tvíþættan vanda, bæði andleg veikindi og einhver önnur.“ Dæmin eru fleiri, segir hún. „Við byrjuðum á seinasta ári með þetta verkefni og í haust frum- sýndum við stuttmyndina Heilabrot sem sýnd var í öllum framhalds- skólum og grunnskólum á landinu og fjallaði um strák sem fótbrotnar á fótboltaæfingu en fer í gegnum sjúkraferli eins og hann væri and- lega veikur; þarf til dæmis að bíða eftir röntgenmyndatöku jafn lengi og meðalbarn þarf að bíða eftir greiningu og þarf að bíða í eitt og hálft ár eftir aðgerð.“ Sara nefnir að í kjölfar þess sem kalla megi mótmæli ungmennaráðs- ins hafi heilbrigðisráðherra veitt nokkrar milljónir króna í Þroska- og hegðunarstöðina, þar sem biðlistar séu allt að tveimur árum. „Hægt var að ráða fleira starfsfólk og stytta biðlista en það var skamm- tímaáætlun og gildir bara í eitt ár. Í raun er ekki verið að stytta bið- listann heldur viðhalda þeim fjölda sem bíður. Það vantar lang- tímalausn.“ Alvarleg gagnrýni Sara minnir á að biðlistar á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) séu gríðarlega langir, erfitt sé að komast að hjá skólasálfræðingi og einnig sé mjög erfitt að komast að hjá sálfræðingum úti í bæ, „fyrir utan það að ekki er á hvers manns færi að borga 10 þúsund fyrir tím- ann.“ Það komu Söru gríðarlega á óvart að þegar skýrsla Ríkisendurskoð- unar kom voru viðbrögð „sama og engin. Ríkisendurskoðun kom fram með mjög alvarlega gagnrýni á heil- brigðiskerfið; segir beinlínis að heilsa og velferð barna sé í hættu, en þrátt fyrir það, og þrátt fyrir Heila- brot, gerðu stjórnvöld ekkert með þetta. Þau eru bara með fjögurra ára áætlun, sem er auðvitað betri en ekki neitt, en samt rosalega gölluð“. Skjáskot úr myndinni Heilabrot sem Ungmennaráð UNICEF á Íslandi frumsýndi í fyrra. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi afl í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi hefur mótmælt harðlega úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum ungmenna hérlendis. Unga fólkinu finnst ekki á það hlustað. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 „Ef þessi börn væru líkam- lega veik væri þetta ekki lát- ið viðgangast,“ segir Sara Mansour um biðlistana löngu og andlega veiku börnin. „Það vantar að stjórnvöld segi hve löng bið eftir þjón- ustu sé ásættanleg og eftir þann tíma komist fólk að á einkareknum stofum í heil- brigðiskerfinu, eins og tíðk- ast annars staðar á Norður- löndum og ríkið greiði fyrir; þannig er tryggt að barn fái þjónustu á skikkanlegum tíma. Við höfum ekki nefnt neinn sérstakan tíma í þessu sambandi, bara að sett verði einhver tímamörk. Óvissan er svo erfið.“ Væri ekki látið við- gangast … Í stuttmyndinni Heilabrot koma hjón með ungan son á bráðamóttöku sjúkrahúss, til- kynna í afgreiðslunni að hann hafi misstigið sig á fótboltaæf- ingu, sé líklega fótbrotinn og þurfi að komast í myndatöku strax. Viðbrögðin eru ámóta og margir þekkja sem eiga við and- lega erfiðleika að glíma. „Það er næst laust hjá okkur í september.“ Faðirinn rýkur upp og öskrar: „Í september? Það er eftir fjóra mánuði.“ Konan í afgreiðslunni svarar: „Já, eins og þið sjáið er fullt af fólki hérna sem þarf aðhlynn- ingu. Auk þess erum við ekki með nægan tækjabúnað til að mynda þetta fyrr en í sept- ember.“ Bætir svo við: „En ef eitthvað er að … [Eitthvað að? hvæsa foreldrarnir] … getum við skráð hann í gifssetningu en það er venjulega örfáir mánuðir í bið í viðbót. En ég er fullviss um að hann komist að fyrir jól.“ Á skjánum birtist: Fáránlegt? Svona er staða barna sem glíma við geðrænan vanda. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Síðar í myndinni sitja hjónin með son sinn hjá lækni sem fær- ir þeim þær vondu fréttir að brotið hafi ekki gróið rétt en hægt sé að laga það; brjóta megi beinið upp og fá það til að gróa betur saman. Eftir góða stund fallast þau á að drengurinn fari í aðgerðina eins fljótt og hægt er. Þá spyr læknirinn: „Hvernig eruð þið eftir eitt og hálft ár?“ „Hvernig eruð þið eftir eitt og hálft ár?“ ’ Eftirspurn eftir þjónustu stofnana sem sinna geðheilbrigðis- málum barna og unglinga hefur stóraukist síðustu ár og bið- tími lengst. Síðla árs í fyrra biðu um 400 börn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar, 120 voru á biðlista göngudeildar BUGL og rúmlega 208 biðu eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.