Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 7

Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 þúsund tunna. Það magn sé talið nægja til að koma á stöðugleika á markaðinn og snúa af braut verð- lækkunar. Veiði á 6.800 tonnum af grásleppu gæti nægt til söltunar á 13 þúsund tunnum af grá- sleppuhrognum, segir á heimasíðu LS. Örn Pálsson segir að verðið í ár hafi verið um 150 krónur fyrir heila grásleppu, eða um 25% lægra en í fyrra þegar það var um 200 krónur. Þótti það eigi að síður í lægri kant- inum þá. Hann segir markaðinn mjög viðkvæman og allt mæli með því að reynt sé að draga úr fram- boði. Grásleppusjómenn hafi metið stöðuna þannig að í heildina mætti verka um 20 þúsund tunnur af hrognum og sé þá miðað við að Ís- lendingar og Grænlendingar skiptu þeim afla nánast alfarið á milli sín. Í Nýfundnalandi og Noregi virðist ekki lengur vera áhugi á veiðunum vegna lágs verðs. Vandamál sem grásleppu- sjómenn mega síst við Þessu er svarað á heimasíðu LS og segir þar að ákvörðunin valdi miklum vonbrigðum og telur LS að með henni verði veiði umfram eftir- spurn, sem m.a. muni leiða til meiri verðlækkunar en orðin er og birgða- söfnunar. Vandamál sem grásleppu- sjómenn megi síst við. LS telur að 26 veiðidagar hefði þurft til að ná veiði sem svari til 10 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við höfum óskað eftir rökstuðningi ráðherra fyrir fjölgun daga á grá- sleppuveiðum og teljum hana var- hugaverða,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Sjávarútvegsráð- herra ákvað í vikunni að heimila veiðar á grásleppu í 32 daga, LS lagði til að dagarnir yrðu 26, en í upphafi vertíðar var miðað við 20 daga til bráðabirgða. Örn segist ótt- ast að svo margir veiðidagar leiði til offramboðs, verðlækkunar og birgðasöfnunar. Útflutnings- verðmæti grásleppuafurða, þ.e. hrogna og hveljunnar, nam um 2,3 milljörðum í fyrra. Í frétt ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar sé ráðlögð hámarks- veiði á grásleppu 6.800 tonn á ver- tíðinni. Mikil óvissa sé ævinlega um aflabrögð við grásleppuveiðar, en vertíðin í ár fari afar vel af stað. Afli hafi verið góður og virkum grá- sleppuleyfum fjölgað lítillega milli ára. Ráðuneytið hafi því ákveðið að veiðidagar verði 32, jafnmargir og í fyrra. Þá veiddust um 6.400 tonn af grásleppu og segir á vef ráðuneytis- ins að dagafjöldinn nú sé miðaður við að lítil hætta sé á að heildarafli verði umfram ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar. Ljósmynd/Þórður Birgisson Á Skjálfanda Afli hefur yfirleitt verið góður á vertíðinni, m.a. á Skjálfandaflóa þar sem skipverjar á Mána ÞH 98 fengu góðan afla síðasta mánudag. 147 bátar hafa byrjað veiðar, en þeir voru 140 á sama tíma í fyrra. Óttast offramboð og verðlækkun  Veiðidagar á grásleppu 32  Sex fleiri en sjómenn vildu „Það er talsvert um að fólk leiti til okkar vegna svipaðra mála,“ segir Sig- urður Helgi Guð- jónsson, formaður og framkvæmda- stjóri Húseigenda- félagsins, og vísar í máli sínu til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem skráðum eig- endum íbúða á Vatnsstíg 15, 19 og 21 í Reykjavík er óheimilt að reka gisti- stað í séreignunum, en nágrannar kvörtuðu undan miklu ónæði á öllum stundum sólarhrings. „Sú regla gildir í fjöleignarhúsum að eigandi má ráða yfir íbúð sinni og hvað hann gerir við hana, þ.e. hvort hann býr í henni sjálfur, leigir hana út eða þá hugsanlega hvort þar sé rekin einhver atvinnustarfsemi. Á móti koma svo hagsmunir annarra eigenda og að þeir verði ekki fyrir meira ónæði eða óþægindum en þeir hefðu mátt gera ráð fyrir,“ segir Sig- urður Helgi og bendir á að í málum sem þessum sé uppi hagsmunamat. Spurður hvort áðurnefndur dómur geti haft fordæmisgildi svarar hann: „Ég veit ekki hvort hægt sé að draga víðtækar ályktanir af þessum dómi. Þetta er jú niðurstaða sem tekur mið af aðstæðum þarna og því ekki víst að hægt sé að flytja það yfir á önnur hús.“ khj@mbl.is Eigendur íbúða leita oft ráða  Ekki víst að dóm- urinn setji fordæmi Sigurður Helgi Guðjónsson 13.000 kr. MÁn. SPOTIFY PREMIUM *L ín ug ja ld ek ki in ni fa lið .V er ð fr á 2. 39 0 kr . *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.