Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Side 4
Ótrúlegt að viðbrögð séu engin Sara Mansour, formaður ung-mennaráðs UNICEF á Ís-landi, er mjög gagnrýnin á stöðu geðheilbrigðismálum ung- menna. Ráðið stóð í haust fyrir Heilabroti, átaki til þess að vekja at- hygli á úrræðaleysinu og vinna gegn fordómum en Sara segir að þrátt fyrir mjög góðar viðtökur í sam- félaginu hafi átakið engu breytt gagnvart stjórnvöldum. Heldur ekki svört skýrsla Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrir nokkrum vikum. „Þetta átak í haust fékk rosalega góðar viðtökur. Verkefnið Ég er ekki tabú, herferð gegn tabúi geð- sjúkdóma, var byltingarkennt í ís- lensku samfélagi og vakti líka at- hygli í haust; þar vorum við að viðurkenna hve alvarlegur og al- gengur vandinn er,“ segir hún. Þrotlaus vinna „Við áttum fund með heilbrigðis- málaráðherra en þá kom reyndar í ljós að hann hafði ekki séð myndina og ekki heldur fylgst með umræðum á netinu,“ segir Sara afar vonsvikin. „Okkur fannst mjög leiðinlegt, eftir að hafa lagt þrotlausa vinnu í mynd- ina í meira en heilt ár, að ráðherra hefði ekki einu sinni gefið sér tíma til að horfa á 10 mínútna mynd áður en hann hitti okkur.“ Þegar unnið var að aðgerðar- áætlun til fjögurra ára í geðheil- brigðismálum, veitti ungmennaráð UNICEF umsögn og Sara segir að lögð hafa verið fram töluverð gagn- rýni. „Því miður var ekkert tekið mark á henni. Við tókum sér- staklega fram að það vantaði heild- aryfirsýn og að gerðar yrðu kann- anir og virkilega skannað fyrir vandanum. Í geðheilbrigðisáætlun- inni er ekki fjallað sérstaklega um börn en allir vita að það er allt öðru- vísi að vera veikur sem barn en full- orðinn; veikindin eru mun meira mótandi fyrir barnið og tíminn líður öðru vísi.“ Hún nefnir að í áætluninni sé ekki tekið fram hve biðtími eftir þjónustu megi vera langur. „Hvaða tími er ásættanlegur?“ spyr hún. „Það vant- ar líka samráð við fagaðila og þá sem hafa þurft að takast á við vandann á síðustu árum. Líka að fjallað sé um börn með tvíþættan vanda, bæði andleg veikindi og einhver önnur.“ Dæmin eru fleiri, segir hún. „Við byrjuðum á seinasta ári með þetta verkefni og í haust frum- sýndum við stuttmyndina Heilabrot sem sýnd var í öllum framhalds- skólum og grunnskólum á landinu og fjallaði um strák sem fótbrotnar á fótboltaæfingu en fer í gegnum sjúkraferli eins og hann væri and- lega veikur; þarf til dæmis að bíða eftir röntgenmyndatöku jafn lengi og meðalbarn þarf að bíða eftir greiningu og þarf að bíða í eitt og hálft ár eftir aðgerð.“ Sara nefnir að í kjölfar þess sem kalla megi mótmæli ungmennaráðs- ins hafi heilbrigðisráðherra veitt nokkrar milljónir króna í Þroska- og hegðunarstöðina, þar sem biðlistar séu allt að tveimur árum. „Hægt var að ráða fleira starfsfólk og stytta biðlista en það var skamm- tímaáætlun og gildir bara í eitt ár. Í raun er ekki verið að stytta bið- listann heldur viðhalda þeim fjölda sem bíður. Það vantar lang- tímalausn.“ Alvarleg gagnrýni Sara minnir á að biðlistar á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) séu gríðarlega langir, erfitt sé að komast að hjá skólasálfræðingi og einnig sé mjög erfitt að komast að hjá sálfræðingum úti í bæ, „fyrir utan það að ekki er á hvers manns færi að borga 10 þúsund fyrir tím- ann.“ Það komu Söru gríðarlega á óvart að þegar skýrsla Ríkisendurskoð- unar kom voru viðbrögð „sama og engin. Ríkisendurskoðun kom fram með mjög alvarlega gagnrýni á heil- brigðiskerfið; segir beinlínis að heilsa og velferð barna sé í hættu, en þrátt fyrir það, og þrátt fyrir Heila- brot, gerðu stjórnvöld ekkert með þetta. Þau eru bara með fjögurra ára áætlun, sem er auðvitað betri en ekki neitt, en samt rosalega gölluð“. Skjáskot úr myndinni Heilabrot sem Ungmennaráð UNICEF á Íslandi frumsýndi í fyrra. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi afl í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi hefur mótmælt harðlega úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum ungmenna hérlendis. Unga fólkinu finnst ekki á það hlustað. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 „Ef þessi börn væru líkam- lega veik væri þetta ekki lát- ið viðgangast,“ segir Sara Mansour um biðlistana löngu og andlega veiku börnin. „Það vantar að stjórnvöld segi hve löng bið eftir þjón- ustu sé ásættanleg og eftir þann tíma komist fólk að á einkareknum stofum í heil- brigðiskerfinu, eins og tíðk- ast annars staðar á Norður- löndum og ríkið greiði fyrir; þannig er tryggt að barn fái þjónustu á skikkanlegum tíma. Við höfum ekki nefnt neinn sérstakan tíma í þessu sambandi, bara að sett verði einhver tímamörk. Óvissan er svo erfið.“ Væri ekki látið við- gangast … Í stuttmyndinni Heilabrot koma hjón með ungan son á bráðamóttöku sjúkrahúss, til- kynna í afgreiðslunni að hann hafi misstigið sig á fótboltaæf- ingu, sé líklega fótbrotinn og þurfi að komast í myndatöku strax. Viðbrögðin eru ámóta og margir þekkja sem eiga við and- lega erfiðleika að glíma. „Það er næst laust hjá okkur í september.“ Faðirinn rýkur upp og öskrar: „Í september? Það er eftir fjóra mánuði.“ Konan í afgreiðslunni svarar: „Já, eins og þið sjáið er fullt af fólki hérna sem þarf aðhlynn- ingu. Auk þess erum við ekki með nægan tækjabúnað til að mynda þetta fyrr en í sept- ember.“ Bætir svo við: „En ef eitthvað er að … [Eitthvað að? hvæsa foreldrarnir] … getum við skráð hann í gifssetningu en það er venjulega örfáir mánuðir í bið í viðbót. En ég er fullviss um að hann komist að fyrir jól.“ Á skjánum birtist: Fáránlegt? Svona er staða barna sem glíma við geðrænan vanda. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Síðar í myndinni sitja hjónin með son sinn hjá lækni sem fær- ir þeim þær vondu fréttir að brotið hafi ekki gróið rétt en hægt sé að laga það; brjóta megi beinið upp og fá það til að gróa betur saman. Eftir góða stund fallast þau á að drengurinn fari í aðgerðina eins fljótt og hægt er. Þá spyr læknirinn: „Hvernig eruð þið eftir eitt og hálft ár?“ „Hvernig eruð þið eftir eitt og hálft ár?“ ’ Eftirspurn eftir þjónustu stofnana sem sinna geðheilbrigðis- málum barna og unglinga hefur stóraukist síðustu ár og bið- tími lengst. Síðla árs í fyrra biðu um 400 börn eftir þjónustu Þroska- og hegðunarstöðvar, 120 voru á biðlista göngudeildar BUGL og rúmlega 208 biðu eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.