Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ungir og upprennandi fótboltamenn og -konur
léku með knöttinn af miklum myndugleik á nýja
gervigrasinu á Valsvellinum í fyrradag þar sem
æfingar fóru fram í öllum hornum. Æfingum
undir berum himni hlýtur einnig að fjölga með
hækkandi sól en vorið hefur gert vel vart við sig
á meðal borgarbúa undanfarna daga. Veður-
stofan býst þó við lítilsháttar rigningu í morgun-
sárið en léttir til þegar líður á daginn.
Knattleikir í öllum hornum á Valsvellinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ungir Valsarar sprettu kátir og léttir úr spori á nýju gervigrasi
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Ísland og Rússland undirrituðu í
gær samning um veiðar íslenskra
skipa á árinu
2016 í rússneskri
lögsögu og munu
Íslendingar sam-
kvæmt honum
geta veitt allt að
8.158 tonn af
þorski. Þar af er
5.098 tonnum út-
hlutað beint en
eftir á að semja
um verð vegna
3.060 tonna sem
íslenskar útgerðir hafa rétt til að
kaupa af Rússum. Er samningurinn
metinn á um 2,3 milljarða króna.
„Þetta eru ánægjuleg tíðindi og
skipta íslenska þjóðarbúið miklu,“
segir Steinar Ingi Mattíasson, sem
sat í samninganefnd Íslands sem
fulltrúi Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi, um samninginn sem
oftast er nefndur Smugusamningur-
inn.
Samningurinn byggir á þríhliða
samningi Íslands, Noregs og Rúss-
lands frá árinu 1999 um veiðar á
þorski í Smugunni. Ísland og Rúss-
land semja árlega um veiðar hvers
árs á grundvelli Smugusamningsins
en á fundi í desember í fyrra náðist
ekki að landa samningi. „Þá slitnaði
upp úr viðræðum og þess vegna er
ánægjulegt að hafa náð að landa
þessu,“ segir Steinar.
Á fundinum kom fram að Rússar
hafa áhuga á því að endurskoða
ákveðin atriði í Smugusamningnum
í aðdraganda mögulegrar endur-
skoðunar hans árið 2018. Jafnframt
lýstu þeir yfir áhuga á því að auka
samstarf milli þjóðanna á sjávar-
útvegssviðinu.
Milljarðasamningur í höfn
Smugusamningurinn svokallaði endurnýjaður Slitnaði upp úr viðræðum í
desember Íslendingar fá að veiða rúm átta þúsund tonn í rússneskri landhelgi
Steinar Ingi
Matthíasson
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Veiðar Skv. samningnum geta Íslendingar veitt í rússneskri landhelgi.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Við vildum fá fram beint og milli-
liðalaust viðhorf íbúa. Nú liggur það
fyrir og er leiðbeinandi fyrir bæjar-
fulltrúa og aðra sem að málinu
koma,“ segir Elliði Vignisson,
bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, en
íbúakönnun var gerð í bænum þar
sem leitað var álits bæjarbúa á því
hvort auka ætti aðgengi að strönd-
inni Löngu.
Alls greiddu 628 atkvæði og af
þeim svöruðu 386, eða 61%, að þeir
vildu ekki auka aðgengið að Löngu.
242, eða 39%, vildu auka aðgengið.
Af þeim sem sögðust vilja auka að-
gengið töldu 77,7% að það yrði best
gert með brú, 18,6% töldu göng
hentugri en 3,7% vildu aðrar leiðir.
„Þetta er afgerandi niðurstaða,“
segir Elliði jafnframt en nú fari mál-
ið fyrir umhverfis- og skipulagsráð
og síðar bæjarstjórn þar sem endan-
leg ákvörðun verður tekin varðandi
aðgengi að ströndinni.
„Það hefur ekki gerst í Eyjum að
farið hafi verið gegn svo afgerandi
niðurstöðu bæjarbúa,“ tekur hann
þó fram.
Stór og afturkræf aðgerð
Óskað var eftir áliti íbúa Vest-
mannaeyjabæjar með þessum hætti
því umsókn hafði borist umhverfis-
og skipulagsráði bæjarins um að
gera jarðgöng í gegnum Heimaklett
og opna þannig aðgengi að strönd-
inni Löngu. „Þarna var um stóra og
afturkræfa aðgerð að ræða,“ segir
Elliði, og enginn kjörinna fulltrúa í
bænum hafi verið kosinn upphaflega
til að taka slíka ákvörðun.
„Ég er fæddur og uppalinn hér og
veit að Eyjamenn eru í eðli sínu
íhaldssamir og Heimaklettur er okk-
ur háheilagur,“ sagði hann svo létt-
ur í bragði, spurður hverja hann
teldi ástæðu þess að bæjarbúar
hefðu hafnað auknu aðgengi að
Löngu.
„Heimaklettur háheilagur“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nei Vestmannaeyingar hafna því að
auka aðgengi að ströndinni Löngu.
61% Eyjamanna
hafnar auknu aðgengi
að ströndinni Löngu
Um 27% segjast
myndu kjósa
Sjálfstæðisflokk-
inn í alþingis-
kosningum sam-
kvæmt nýrri
Gallup-könnun.
Er það aukning
um fimm pró-
sentustig frá síð-
ustu viku. Fram-
sókn fengi tæp
7%, en það er minnsta fylgi sem
mælst hefur við flokkinn síðan í
febrúar 2008.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í
gærkvöldi.
Þetta eru niðurstöður netkönn-
unar Gallup sem gerð var 7.-12.
apríl. Heildarúrtak var 1.434 og
þátttökuhlutfall var 56,1 prósent og
af þeim nefndu 82,9% flokk.
34% styðja ríkisstjórnina
Píratar fengju um 29% fylgi sam-
kvæmt þessari könnun sem er þrem-
ur prósentustigum minna en í síð-
ustu viku.
Tæplega 20% myndu kjósa
Vinstri græn, sem er þremur pró-
sentustigum meira en fyrir viku. Að-
eins 9% myndu kjósa Samfylking-
una, 5% Bjarta framtíð og 3%
myndu kjósa Viðreisn. Tæpt eitt
prósent vill aðra flokka eða framboð.
Þá styðja um 34% ríkisstjórnina.
Sjálfstæð-
isflokkur
eykur fylgi
Bjarni
Benediktsson
Aðeins 7% kysu
Framsóknarflokk
Minjastofnun mun leggja fram kæru
á hendur verktakafyrirtækinu
Mannverki vegna niðurrifs Exeter-
hússins.
Stofnunin telur að fyrirtækið hafi
brotið lög um menningarminjar og
lög um mannvirki og segir starfs-
maður hennar að yfirlýsing sem
fyrirtækið sendi frá sér í gær breyti
engu um að friðað hús hafi verið rifið
niður án leyfis og það sé lögbrot.
Í yfirlýsingu Mannverks baðst
fyrirtækið afsökunar á skorti á að-
gát við framkvæmdir við Tryggva-
götu 10-14. Vísar það til þess að
byggingarleyfi frá borginni hafi veitt
því heimild til að rífa húsið.
Niðurrif Ex-
eter-hússins
verður kært