Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 ✝ Anna SigríðurBjörnsdóttir fæddist í Winnipeg 5. ágúst 1921. Hún lést á Landspít- alanum háskóla- sjúkrahúsi 10. mars 2016. Foreldrar: Einar Þorgrímsson (1896- 1950) og fyrri kona hans Jóhanna Þur- íður Oddsdóttir (1895-1972). Kjörforeldrar: Björn Þorgrímsson (1886-1966, föðurbróðir Önnu), og kona hans Marta Valgerður Jóns- dóttir (1889-1969). Alsystkin: Jóhanna (1919- 1998), Þorgrímur (1920-2007), Einar Þór (1925-2010). Hálfsystkin: Rafnar Karl Karlsson, f. 1937 (sammæðra), og Edda Clark, f. 1940 (sam- feðra). Anna Sigríður giftist 29. júní 1945 Ólafi Pálssyni verkfræð- ingi, f. 18. maí 1921, d. 4. októ- ber 2011. Foreldrar: Páll Ein- arsson (1868-1954) og seinni kona hans Sigríður Siemsen (1889-1970). Börn Önnu Sigríðar og Ólafs: 1) Björn, verkfræðingur, f. 13. maí 1946, kv. Guðbjörgu Helgu Magnúsdóttur, f. 1950. Börn Snæbjartur Sölvi, f. 2007. Dæt- ur Kjartans og Arndísar Guð- mundsdóttur, f. 1966: Védís, f. 1989, Sunneva, f. 1991. 7) Sveinn, rafmagnstækni- fræðingur, f. 29. mars 1962, kv. Auði Gyðu Ágústsdóttur, f. 1970. Börn: Helena Rut, f. 1996, Hildur Lára, f. 1998, Ágúst Ólafur, f. 2010. Barnabarnabörn eru 30 og afkomendur þeirra hjóna því alls orðnir 61. Anna Sigríður hóf tónlistar- nám hjá Páli Ísólfssyni, var nemandi Árna Kristjánssonar í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1935 og lauk burtfararprófi þaðan 1940. Framhaldsnám í píanóleik hjá Walter Frey við Konservatóríið í Zürich 1947-48. Sótti síðar ým- is píanónámskeið hérlendis og erlendis. Fékkst við undirleik og heimakennslu 1938-53, pí- anókennari við Tónlistarskól- ann í Reykjavík 1942-46 og við Tónlistarskóla Kópavogs 1975- 1992. Anna stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1959-60 og 1964-68 og við Myndlista- og handíðaskólann 1972. Hún hélt sýningar á graf- ík, teikningum og málverkum og tók þátt í samsýningum heima og erlendis. Á efri árum fékkst hún við ýmsa myndiðju, einkum postulínsmálun. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 23. mars 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. þeirra: Magnús, f. 1973, Anna Sigríð- ur, f. 1975. Dóttir Björns og Ásdísar Birnu Jónsdóttur, f. 1948: Guðrún Björg, f. 1971. 2) Sigríður, sér- kennari, f. 7. apríl 1949, g. Birni Má Ólafssyni, f. 1947. Börn: Ólafur Már, f. 1969, Hjalti Már, f. 1972, Elín María, f. 1977, Birgir Már, f. 1983, Anna María, f. 1987. 3) Marta, líffræðingur og framhaldsskólakennari, f. 16. apríl 1950, g. Sigurði Stefáns- syni, f. 1950. Sonur: Stefán, f. 1972. 4) Unnur, veðurfræðingur, f. 1. maí 1952, g. Þórarni Eldjárn, f. 1949. Synir: Kristján Eldjárn, 1972-2002, Ólafur, 1975-1998, Úlfur, f. 1976, Ari, f. 1981, Hall- dór, f. 1991. 5) Páll, eðlisverkfræðingur, f. 19. júní 1957, kv. Elínborgu Guðmundsdóttur, f. 1960. Börn: Ólafur, f. 1986, Aldís Erna, f. 1990, Guðmundur Orri, f. 1995. 6) Kjartan, tónskáld, f. 18. nóvember 1958, kv. Álfrúnu Guðríði Guðrúnardóttur, f. 1968. Synir: Hringur, f. 2002, Óforvarandis gaf Anna Sigga mér forláta skrifborð sem hún hafði erft eftir foreldra sína. Þegar hún skynjaði undrun í svip nýbakaðs tengdasonar sagði hún að best færi á þessu þar sem ég ætlaði mér að verða skáld og rit- höfundur að atvinnu. Það var meira en ég vissi sjálfur eða þorði að segja fullum fetum. En hún vissi það. Ekki hljómaði það mjög tengdamóðurlega en var einfaldlega í fullu samræmi við lífsstefnu hennar og sýn: List- ræna drauma á maður án hiks að láta rætast. Sjálf var hún lista- maður að upplagi og starfi, ein- staklega músíkölsk, vel mennt- aður píanóleikari og kennari frá unga aldri, þó að nokkurt hlé yrði þar á að þeirrar tíðar hætti meðan sjö börnum var komið á legg. Opinberum kennsluferli lauk hún rúmlega sjötug og eftir það nutu barnabörnin einkum kennslu hennar og hvatningar. Sjálf lét hún þó ekki staðar num- ið: Á áttræðisafmælinu fékk hún frá börnum sínum stafræn upp- tökutæki sem hún hafði óskað sér að gjöf og hljóðritaði nokkur af verkum þeirra klassísku meistara sem hún dáði mest. Þegar hún hlustaði síðan á upp- tökurnar varð hún „svo óánægð með tempóið“ að hún pantaði sér strax spilatíma hjá góðum kenn- ara til að berja í brestina. Þannig var Anna, hélt alltaf áfram og gafst aldrei upp. Listrænu tauginni nægði ekki tónlistin, Anna hafði mikla þörf fyrir myndræna túlkun og leitaði sér menntunar á því sviði einnig og sinnti síðan alla tíð mynd- sköpun af einhverju tagi: Grafík, teikningu, mótun, málverki, postulínsmálun, impróvíseruðum útsaumi svo fátt eitt sé nefnt. Ritlistin slapp ekki heldur, hún skráði minningar, rissaði upp smásagnabrot, orti „bullvísur“. Í öllu þessu var hún knúin áfram af því sem er aðal sannra lista- manna: Sköpunarþörf, sköpun- arþrá. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni fyrir alla elskusemi hennar við mig, hvatn- ingu og stuðning í blíðu og stríðu í meira en fjóra áratugi. Ekki hvað síst þakka ég óbrigðult sálufélag hennar við afkomendur okkar Unnar í músíkmálum, áhugann og leiðsögnina. Þórarinn Eldjárn. Það var árið 1967 sem ég kynntist fyrst heimilinu í Brekkugerði 4 þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Siggu, elstu dóttur Óla og Önnu Siggu. Heimilið þeirra var alla tíð annálað fyrir gestrisni og vin- ir barnanna voru þar alltaf vel- komnir. Enda get ég ekki sagt annað en að mér hafi líka verið vel tekið, en þó var það með viss- um fyrirvara, fannst mér í byrj- un, einkum af hálfu heimilisföð- urins. Hann stóð þá gjarna við uppvaskið með mæðusvip og var jafnvel svolítið stuttur í spuna. Fljótlega komst ég þó að því að mæðusvipurinn og viðmótið var uppgerð. Hann átti á þessum tíma þrjár gjafvaxta dætur og þetta var manndómspróf, sem hann taldi að vonbiðlarnir þyrftu að standast án þess að missa kjarkinn, ef þeir vildu láta líta á sig sem verðuga. Mér varð brátt ljóst að ljúfari og viðmótsþýðari menn en Óli voru vandfundnir. Anna var á þessum tíma trú sínu listamannseðli og málaði ol- íumálverk af mikilli elju. Til þess hafði hún líka fullan stuðning eiginmannsins og barnahópsins, sem tóku fullan þátt í að létta henni heimilisstörfin. Litla sögu vil ég segja hér sem mér finnst lýsa Önnu vel og hennar jákvæðu og húmorísku afstöðu til lífsins. Í byrjun árs 1968 hafði mér eitthvert kvöldið dvalist lengur hjá Siggu en þótti við hæfi. Milli kl fjögur og fimm um morguninn læddist ég út svefnherbergis- ganginn með skóna í hendinni; hljóðlega framhjá hjónaherberg- isdyrunum og gegnum dyrnar fram í borðstofuna, sem ég lokað ofurvarlega á eftir mér. Nú, sloppinn, varpaði ég öndinni feg- inn og arkaði af stað út – en sá um leið Önnu, sem sat framan við nýmálað málverk á trönum í borðstofunni. Hún horfði á mig og reyndi að vera ströng á svip en skellti svo fljótlega upp úr og skemmti sér augljóslega kon- unglega yfir þessum vandræða- gangi í mér. Bauð mér svo upp á kaffi í eldhúsinu og við áttum góða spjallstund saman. Anna var afar hæfileikarík og skynsöm kona. Jákvæð og skemmtilega frjó í viðræðum og ráðagóð og réttsýn ef eitthvað bjátaði á. Hún hafði upplifað vissa erfiðleika í uppvexti, en hafði heitið því að eignast sjálf barnmargt og hamingjuríkt heimili og stóð svo sannarlega við það. Nú hefur tengdamóðir mín kvatt þennan heim eftir langa og gifturíka ævi og væntanlega komin til fundar við Óla sinn. Hún hélt sinni andlegu reisn allt fram á síðasta dag og kvaddi sátt þessa tilveru. Ég minnist hennar með þakklæti og virðingu. Björn Már Ólafsson. Síðustu árin hef ég notið þeirrar gæfu að búa í næsta húsi við langömmu mína. Alltaf tók á móti mér virkilega jákvæð kona með hlýja og góða nærveru. Við spjölluðum um allt mögu- legt, en að sjálfsögðu mest um það sem við áttum sameiginlegt, tónlist og tónlistarkennslu. Síðasta skiptið sem ég hitti hana áttum við einstaklega gott spjall og fyrir það er ég þakklát. Við ræddum um hvað hefur breyst frá því hún var ung. Hún lýsti því til dæmis nákvæmlega hvernig umhorfs var í miðbæ Reykjavíkur í barnæsku hennar og hversu skrítin upplifun það hefði verið að horfa á allar breyt- ingarnar síðustu áratugina. Þaðan fóru samræðurnar um víðan völl, eins og þær vildu oft- ast gera. Allt í einu var hún byrj- uð að tala um lífshlaupið sjálft. Það skrítna var að mér leið meira eins og ég væri að spjalla við einstakling sem var að nálg- ast síðasta daginn í sólarlanda- ferðinni sinni. Hún sagði: „Ég er alveg sátt við að þessu sé að ljúka, það er búið að vera gaman. En það er alveg satt sem sagt er, mikið svakalega líður tíminn hratt! Ég væri alveg til í að þetta væri að- eins lengra.“ Þessi orð eru einstaklega lýs- andi fyrir hennar persónu og finnst mér við hæfi að enda á þeim. Unnur Sara Eldjárn. Í dag kveðjum við okkar ást- kæru ömmu, langömmu og al- nöfnu, hana Önnu Sigríði Björns- dóttur. Þegar ég hugsa til baka rifjast upp margar ljúfar og skemmti- legar minningar. Ég gisti oft í Brekkugerði hjá ömmu og afa og þar sem ég var frekar myrkfælin átti ég það til að skríða upp í til þeirra og var alltaf gott að koma í ömmufang. Ömmu var alltaf umhugað um okkur og er mér minnisstætt þegar amma fór með mig í búðarferð, keypti á mig fallegan bláan kjól sem mér fannst einstaklega fallegur og var í miklu uppáhaldi hjá mér. Á skólaárunum stóð okkur barnabörnunum alltaf til boða lestraraðstaða í Brekkó og nýtt- um við það okkur flest öll, þar á meðal ég. Skemmtilegast var þó að spjalla við ömmu og afa, þau voru svo opin og lifandi. Amma og afi voru sérstaklega áhuga- söm um nám okkar og starf, töl- uðu þau með stolti og virðingu um allt það sem við tókum okkur fyrir hendur. Að koma í heimsókn í Brekku- gerðið var alltaf jafn ljúft, þar var mikið spjallað um heima og geima. Amma var opinn per- sónuleiki, hafði frá mörgu að segja og miðlaði af visku sinni af einlægni og gleði. Hún naut þess að vera með fjölskyldu sinni og voru ófá matarboðin hennar og afa með íslenska lambalærinu og ístertum. Við barnabörnin vild- um öll fá að sitja í svokölluðum „drottningar- og kóngastólum“ en það voru stólar sem voru hærri en hinir og voru bara lang- flottastir. Hún amma mín var mikil lista- kona, hún var snillingur að spila á píanó enda kenndi hún á það í mörg ár. Hún málaði mikið af fal- legum málverkum sem nú prýða veggi afkomenda hennar. Frá því að ég man eftir málaði hún á postulín og leiðbeindi hún mér að mála á veggplatta sem ég síðan gaf móður minni. Að hlusta á hana spila á píanó yljaði manni um hjartarætur, hún spilaði á pí- anóið fram undir síðasta dag. Þegar ég kynntist Gunnari, manninum mínum, var amma, ASB1, ekki síður en afi ánægð og stolt. Þegar við eignuðumst okk- ar fyrsta barn spurði hún mig hvort ég ætlaði ekki að feta í fót- spor hennar og hafa þau sjö. Amma lét sér annt um afkom- endur sína og börnin okkar hændust að henni, þau nutu þess að heimsækja langömmu og skriðu í fang hennar með bros út að eyrum, hún var svo góð og skemmtileg. Síðast þegar ég heimsótti ömmu var hún glöð og ánægð og sátum við og spjölluðum lengi saman. Fór ég með henni í kaffi og stoltari konu var vart hægt að finna þegar hún kynnti mig fyrir vinkonum sínum á Grund og sagði þeim að ég væri alnafna hennar. Þessa seinustu sam- verustund okkar varðveiti ég í minningunni. Ég, Gunnar og börnin okkar þökkum fyrir yndislegar, skemmtilegar og lærdómsríkar samverustundir með nöfnu minni og ömmu í gegnum tíðina. Megi minningarnar búa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Anna Sigríður (Anna Sigga). Ég var eitt sinn í veislu hjá skólafélaga mínum í háskólan- um. Við vorum að skoða myndir sem höfðu verið teknar skömmu áður í skólaferð til Cancun. Þarna sé ég allt í einu mynd af afa og ömmu brosandi út að eyrum. Þetta kom pínu á óvart, en samt ekki. Ég vissi jú af þeim úti í Mexíkó á þessum tíma. Eins kom það manni ekki á óvart að þau hefðu verið að borða með út- skriftarnemunum enda alveg örugglega mjög líflegur og hress hópur. Það eru ljúfar minningar sem koma upp í hugann þegar maður hugsar til ömmu. Yfirleitt var líf og fjör í Brekkó enda fjölskyld- an stór og allir velkomnir. Fátt þótti þeim skemmtilegra en að hafa fólk í kringum sig og því fleiri krakkar því betra. Þetta sást í þeim fjölda matarboða og jólaboða sem þau héldu fyrir fjölskylduna. Eins var húsið yf- irleitt opið öllum, ólæst þegar þau voru heima. Í seinni tíð þeg- ar aðrir voru farnir að halda veislurnar naut amma sín í því að vera innan um aðra og í síð- asta jólaboði fylgdist hún ánægð með þeim stóra hópi afkomenda sem þar var. Ég var einn af þeim ófáu sem fengu afnot af „gáfumannaher- bergi“ þegar ég var að lesa fyrir próf. Þarna fékk maður ekki bara næði til að læra heldur var séð til þess að maður fengi næga næringu. Næringin var þá ekki síður andleg, hvort sem það var í spjalli yfir kaffibolla eða þá hlustað á tónlist, oft með ömmu við flygilinn. Þegar ég flutti norður fékk ég myndir hjá ömmu til að skreyta íbúðina mína. Ekki nóg með að hún ætti mikið af fallegum myndum til að velja úr heldur var hún búin að sjá út hvaða myndir mér líkaði við. Listrænt eðli ömmu hefur heldur betur erfst til afkomenda hennar enda var börnum ömmu og afa leyft að þróast í þá átt sem áhugasvið þeirra lágu, nokkuð sem við í næstu kynslóð- um höfum fengið að njóta áfram. Takk fyrir allar góðu stund- irnar sem eru ófáar í gegnum tíðina. Magnús. Ömmu í Brekkó kynntumst við mæðgur fyrir rúmum þrem- ur árum þegar sonarsonur hennar, hann Magnús, kom inn í líf okkar. Anna Sigga var fróð og ræðin kona og afskaplega gam- an að tala við hana. Hún fylgdist vel með okkur nýju fjölskyld- unni og sýndi námi Örnu Guð- bjargar í húsgagnasmíði og síð- ar húsgagnahönnun mikinn áhuga enda mikill listamaður sjálf og ánægð að fólk léti drauma sína rætast. Það var notalegt að kíkja við þegar við vorum í borginni, þiggja kaffi- sopa og oftast átti hún eitthvað með því, afsakaði þó stundum að hún hefði sjálf klárað það sem hún ætlaði að bjóða upp á og hló notalega hlátrinum sínum. Anna Sigga var mikill listamaður og prýða nokkur listaverk hennar húsið okkar og handmáluðu bollarnir eru algert spari og teknir fram á hátíðlegum stund- um. Við þökkum Önnu Siggu fyrir dásamleg kynni og munum minnast hennar um ókomna tíð, okkar var lukkan að fá að kynn- ast henni og hennar fólki. Alfa og Arna Guðbjörg. Elsku amma mín. Okkar saga er kannski ekki eins og annarra en við áttum okkar sögu saman. Alveg frá því að ég man eftir mér og þér þá var alltaf kært á milli okkar og þú passaðir alltaf að ég væri ein af hópnum. Ég man svo vel eftir matarboðunum í Brekkugerði og þegar við hitt- umst á jólunum og dönsuðum í kringum jólatréð. Ávallt var mikið líf og fjör í Brekkugerði, tónlist hljómaði úr herbergjum og þar var spilað á píanóið í stofunni ásamt kvik- myndagerð og fleiru. Já, það var mikið líf og fjör alltaf í kring um þig og afa enda stór fjölskylda sem umvafði ykkur og þið hana. Fyrir nokkru síðan kom ég í heimsókn til þín og við settumst niður saman. Ég hafði tekið með mér spurningar sem mig hafði alltaf langað til þess að spyrja þig um, um þína æsku, um fyrstu kynni ykkar afa, hvar ástin kviknaði hjá ykkur, um líf ykkar saman, þegar fyrsta barnið fæddist, uppeldi þitt, fjölskyldu og allt þar á milli. Þessi stund okkar var ómetanleg, og fékk ég að skrifa þetta allt niður því kannski var margt sem ég vissi ekki og það var bara svo dásam- legt að tala við þig, elsku amma, um þetta allt því, jú, þið afi áttuð yndislegt hjónaband og höfðuð gengið veginn saman í tugi ára. Okkar síðasta samtal áttum við í Neðstabergi hjá pabba og Helgu og alltaf varst þú jafn dugleg að spyrja um börnin og vera með púlsinn á öllu sem var að gerast. Elsku amma mín, þú varst al- gjörlega einstök kona sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Ég veit það, og þú vissir, og við fundum það alltaf þegar við hitt- umst að tengsl okkar voru sterk og náin. Stundirnar hefðu mátt vera fleiri, en þær stundir sem við áttum voru góðar og ljúfar. Amma mín, ég kveð þig að sinni, mun hugsa til þín og hafa þig að mínu leiðarljósi og fyrirmynd í lífinu. Þangað til næst, elskuleg. Guð geymi þig. Þín, Guðrún Björg Björnsdóttir (Gunna). Amma í Brekkó var dásamleg, skapandi manneskja með hjarta úr gulli. Ung að aldri var hún einn af fremstu píanóleikurum landsins. Hún kom fram á fjölmörgum tónleikum sem einleikari og und- irleikari og var m.a. fengin til að flytja tónlist í útvarpinu. Ung og ákveðin kona sem stóð jafnfætis körlunum í faginu. Ég er viss um að hún hefði náð mjög langt sem píanóleikari ef hún hefði helgað sig píanóleiknum eingöngu. Hún kynntist hins vegar ást- inni og fann hamingjuna í öðling- sdrengnum Ólafi Pálssyni, sem betur fer fyrir okkur afkomend- ur þeirra sem eru nú á sjöunda tug talsins. Þau stofnuðu fjöl- skyldu og unnu bæði úti, hann sem verkfræðingur og hún sem píanókennari. Linntu þau ekki látum fyrr en þau höfðu komið sjö börnum á legg og byggt yfir þau glæsilegt hús að Brekku- gerði 4 í Reykjavík. Barnastússinu var varla lokið þegar hún ákvað svo að hella sér af fullum krafti út í myndlistina. Hún var heppin að eiga mann sem fannst sjálfsagt að ganga í heimilisstörfin og annað til að veita henni það svigrúm sem hún þurfti til að sinna sínum hugð- arefnum. Um skeið þeyttist hún lands- horna á milli til að taka þátt í samsýningum og setja upp eigin sýningar. Hún var öflug í graf- íklistinni, sem var í sókn á þeim tíma, en minnisstæðust eru litrík og stórhuga olíumálverkin sem héngu uppi um alla veggi í Brekkugerðinu. Hún var einnig ótrúlega afkastamikill postulíns- málari. Málaði og skreytti kaffi- stell og aðra muni af ótrúlegu Anna Sigríður Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.