Morgunblaðið - 23.03.2016, Page 11
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
„Hann var stór, þó að ég hafi fengið
stærri þorska,“ segir Jón Ingvar
Hilmarsson á bátnum Tjálfanum en
hann dró 41 punds lax upp úr sjó í
Berufirði í vikunni. Það kom Jóni á
óvart að sjá lax í netinu enda vanari
að sjá þorsk koma upp.
„Ég hef aldrei áður fengið lax.
Laxinn er við yfirborðið og hann
hefur bara flækst í netinu. Allavega
var hann það fjörugur að ég var í
vandræðum með hann þegar ég
náði honum um borð og þurfti að
leggjast á hann til að ná honum,“
segir hann.
Jón ætlar að nýta fiskinn til mat-
ar yfir páskana. „Hann ætti að duga
í einhverjar máltíðir. Ég er reyndar
ekkert mikið fyrir lax en hann
verður vonandi góður,“ segir hann
fullur tilhlökkunar.
Sýni til Veiðimálastofnunar
Guðni Guðbergsson, fiskifræð-
ingur hjá Veiðimálastofnun, segir
að sýnaglas og hreisturspoki hafi
verið sendur austur til að fá sýni.
Hafi laxinn ekki verið slægður von-
ast hann til að fá magann líka til að
sjá hvað laxinn hefur verið að éta.
Sýnin verði greind innan skamms
en einn fiskur er ekki greindur sér
heldur eru margir fiskar greindir í
einu til að halda kostnaði niðri.
„Það hefur gerst öðru hvoru að lax
hafi veiðst í sjó við Ísland, meðal
annars á þessum árstíma. Tækninni
hefur fleygt fram og nú er komin sú
tækni að hægt er að rekja fiska í
sumum tilfellum til heimaár.
Það er búið að kortleggja laxinn
mjög nákvæmlega.“
benedikt@mbl.is
Dró 41 punds lax úr sjó í Berufirði
Ferlíkið Jón Ingvar með laxinn góða sem hann fékk í þorskanet í Berufirði. Hann var 122 sentímetrar.
„Hann ætti að
duga í einhverjar
máltíðir“
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér
Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað
samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega
mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að
gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn.
Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl
með Thealoz dropana.
Elín Björk Ragnarsdóttir
Þurrkur í augum?
Thealozaugndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Vertu upplýstur!
blattafram.is
BREGSTU VIÐ,
EF ÞÚ SÉRÐ EÐA VEIST
AF OFBELDI, EÐA FINNST
ÞÉR ÞÆGILEGRA
AÐ LÍTA UNDAN?
Kíktu á úrvalið
í vefversluninni á
michelsen.is/fermingar
Laugavegi 15 og Kringlunni
Sími 511 1900 - www.michelsen.is
Fossil Riley
30.800 kr.
Casio Retro
12.000 kr.
Daniel Wellington
Sheffield
Frá 23.500 kr.
Skagen Ditte
36.100 kr.
Fallegar
fermingar-
gjafir
ASA HRINGUR
9.700 kr.
ASA LOKKAR
9.800 kr.
ASA HÁLSMEN
9.700 kr.
– fyrir stelpur
Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og einn stofnenda
ABC-hjálparstarfs, tilkynnti í gær
framboð sitt til forseta. Á frétta-
mannafundi sem haldinn var á
Grand Hotel í gær sagðist Guðrún
hafa „borað fingrum í Biblíuna“,
þegar hún var að velta fyrir sér
framboðinu og að upp hafi komið
hvert versið á fætur öðru sem stað-
festi fyrir henni og sannfærði um að
hún ætti að sækjast eftir embættinu.
Guðrún segir að hún sjái að þjóðin
geti látið gott af sér leiða með því að
standa saman og sjálf hafi hún
brennandi áhuga á velferð þjóðar-
innar. „Ég trúi því að þetta sé eitt-
hvað sem við getum gert, að við höld-
um gullnu regluna í heiðri, að við
stöndum saman, hugum að tungu
okkar, menningu, trú og gildum og
verðum sterk saman sem þjóð. Við
göngum þessa hamingjuleið og vöx-
um í trú von og kærleika. Þess vegna
býð ég mig fram sem forseta.“
Hlakka til þessarar vegferðar
Áður en Guðrún lauk ræðu sinni
benti hún einmitt sérstaklega á þá
hugmynd sína að koma á árlegri góð-
gerðarviku þjóðarinnar. „Ég hlakka
til þessarar vegferðar og vænti þess
að hún endi á Bessastöðum. Guð
blessi ykkur,“ sagði Guðrún.
Morgunblaðið/Eggert
Forsetaframbjóðandi Guðrún Margrét Pálsdóttir tilkynnir framboð sitt.
Guðrún í framboð
Segist hafa borað fingrum í Biblíuna
þegar hún íhugaði forsetaframboð
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti
einróma að kaupa Digranesveg eitt
fyrir stjórnsýslu Kópavogs á fundi
sínum í gær. Kaupverð er 585 millj-
ónir króna. Bæjarstjórn samþykkti
við sama tækifæri að innrétta
Hressingarhælið við Kópavogstún
fyrir fundi bæjarstjórnar og mót-
tökur. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu sem Kópavogsbær
sendi frá sér í gær.
Þar segir að fram hafi komið í
máli bæjarfulltrúa á fundi bæjar-
stjórnar mikil ánægja með niður-
stöðu í málefnum húsnæðis stjórn-
sýslunnar. Bent var á að hún væri
hagkvæm fjárhagslega, aðgengi að
húsinu væri gott og nýtt húsnæði
ætti eftir að vera til mikilla bóta
fyrir starfsfólk.
Ánægður með niðurstöðuna
„Ég er afar ánægður með þessa
niðurstöðu. Húsið hentar stjórn-
sýslunni vel, staðsetningin er góð
og húsið eitt af kennileitum bæj-
arins. Þá kostar það minna en áætl-
aðar viðgerðir á bæjarskrifstofun-
um og við losnum við áhættuna sem
fylgir því að gera upp gömul hús.
Slíkar viðgerðir fara nær undan-
tekningarlaust fram úr áætlun,“
segir Ármann Kr. Ólafsson, bæj-
arstjóri Kópavogs, í fréttatilkynn-
ingunni.
Selja húsnæði við Fannborg
Stjórnsýsla Kópavogs mun flytja
smám saman í húsið, hluti þess
losnar í maí og þá mun hluti fjár-
mála- og stjórnsýslusviðs flytja í
húsið. Fyrirhugað er að selja nú-
verandi húsnæði stjórnsýslunnar
við Fannborg 2 og 4 en nýta áfram
Fannborg 6 fyrir hluta hennar.
Húsnæði fyrir 585 milljónir
Stjórnsýsla Kópavogsbæjar mun flytja sig um set