Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bardagakappinn Gunnar Nelson er annar tveggja eigenda fasteignar á Kleifarvegi 6 sem stóðu fyrir því að stór ösp var felld í óþökk nágranna sem búa á Laugarásvegi 3. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Rich- ard Kristinsson, annar eigenda húss að Laugarásvegi 3 í Reykjavík, hefði kært nágrannana, sem eru þeir Gunnar Nelson og Kristófer Ólafsson, til lögreglu. Gunnar á efri hæð hússins á Kleifarvegi og er lóð hússins samliggjandi umræddri lóð við Laugarásveg 3. Gunnar vildi ekki tjá sig um málið við Morgun- blaðið þegar eftir því var leitað. Haraldur Dean Nelson, faðir hans, hefur eftir Gunnari að rætur um- rædds trés hafi „stútað hjá þeim skolplögnum.“ „Þeir töluðu við þessa menn (eigendur hússins við Laugarásveg). Einn þeirra var eitt- hvað efins og ætlaði að hafa sam- band ef þeir mættu ekki gera þetta,“ segir Haraldur og bætir við að það hafi aldrei verið gert. Kristófer og Gunnar fengu síðan fagmenn til þess að fella tréð. Umrædd samskipti þeirra við íbúa að Laugarásvegi fóru fram síð- astliðið haust, síðan snjóaði og því var beðið til vors með að fella tréð. „Síðast þegar ég vissi þá var allt í standi og maðurinn sem þú vitnar í (Richard), þá fannst honum þetta bara í lagi,“ segir Kristófer. Hann segir að eftir samræður hafi skiln- ingur Gunnars og Kristófers verið sá að þeir hefðu heimild til að fella tréð. „Þetta tré var fellt en við héld- um að það væri ekki í óþökk neins,“ segir Kristófer. „Við felldum tvö önnur tré í garðinum okkar. Við buðum honum að fella hans tré líka. Hann spurði hvað það myndi kosta hann og við sögðu honum að við myndum bara gera það fyrir hann. Þá sagði hann: Það er flott, mér er alveg sama,“ segir Kristófer. Hann segir að líkur séu á að um misskilning hafi verið að ræða. „Við erum ekki að fara að fella tré í óþökk nágranna viljandi,“ segir Kristófer. Enginn misskilningur Sigurður Ólafsson, sem einnig er eigandi íbúðar í húsinu á Laugar- ásvegi 3 segir að hann hafi ekki haft hugmynd um að Gunnar væri einn þeirra sem hann væri að kæra. „Ég var bara að kæra þá sem stóðu að þessu,“ segir Sigurður. Að sögn hans er tómt mál að tala um mis- skilning. „Hann (Kristófer) ræddi við okkur og við (Richard) sögðum báðir að það þyrfti að athuga hvort það mætti gera þetta,“ segir Sig- urður. Gunnar Nelson kærður til lögreglu  Felldu tré í óþökk nágranna sinna Morgunblaðið/Golli Bolur Richard Kristinsson við stubb trés sem nágrannar hans felldu. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Stjórnarformenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Stapa lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins, þau Guðrún Hafsteinsdóttir, Þórarinn Sverrisson og Gunnar Björnsson, taka undir orð Þorsteins Víglundssonar, stjórnarformanns lífeyrissjóðsins Gildis, í Morgun- blaðinu í gær, að þegar gjaldeyr- ishöftum hafi verið aflétt blasi við að lífeyrissjóðirnir vilji fara með hluta fjár síns til fjárfestinga er- lendis. „Mér þykir auðvitað líklegt að við hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna munum hreyfa okkur út fyrir lands- steinana, þegar höftum hefur verið aflétt. Það er vitanlega til þess að dreifa okkar áhættu og ég tel það skynsamlegt. Ég hef gagnrýnt það að lífeyrissjóðunum hafi ekki verið hleypt út. Á síðasta ári fengu þeir að fjárfesta fyrir tíu milljarða króna erlendis, sem var vitanlega bara dropi í hafið,“ sagði Guðrún í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ákveðið heilbrigðisvottorð Guðrún segir það vera nauðsyn- legt fyrir sjóðina að komast í fjár- festingar erlendis og það sé bara ákveðið heilbrigðisvottorð fyrir eignasöfn sjóðanna að vera ekki með alla sína fjármuni hér á landi, lokaða innan girðingar. Þórarinn Sverrisson, stjórnarfor- maður Stapa lífeyrissjóðs, tekur undir orð Guðrúnar. „Það þarf ekki að brýna okkur til fjárfestinga er- lendis, þegar höftin eru farin. Það verður að dreifa eggjunum og gjald- eyrisáhættan er svo mikil, að til þess að ná ávöxtun til langs tíma þurfum við að komast í fjárfestingar úti um allan heim,“ sagði Þórarinn. Sem minnst áhrif á gengið Hann segir að fullur skilningur sé á þessari þörf hjá lífeyrissjóðunum. „Auðvitað reynum við að vera ábyrgir í þeim fjárfestingum sem við ákveðum, hvort sem er hér á landi eða úti í heimi og tökum ekki hverju sem er. Persónulega tel ég að við eigum ekki að vera með meiri fjármuni inni í íslenska hagkerfinu, en það sem nemur útgreiðslum á lífeyri. Hitt eigi helst að vera annars stað- ar, því hver einasti fjármálagern- ingur hjá lífeyrissjóði hefur svo mikil áhrif á gengi krónunnar, hvort sem við erum að flytja fjármuni inn eða út. Þannig væri best að stilla líf- eyriskerfinu að við værum að hafa sem minnst áhrif á gengi íslensku krónunnar með fjármálagerning- um,“ sagði Þórarinn. Þarf hæfilega dreifingu Gunnar Björnsson, formaður stjórnar Lífeyrssjóðs starfsmanna ríkisins, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að sama gilti um Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins og aðra lífeyrissjóði, að hann myndi huga að fjárfestingum erlendis, eftir afnám hafta. „Þetta er spurning um að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni.Það þarf að vera hæfileg dreifing á eignasafninu. Við fjárfest- um töluvert erlendis fyrir hrun og vorum með ákveðna stefnumörkun í því, að byggja það upp hægt og ró- lega,“ sagði Gunnar. Hann segir að B-deild sjóðsins, sem sé gamli sjóðurinn, hafi verið komin með þokkalegan hlut af eign- um sínum í erlendum gjaldmiðlum fyrir hrun, en A-deild sjóðsins, líf- eyrissjóðurinn, sé það miklu yngri en B-deildin, að öðru máli hafi gegnt um hana með eignauppbygg- ingu fyrir utan landsteinana og því ekki verið kominn jafn langt. „Það hefur t.d. komið fram í ávöxtuninni sl. þrjú ár, að hún hefur verið mun betri á erlendu fjárfestingunni en þeirri íslensku. Nú snýst hins vegar dæmið alveg við og ávöxtunin er mun betri á innlendu fjárfesting- unni, þannig að eldri sjóðurinn kem- ur lakar út heldur en sá yngri.“ Vilja fjárfesta erlendis  Formenn stjórna lífeyrissjóða segja nauðsynlegt eftir losun hafta að geta á ný dreift eignum sjóðanna í öðrum löndum  Nauðsynlegt sé að dreifa áhættunni AFP „Það stendur ekki til að selja banka fyrir kosningar eins og háttvirtur þingmaður virðist telja. Það er ein- faldlega rangt.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra m.a. í svari sínu á Alþingi við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, pírata, í óundirbúnum fyrirspurnum þann 7. apríl sl. Helgi Hrafn spurði fjármála- ráðherra m.a.: „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hversu mikils hann meti trúverðugleika Íslands og ríkisstjórnarinnar við hluti eins og sölu banka og afnám fjármagnshafta og öll þau verkefni sem hæstvirt rík- isstjórn telur svo mikilvægt að hún sjálf standi að fyrir kosningar.“ Fyrsti flutningsmaður Þingflokkur Samfylkingarinnar, með Árna Pál Árnason, formann flokksins, sem fyrsta flutningsmann, lagði fram frumvarp á Alþingi í gær, sem gerir ráð fyrir að sala á bönkum í eigu ríkisins verði bönnuð tíma- bundið, eða fram til 1. nóvember nk. Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkis- eignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármála- stofnunum. Líkt og fram kemur hér að ofan stendur það ekki til. agnes@mbl.is Stendur ekki til að selja banka  Samfylkingin leggur til að banna bankasölu Þriðjudagur, 19. apríl, 2016 11.00 - 13.00 Grand Hótel Reykjavík Allir velkomnir Dagskrá Ávarp formanns Vilborg Einarsdóttir, formaður stjórnar Íslandsstofu Ávarp ráðherra Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Skýrsla stjórnar Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu Stefnur og straumar Anne Lise Kjær, framtíðarfrömuður Gestafyrirlesari á fundinum er framtíðarfrömuðurinn Anne Lise Kjær. Hún mun fjalla um strauma og stefnur (trends) sem áhrif munu hafa á líf okkar og störf næstu ár og jafnvel áratugi. Hún er meðal virtustu fræðimanna heims á þessu sviði og hefur verið mörgum af stærstu fyrirtækjum heims til ráðgjafar. Hún er höfundur bókarinnar The Trend Management Toolkit, sem vakið hefur mikla athygli. Skráning á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.