Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er búið að vera viðvarandi vandamál í langan tíma. Bílastæða- mál eru orðin fastur liður á fundum nefndarinnar. Það eru nokkur ár síðan byrjað var að sekta á messu- tíma. Þetta gefur verið mjög óþægi- legt fyrir fólk,“ segir Marinó Þor- steinsson, for- maður sóknar- nefndar Dóm- kirkjunnar, en nokkur dæmi eru þess að kirkju- gestir sem lagt hafa bílum sínum næst kirkjunni, undir suðurvegg hennar, hafi verið sektaðir af lögreglu og stöðumæla- vörðum. Þannig biðu 10 þúsund króna sektir nokkurra kirkjugesta sem sóttu messu árla morguns síðasta páskadag. Þá er dæmi þess að brúðarbíll hafi verið sektaður fyrir framan kirkjuna. Sóknarnefndin hefur rætt þessi mál við lögregluyfirvöld og mætt þar skilningi á aðstæðum hjá yfir- mönnum. Marinó segir sveigjanleik- ann þó ekki alltaf til staðar, eins og þegar laganna verðir tóku upp sektarmiða að morgni páskadags, annað árið í röð. Dæmi er um kirkjugest sem fékk sekt fyrir að leggja bíl sínum sunnan kirkjunnar vegna útfarar frænda hans síðasta sumar. Sektinni var harðlega mótmælt en á hana söfn- uðust dráttarvextir í nokkrar vikur þar til að hún var loks felld niður. Málstaður kirkjugestsins var þó ekki viðurkenndur, heldur stóð í svari Bílastæðasjóðs að málið hefði verið fellt niður sökum dráttar á af- greiðslu þess. Meiri skilning skortir „Þetta hefur áhrif á messusókn hjá okkur. Það er ekki gaman að koma út úr kirkjunni, hvort sem það er jarðarför eða hjónavígsla, og þá bíður sektarmiði upp á 10 þúsund krónur á bílnum. Okkur finnst skorta á meiri skilning á aðstæðum,“ segir Marinó en tekur þó fram að óformlegt samkomulag hafi tekist um að Dómkirkjan láti Bílastæða- sjóð vita ef jarðarför er fram undan. Þá komi stöðumælaverðir ekki á Kirkjutorg á meðan jarðarför er. Þrátt fyrir þetta hafa bílar prest- anna ekki alltaf sloppið við sekt. Þeim hefur verið lagt við skrúðhúsið til þess m.a. að geta farið strax í kjöl- far líkfylgdar eftir útför. Að sögn Marinós hefur það fengist í gegn hjá borginni að taka frá tvö stæði fyrir prestana við skrúðhúsið. Eftir er að merkja þau sem einkastæði og verð- ur það gert á næstu dögum, en fjar- lægja þurfti ljósastaur til að koma þessu við. „Við erum líka að reyna að fá það í gegn hjá borginni að undanþága frá gjaldskyldu við útfarir gildi einn- ig um aðrar athafnir í kirkjunni. Það hefur tekið góðan tíma að eiga í þessum samskiptum,“ segir hann. Dísilfnykur frá rútunum Marinó segir að vegna athafna á sunnudagsmorgnum hafi tekist að leysa hluta bílastæðavandans í sam- ráði við Alþingi. Einar K. Guðfinns- son, forseti Alþingis, féllst á beiðni dómkirkjuprests og fékk það í gegn að opna bílastæði gegnt Þórshamri á sunnudagsmorgnum. Að sögn Marinós eru einnig dæmi þess að hótelgestir taki bílastæði sem annars myndu nýtast kirkju- gestum. Þá sé nokkur ami af rútum sem leggi á messutíma fyrir framan kirkjuna til að sækja eða skila ferðamönnum og hótelgestum. „Rúturnar eru þarna í gangi og stundum finnum við dísil- olíufnykinn leggja inn í kirkjuna.“ Þá er bílastæða- vandi við Safnaðar- heimili Dómkirkj- unnar, sérstak- lega eftir að framkvæmdir hófust á Íslandsbanka- lóðinni. Sektir bíða kirkjugesta  Bílastæðavandi við Dómkirkjuna  Sektir biðu kirkjugesta að morgni páska- dags, annað árið í röð  Brúðarbíll hefur verið sektaður  Alþingi til hjálpar Morgunblaðið/Eggert Dómkirkjan Samkvæmt skiltum sunnan kirkjunnar er bannað að leggja þar og mörg dæmi um að sektir bíði kirkjugesta að athöfn lokinni. Kolbrún Jónatansdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir starfsmenn sína sýna eins mikinn skilning og sveigjanleika og mögulegt sé þegar athafnir fari fram í Dóm- kirkjunni. „Stundum getur verið erfitt að meta hverjir eru þarna við jarðarför og hverjir ekki. Ef við myndum lýsa því yfir að við sektuðum ekki við jarðarfarir yrðu það ekki jarðarfarargestir sem kæmu fyrstir á staðinn,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að einhver ástæða sé fyrir því að bann- skilti hafi verið sett upp þarna við kirkjuna. Líklega sé það vegna þess að um gönguleið sé að ræða. „Við ákveðum ekki hvar má leggja og hvar ekki, það fer fram á umhverfissviði borgarinnar,“ segir hún. Kolbrún segir ákveðinn vanda skapast í miðborginni þegar fjölmennar athafnir fari fram, kannski samtímis í Dóm- kirkjunni og Fríkirkjunni. Vegna framkvæmda í miðborginni sé búið að taka af mörg bílastæði, eins og við Íslandsbanka. Kolbrún vísar því á bug að brúðarbílar séu í dag sektaðir við Dóm- kirkjuna. Hún viti eitt dæmi þess fyrir mörg- um árum en sá stöðu- mælavörður hljóti að hafa fengið tiltal. Reynt að sýna skilning BÍLASTÆÐASJÓÐUR Kolbrún Jónatansdóttir Marinó Þorsteinsson Nú er Heimilispakkinn enn stærri og skemmtilegri Skemmtilegi pakkinn er nú orðinn stórskemmtilegur Heimilispakkinn hefur slegið í gegn enda stútfullur af gleði – og nú er hann orðinn enn stærri en áður. Hafðu samband, komdu í pakkann og byrjaðu að horfa eins og þér hentar! Þú getur meira með Símanum Hringdu núna í 800 7000 eða opnaðu Netspjall á siminn.is til að klára málið! Nánar á siminn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.