Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 10
Firstrain regnkápa
Margir litir/St. XS–XL
Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240
Flott frá
Náttúrulegt gúmmí
Stærðir
36–41
Miss Juliette Bot
Nýr litur:
Brun
Miss Julie
Litur: Noir
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
sími 571 5464
Stærðir 38-54
Smart föt, fyrir smart konur
Alltaf eitthvað
nýtt og
spennandi
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Hún heitir Kate og er 21 árs, hún er
sú eina sem var skráð í Reykjavík í
gær. Þær voru fjórar daginn áður:
Ana, Harra, Nikolle og Karinna.
Þessar stúlkur selja sig allar í
vændi á alþjóðlegri vefsíðu. Þær eru
staddar í Reykjavík núna en á síð-
unni er hægt að auglýsa vændis-
þjónustu í ákveðnum borgum
heimsins eftir dögum. Kate gefur
upp símanúmer og tölvupóstfang og
þá eru nákvæmar útlitslýsingar á
„vörunni"; hárlitur er dökkur, augn-
litur blár, hún er rökuð og reykir en
er ekki með sílikon né húðflúr.
Klukkutími með henni kostar 50.000
kr., ein klukkustund í viðbót er á
35.000 kr.
Eins og sagði frá í Morgun-
blaðinu í gær hafa umsvif vændis á
Íslandi aukist undanfarið m.a vegna
tilkomu fleiri ferðamanna. Vændis-
salan fer að mestu leyti fram í
gegnum vefsíður og samfélagsmiðla.
Oftast eru þetta erlendar konur
sem koma hingað tímabundið þó ís-
lenskar konur megi finna inn á milli.
Athygli vekur að stúlkurnar fjór-
ar sem auglýstu þjónustu sína á
þriðjudaginn eru allar með svipað
símanúmer og sama lag hljómar hjá
öllum þegar hringt er. Sú fyrsta
sem blaðamaður hringir í svarar,
hún talar ensku með hreim og seg-
ist vera stödd á Íslandi en þegar
spurt er frekar skellir hún á. Ekki
svarar í neinu hinna númeranna eft-
ir það.
„Þetta gæti verið eina og sama
manneskjan sem er að reyna að
auglýsa sig sem mest. En þær geta
líka verið nokkrar saman. Þær láta
oft símann ganga sín á milli, við er-
um með númer sem við þekkjum og
eru vændissímar. Það er alltaf hægt
að eiga viðskipti við símanúmerið þó
það sé ekki alltaf sama konan,“ seg-
ir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi
hjá rannsóknardeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Börn á flótta til sölu
Fjórar til fimm alþjóðlegar vef-
síður eru í gangi sem auglýsa vændi
til sölu á Íslandi. Þær eru vistaðar
erlendis og því ekki hægt að loka
þeim, að sögn Snorra. „Ég lagði til
að við ættum að fá einhvern til að
fara fram á lögbann á þeim eins og
var gert með síður sem voru að
dreifa ólöglegu niðurhali en það
þyrfti þá að koma frá aðila sem er
að tapa á viðskiptunum og það er
ekkert slíkt í þessum geira. Á Fa-
cebook er auðveldara að grípa til
ráðstafana, þegar við höfum fengið
upplýsingar um vændissölu þar höf-
um við haft samband við Facebook
og þeir hafa í sumum tilfellum lokað
þeim síðum,“ segir Snorri.
Vefsíðan sem Kate og samstarfs-
félagar auglýsa sig á er eitt stærsta
vandamálið í Bandaríkjunum í dag
en það er mikið um að þolendur
mansals séu auglýstir þar til sölu.
„Það er vel fylgst með þeirri síðu í
dag út af flóttamönnum, en krakkar
sem eru á flótta eru gripnir í vændi
og auglýstir þar,“ segir Snorri.
110 auglýstar í höfuðborginni
Ólöglegt er að borga fyrir kynlíf í
Reykjavík en hægt er að finna það
neðanjarðar segir á einni vefsíð-
unni. Fátt virðist þó vera neðan-
jarðar við vændið þegar síðurnar
eru skoðaðar, tilfinningin er að það
sé áberandi og aðgengilegt. Á þeirri
síðu eru 69 vændiskonur skráðar á
Íslandi; 63 í Reykjavík, 5 í Hafnar-
firði og 1 í Reykjanesbæ. „Þetta er
ekki endilega staðan. Þó þær séu
svona margar skráðar inn þá eru
kannski bara tíu staddar á Íslandi í
dag. En um leið og þær koma aftur
til landsins virkja þær auglýsinguna
og þá fer hún efst upp,“ segir
Snorri.
Enn ein síðan er með 110 auglýs-
ingar skráðar í Reykjavík og 9 í
Hafnarfirði. Þegar síðurnar eru
bornar saman sést að þetta eru
mikið sömu konurnar og sumar
þeirra með nokkrar auglýsingar á
hverri síðu. Afar fáir karlmenn eru
á síðunum.
Frumkvæðissala á hótelum
Þó vændissala fari að langmestu
leyti fram í gegnum netið fer frum-
kvæðissala líka fram og þá aðallega
á hótelum. „Þær skrá sig á hótel og
fara svo á barinn til að tala við gest-
ina t.d. ef það eru ráðstefnur í
gangi. Við höfum verið að leitast
eftir að komast inn í ferðaþjón-
ustuna með fræðslu því það þarf að
fá hótelin til að tilkynna og bera
kennsl á vændi, því oft áttar fólk
sig ekki á því hvað er í gangi.“
Í frétt um vændi í blaðinu í gær
var skrifað að húsnæði sem er leigt
út til ferðamanna í gegnum netið
væri stundum notað undir vændi til
skamms tíma í einu, var þar átt við
við húsnæði sem er leigt út í gegn-
um margvíslegar vefsíður, ekki ein-
göngu Airbnb eins og nefnt var í
greininni.
Umfangsmikil vændissala á netinu
Fjórar til fimm alþjóðlegar vefsíður í gangi sem auglýsa vændi til sölu á Íslandi Um hundrað
auglýsingar tengdar höfuðborgarsvæðinu á einni síðu Vændi virðist vera áberandi og aðgengilegt
AFP
Vændi Það hefur mikið til farið af götunni og yfir á netið.
Kaup á vændi eru refsiverð á Ís-
landi en enginn hefur verið
handtekinn nýlega vegna
vændiskaupa, að sögn Snorra,
enda hefur engin sérstök rann-
sókn verið í gangi undanfarið á
vændi. „Þegar við rannsökuðum
vændi síðast fylgdumst við með
vefsíðunum og staðsettum
vændiskonur í gegnum þær, í
framhaldinu höfðum við uppi á
kaupendum. Síðasta rannsókn
var á Suðurnesjum 2013, þar
sem við höfðum grun um að
konan væri þolandi mansals.
Það voru 70 einstaklingar kærð-
ir í því máli. Þessar rannsóknir
eru alltaf teknar í ákveðnum
skorpum en það hefur vantað
fjármagn til að sinna þeim. Von-
andi verður breyting á því núna
með nýju skipulagi hjá rann-
sóknarlögreglunni.“
Enginn hand-
tekinn nýlega
LÖGREGLAN
Hafðu samband ef þú vilt fá sent söluyfirlit eða
nánari upplýsingar – síminn okkar er 515 4500
og netfangið nyhofn@nyhofnfasteignir.is
Nýhöfn fasteignasala ı Borgartúni 25 ı 105 Reykjavík ı Sími 515 4500 ı www.nýhöfn.is
Fallegt einbýli á besta stað
Vesturgata 41 I 101 Reykjavík
Vesturgata 41 er fallegt einbýlishús í hjarta borgarinnar. Húsið hefur verið mikið endurnýjað
en í því eru tvær íbúðir með samtals 7 svefnherbergjum og 5 stofum. Einnig eru rúmlega 60
fermetra svalir ofan á viðbyggingu.
Þetta er einstakt tækifæri til að eignast þessa fallegu fasteign
á eignalóð í miðbæ Reykjavíkur. Sérinnkeyrsla er meðfram
húsinu og einkabílastæði á lóðinni aftan við húsið.