Morgunblaðið - 23.03.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is
Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið
Opið kl. 11-18 alla virka daga
Nýja ENJO vörulínan er komin á markað
Ferskari, líflegri og enn meiri gæði
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Tímasparnaður
• Umhverfisvænt
• 6 x hreinna - betri þrif
• Vinnuvistvænt
• Minni vatnsnotkun
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissátta-
semjari er þessa dagana að ganga
frá ársskýrslu embættisins fyrir síð-
asta ár. Árið 2015 var nokkuð anna-
samt. Þá var 60 málum vísað til
sáttasemjara. Skráðir voru 859
samningafundir í Karphúsinu, þar af
373 fundir í mál-
um sem vísað
hafði verið form-
lega til ríkissátta-
semjara.
Annríkið hefur
haldið áfram á
þessu ári en
stund er á milli
stríða í dymbil-
vikunni og fram
yfir páska. Þó var
gengið frá níu
kjarasamningum aðfaranótt sl.
mánudags. Þá skrifuðu jafnmörg að-
ildarfélög BHM undir samninga við
Samband íslenskra sveitarfélaga.
Stóru samninganir á vinnumark-
aði eru hins vegar að baki, eftir stað-
festingu á SALEK-samkomulaginu
og í kjölfarið hafa ýmis stéttarfélög
verið að ganga frá samningum í
anda samkomulagsins.
Nóg eftir fyrir sveitarfélögin
Enn er ósamið hjá sveitarfélög-
unum við nokkur fagfélög og hæst
ber Sjúkraliðafélag Íslands, sem
boðað hefur til verkfalls 4. apríl nk.
hafi samningar ekki tekist fyrir
þann tíma. Reykjavíkurborg er þar
undanskilin.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Sjúkraliðafélagsins, segir
engar viðræður hafa átt sér stað síð-
an tilkynnt var um verkfallsboðun-
ina. Fundur er boðaður í deilunni 30.
mars nk. Þá eiga sveitarfélögin
ósamið við viðskiptafræðinga, hag-
fræðinga, byggingatæknifræðinga,
verkfræðinga, hjúkrunarfræðinga,
tónlistarkennara og loks hafn-
sögumenn og hafnarverði innan Fé-
lags skipstjórnarmanna.
Þau félög BHM sem gengu frá
samningum aðfaranótt sl.
mánudags voru Dýralækna-
félag Íslands, Félag ís-
lenskra félagsvísindamanna,
Félag íslenskra náttúrufræð-
inga, Félagsráðgjafafélag Ís-
lands, Fræðagarður,
Iðjuþjálfafélag Ís-
lands, Sálfræðinga-
félag Íslands,
Stéttarfélag bóka-
safns- og og upp-
lýsingafræðinga
859 fundir í Karphúsinu
Annríki hjá embætti ríkissáttasemjara 60 málum vísað til sáttasemjara á síð-
asta ári Níu félög BHM sömdu í byrjun dymbilviku Ósamið við mörg félög
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Karphúsið Annríkið hefur verið mikið hjá embætti ríkissáttasemjara á þessu og síðasta ári og Elísabet S. Ólafs-
dóttir skrifstofustjóri haft í nógu að snúast, m.a. við vöfflubakstur í lok hvers kjarasamnings í húsinu.
Bryndís
Hlöðversdóttir
og Þroskaþjálfafélag Íslands. Þá var
samið í síðustu viku á milli sveitarfé-
laganna og slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna, eftir langvarandi
samningaviðræður.
Þessir samningar eru nú til kynn-
ingar í félögunum og í atkvæða-
greiðslu. Ætti niðurstaða í flestum
félögum að liggja fyrir 5. apríl nk.
BHM-félög með samninga við Sam-
tök atvinnulífsins hafa jafnframt
óskað eftir að þeir verði teknir upp
svo hægt sé að ræða réttindamál.
Nokkur mál eru á borði ríkis-
sáttasemjara en að sögn Bryndísar
Hlöðversdóttur verða engir samn-
ingafundir fyrr en eftir páska.
Flugfreyjufélag Íslands hefur vís-
að deilu sinni við SA, Icelandair og
Flugfélag Íslands til sáttasemjara
og fyrsti fundur í því máli er eftir
páska. Einnig verður fundað í næstu
viku vegna deilu flugumferðarstjóra
við SA og Isavia. Þá er stefnt að
fundi eftir hátíðirnar í deilu sjó-
manna og útgerðarinnar. Eru þá
helstu kjaradeilur upptaldar sem
SA eiga aðild að.
Vopnahlé í Straumsvík
Sem kunnugt er hefur Bryndís
lagt fram miðlunartillögu í deilu
starfsmanna álversins í Straumsvík
við stjórnendur Rio Tinto Alcan. Á
meðan liggja viðræður og vinnu-
stöðvun niðri.
Verkalýðsfélögin í Straumsvík
eru með kynningarfundi þessa dag-
ana um miðlunartillöguna og lýkur
atkvæðagreiðslunni 11. apríl.
60
málum var vísað til
ríkissáttasemjara á síðasta ári.
859
samningafundir voru skráðir í húsa-
kynnum sáttasemjara, Karphúsinu.
373
fundir þar af voru í málum sem
vísað var til sáttasemjara.
9
félög BHM skrifuðu undir samninga
við sveitarfélögin sl. mánudag.
7
stéttarfélög eiga enn eftir ósamið við
Samband íslenskra sveitarfélaga.
ANNIR Í KARPHÚSINU
»
„Það hefur ekkert gerst síðan
við boðuðum verkfall og engir
fundir verið haldnir. Núna er
bara verið að safna saman
vopnum sínum,“ segir Kristín
Á. Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélags Íslands, en 4.
apríl fara 312 sjúkraliðar í
verkfall hjá stofnunum sem
sveitarfélögin reka, að
Reykjavíkurborg undanskilinni
sem samið var við. Einkum eru
þetta sjúkraliðar á dvalar-
heimilum og einnig í félags-
þjónustunni.
„Við erum núna að skipu-
leggja rekstur á verkfallinu og
reiknum með að fulltrúi okkar
fari norður á Akureyri að vinna
með Norðurlandsdeildinni,“
segir Kristín en félagið hef-
ur verið að fá upphring-
ingar frá sveitarfélögum
og stofnunum sem ekki
hafa undanþágulista vegna
boðaðs verkfalls og því
enga öryggismönnun.
„Það eru margir á
skjálftavaktinni og
ástandið er því víða
slæmt,“ segir hún.
Safna saman
vopnum sínum
SJÚKRALIÐAR Í VERKFALL
Kristín Á.
Guðmundsdóttir
Hæstiréttur hefur dæmt að Slysa-
varnafélagið Landsbjörg þurfi að
bæta manni að hálfu tjón sem hann
varð fyrir þegar gölluð skotterta,
sem félagið seldi, sprakk framan í
hann á nýársnótt árið 2013.
Hæstiréttur taldi jafnframt að
ráðið yrði af framburði vitna að
maðurinn hefði ekki farið eftir
þeim leiðbeiningum sem voru á
tertunni. Taldi dómurinn því rétt
að maðurinn bæri tjón sitt að hálfu
en maðurinn missti sjón á öðru aug-
anu.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að skottertan, sem nefnd var Kaka
ársins 2012, hafi verið 190 skota
terta. Á límmiða á henni stóð: „Blæ-
vængsterta - þarf mikið rými - Þessi
óvenjulega terta skýtur bæði upp
og til hliðar og því þarf að gefa
henni mikið rými.“
Nánari leiðbeiningar fylgdu með
tertunni um hvernig ætti að kveikja
á henni. M.a. var tekið fram að
víkja yrði vel frá og ekki halla sér
yfir skottertuna eftir að kveikt var í
kveikiþræðinum.
Samkvæmt framburði vitna stóð
maðurinn yfir tertunni og hag-
ræddi henni eftir að hann hafði
kveikt í kveikiþræðinum. Þá hafi
fyrsta skotið komið úr henni og lent
í andliti mannsins.
Hæstiréttur segir, og vísar m.a.
til skýrslu dómkvaddra mats-
manna, að eiginleikar skottert-
unnar hafi samrýmst að öllu leyti
því sem kemur fram í reglugerð um
skotelda. Hins vegar telur dómur-
inn að leiðbeiningar á skottertunni
hafi ekki verið jafn ítarlegar og
ákvæði í reglugerðinni mæli fyrir
um. Því hafi verið ágalli á tertunni,
sem Slysavarnafélagið Landsbjörg
beri ábyrgð á.
En maðurinn hefði sýnt af sér
stórfellt gáleysi með því að standa
yfir skottertunni og færa hana til
eftir að hafa kveikt í henni. Því var
talið rétt að hann bæri tjón sitt að
hálfu.
Landsbjörg ábyrg að hluta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugeldar Hæstiréttur fjallaði um
bótaábyrgð vegna flugeldaslyss.
Slasaðist þegar skot-
terta sprakk en þarf að
bera tjón að hálfu
Sigurður Guð-
jónsson hefur
verið skipaður
nýr forstjóri Haf-
rannsóknastofn-
unar, rannsókna-
og ráðgjafastofn-
unar hafs og
vatna frá og með
1. apríl 2016. Um
er að ræða nýja
stofnun sem tek-
ur til starfa hinn 1. júlí 2016 við sam-
einingu Hafrannsóknastofnunar og
Veiðimálastofnunar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá atvinnuvegaráðuneytinu.
Þar segir einnig að Til að leggja mat
á hæfni þeirra sem sóttu um starfið
skipaði ráðherra þriggja manna
nefnd sér til ráðgjafar. Í nefndinni
áttu sæti Guðný Elísabet Ingadóttir
mannauðsstjóri, Gunnar Stefánsson
prófessor og Kristján Andri Stefáns-
son sendiherra. Nefndin mat tvo
umsækjendur mjög vel hæfa og var
Sigurður annar þeirra.
Sigurður lauk BSc. prófi í líffræði
frá Háskóla Íslands árið 1980 og
MSc. prófi frá Dalhousie-háskól-
anum í Halifax árið 1983. Þá lauk
hann doktorsprófi í fiskifræði frá
Oregon State University. Hann hef-
ur verið aðalhöfundur og meðhöf-
undur á yfir 20 ritrýndum vísinda-
greinum sem birst hafa í viður-
kenndum erlendum tímaritum.
Sigurður hefur verið forstöðumaður
Veiðimálastofnunar frá 1997.
Nýr for-
stjóri haf-
rannsókna
Sigurður
Guðjónsson
Frystitogarinn Þerney RE hefur
undanfarinn mánuð verið að veiðum
í norskri lögsögu. Fram kemur á vef
HB Granda að Ægir Fransson skip-
stjóri reikni með að hætta veiðum í
dag og setja stefnuna þá á að ljúka
veiðiferðinni á Íslandsmiðum. Aflinn
nú er um 1.000 tonn af fiski upp úr
sjó.
„Við byrjuðum veiðiferðina á
Fugleyjarbankanum og í kantinum
þar austur af en færðum okkur síðan
suður á vertíðarsvæðið við Lófót.
Það var töluvert um ýsu áður en
þorskveiðin byrjaði fyrir alvöru en
við megum vera með 30% af ýsu sem
aukaafla,“ segir Ægir en að hans
sögn er þorskurinn rígvænn.
Fram kemur í tilkynningunni að
Ægir geri ráð fyrir því að Þerney
verði í höfn um næstu mánaðamót
og því sé gert ráð fyrir að enda veiði-
ferðina á heimamiðum. Frá Lófót og
á Austfjarðamið sé um tveggja og
hálfs til þriggja sólarhringa sigling.
Á heimleið með
góðan afla