Morgunblaðið - 23.03.2016, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
Hljómsveitin
Quarashi mun
koma fram á
Þjóðhátíð í Eyj-
um um versl-
unarmannahelg-
ina en hún kom
seinast fram á
henni fyrir
tveimur árum. Í
tilkynningu segir
að hljómsveitin
verði skipuð öllum upprunalegu
meðlimum sveitarinnar. Af öðrum
sem leika munu á hátíðinni má
nefna Emmsjé Gauta, Agent
Fresco, Úlf Úlf, Retro Stefson,
GKR, Herra Hnetusmjör, Sturlu
Atlas og Júníus Meyvant.
Quarashi snýr aftur
Sölvi Blöndal úr
Quarashi
» Munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðs-son lék með kvartetti sínum á djasskvöldi Kex
hostels í gærkvöldi við góðar undirtektir gesta.
Auk Þorleifs skipa kvartettinn Hunter Burgamy á
gítar, Colescott Rubin á kontrabassa og Nick Sanc-
hez á trommur. Kvartettinn lék frumsamin lög í
bland við vel valda standarda eftir höfunda á við
Cole Porter, Bobby Timmons og Ray Brown.
Kvartett Þorleifs Gauks kom fram á djasskvöldi Kex hostels
Góðir Kvartett Þorleifs hélt uppi gríðarlega góðri stemningu og vakti lukku meðal áhorfenda og heyrenda, enda var spilagleðin við völd.
Blásið af list Þorleifur Gaukur er afar fimur með munnhörpuna.
Ánægð Gestir voru sáttir með tónleikana, hér f.v: Arnar Hannes Gestsson,
Anna Ólafsdóttir, Davíð Sigurðsson og Sesselja Guðjónsdóttir.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bíó Paradís mun taka kvikmyndina
Chasing Robert Barker aftur til
sýninga um páskana og verður hún
sýnd frá skírdegi til annars í pásk-
um, 24. til 28. mars.
Leikarinn Guðmundur Ingi Þor-
valdsson er tilnefndur til bresku
kvikmyndaverðlaunanna National
Film Awards sem besti leikari í að-
alhlutverki fyrir leik sinn í kvik-
myndinni og stendur netkosning
um þá bestu meðal tilnefndra á vef
verðlaunanna, nationalfilmaw-
ards.co.uk, yfir til 25. mars og því
enn hægt að kjósa Guðmund. Verð-
launahátíðin fer fram 31. mars í
Lundúnum og verður Guðmundur
viðstaddur hana.
Guðmundur fer í myndinni með
hlutverk David sem er sk. papa-
razzo eða laumuljósmyndari. Kvöld
eitt, þegar lítið hefur gengið á, fær
hann ábendingu um að stjörnuleik-
arinn Robert Barker sitji og snæði
kvöldverð með ungri konu á fínum
veitingastað. Ljósmyndirnar sem
hann nær komast á forsíðu blaðsins
sem hann vinnur fyrir og fréttin
slær í gegn þannig að ritstjórinn
Olly krefst þess að sjá meira. Upp-
hefst þá eltingaleikur við Barker í
von um að ná fleiri myndum – en
David verður að horfast í augu við
skaðann sem slúðurblöðin og óvar-
leg meðhöndlun á sannleikanum
hafa valdið honum í fortíðinni, eins
og segir um myndina á vef kvik-
myndahússins.
Tilnefndur Guðmundur Ingi í kvikmyndinni Chasing Robert Barker. Hann er
tilnefndur til bresku kvikmyndaverðlaunanna National Film Awards.
Chasing Robert Barker sýnd á páskum
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár
MY BIG FAT GREEK WEDDING 2 5, 8, 10:10
BATMAN V SUPERMAN 3D 6, 9(POWER)
KUNG FU PANDA 3 3:55, 6 ENS.TAL
KUNG FU PANDA 3 1:50, 3:55 ÍSL.TAL
BROTHERS GRIMSBY 10
FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 8
ZOOTROPOLIS 2
ALVIN OG ÍKORNARNIR 1:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 21:00
TILBOÐ KL 1:50