Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Dólómítar&dalalíf
Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir
Komdu með í dásamlega ferð um Dólómítana, þar sem
farið verður í spennandi skoðunarferðir í rútu og léttar
gönguferðir um fögur fjallasvæði Austurríkis, Þýskalands og
Ítalíu. Við upplifum m.a. náttúrufegurð Misurina vatnsins,
skoðum Innsbruck borg og förum með kláfi upp á hæsta fjall
Þýskalands, Zugspitze. Ferð sem auðgar andann!
Verð: 214.400 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
18. - 26. júní Sumar 9
Ör
fá s
æt
i la
us
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Fullyrða má að rétt viðbrögð
nokkurra unglinga á Skagaströnd
hafi bjargað lífi eldri konu þegar
hún fékk hjartaáfall þar sem hún
var í göngutúr utan alfaraleiðar.
Einn drengur í hópnum hóf hjarta-
hnoð strax og hann áttaði sig á al-
varleika málsins og hnoðaði í 17
mínútur þangað til sjúkrabíll kom
á staðinn. Með skjótum og réttum
viðbrögðum tókst krökkunum í
sameiningu að bjarga lífi kon-
unnar.
Unglingar í leiklistarvali í
Höfðaskóla voru á æfingu í félags-
heimilinu Fellsborg seinni partinn
7. apríl þegar ein stúlkan í hópnum
sér fyrir tilviljun út um gluggann
þar sem konan fellur fram fyrir sig
á andlitið án þess að bera hend-
urnar fyrir sig. Konan var á veg-
slóða 150 – 200 metra frá félags-
heimilinu þegar hún hneig niður.
Eftir að hafa beðið í stutta
stund og séð að konan reis ekki á
fætur þá hljóp einn úr hópnum til
hennar til að athuga hvað um væri
að vera. Þegar hann sá að konan
var meðvitundarlaus og blæðandi
hljóp hann til baka og hringt var í
neyðarlínuna til að kalla til sjúkra-
bíl. Á sama tíma kom hópur af
unglingunum að konunni og Viktor
Már Einarsson, sem er í 10. bekk,
tók frumkvæðið, hringdi í neyðar-
línuna til að fá ráð og skipulagði
aðgerðir meðan hann hóf hjarta-
hnoð. Viktor hélt síðan áfram að
hnoða í 17 mínútur eða þar til
sjúkraflutningamenn tóku við.
Konan var meðvitundarlaus
Viktor segir konuna hafa verið
meðvitundarlausa, með engan púls
né andardrátt en hafi á þessum
mínútum nokkrum sinnum tekið
andköf en síðan alltaf hætt að
anda aftur. Hann segist ekki hafa
treyst sér til að blása í konuna
vegna áverka í andlitinu eftir fallið
heldur hafi hann opnað öndunar-
veginn vel og séð til þess að fötin
voru fjarlægð sem þrengdu að
hálsi og bringu. Þegar fréttaritari
ræddi við Viktor og spurði hvort
hann hefði ekki bjargað lífi kon-
unnar var hógvært svar hans:
„Mér er sagt það.“
Viktor og hinir unglingarnir
hafa fengið tilsögn í skyndihjálp í
skólanum sem greinilega kom sér
vel í þessu tilfelli. Það má sannar-
lega hrósa krökkunum og þá sér-
staklega Viktori fyrir að halda ró
sinni og bregðast við þessari
óvæntu uppákomu á hárréttan
hátt.
Voru ótrúlega yfirveguð
Strax eftir atvikið ræddi hjúkr-
unarfræðingur skólans við ung-
lingana og veitti þeim áfallahjálp
ásamt því að hitta þau í skólanum
og farið yfir málið. Hún sagði að
krakkarnir hefðu verið ótrúlega yf-
irveguð og róleg þrátt fyrir hve al-
varlegt atvik var um að ræða.
Konan sem um ræðir var flutt
með sjúkrabíl af staðnum en síðan
kom þyrla til móts við bílinn og
flutti konuna á Landspítalann þar
sem hún liggur nú þungt haldin.
Rétt viðbrögð ung-
linga björguðu lífi
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Bjargvættur Viktor Már Einarsson tók stjórnina og hélt konunni á lífi með
hjartahnoði þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Unglingarnir voru æðrulausir.
Unglingar á Skagaströnd sáu þegar kona fékk hjarta-
áfall utan alfaraleiðar Drengur hóf hjartahnoð strax
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Að sögn Kristjáns Guy Burgess,
framkvæmdastjóra Samfylkingar-
innar, leigir Samfylkingin 230 fer-
metra á 2. hæð á
Hallveigarstíg 1.
Fyrir það greiddi
flokkurinn 332.00
krónur á mánuði
árið 2015. Að
mati Kristjáns
Gunnarssonar,
forstjóra fast-
eignafélagsins
Regins, ætti
leiguverð fyrir
hvern fermetra
fyrir „þessa eign“ að vera 1.700
-2000 kr. Samkvæmt því ættu leigu-
greiðslur að vera á bilinu 391-460
þúsund kr.
Í svari við fyrirspurn í Morgun-
blaðsins segir Kristján Guy að inni í
leiguverðinu séu, auk húsaleigu,
greiðsla fyrir rekstur sameignar,
ræstingu og bílastæði auk greiðslu
til Orkuveitu Reykjavíkur.
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingarinnar, sagði í samtali
við Morgunblaðið á mánudag að
Samfylkingin greiddi markaðsverð
fyrir aðstöðuna í höfuðstöðvunum.
Þá segir einnig í svari Kristjáns að
upphaflegi samningurinn sem gerð-
ur var við Sigfúsarsjóð og Alþýðu-
hús Reykjavíkur ehf. árið 2004 hafi
verið til 15 ára. Árið 2013 hafi verið
endursamið til 10 ára þegar dregið
var úr rekstri Samfylkingarinnar.
„Við samningagerð 2013 var óskað
eftir því að tekið yrði tillit til þess að
komin væri á tæpra 10 ára reynsla
af leigusambandinu og þess að við
upphaflega samningagerð árið 2004
tók Samfylkingin að sér að standa
að miklum endurbótum innan húss á
sinn kostnað, til dæmis með því að
leggja raflagnir og gera miklar lag-
færingar á gólfi og lofti,“ segir í
svari Kristjáns.
Húsaleiga Samfylkingar-
innar undir markaðsvirði
332 þúsund fyrir 230 fermetra húsnæði og rekstur
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hallveigarstígur 1 Samfylkingin hefur verið á Hallveigarstíg frá 2004.
Kristján Guy
Burgess
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Annað stig nauðungarsölu á jörðinni
Felli, sem meðal annars nær til um
helmings Jökulsárlóns, fer fram í dag.
Þann 10. mars sl. féllst sýslumaður-
inn á Suðurlandi á beiðni um nauð-
ungarsölu til slita á sameign á jörð-
inni Felli í Austur-Skaftafellssýslu,
sem m.a. nær til um helmings Jökuls-
árlóns. Jörðin er alls 10.528 hektarar
og eru landeigendur, sem eiga jörðina
í sameiningu, um 40 talsins, sem rekja
má til óskipts dánarbús. Jörðinni til-
heyrir jafnframt um helmingur
Jökulsárlóns til móts við íslenska
ríkið.
Jökulsárlón er ein af þekktustu
náttúruperlum Íslands og sýna tölur
að um þriðjungur ferðamanna skoðar
lónið á ferð sinni um Ísland. Við lónið
hefur margvísleg ferðaþjónusta verið
starfrækt og hafa eigendur Fells átt í
deilum vegna þessa, sem og með
hvaða hætti eigi að haga uppbygg-
ingu á svæðinu. Ekki hefur tekist að
leysa úr þeim deilumálum og fyrir
vikið féllst sýslumaður á Suðurlandi á
gerðarbeiðni eigenda um að bjóða
landið upp.
Heimildir Morgunblaðsins í síðustu
viku gáfu til kynna að mikill áhugi
væri á kaupum á jörðinni og að er-
lendir aðilar á EES-svæðinu hefðu
m.a. lýst áhuga sínum á kaupum.
Vesturbakki lónsins er þjóðlenda og
ekki má raska honum með bygging-
um samkvæmt skipulagi, en deili-
skipulag heimilar takmarkaða upp-
byggingu á austurbakkanum, þeim
hluta landsins sem er á leið á uppboð.
Metin á allt að tvo milljarða
Ljóst má telja að háar upphæðir fá-
ist fyrir jörðina og hafa verið nefndar
tölur frá hundruðum milljóna hið
minnsta og allt upp í tvo milljarða.
Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar, hefur
lýst því að bæjaryfirvöld á Hornafirði
óttist að seljist landið fyrir offjár leiði
það til þess að þrýst verði á um mikla
uppbyggingu sem geti spillt svæðinu.
Telur hann ríkið eiga að meta hvort
það eigi að kaupa landið svo það hafi
stjórn á því hvers konar uppbygging
fari þar fram.
Morgunblaðið/Ómar
Náttúruperla Jörðin er alls 10.528 hektarar og eru um 40 landeigendur.
Hefja uppboð
á Jökulsárlóni
Náttúruperla í hendur erlendra aðila?