Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2016, Blaðsíða 43
Smyglararnir, sem hafa séð um að koma fólki til Evrópu síðustu árin, höndla með fólk. Þúsundir á hverjum degi. Iðjan er ábatasöm og áhættan lendir nær öll á „farminum“. Arabíska „vorið“, sem leiðtogar Nato báru mesta ábyrgð á, var helsta kveikjan. (Sumir telja hentugt að leita skýringar 13 ár aftur í tímann, til Íraksstríðsins). Evrópusambandið hefur svo með reglum sínum, tví- skinnungi, sundurlyndi og hræsni ýtt undir þessa starfsemi. Auðvitað eru mannúðarsjónarmið nefnd til sögunnar, oftast þó sem óbein afsökun fyrir viljaleysi, getuleysi og stefnuleysi. Ekki á verra von Og nú er svo komið að ESB er byrjað að halda neyð- arfundi um málið á ný. Það hefur hingað til ekki boðað gott. Í vikunni héldu þeir nýjan neyðarfund í Brussel um flóttamanna- sprengjuna í Evrópu. Það einkenndi umgjörð þess fundar að Merkel Þýskalandskanslari hafði þegar samið við leiðtoga Tyrklands um hver niðurstaða fundar „leiðtoganna“ yrði. Þetta var nýtt tilbrigði. Hingað til hafa leiðtogar Þýskalands og Frakklands hist á hóteli í nágrenni við fundarstaðinn og gengið frá niðurstöðu á meðan hinir leiðtogarnir fengu kaffi og kruðirí og biðu fyrirmæla. Því næst láku út fréttir um mikil átök í hópnum og svo, eftir að köldverði hafði verið frestað um allt að hálftíma til að sýna hin lýðræðislegu átök, var niður- staðan af hótelinu samþykkt samhljóða, oft þegar nóttin var hálfnuð, svona upp á punt. Jafnan höfðu „að sögn fréttaskýrenda“ orðið veruleg átök og ekki mátti mikið út af bera. Á blaðamannafundum hvers leiðtoga fyrir sig var svo útskýrt hvaða kraftaverk, í bland við óvenjulega staðfestu og leiðtogahæfileika, hefði orðið til þess að viðkomandi hefði náð meiru fram en búist var við. Sögulegt millispil Áður en niðurstaðan í flóttamannafárinu var kunn- gerð núna, fór skyndilega allt á annan endann í breska fréttaheiminum. Í ljós kom að Cameron forsætisráð- herra hafði óvænt unnið stórkostlegan sigur á fund- inum í máli sem þeir fréttaskýrendur, sem þekkja flesta matsölustaði í Brussel, höfðu ekki einu sinni vit- að að væri á dagskrá enda ekki sérstaklega tengt flóttamönnum. Þessi sigur Camerons er sagður geta haft mjög já- kvæð áhrif á baráttu hans gegn úrsögn úr ESB. Cameron sagði á blaðamannafundi, sem boðaður var með hraði, að þetta mál sýndi vel sérstöðu Breta, eins og hann orðaði það og þau miklu áhrif sem glatast myndu gengi landið úr ESB. Málið var vissulega mikilvægt. Það snýst um áhuga í breska þinginu á að virðisaukaskattur á Tampon verði lækkaður um 5% með því að færa vöruna úr lúx- ustollflokki. Á neyðarfundi um flóttamannafárið í Evrópu gáfu 28 þjóðarleiðtogar sér tíma til að fjalla um þetta mál. Það sýnir, segja skýrendur, ESB í sínu besta ljósi. Því sé ekkert mannlegt óviðkomandi. Það sýni einnig og sanni enn sveigjanleika þess. En einhver kynni að spyrja, hvers vegna Breska heimsveldið, sem áður réð heimshöfunum, gat ekki sjálft lækkað virðisaukaskatt á Tampon um 5%. Það er svo einnig aukaatriði að embættismenn í Brussel bentu þegar á, að þótt æðstu leiðtogar ESB hefðu náð niðurstöðu, þá myndi það taka vel á annað ár að koma breytingunni í gegnum regluverkið í Brussel. Svo kynni önnur spurning að vakna, sem aug- ljóslega kemur þeim ekki við sem utan við standa. En hvers vegna á Tampon að vera áfram í lúxusflokki á meginlandinu eftir að Cameron hefur náð að jafna met Nelsons við Trafalgar með sigri Breta? Ný jafna og neyðarkarlar í krapi En það er skemmst frá því að segja, að eftir að Tam- pon-hindrunin var á bak og burt samþykktu leiðtog- arnir að frá og með sunnudeginum yrðu allir flótta- menn sem kæmu til Grikklands sendir til baka til Tyrklands. En á móti tæki Evrópusambandið við jafnmörgum löglegum sýrlenskum flóttamönnum til sín. Þeir, sem töldu sig loks komna í hóp menntamanna, þegar Austurbæjarskólinn hafði barið það inn í haus- inn á þeim að 2 plús 2 væru 4, eins og Einstein hefði fyrstur fullyrt, sjá ekki í hendi sér hvernig flótta- mönnum muni fækka við þessa ákvörðun ESB. Smyglarar hafa hingað til misnotað neyð flóttafólks- ins. Tyrkir fá 6 milljarða evra fyrir sinn snúð og aukin ferðafríðindi til Evrópu. Einhver kynni að segja að Tyrkir hefðu notfært sér neyð Evrópusambandsins ekki síður en smyglararnir. Og einhver gæti skotið því inn, að sambandið hefði séð aumur á Cameron í hans heimatilbúnu neyð. Það eru því sennilega óafsakanleg mistök hjá ís- lensku björgunarsveitunum að vera ekki með sölu- bása sína í Brussel og hafa neyðarkallinn á boðstólum. Þær hefðu augljóslega getað safnað ógrynni fjár við þessar neyðarlegu aðstæður og notað það fé til að bjarga villtum erlendum ferðamönnum sem senda hefði mátt aftur til Evrópu gegn loforði ESB um að Evrópa myndi senda hingað einn ferðamann í staðinn fyrir hvern þann sem hefði verið bjargað. En ein góð frétt kom þó loks í vikulokin. Helsti gerningarmaður ódæðisins í París náðist í Belgíu og verður væntanlega framseldur til Frakk- lands. Það er ekki mikil huggun gegn harmi þeirra mörgu sem eiga bágt eftir árásirnar. En það var á hinn bóginn óbærileg viðbót við harm- inn að hönnuður hans gengi laus. Morgunblaðið/Árni Sæberg 20.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.