Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
VIÐTAL
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta er merkilegasta viðfangsefni
samtímans og í raun má segja að við
höfum aldrei staðið frammi fyrir jafn
forvitnilegu og stórbrotnu vanda-
máli. Þó sinna því ósköp fáir og al-
menningur allur þegir þunnu hljóði,“
segir Guðni Elísson, prófessor í bók-
menntum við Háskóla Íslands, en
hann hélt nýlega erindi á vorfundi
Landsnets og yfirskrift þess var:
Náttúruvernd á tímum loftslags-
breytinga. Benti Guðni í sínu erindi
m.a. á að orkuþörfin í heiminum væri
stöðugt að aukast og í raun tvöfald-
aðist hún á um 40 ára fresti. Þó að
nýir orkugjafar tækju við væri
áfram verið að nota þá gömlu, líkt og
kol og olíu. Endurnýjanlegir orku-
gjafar gætu einir og sér ekki staðið
undir orkuþörf jarðarbúa og átaks
allra væri þörf í að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda.
„Glæpsamleg afvegaleiðing“
Guðni er sem fyrr segir prófessor
í bókmenntum við Háskóla Íslands.
Hann er fyrst spurður hvernig áhug-
inn á loftslagsmálum kom til?
„Það sem vakti fyrst áhuga minn á
loftslagsmálunum var þekkingar-
fræðilegi vandinn sem tengist við-
fangsefninu, það hvernig hinn vís-
indalegi skilningur skilaði sér ekki
inn í almenna umræðu. Annars veg-
ar erum við með flókið og ögrandi
vandamál sem reynir á vitsmunina
og þarf mikið hugvit til þess að
greina og skilja, hins vegar með
samfélag sem neitar að bregðast við
upplýsingum um loftslagsvandann,
lokar augunum fyrir veigamiklum
gögnum sem varða framtíð okkar og
farsæld. Það er margt sem veldur
þessu misræmi,“ segir Guðni og vís-
ar þar m.a. til „markvissrar og glæp-
samlegrar afvegaleiðingar“ stóru
jarðefnaeldsneytisfyrirtækjanna.
Þar séu stundarhagsmunir fárra
teknir fram yfir langtímahagsmuni
mannkyns og jarðarinnar allrar.
„En svo má líka finna skýringar í
hugmyndafræðilegum og sál-
fræðilegum orsakavöldum. Hug-
myndafræði er að verki í markvissu
andófi nýfrjálshyggjumanna gegn
niðurstöðum vísindasamfélagsins,
en þessi hópur óttaðist að ríkið efld-
ist um of ef losun yrði markvisst tak-
mörkuð með alþjóðasáttmálum. Sál-
fræðilegu skýringarnar eru marg-
brotnar og flóknar en tengjast meðal
annars því hvernig við bregðumst
við ógn sem tengist stundarhags-
munum okkar.“
Þegar Guðni er spurður hvers
vegna prófessor í bókmenntum sé að
fást við þetta viðfangsefni segir hann
að ekki séu til sérfræðingar í lofts-
lagsmálum í þeim skilningi sem við
almennt leggjum í sérfræðings-
hugtakið. „Þetta er hnattrænt
vandamál sem hefur áhrif á hitafar,
lífríki, búsetu og fleira. Það má rann-
saka lofthjúpinn, jöklana, úthöfin,
vistkerfið og færa sig þaðan inn í
samfélag manna og skoða áhrif lofts-
lagsbreytinga á lýðræðisþróun,
landbúnað, flóttamannavanda, þró-
un borgarsamfélags, svo fáein dæmi
séu tekin.“
- Ertu búinn að halda svona fyrir-
lestra oft?
„Ég held fyrirlestra með jöfnu
millibili um ýmis atriði tengd lofts-
lagsmálunum, oftast tengt ráð-
stefnum í háskólasamfélaginu, en
líka á fundum eins og þessum hjá
Landsneti,“ segir Guðni en hann hef-
ur verið að byggja upp alþjóðlegan
loftslagsvef sem kallast Earth101,
vefslóðin er earth101.is.
Pólitískt þrætuepli
Hann vísaði til þess á léttu nótun-
um í fyrirlestrinum á fundi Lands-
nets að hann væri líklega eini síð-
hærði karlmaðurinn í salnum og
óttaðist því að menn tækju orðum
sínum sem einhverju „hippahjali“.
Spurður út í þessi ummæli áréttar
Guðni að eitt helsta vandamál lofts-
lagsumræðunnar liggi í pólitískum
flokkadráttum sem orsakist m.a. af
því að á áttunda áratug síðustu aldar
hafi umhverfisvitund í vinstri pólitík
aukist á meðan leiðandi öfl lengst til
hægri hafi óttast að allar aðgerðir
myndu draga úr frjálsri verslun og
viðskiptum.
„Þetta gerir það að verkum að eitt
stærsta vandamál samtímans verður
að pólitísku þrætuepli þar sem raun-
veruleiki loftslagsbreytinga verður
deiluefnið í stað þess að allir samein-
ist um að skilja vandann og rífist
frekar um lausnirnar. Hér réð sögu-
leg tilviljun meira en nokkuð annað,
held ég, því að umhverfisvitund er
hvorki bundin vinstri né hægri sjón-
armiðum. En vegna þess að vinstri
öflin hafa haldið þessu málefni á lofti
skiptir máli þegar ýmis helstu vígi
kapítalismans eru farin að gera lofts-
lagsmálin að sínu viðfangsefni,
stofnanir eins og t.d. Alþjóðabank-
inn, og þessi fyrirtæki og stofnanir
draga upp ansi myrka mynd af vand-
anum sem við stöndum frammi fyr-
ir.“
- Þú fórst í erindinu yfir þær ógnir
sem að mannkyninu steðja þegar
kemur að áhrifum hlýnunar jarðar,
eins og súrnun hafsins, útrýmingu
dýrategunda og tap á skóglendi og
væntanlega ræktarlandi líka. Eru
þetta ekki allt atriði sem við stönd-
um frammi fyrir nú þegar í dag?
„Jú, vandinn sem við stöndum
frammi fyrir er risavaxinn og hann
mun bara vaxa eftir því sem við
drögum það lengur að bregðast við
honum. Að sama skapi verða aðgerð-
irnar sem við þurfum að fara í rót-
tækari eftir því sem tíminn líður.
Það er óneitanlega kaldhæðið að ref-
skák frjálshyggjumannanna hefur
leitt til þess að nú er líklega útilokað
að bregðast við loftslagsvandanum
án stórfelldra ríkisafskipta. Það er
líka mikilsvert að hafa í huga að við
leysum ekki loftslagsvandann leng-
ur. Hann er kominn til að vera,
spurningin er bara hversu stór-
felldur hann verður.“
Jöklar hopa og hafið súrnar
- Hver geta helstu áhrifin verið af
þessu á Ísland?
„Það er erfitt að segja til um slíkt.
Það fer eftir aðgerðum okkar nú og á
næstu árum. Það fer líka eftir tíma-
rammanum. Svo er erfitt að sjá fyrir
staðbundin áhrif þótt auðvelt sé að
gera sér grein fyrir því að áhrifin
verði risavaxin ef það til dæmis hlýn-
ar um 4 gráður. Staða sjávarmáls við
Ísland verður þannig önnur árið
2100 en 2500, og ef það hlýnar nógu
mikið fer svo að lokum að framtíðar-
kynslóðirnar munu verða að láta sér
nægja að skoða íslensku jöklana í
bókinni hans Helga Björnssonar. Og
með jöklunum færi ansi stór hluti af
sjálfsmynd okkar. Erlendur fyrirles-
ari sagði einu sinni að það væri erfitt
að hugsa sér landið okkar án ísþekj-
unnar, jöklanna. Ísland án ísbreið-
unnar væri bara Land. Og ekki vilj-
um við vera Lendingar.“
Guðni segir áhrifin einnig verða
mikil á dýra- og jurtalíf. Vistkerfið í
úthafinu muni breytast með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum, s.s. hruni
fiskistofna, en súrnun hafsins við Ís-
landsstrendur er meiri en víða ann-
ars staðar.
Yrði ótrúlegt afrek að halda
hlýnun undir tveimur gráðum
- Þurfa náttúruverndarsinnar og
samtök þeirra eitthvað að breyta
stefnu sinni til að meiri árangur ná-
ist? Getur verið að við séum búin að
missa af lestinni, að það sé orðið of
seint að draga úr hlýnun?
„Það er ekki of seint að draga úr
hlýnuninni, en spurningin snýr
fremur að því hversu mikil hlýnunin
verður. Niðurstaðan af Parísar-
samkomulaginu var jákvæð og
hvetjandi, en einnig skiptir máli að
almenningur skilji hvað þarf að gera
til að tryggja að hitafarsaukningin
haldist undir 2 gráðum, svo ég ræði
ekki um 1,5 gráðu mörkin. Báðar
leiðir kalla á tæknilegar úrlausnir
sem enn eru ansi fjarlægar og allt
eins óraunhæfar. Það sem ég hef
svolítið saknað í allri umræðunni
undanfarna daga, hér heima sem og í
erlendum fjölmiðlum, er skýr sam-
antekt á því hversu ótrúlegt afrek
það væri að halda hitafarsaukning-
unni undir 2 gráðum og hversu ólík-
legt er að það takist.
Ef við horfumst ekki í augu við
stærð vandamálsins vinnum við ekki
á því. Ég hef stundum á tilfinning-
unni að skilningur á þessum þætti
vandans liggi frekar hægra megin en
vinstra megin, að róttæku hægri öfl-
in skilji betur hversu miklar breyt-
ingar verða líklega á lífsháttum okk-
ar allra og samfélögunum ef af
verður. Þeir viti hversu mikið þurfi
að gera til að „ballansera“ bókhaldið.
En þessir einstaklingar leggja svo
ekki fram neinar raunhæfar lausnir,
heldur einblína á hagvöxt af trúar-
legri ákefð. Hagvaxtarátrúnað ný-
frjálshyggjunnar mætti allt eins
skilgreina sem afbrigði af vöru-
tengdum átrúnaði frumstæðra þjóð-
flokka á Kyrrahafseyjunum – sem
kargókölt – nema hvað þeir halda að
hin hulda hönd markaðarins leiði
þjóðirnar áfram í átt að varanlegri
velsæld. Þessi hugmynd er hinn
stóri átrúnaður samtímans, sem
enginn stjórnmálamaður, hvar sem
hann stendur í pólitík, treystir sér að
ganga gegn. Hagvaxtarkrafan er
óhagganleg, en hún er líka stærsta
blekking samtíðarinnar.“
Hér duga engin vettlingatök
Guðni bætir við að umhverfis-
verndarhreyfingar um heim allan
verði að sama skapi að horfast í augu
við þá staðreynd að hér dugi engin
vettlingatök. Það sé t.d. hrein firra
að íslenskir umhverfisverndarsinnar
skuli sífellt tefla túrisma fram sem
mótvægi við stóriðju.
„Sá einstaklingur sem ferðast
þúsundir kílómetra til þess eins að
horfa á landslag breytir landslaginu
varanlega með því einu að horfa, ein-
faldlega vegna þess að hann er einn
af 1.100 milljón öðrum túristum á
heimsvísu sem allir leggja sitt af
mörkum í að þoka okkur nær 2
gráðu markinu.“
- Þú nefndir í erindi þínu hve
gamlir orkugjafar eins og olía og kol
eru enn stór hluti af heildarmynd-
inni og að endurnýjanlegir orkugjaf-
ar væru enn of litlir til að geta staðið
undir orkuþörf heimsins. Hvernig á
að vinda ofan af þessu, og hvað getur
Ísland lagt þar af mörkum?
„Það verður gríðarlega flókið að
snúa frá ríkjandi orkukerfum,“ svar-
ar Guðni og vitnar strax til umræðu
á vefnum Andríki.
„Frjálshyggjumennirnir á And-
ríki benda réttilega á þetta vanda-
mál í pistli frá því í desember á síð-
asta ári og vísa í líkan frá BP um
heildarorkunotkun jarðarbúa, sem
ég nota gjarnan sjálfur í fyrir-
lestrum mínum,“ segir Guðni en á
Andríki var spurt: „Hvaða orkugjaf-
ar eiga að leysa olíu, kol og gas af
hólmi? […] jarðefnaeldsneytið [er]
enn um 85% af orkunotkun mann-
kyns. Það hlutfall hefur lítið breyst á
undanförnum aldarfjórðungi.“
Þetta er að mati Guðna stóra
spurningin og út frá þessum for-
sendum verði umræðan að hans mati
að þróast.
„Ég er þó ekki viss um að lausn-
irnar verði Andríkismönnum að
skapi. Annars vegar verður að eiga
sér stað bylting í þróun nýrra og
vistvænni orkugjafa, hins vegar
verður að fara fram róttækur niður-
skurður í orkunotkun á heimsvísu.
Breski loftslagsvísindamaðurinn Ke-
vin Anderson segir stundum: „Það
er ekki hægt að búa til tæki nógu
hratt til þess að vinda ofan af vanda-
málinu.“ Ég hef ekki séð nein gögn
sem mæla gegn þessari fullyrðingu
og því eru einhvers konar aðhalds-
aðgerðir nauðsynlegar eigi sett
mörk að nást.“
Getum verið fyrirmynd
Guðni segir Íslendinga vera á und-
an nær öllum þjóðum í uppbyggingu
græns orkukerfis. En þeir verði að
ganga lengra og senda út skýr skila-
boð til umheimsins.
„Þótt við séum smá getum við með
góðu fordæmi verið táknræn fyrir-
mynd. Það myndi kalla á breytingar
á íslensku samfélagi, en í þeim
breytingum fælust tækifæri. Stund-
um hefur verið sagt að það séu tæki-
færi fyrir Íslendinga í loftslags-
breytingum. Meira að segja
forsetinn hefur daðrað við slíkar
hugmyndir. Þetta er einfaldlega
rangt. Stóra tækifærið fyrir Íslend-
inga liggur í því að koma í veg fyrir
loftslagsbreytingar með því að
leggja áherslu á vistvænni orkugjafa
og tala skítugu jarðefnaeldsneytis-
orkuna niður,“ segir Guðni að end-
ingu.
Glíma við risavaxinn vanda
Guðni Elísson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur miklar áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga
Flókið og ögrandi vandamál Flokkadrættir helsti vandi umræðunnnar Róttækra aðgerða þörf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Loftslagsmál Guðni Elísson, prófessor í bókmenntum, hefur mikinn áhuga
á loftslags- og orkumálum og áhrifum hlýnunar jarðar á mannkynið.
Orkunotkun á heimsvísu - eftir orkugjöfum
M
illjónirtonna
Heimild: BP, British Petroleum
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
19
89
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
Kol
Endurnýjanleg orka
Raforka
Kjarnorka
Gas
Olía
Hlökkum til að heyra frá ykkur!
Nolta
Okkar megin áherslur eru:
◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf
Sigurjón
Þórðarson
Sími: 893 1808 •
sigurjon.thordarson@nolta.is
Friðfinnur
Hermannsson
Sími: 860 1045 •
fridfinnur.hermannsson@nolta.is
Ráðgjöf og þjálfun nolta.is
Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki
Frekari upplýsingar á nolta.is
Nolta er á Facebook
Viltu styrkja liðið þitt?
Team - Navigation er kröftug og skilvirk tveggja daga vinnustofa þar sem liðið
nær sameiginlegri tengingu og kemur helstu verkefnum sínum í bullandi farveg.
Leiðtoginn á réttum kúrs
Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa þar sem leiðtoginn
stillir af hvert hann stefnir og kemur skipulagi á sín helstu verkefni.
Árni
Sverrisson
Sími: 898 5891 •
arni.sverrisson@nolta.is