Morgunblaðið - 23.03.2016, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kristján H. Johannessen
Skúli Halldórsson
Fjölmargir eru látnir og enn fleiri
særðir eftir sprengjutilræði á tveim-
ur stöðum í Brussel, höfuðborg Belg-
íu, í gærmorgun. Tvær sprengjur
sprungu með skömmu millibili í
brottfarasal á alþjóðaflugvellinum
Zaventem um klukkan 8 að staðar-
tíma. Um klukkustund síðar, á há-
annatíma í borginni, kvað svo þriðja
sprengingin við í Maalbeek-jarðlest-
arstöðinni skammt frá skrifstofum
Evrópusambandsins í miðborg
Brussel.
Ríki íslams lýsti í gær ábyrgð
sinni á árásunum. Var í gærkvöldi
talið að talsvert á fjórða tug manna
hefðu látið lífið í ódæðinu og um 200
til viðbótar særst. Þriggja daga þjóð-
arsorg var lýst yfir í gær vegna at-
burðanna.
„Þetta er dagur sorgar, svartur
dagur,“ sagði Charles Michel, for-
sætisráðherra Belgíu, er hann
ávarpaði þjóð sína í kjölfar hryðju-
verkanna. „Tvær árásir voru gerðar
í morgun á Zaventem-flugvelli og
Maalbeek-jarðlestarstöðinni, óvænt-
ar, ofsafengnar og hugleysislegar
árásir.“
Vígamenn í sprengjuvestum
„Karlmaður hrópaði fáein orð á
arabísku og svo heyrði ég mikla
sprengingu“. Þannig lýsir öryggis-
vörður á flugvellinum árásinni þar í
samtali við fréttaveitu AFP. Aðrir
sjónarvottar í flugstöðinni segja
árásarmann hafa öskrað á viðstadda
orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er al-
máttugur“. Á blaðamannafundi sem
haldinn var skömmu eftir tilræðin
kom fram í máli saksóknara að víga-
mennirnir hafi að „öllum líkindum
verið sjálfsvígssprengjumenn“ og
því m.a. búnir sprengjuvestum.
Þá greina fréttastofur í Belgíu frá
því að skothvellir hafi einnig heyrst
skömmu áður en sprengingarnar
kváðu við, en AFP segir árásarriffil,
af gerðinni AK-47, hafa fundist við
lík árásarmanns auk þess sem
ósprungið sprengjuvesti fannst einn-
ig á flugvellinum. Var það gert óvirkt
af sprengjusérfræðingum hersins.
AP-fréttastofan segir að önnur
sprengjan hafi sprungið við af-
greiðsluborð þar sem fólk innritar
farangur í yfirvigt en hin er sögð
hafa sprungið nærri kaffihúsi í flug-
stöðvarbyggingunni.
Segist AP jafnframt hafa heimild-
ir fyrir því að naglar hafi verið í ann-
arri sprengjunni, en það er gert til
þess að hámarka líkur á manntjóni.
Lýsingar á áverkum fólks eru slá-
andi og lágu fjölmargir slasaðir,
sumir hverjir lífshættulega, á gólfi
flugstöðvarinnar eftir tilræðin. Var
aðstæðum þar líkt við vígvöll. „Ég sá
mjög marga sem höfðu misst útlimi.
Einn maður missti báða fótleggi og
það lá þarna lögreglumaður sem var
mjög illa særður á fæti,“ hefur AFP
eftir áðurnefndum öryggisverði.
Flugstöðvarbyggingin sjálf ber
þess greinilega merki að sprengjur
sprungu þar innandyra, en rúður eru
þar flestar brotnar og hrunið hefur á
sumum stöðum úr lofti hússins. Þá
mátti í kjölfar sprengjutilræðanna
sjá þykkan og dökkan reyk leggja
frá flugstöðinni.
Höggbylgja og brennisteinslykt
Um klukkustund eftir voðaverkin
í flugstöðinni sprakk þriðja sprengj-
an á Maalbeek-jarðlestarstöðinni í
hjarta Brussel með þeim afleiðing-
um að tugir létust.
Leifur Arnkell Skarphéðinsson,
lögfræðingur hjá fjármála- og efna-
hagsráðuneytinu, var þá staddur í
fremsta vagni jarðlestar sem var
rétt ókomin á Maalbeek-stöðina, en
hann var á leið til fundar hjá fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
og ætlaði út á næstu lestarstöð á eft-
ir Maalbeek-stöðinni.
„Það skellur þessi höggbylgja á
lestinni. Við finnum strax megna
brennisteinslykt og mikill reykur
kemur inn í lestina,“ segir Leifur
Arnkell í samtali við Morgunblaðið,
en framendi lestar hans átti þá að-
eins tuttugu til þrjátíu sekúndur eft-
ir fram að brautarpalli Maalbeek.
Leifur Arnkell segir sprengjuna
að líkindum hafa sprungið niðri í
stöðinni, nálægt teinunum. Högg-
bylgjan hafi verið svo öflug. Um borð
í lestinni greip skelfing fljótt um sig.
„Fólk hélt kannski að það væri
kviknað í. Það áttuðu sig að minnsta
kosti allir á því að það hefði orðið
sprenging fyrir framan lestina. [...]
Þegar reykurinn kemur inn í vagn-
inn og lyktin sömuleiðis þá grípur
um sig mikil skelfing og margir fara
hreinlega að gráta,“ segir hann.
Farþegar lestarinnar voru fastir í
vagninum í um 15 til 20 mínútur eftir
sprenginguna en þá komu vopnaðir
hermenn og leiddu þá út úr lestinni
að aftanverðu.
„Við göngum svo alla leið á tein-
unum að Arts-Loi-stöðinni. Það var
lykt og reykur í göngunum en góð
lýsing svo við sáum hvert við vorum
að fara. Þegar við komum loks á Art-
Loi þá eru þar lögreglumenn í
hrönnum með byssur sem leiða okk-
ur upp og út þar. Það er allt í reyk
þar líka svo sprengingin hefur verið
stór og öflug,“ segir hann.
„Við verðum að standa saman“
Fáeinum klukkustundum eftir til-
ræðin sendi Ríki íslams frá sér til-
kynningu þar sem samtökin lýstu yf-
ir ábyrgð sinni á ódæðunum.
„Vígamenn Ríkis íslams stóðu fyr-
ir röð sprenginga með sprengjuvest-
um og tækjabúnaði. Skotmörkin
voru flugvöllur og jarðlestarstöð í
Brussel, miðborg Belgíu – ríkis sem
tekur þátt í fjölþjóðlegu bandalagi
gegn Ríki íslams,“ segir í tilkynn-
ingu vígasamtakanna.
Mörg ríki Evrópu auk Bandaríkj-
anna hækkuðu í gær viðbúnaðarstig
vegna hugsanlegra hryðjuverka og
voru þungvopnaðir lögreglumenn
víða áberandi í helstu stórborgum.
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, sagði hryðjuverkamenn
aldrei koma til með að vinna. „Þetta
eru erfiðir tímar og ógeðfelldir
hryðjuverkamenn. En við verðum að
standa saman og gera allt sem við
getum til að stöðva þá og tryggja að
jafnvel þótt þeir ráðist á lífshætti
okkar og þau gildi sem við stöndum
fyrir, þá munu þeir aldrei sigra. [...]
Þetta voru árásir á Belgíu en hefðu
allt eins getað verið gegn Bretlandi.“
Francois Hollande Frakklands-
forseti var einnig ómyrkur í máli.
„Með árásinni á Brussel er búið að
ráðast á alla Evrópu,“ sagði hann.
Tugir látnir eftir
árás Ríkis íslams
Vígamenn stóðu fyrir sprengjutilræðum á flugvelli og lest-
arstöð í hjarta Belgíu Hundruð eru særðir og tugir látnir
AFP
Óvissa Þungvopnaðir lögreglumenn tryggðu m.a. öryggi á fjölmörgum
lestarstöðvum eftir tilræðin og leituðu að vopnum á sumum sem þar voru.
AFP
Grimmd Mynd úr öryggismyndavél sýnir tilræðismennina í flugstöðinni.
Hryðjuverk í Brussel