Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 32

Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Búist við svifryksmengun Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir að á þurrum og vinda- sömum dögum í sumar verði mikið sandfok í Skaftárhreppi sem valdi því vafalaust að svifryksmengun verði langt yfir heilsufarsmörkum. Sandfok og uppfok muni án efa í ein- hverjum tilvikum gera umferðinni um Hringveginn erfitt fyrir, byrgja ökumönnum sýn. „Þetta ástand verður viðvarandi og ekki endilega bundið við sumarið. Þarna er gríðar- legt magn af lausum fokefnum sem fer af stað þegar vindar blása á þurrum dögum. Það þarf ekki mörg vindstig til að fína fokefnið fari af stað. Þetta verður afar hvimleitt og erfitt fyrir íbúana,“ segir Sveinn. Ástandið var slæmt á einstaka bæjum eftir Grímsvatnagosið 2011 en Sveinn bendir á að sandfokið af hlaupsvæðinu nái yfir miklu stærra svæði. Það nái til margra sveitabæja og þorpsins á Kirkjubæjarklaustri. Gísli Halldór á von á hinu sama og Sveinn. Að mökkurinn standi af sandsvæðunum yfir sveitir og þjóð- veginn. Hann nefnir að dæmi um það hafi sést einn dag í vetur. Þá hafi farið að fjúka og mökkurinn verið eins og af brennandi mosa. „Þetta fer illa með fólk, skepnur og vélar.“ Það er mikið högg fyrir Gísla Halldór og ýmsa nágranna hans að tapa margra áratuga starfi. „Sá sem öllu ræður tók þetta á þremur klukkutímum,“ segir hann. Í Ásum eru miklar menningar- minjar sem lítið sem ekkert hafa verið rannsakaðar. Telur Gísli Hall- dór að þar hafi verið búið frá land- námi. Heil bæjartorfa fór í hlaupinu og fleiri minjar eru í hættu. Gísli Halldór segist þurfa stuðn- ing til að hann treysti sér í að byrja frá grunni. Bjargráðasjóður bætir eingöngu tjón á túnum bænda, girð- ingum og öðru slíku en ekki beiti- landi sem grætt hefur verið upp. Svo er töluverð sjálfsábyrgð. „Þetta er himinhrópandi ranglæti. Bjargráða- sjóður bætir tjón vegna kals og lambadauða. Slíkt er ekki hægt að bera saman við náttúruhamfarir eins og þessar. Að það skuli vera sjálfsábyrgð gagnvart náttúru- hamförum er algert siðleysi,“ segir hann. Stjórnvöld hafa lengi verið að huga að stofnun Hamfarasjóðs til að bæta tjón vegna náttúruhamfara sem ríkissjóður hefur tekið á sig. Jafnframt eiga hluti Bjargráðasjóðs og Ofanflóðasjóður að vera undir hatti hins nýja sjóðs. Ljóst er að Hamfarasjóður, verði hann stofn- aður, bætir ekki tjón sem áður hefur orðið og því óttast bóndinn að lenda þarna á milli. „Sigmundur Davíð [Gunnlaugsson þáverandi forsætis- ráðherra] kom hér inn í eldhús og sagði að við þyrftum ekkert að ótt- ast,“ segir Gísli Halldór. Brúin veldur erfiðleikum Brúin yfir Eldvatn er löskuð og ekki hægt að fara yfir hana með vagna eða á stórum bílum. Það veld- ur augljóslega erfiðleikum í bú- skapnum því Gísli Halldór heyjar beggja vegna ár. Hann getur því ekki ekið þá leið með hey og skepnur í sumar, að minnsta kosti. Vegagerð- in er farin að huga að nýju brúar- stæði. Verið er að ræða um að byggja nýja brú skammt frá þeirri gömlu. Gísli Halldór telur varasamt að hafa brú þar sem ekki er hægt að hleypa ánni framhjá. Slík brúastæði séu til, bæði vestan og ofan núver- andi brúar en það kalli á meiri vegarlagningu en brú nálægt núver- andi stað. Endist ekki ævin til uppgræðslu  Gísli Halldór Magnússon í Ytri-Ásum sá þrjátíu ára starf að uppgræðslu og ræktun verða að engu í hamfarahlaupinu í Skaftá  Veit ekki hvort hann treystir sér til að byrja upp á nýtt  Áætlað að flóðið hafi farið yfir 7.000 hektara lands í afrétti og byggð og skilið eftir þykkt lag af jökulaur og eðju Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppgræðsla Aðeins gróðurtætlur blasa nú við í Silungavík þar sem Gísli Halldór hafði ræktað upp tún og beitiland. Hann var að koma þangað í fyrsta skiptið eftir hamfarahlaupið. Þar er ekki lengur fjölskrúðugt fuglalíf. Morgunblaðið/RAX Á akrinum Gísli Halldór Magnússon stígur upp úr klofháu vatni í Skaftár- hlaupinu í október. Þá flæddi yfir fóðurkálið sem hann ætlaði fénu. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég veit ekki hvort ég treysti mér til að byrja aftur. Mér endist ekki ævin til að koma þessu í samt lag. Hvar á ég að byrja? Hvenær á ég að byrja?“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Ytri-Ásum í Skaftártungu. Hann er einn af þeim bændum sem glíma við afleið- ingar hlaupsins mikla í Skaftá síð- astliðið haust. Af einstökum bú- jörðum varð mesta tjónið á Ásajörðunum. Skaftárhlaupið var það lang- stærsta á sögulegum tíma. Það flæmdist yfir stórt svæði. Land- græðslan áætlar að það hafi farið yfir um 7.000 hektara lands. Eftir situr þykkt lag af jökulaur og eðju á landi sem ýmist var algróið eða þakið sandi frá fyrri hlaupum. Sér eftir 30 ára streði Gísli Halldór hefur unnið að upp- græðslu og skógrækt á landi ríkis- jarðarinnar frá því hann hóf þar búskap fyrir rúmlega þrjátíu árum. Hann vann að þessu með fyrrver- andi konu sinni, Ástu Sverris- dóttur, og í samvinnu við Land- græðsluna. Hann segir að tjónið sé tvíþætt. Mikið landbrot var í hlaup- inu og hvarf töluvert af ræktuðu landi og beitilandi. „Ég sé líka á eftir streði síðustu þrjátíu ára. Ég hafði að vísu ekkert kaup við þessa vinnu en ætlaði að skila jörðinni af mér í ekki verra ástandi en ég tók við henni. Ég er hræddur um að ég hefði fengið bágt fyrir ef ég hefði gengið um hana á sama hátt og náttúruöflin hafa nú gert,“ segir hann. Tekur Gísli Halldór fram að hann hugsi eins og indíáni. Hann líti svo á að hann sé með landið að láni. „Því miður hugsa margir bændur og landeigendur eins og þeir séu síðustu ábúendurnir.“ Stóra jökulflóðið varð í byrjun október. Flóðvatn fór í Eldvatn sem liggur um land Ásajarðanna, braut af landi þeirra og flæddi yfir gróið hraun, beitiland og akra og eyðilagði flóðvarnargarða. Áætlað er að vatnið hafi eytt 4-5 hekturum lands og farið yfir um 200 hektara og kaffært í sandi og leir. „Ég er enginn loftmyndafræðingur en hef þessar tölur frá þeim hjá Land- græðslunni. Ég sel þetta ekki dýr- ara en ég keypti það, en þetta er örugglega rétt hjá þeim.“ Hlaupið úr Eystri Skaftárkatli í byrjun október 2015 er stærsta hlaup í Skaftá frá því mælingar hófust, árið 1955. Fram kemur í ársskýrslu Veðurstofu Íslands að mesta rennsli við Sveinstind er talið hafa náð 3-4000 rúm- metrum á sekúndu eftir hádegi 2. október sem er um tvöfalt meira en mesta rennsli í Skaftárhlaupi til þessa. Rúmlega fimm ára hlé varð á milli hlaupa úr katlinum sem er óvenjulegt því venjulega líða ekki nema 2-3 ár á milli hlaupa úr Eystri Skaftárkatli. Hlaupið olli tjóni á vegum og gróðurlendi og flæmdist yfir víðáttumikil svæði á leið sinni til sjávar. Það skildi eftir sig framburð sem valda mun óþæg- indum vegna sandfoks og upp- blásturs á næstu árum. Stærsta hlaup frá upphafi mælinga SKAFTÁ Ísbúi hefur verið framleiddur frá árinu 1989 en fyrirmyndin var hinn vinsæli Danbo-ostur frá Danmörku, bragðmikill ostur með flauelsmjúka áferð og margslungið bragð sem er í senn grösugt og kjötkennt með ávaxtasætu í endann. Ísbúi parast jafn vel með sætu og söltu meðlæti og er virkilega skemmtilegur eftir matinn. ÍSBÚI HERRALEGUR www.odalsostar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.