Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2016 VETTVANGUR Eitt af því sem gert hefur Ís-land sérstakt í okkar eiginaugum og þá ekki síður að- komumanna, er að við skulum vera laus við þjórfé. Og þá líka allt það sem þjórfé fylgir í mann- legum samskiptum. Smámál? Ekki þykir það úti í hinum stóra heimi. Víðast hvar þar sem þjórfé tíðk- ast er reynt að losna við það. Verkalýðshreyfingunni þykir þetta fyrirkomulag tilræði við eðlilegt launa- og réttindakerfi og almennt þykir ferðamönnum þetta hin mesta áþján. Auðvitað er til í dæminu að fólk vilji borga fyrir sérstaklega gott viðmót en al- menna reglan er þó sú að ferða- menn spyrja hvað þeim beri að greiða í þjórfé, tíu prósent ofan á auglýst verð, fimmtán prósent eða tuttugu? Fólki finnst óþægilegt – það þekkjum við af eigin raun – að gefa minna en ætlast er til. Vel má vera að hjá einhverjum ráðist upphæðin af því hve stima- mjúkt þjónustufólkið er, hve mjög það krjúpi greiðanda sínum en yf- irleitt er þetta nú ekki rishærra en svo að menn láta sig hafa það að borga það gjald sem þeir telja að reiknað sé með. Einhverjir sem hafa mikil efni kunna að vilja borga ríflega til að fá enn meiri þjónustu og enn meira beygt og bukkað. Ekki mikil reisn þar, hvað þá jafnræði með þeim sem þjónar og hinum sem þjónað er. Í breska blaðinu Times var fyrir nokkrum dögum úttekt á til- raunum Breta að kveða þjór- fjárkerfið niður. Þar var bent á að víða væri farið að láta þjórféð renna inn í sjóði viðkomandi fyrir- tækis og nytu þá starfsmenn iðu- lega í öfugu hlutfalli við laun sín. Auk þess væri það að sjálfsögðu svo að þar sem þjórfé væri hlutfall af verði máltíðar eða þjónustu, þá fengju þeir mest sem störfuðu á dýrari stöðunum og væru þá jafn- framt með skárri laun en tíðk- uðust á hinum ódýrari. Einhvers staðar hef ég séð haft eftir forsvarsmönnum íslenskra verkalýðsfélaga að þeir teldu frá- leitt að fúlsa við þjórfé og ferða- málaráðherrann vísar því frá að leggja bann við þjórfé með lögum. Því síðara get ég verið sammála. Ekki er hægt að koma í veg fyrir þennan ósið með lögum fremur en hótelrekendur sem telja við- skiptavinum sínum trú um að ís- lenskt kranavatn sé stórhættulegt og því ráð að kaupa á hótelinu átappað vatn! En þótt lagasetning sé ekki svarið, þá getum við eflaust sam- einast um ákveðnar siðvenjur og það hafa Íslendingar gert til þessa varðandi þjórféð. Og þótt ein- hverjir verkalýðsforkólfar vilji ekki hafa þessar sporslur af fé- lagsmönnum sínum hygg ég að þeir ættu að hugsa málið til lengri tíma. Við vitum að launamark- aðurinn byggist sjaldnast á sann- girni. Atvinnurekandinn spyr oftar en ekki – því miður er þetta svo – um hvað hann komist upp með að borga lítið. Verði hann þess áskynja að þjórfé sé orðið veru- legt hlutfall tekna starfsfólksins þá dregur hann úr föstum greiðslum. Þetta kennir reynslan erlendis frá. Hún kennir líka að þjónustu- fólkið á við slíkri kjaraskerðingu augljósan mótleik: Einfaldlega brosa breiðar og beygja sig enn betur. Og síðan koll af kolli. Brosað gegn gjaldi ’Einhverjir sem hafa mikil efni kunna að vilja borgaríflega til að fá enn meiri þjónustu og enn meirabeygt og bukkað. Ekki mikil reisn þar, hvað þá jafnræðimeð þeim sem þjónar og hinum sem þjónað er. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Erlendir ferðamenn á Austurvelli. Ætli þeir reikni með að þurfa að gefa þjórfé? Morgunblaðið/Golli Páll Bergþórsson skrifaði á Face- book um fréttaskrif um einelti á sjónum. „Nú kemst upp um feikna- legt einelti á sjónum. Skyldi ennþá ríkja þar gamli hugsunarhátturinn um einvalda kónga sem skipuðu skil- yrðislaust fyrir þeim sem næstir þeim voru, en þeir náðu sér niðri með því að hæðast að kotungum? En auðvitað hef ég ekkert vit á þessu, hef aldrei stundað sjóinn, því miður.“ Sonur hans Bergþór Pálsson ræddi um annað mál: „Umræður um hneykslismál virðast engan endi ætla að taka, síðast voru það arð- greiðslur trygginga- félaganna og þegar umræðan dofnar, ælir maður á ný yfir fréttatímanum. Þessi vikulegi spillingarskammtur er ekkert sérlega góður fyrir heilsuna, öndunin færist ofar í brjóstið í æs- ingnum. Minnum okkur á að anda djúpt, því að heilsuna er ekki hægt að meta til fjár. Með jarðtengingu er líka auðveldara að berjast af afli gegn siðleysi og óréttlæti.“ Fréttakonan Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) skrifaði á Twitter: „Í vinsældarkeppni húsverkanna verm- ir sópun efsta sætið. Í botnsætinu húkir ömurðin að skipta um á rúm- unum.“ Á sama vettvangi fóru margir að tísta undir merkinu #vondar- bíómyndahugmyndir. Þar skrifaði fyrrnefnd Birta: „Hnútar. Bræður í skátunum keppast við að hnýta pelastikk.“ Lóa Hjalmtýsdóttir (@Loahlin) skrifaði: „Ásdís Rán, Hlín og Malín eru: Englarnir hans Kalla Bjarna.“ Alma Ágústsdóttir (@kyn- vera) kom með hugmyndina: „„No law“ klassíkin „Njála“ sögð sem aldrei fyrr í gegnum íslenskar rapp klík- ur sem eiga í erj- um.“ Hörður Ágústs- son (@hordurag- ustsson) ritaði: „„Góða fólkið“ - kaldhæðnisleg sýn miðaldra fólks á samfélagið.“ Þetta voru allt saman #vondar- bíómyndahugmyndir. Stefán Pálsson blandaði sér í umræðuna um jarðgöng milli Álfta- fjarðar og Skut- ulsfjarðar í Ísafjarðardjúpi á Facebook: „Eitt áróðurs- trix: kallið þetta Súðavíkurgöng. Það verður ólíkt auðveldara að selja fólki hugmynd- ina um nauðsyn slíkra ganga en með því að tala um Álftafjörð.“ Fólk var upptekið við að skila skattframtölunum í vikunni, þar á meðal rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir: „Skrifaði langt bréf þar sem ég kallaði skattaframtalið alltaf skrattaframtalið, aftur og aftur. Smá viðeigandi – smá samt líka svona léleg íslensk fyndni.“ AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.