Morgunblaðið - 23.03.2016, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.03.2016, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 83. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Myndir af árásarmönnum birtar 2. Horft framhjá Íslandi tvisvar 3. „Það sem við óttuðumst hefur“ … 4. Staðan í Brussel í hnotskurn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Björk Guðmundsdóttir hefur verið kynnt sem helsti listamaður listahá- tíðarinnar Carriageworks í Sydney í Ástralíu í ár. Kastljósinu verður beint að ýmsum stafrænum verkefnum Bjarkar í þriggja vikna dagskrá Vivid Sydney dagana 27. maí til 18. júní og 3. júní mætir Björk á staðinn og þeyt- ir skífum í sérstakri dagskrá. Ljósmynd/Kevin Mazur Björk skærasta stjarnan í Sydney  Tónleikar á veg- um Jazzklúbbsins Múlans fara fram í kvöld kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim kemur fram kvart- ettinn Q56 og leikur perlur Cole Porter. Meðlimir kvartettsins eru Steinar Sigurðarson á saxófón, gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson, Þorgrímur Jónsson á bassa og Kári I. Árnason á trommur. Cole Porter endur- borinn á Múlanum  Tónlistarkonan Kristín Anna Val- týsdóttir heldur tónleika í kvöld kl. 21 í Mengi við Óðinsgötu. Hún mun leika og syngja eigin tón- list. Kristín hefur sinnt tónlist á ýmsa vegu og þá m.a. undir lista- mannsnafninu Kría Brekk- an og sem liðsmaður múm. Kristín Anna Valtýs- dóttir leikur í Mengi Á fimmtudag Austan 8-13 m/s, en snýst í suðvestan og vestan 8-15 á sunnanverðu landinu. Rigning eða slydda sunnantil. Á föstudag Norðaustan- og austanátt, víða 10-15 m/s. Rigning eða slydda sunnan heiða um eða eftir hádegi. Él norðantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 3-8 og skúrir eða slydduél, en úr- komulítið fyrir norðan og bjart með köflum. Hiti 1 til 8 stig. VEÐUR Í fyrsta skipti í 23 ár eða síðan 1993 er hið sögu- fræga kvennalið Keflavíkur ekki með í úrslitakeppninni á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik. Í gærkvöldi tapaði Keflavík á heimavelli í hreinum úrslitaleik gegn Grindavík um sæti í úrslita- keppninni 77:84. Grindavík náði fjórða sætinu og mætir Haukum sem urðu deilda- meistarar. Snæfell mætir Val. »3 Grindavík náði fjórða sætinu Katrín Ómarsdóttir missir væntan- lega af fyrsta leik tímabilsins í ensku atvinnudeildinni í knattspyrnu, gegn Chelsea á morgun, vegna meiðslanna sem hún varð fyrir gegn Dönum í Al- garve-bikarnum. Hún leikur nú með Doncaster í deildinni, eftir að hafa spilað með Liverpool í þrjú ár. Katrín er hins vegar fullviss um að verða leikfær fyrir Evrópuleik Íslands gegn Hvíta- Rússlandi 12. apríl. »4 Katrín missir af byrjun ensku deildarinnar Breytingar eru í farvatninu varðandi skipulag á Evrópukeppnum félags- liða í körfubolta. Evrópska körfu- knattleikssambandið, FIBA Europe, ákvað eftir fundahöld í Frakklandi að setja á fót Champions League. Lið frá þrjátíu aðildarlöndum komast í keppnina næsta haust. Næstu Ís- landsmeistarar gætu mögulega kom- ist í keppnina í haust. »1 Champions League verður til í körfunni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Miklar endurbætur standa nú yfir í byggingunum á Garðskaga með það að markmiði að gera vitasvæðið að- gengilegra fyrir gesti og gangandi. Stofnað hefur verið félagið Garðskagi ehf. um reksturinn og er Jóhann Ís- berg framkvæmdastjóri. Gamli Garðskagavitinn var reistur 1897 í umsjón dönsku vitamálastofn- unarinnar og hannaður af starfs- mönnum hennar. Hann er 11,4 m á hæð. Axel Sveinsson verkfræðingur hannaði nýja Garðskagavitann, sem var byggður árið 1944 og tók þá við af þeim eldri. Hann er 28,6 m á hæð með ljóshúsi. Vitavarðarhús var byggt 1933 eftir teikningum Einars Er- lendssonar arkitekts og hafði vita- vörður þar búsetu til 1979. Byggða- safnið á Garðskaga er starfrækt í útihúsunum sem tilheyrðu búi vita- varðarins. Þar eru til dæmis hlutir sem áður tilheyrðu sveitastörfum, heimilishaldi og daglegu lífi. Byggða- safnið er þrískipt. Í einum hlutanum eru meðal annars um 60 vélar, sem Guðni Ingimundarson frá Garð- stöðum gerði upp og eru þær allar gangfærar. Veitingastaður á ný Fyrir framan safnið er báturinn Hólmsteinn GK. Í bátnum er aðstaða fyrir minni hópa. „Svæðið hefur verið óbreytt lengi og einkum vegna stöð- ugt fleiri ferðamanna var ákveðið að ráðast í breytingar samkvæmt stefnu- mótun sveitarfélagsins sem samþykkt var vorið 2015,“ segir Jóhann. Enginn veitingastaður er í Garði fyrir utan bensínsjoppu. Jóhann segir að þegar norðurljósatíminn sé komi fjölmargar rútur fullar af ferðamönn- um í Garðinn. Með það í huga hafi ver- ið ákveðið að opna aftur veitingastað á annarri hæð í byggðasafninu, setja upp sérstakt norðurljósasafn í safninu og sýna norðurljósakvikmyndir í sér- stöku sýningarrými. Í nýja vitanum er stefnan að að vera með þrjár sýn- ingar opnar samtímis, meðal annars sýningu um hvali með teikningum eft- ir Jón Baldur Hlíðberg og sýningu um vita á Íslandi, sögu þeirra í máli og myndum. „Gamli vitinn er næstelsti viti landsins á eftir gamla vitanum á Dalatanga og honum þarf að sýna virðingu og gera hann upp,“ segir Jó- hann. Eldri borgarar hafa fengið aðstöðu til þess að selja handverk í vitavarða- húsinu og þeim verður gert það mögulegt í safninu sjálfu. Vitarnir hafa að mestu verið lokaðir, en með breytingunni verða þeir opnir al- menningi. Jóhann segir að í stefnu- mótuninni sé gert ráð fyrir að öll þjón- usta verði aukin og bætt íbúunum til hagsbóta. „Allar þessar breytingar taka sinn tíma en stefnan er að rekst- urinn verði kominn á fullt fyrir sum- arið,“ segir hann. Menningarreitur á Garðskaga  Unnið að breyt- ingum samkvæmt nýrri stefnumótun Morgunblaðið/RAX Garðskagi Jóhann Ísberg og Sigurður Þorsteinsson vinna með öðrum að endurbótum á svæðinu. Endurbætur Jóhann og Sigurður líta björtum augum til framtíðar í nýja Garðskagavitanum, þar sem þeir ætla að halda sýningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.