Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 29

Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 hugmyndaflugi og óheftri sköp- unargleði. Við eigum nokkra kaffibolla eftir hana sem bókstaf- lega iða af lífi. Amma átti auðvelt með að heilla fólk, var opin og fram- hleypin og hugsaði stundum upp- hátt. Ég held að hún hafi átt ljómandi gott samband við hvern einasta af sínum afkomendum. Hún hafði sérstakan áhuga á skapandi fólki en var einnig næm á sálarlíf barna, líklega vegna þess að hún átti ekki alveg átaka- lausa æsku sjálf. Ég man ekki eftir henni öðru- vísi en brosandi og það var auð- velt að fá hana til að hlæja. Hún var með dásamlegan dillandi hlátur, sem Kristján bróðir minn líkti einhverju sinni við skopp- arabolta: Hann byrjaði hægt og hvellt en varð svo jafnt og þétt hraðari á meðan hann fjaraði út. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa átt þig að, elsku amma, og mun varðveita minninguna um þig í hjarta mínu. Þakka þér fyrir allar samræðurnar sem við áttum um listina, lífið og barna- uppeldið. Mér þykir óendanlega vænt um að þú hafir mætt á tón- leikana mína í Blikktrommunni í vetur, níutíu og fjögurra ára gömul innan um hipstera bæjar- ins. Það sem þú hafðir að segja við mig eftir tónleikana og einnig eftir útskriftartónleikana mína er sennilega besta og mikilvæg- asta gagnrýni sem ég hef nokk- urn tímann fengið. Ég hefði ekki getað beðið um betri hinstu minningu en þá sem þú gafst okkur sunnudagskvöld- ið áður en þú fórst, þar sem þú situr með Þórarin Skúla, 18 mán- aða son minn, í fanginu og hjálp- ar honum að spila Gamla Nóa á píanóið: Fyrsta píanókennslu- stundin hans. Hinsta þín. Ég mun minnast þín sem hjartahlýrrar ömmu, frábærs listamanns og umfram allt góðs vinar. Far í friði. Úlfur Eldjárn. Þegar við hugsum til ömmu okkar munum við minnast henn- ar með afa í Brekkugerði. Að koma heim til þeirra var eins og að stíga inn í ævintýraveröld í minningu okkar systranna. Í Brekkó voru fjölmörg dularfull herbergi, skápar sem hægt var að skríða inn í og jafnvel á milli herbergja, pínulítil smáhljóðfæri sem amma safnaði, konunglegt hásæti í stofunni, myndir og mál- verk ömmu sem fylltu alla veggi, skúffa inni í eldhúsi sem var full af leikföngum, risastór flygill sem amma skildi aldrei eftir lengi óhreyfðan, lítið bast-sófa- sett í okkar stærð, myndskreytt postulín sem amma málaði, jóla- kaka sem amma bakaði, lítil postulínsskál fyllt Mackintosh- molum sem virtist búa yfir þeim töframætti að tæmast aldrei, risastór garður með rólum, rifs- berjatrjám, jarðaberjaplöntum, hvalabeinum og fuglahúsi og var þar fjöldinn allur af blómum sem alltaf mátti tína. Við munum alltaf muna eftir því hversu hlý og góð hún amma var. Hún var alltaf til í að rifja upp gamla og breytta tíma og segja okkur endalausar sögur frá því í gamla daga. Hún bjó yfir hæfileikum á mörgum sviðum sem hún miðlaði óspart til af- komenda sinna. Hún kom okkur systrunum af stað í píanónámi eins og flestum afkomendum, kenndi okkur að hekla og í Brekkó voru alltaf til litir og blöð fyrir okkur að teikna á og hvatti amma okkur áfram og var alltaf jafn hrifin af tilraunum okkar. Hún var alltaf full áhuga að sjá, hlusta og rýna í það sem við vor- um að gera og segja okkur til, hvort sem það tengdist tónlist, myndlist eða einhverju öðru. Okkur þykir ólýsanlega vænt um þann tíma sem við fengum með ömmu okkar og vitum með vissu að hún mun ávallt lifa áfram í öllum afkomendum hennar, listaverkum og öllu því sem hún kenndi þeim sem voru svo heppnir að fá að kynnast Önnu Sigríði Björnsdóttur. Helena Rut og Hildur Lára Sveinsdætur. Þegar ég var fimm ára gamall hófst ferill minn sem tónlistar- maður þegar ég byrjaði að fara í píanótíma til ömmu í Brekkó. Þessir tímar eru mjög sterkir í minningunni. Amma passaði vel upp á að láta mig hafa krefjandi verkefni en líka að blanda leik inn í kennsluna. Einn af þeim var „kall og svar“. Hann fór þannig fram að við amma „töluðum sam- an“ í gegnum píanóið. Hún byrj- aði á að spila eitthvert rugl með flötum lófum á neðstu nóturnar og ég átti svo að svara um hæl á efstu nótunum. Þannig gátum við „spjallað“ saman á píanóinu. Þannig gaf hún mér þá sterku til- finningu sem ríkir enn í mér í dag að tónlistin sé leið til að tjá tilfinningar. Það liggur við að ég eigi auðveldara með að tjá til- finningar mínar í tónlist en í orð- um. En tímarnir voru ekki bara leikir. Eitt af því fyrsta sem amma kenndi mér var að spila C dúr tónstigann. Hún sagði mér að spila nóturnar og segja upp- hátt nöfnin þeirra um leið. C, D, E, F, G. Fleiri nótur gat fimm ára ég ekki munað í bili. Ég fest- ist í tónstiganum. Það vantaði upp á A og H þarna í lokin. En amma kunni ráð, því þessar sein- ustu tvær nótur heita nefnilega Amma og Halldór. C, D, E, F, G, Amma, Halldór. Mér þykir ein- staklega vænt um þessa minn- ingu. Það skiptir nefnilega máli í lífinu að skilja eitthvað eftir sig, hvort sem það er í föstu formi eða í hjörtum annarra. Við sjálf erum öll endanleg en hugmyndir okkar og gjörðir geta hins vegar lifað að eilífu. Þó svo að amma sé nú farin get ég þó huggað mig við það að ég og hún höfum þegar öðlast eilíft líf þökk sé henni, því á hverju einasta píanói í heim- inum sitja núna nóturnar Amma og Halldór hlið við hlið, efst í C dúr tónstiganum, og munu sitja þar sem fastast um ókomna tíð. Takk fyrir allt, amma mín. Halldór Eldjárn. Hún amma var lífsglöð og hlý manneskja. Við vorum góðir vin- ir og strax á barnsaldri fann ég til ólýsanlegrar gleði í hvert skipti sem mér tókst að láta hana skella upp úr og segja „jiii“. Flest símtöl okkar hófust á því að hún sagði með spurnartón „ööö, Ari minn?“ og fannst henni sjálfsagt að hlusta á mig endur- taka þessa setningu og líkja eftir rödd hennar í gríð og erg, enda hafði hún mikinn húmor fyrir sjálfri sér. Oft skemmti ég mér við að veiða upp úr henni gamlar málslettur og lærði að kalla lög- regluþjóna pólití, að það væri alt- an á sumum húsum og fortó fyrir utan þau og að teygjutvist hefði einu sinni verið mikið móðins. Og að menn settu ekki á sig rakspíra heldur vellyktandi. Allt þetta fannst mér stórmerkilegt og sprenghlægilegt. Samtöl okkar voru út og suður og spönnuðu áratugi. Vitneskja mín um Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar er að miklu leyti frá henni komin og þökk sé lýsingum hennar fannst mér sem þessi horfna ver- öld væri ennþá til og aðgengileg. Hún mætti ótal sinnum á skemmtanir þar sem ég kom fram, til að styðja sinn dreng, og skilyrðislaus væntumþykja hennar hefur alltaf verið mér hvatning til góðra verka. Sein- ustu daga hef legið yfir gömlum fjölskyldumyndum og á kvik- myndafilmu frá 1982 má sjá hana hjálpa mér að stíga mín fyrstu skref. Þótt ég væri á seinni árum stundum farinn að halda við handlegginn á henni þegar hún gekk niður tröppur hélt stuðn- ingur hennar við mig alltaf áfram. Ég er óendanlega þakk- látur fyrir að manneskja sem var sextug þegar ég fæddist skyldi hafa verið mér samferða í heil 34 ár. Og mest þykir mér vænt um að dóttir mín skuli hafa náð að kynnast henni og fá að eiga svona líka rosalega skemmtilega, fyndna, hlýja og klára lang- ömmu. Ari Eldjárn. Stofan á Sjafnargötu 11 ljóm- aði alltaf þegar Anna Sigga kom í heimsókn. Kannski var það af því að hún hafði svo óvenju fallegt bros sem náði alltaf til augnanna eða vegna þess að í þessu húsi hafði hún fundið stóru ástina sína, hann Óla frænda. Það voru miklir kærleikar með foreldrum okkar og þeim hjónum. Móðir okkar og Óli voru jafnaldrar og alin upp saman að hluta til. Þau voru miklir vinir og nánast eins og systkini og þegar Anna Sigga bættist í hópinn var henni auðvitað vel fagnað. Það var alltaf glatt á hjalla þegar Óli og Anna Sigga voru nálæg. Blessuð sé minning þeirra. Við þökkum Önnu Siggu sam- fylgdina og vináttuna og biðjum fyrir samúðarkveðjur til barna hennar og fjölskyldna þeirra. Edda og Sjafnargötusystkinin. Anna Sigríður Björnsdóttir hélt lengi heimili í bláu húsi í Brekkugerði í Reykjavík. Eigin- lega félagsheimili og athvarf fyr- ir menningaruppeldi unglinga á svæðinu. Bláa húsið var okkar Unuhús. Þar voru jafnan há- fleygar umræður um tilgang lífs- ins, vísindi, heimspeki, trúmál og listir. Það var mikill skapandi andi á heimili Önnu. Flygillinn var miðdepill hússins og Anna hjarta þess. Málverk eftir Önnu prýddu alla veggi og í garðinum uxu ótuktuð íslensk blóm og jurt- ir. Ég var svo lánsamur að njóta þess að vera þar daglegur gestur um nokkurra ára skeið. Í bláa húsinu var maður aldrei einn. Þar kom fólk og fór, svo til allan sólarhringinn. Mikið var sungið og spilað á hljóðfæri og þeir sem ekki gátu það reyndu þá að hnoða saman textum og kvæð- um. Allt húsið var undir lagt, en aldrei man ég eftir því að Anna kvartaði. Hún sveif um húsið eins og náttúruvætti og umvafði okkur væntumþykju og hlýju. Við bárum takmarkalausa virð- ingu fyrir henni. Hún stjórnaði því sem hún vildi stjórna, með augunum og brosinu. Ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt þessa konu og sendi börnum hennar, tengdabörnum og öðrum afkomendum innilegar samúðar kveðjur. Það er stór og gæfuleg- ur hópur. Ásgeir R. Helgason. ✝ Anton Júlíus-son, bóndi að Þorkelshóli II í Víðidal, fæddist í Reykjavík 23. apríl 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Hvamms- tanga 10. mars 2016. Foreldrar Ant- ons voru Jón Al- bert Hallgrímsson verkamaður, f. 8.6. 1906, d. 11.7. 1937, og kona hans Aldís Anna Antonsdóttir húsmóðir, f. 1.11. 1906, d. 12.5. 1982. Kjör- foreldrar Antons voru Júlíus Jónsson bóndi, Mosfelli, f. 19.7. 1896, d. 17.5. 1991 og kona hans Guðrún Sigvaldadóttir hús- móðir, f. 6.9. 1905, d. 1.8. 1981. Systkini Antons eru: Sólveig Júlíusdóttir, f. 11.7 .1929, Axel Eyjólfur Albertsson, f. 30.7. 1933, d. 18.9. 2008, Guðlaug Kristín Albertsdóttir, f. 13.9. 1934, d. 20.4. 2010, Ragnhildur Auður Vilhjálmsdóttir, f. 23.12. 1935, kjörsystir, Bryndís Júl- íusdóttir, f. 28.4. 1945. Anton kvæntist 9. ágúst 1959 Jóhönnu Rögnu Eggertsdóttur, f. 7. janúar 1939, d. 19. ágúst 2001. Hún var dóttir Eggerts Þórarins Teitssonar, f. 10. maí 1899, bónda á Þorkelshóli, og andi sambýliskonu, Svanhvíti Freyju Þorbjörnsdóttur, er Sig- urður Björn, f. 3. maí 1989. Anton var skírður Hall- grímur Anton en notaði á full- orðinsárum aðeins Antons- nafnið og féll Hallgríms-nafnið út úr þjóðskrá. Hann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til sjö ára aldurs. Þá flutti hann eftir andlát föður síns að Mosfelli í Svínadal í Austur-Húnavatns- sýslu þar sem hann var tekinn í fóstur. Hann gekk í barnaskóla sem var þá á bæjum í sveitinni sem skiptu því á milli sín að hafa skólann. Hann var í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal og útskrifaðist bú- fræðingur vorið 1954. Anton fluttist að Þorkelshóli í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu vorið 1959 með bústofn sinn og bjó þar upp frá því ásamt Jóhönnu Rögnu eigin- konu sinni en þau keyptu hálfa jörðina af tengdaforeldrum Antons vorið 1963 á móti Jó- hannesi bróður Jóhönnu sem keypti hinn helminginn. Þau stunduðu búskap til ársins 2000. Hann starfaði oft við slátrun á haustin, um tíma við fiskvinnslu, einnig um nokk- urra ára skeið við uppsetningu og viðhald girðinga fyrir ýmsa aðila til hliðar við bústörfin. Útför Antons fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag, 23. mars 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. konu hans Dýr- unnar Herdísar Jó- hannesdóttur hús- móður, f. 6. nóvember 1897. Börn Antons og Jóhönnu eru: 1) Eggert Aðalsteinn, f. 30. nóvember 1958, mjólkur- tæknifræðingur. Eiginkona hans er Sesselja Árnadótt- ir, f. 18. janúar 1961. Börn hans með fyrri eiginkonu, Jónínu Auði Sigurðardóttur, eru: a) Anton Albert, f. 29. desember 1987. b) Kristrún Ósk, f. 28. des- ember 1988. Sambýlismaður hennar er Steinþór Helgason, f. 12. október 1978. Börn þeirra eru: Helgi Fannar, f. 27. nóv- ember 2009 og Heimir Bjarni, f. 2. júlí 2011. 2) Júlíus Guðni, f. 3. apríl 1963, bóndi og slátrari. Sambýliskona hans er Ulla Kristin Lundberg, f. 1. desem- ber 1973. Dætur þeirra eru: a) Jóna Margareta, f. 20. nóv- ember 1998, b) Jóhanna Maj, f. 5. maí 2002, c) Lísa Marie, f. 21. júní 2004. d) Aldís Antonía, f. 15. september 2012. 3) Teitur Jóhann, f. 27. maí 1964, fisk- vinnslumaður. Eiginkona hans er Rattana Uthai, f. 22. febrúar 1973. Sonur hans með fyrrver- Tengdafaðir minn, Toni, er lát- inn. Fyrir fimm árum fékk hann heilablæðingu. Eftir stutta dvöl á sjúkrahúsi í Reykjavík var hann fluttur til Hvammstanga enda taldi hann að „háskólasjúkrahús“ gæti tæplega bjargað sér, vildi fá að drepast heiðarlega án þess að verða aumingi. Fjölskyldan fær ekki fullþakkað þá góðu umönn- un, nærgætni og velvild sem starfsfólkið þar sýndi honum og fjölskyldunni. Fyrstu kynni mín af Tona voru sumarið 2002. Við tókum á móti feðgunum Eggerti og Antoni Al- berti úr fjallgöngu. Við vorum feimin og óörugg, ein í guðs- grænni náttúrunni. Þarna varð mér ljóst hversu fær hann var að tala mikið um ekkert. Hann hafði góðan orðaforða um veður, lands- lag og náttúru. Þessari hæfni hélt hann og blekkti þannig gesti og gangandi. Það var gott að heimsækja tengdapabba að Þorkelshóli. Hlýjar móttökur, rólegheit, nota- legt spjall og frásögur frá liðnum tíma. Boðið var upp á kaffi, kex og eða danskar kökur úr kaup- félaginu. Þegar á okkur kom far- arsnið snaraðist höfðinginn eftir kvöldmatnum. Við urðum auðvit- að að fá mat fyrir okkar ferðalag. Matseðillinn var oft kjúklinga- réttir, tilbúnir í álformi með bök- uðum baunum og grænum, hangikjöt í stað kjúklings við há- tíðlegri tækifæri. Í einni heim- sókn að Þorkelshóli fórum við Eggert í göngutúr upp á bæjar- hólinn. Það var kalt í veðri, snjór og fallegt. Þegar við komum inn tók ég eftir að giftingarhringur- inn var horfinn. Mér brá og við Eggert gerðum tilraun til að rekja slóð okkar í von um að finna gullið en án árangurs. Vonsvikin settumst við að borðinu í hlýju eldhúsinu og þá læddist út úr Tona: „Þessi hringur skiptir nú ekki máli krakkar mínir, það er hjónabandið sem þið þurfið að passa upp á.“ Tengdapabbi var mikil gleðimaður og þótti gott að fá sér í staupinu. Rabbstundir í eldhúsinu við opinn viskífleyg voru að því leyti innilegri að hann sagði oft hvað innst inni bjó. Þannig fékk ég í nokkrum sam- tölum upprifjanir frá æsku hans sem ekki var alltaf auðveld. Þau brot væru efni í bók eða kvik- mynd. Afabörnin voru Tona allt. Ég sá strax hversu vænt honum þótti um þau. Það færðist yfir hann einlægt bros þegar hann um- gekkst þau. Ógleymanleg er stundin þegar hann sá Helga Fannar í fyrsta sinn heima á Þor- kelshóli. Hann var hissa en þakk- látur að Kristrún Ósk, litla afa- stelpan, gæti gert hann að langafa. Eftir að hann veiktist voru setningar stundum sam- hengislausar en oft fullar af speki. „Gamlingjarnir eru flokk- aðir eftir því hvað þeir er rugl- aðir. Svo fara þeir sem eru meira ruglaðir að leiðbeina hinum.“ Eftir bílferðir vildi hann ekki inn því hann var frískur, hann þyrfti ekki á sjúkrahús. Þá var þjóðráð að tala um stúlkurnar sem biðu þess að aðstoða hann. Hann var alltaf hrifin af konum og leyfði þeim upp að vissu marki að ráðskast með sig enda sagði hann: „Konan ræður miklu meira en því sem maður í fljótu bragði gerir sér grein fyrir.“ Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst höfðingjanum og heims- borgaranum Hallgrími Antoni Júlíussyni, manni sem hafði lífs- móttóið „lífið er yndislegt“. Hafðu þökk fyrir allt. Sesselja Árnadóttir. Með fátæklegum orðum vil ég minnast Antons Júlíussonar sem verður jarðsunginn í dag. Ég segi fátæklegum orðum því að erfitt er að finna réttu orðin sem lýsa þessum öðlingi. Toni, eins og hann var kallaður, var vinur vina sinna og sú vinátta var falslaus, hann reyndist mér og mínum börnum vel og er ég þakklát fyrir þær stundir sem við áttum sam- an. Eftirfarandi ljóð segir allt sem þarf. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kæri vinur, ég minnist þín með þakklæti og hlýju. Jónína Auður. Anton Júlíusson Kær systir mín, CAMILLA PROPPÉ LITSTER, f. 11. apríl 1923, andaðist á heimili sínu í Battersea í London 12. þessa mánaðar. . Kolbrún Ólafsdóttir Proppé. Bróðir okkar, CARL PETTER WILBERG, fæddur á Ísafirði, lést í Karlovo í Búlgaríu 15. mars síðastliðinn. . Systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.