Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRKappakstur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 unum í tímatökunni og fróðlegri keppnisherfræði. Óræðar aðstæður munu flækja málið og gera liðunum enn erfiðara fyrir í ákvarðanatöku sinni. Það getur verið mjög heitt í Sjanghæ en getur líka verið svalt, eins og til dæmis í Belgíu. Um það er erfitt að spá fyrir fram. Veður- sveiflur geta verið hrekkjóttar bæði hvað varðar uppsetningu bíla og keppnisherfræði. Þess vegna er keppnishelgin í Kína alltaf mikil áskorun,“ segir tæknistjóri toppliðs Mercedes. Mercedes stendur best að vígi Ökumenn keppnisliðs þýska bíl- smiðsins standa ótvírætt best að vígi fyrir nýhafna keppnistíð. Virð- ist samt svo sem önnur lið séu að draga á, ekki síst Ferrari, en einnig Red Bull. Hið sama er að segja um bæði McLaren og Renault en lánið var þó ekki með þeim í Melbourne og Barein. Williams-liðið stendur nokkurn veginn í stað ef marka má fyrstu mótin. Það sem mest hefur komið á óvart er frækilegur árangur nýja bandaríska liðsins Haas, sem slegið hefur í gegn með góðri frammistöðu franska ökumannsins Romain Grosjean. Varð hann sjötti í mark í fyrsta móti og í fimmta sæti í Barein. Í báðum tilvikum var hann valinn ökumaður dagsins. Sjaldgæft er að ný lið nái svo langt í fyrstu mótum sínum. Segir Grosjean bíl liðsins ótamið hross að verulegu leyti og því búi mikið meira í honum. Nico Rosberg hrósaði sigri bæði í Melbourne og Barein. Lykillinn að því var að hann kom bíl sínum mun betur úr sporunum í ræsingunni í báðum mótum en liðsfélaginn og heimsmeistarinn Lewis Hamilton. Hafnaði hann í öðru sæti í Mel- bourne og því þriðja í Barein og munar 17 stigum á þeim félögunum í titilkeppninni eftir tvö mót, 50:33. Hamilton kveðst „ekki áhyggju- fullur“ út af slæmri byrjun. „Þetta er ekki stórmál, þetta er atriði sem við munum laga fyrir næsta mót,“ segir Hamilton. Hann sagði vanda- mál í kúplingu skýra slakt viðbragð í Melbourne og hægan viðbragðs- tíma hjá honum sjálfum í Barein. Hann segist ekki hafa áhyggjur af forskoti Rosbergs, hann hefði geng- ið í gegnum slíkt hið sama í fyrra. „Vissulega eru þetta sálfræðileg átök en með aldrinum og reynslunni er ég andlega betur á mig kominn en nokkru sinni fyrr. Það er fátt sem kemst inn fyrir brynvörn mína.“ Rosberg á siglingu Rosberg hefur verið á mikilli sigl- ingu og unnið síðustu fimm mótin í Formúlu 1 í röð, þ.e. þau þrjú síð- ustu í fyrra og fyrstu tvö í ár. Þess má þó geta að Hamilton hefur verið sigursælli í Sjanghæ en aðrir öku- menn, staðið á efsta þrepi verð- launapallsins fjórum sinnum og staðið á verðlaunapalli undanfarin sex skipti, frá og með 2010. Mercedes-stjórinn Toto Wolff segir að liðið megi engin mistök gera í Sjanghæ, svigrúmið sé ekkert í þeim efnum. Stendur honum eink- um stuggur af bílum Ferrari, sem eru mun hraðskreiðari og snarpari en í fyrra en líða enn fyrir endingar- skort. Þannig féll Kimi Räikkönen úr leik í fyrsta móti vegna vélarbil- unar og sömu örlög biðu Sebastians Vettel í Barein. Eftir tvö fyrstu mótin eru þeir í fjórða og sjötta sæti í keppni ökumanna. Daniel Ricci- ardo hjá Red Bull er þriðji með 24 stig, Räikkönen fjórði með 18, Grosjean fimmti, einnig með 18 stig, og Vettel sjötti með 15 stig. Mikið forskot Vegna bilana Ferrari-bílanna er Mercedes strax komið með 50 stiga forskot í keppni liðanna, 83:33. Í Dekkjafár fyrirsjáanlegt í Sjanghæ  Nýjar breytur, nýjar dekkjareglur, hafa haft mikil áhrif á keppni í Formúlu 1 kappakstrinum í ár  Vegna aukins dekkjavals er herfræði liðanna mun breytilegri en áður og taktísk spenna meiri  Búist er við enn meiri sviptingum í þeim efnum komandi sunnudag í Sjanghæ í Kína AFP Sigurreifur Nico Rosberg, ökumaður Mercedes AMG Petronas formúluliðsins, fagnar eftir að hafa sigrað í kappakstrinum í Barein í byrjun apríl. BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Formúlu 1 kappaksturinn í Sjanghæ í Kína komandi sunnudag verður vart hafinn er bílarnir munu streyma hver af öðrum inn að bíl- skúrum liðanna til dekkjaskipta. Sérfræðingar spá því að óvenjuleg herfræði liðanna muni leiða til ein- hvers konar dekkjafárs á bíl- skúrasvæðinu í Sjanghæ. Verður það þriðja mót ársins, en í hinum tveimur fyrstu buðu nýjar dekkja- reglur upp á afar mismunandi keppnisáætlanir og úrslit sem þótt hefðu ólíkleg við upphaf keppnis- tíðarinnar. Ástæðan fyrir þessu er að nú fá ökumenn þrenns konar dekk til að spila úr og reynslan sýnir að val þeirra er fjölbreytt og samsetning úthlutaðs dekkjaforðans jafnvel ólík innan sama liðsins. Tæknistjóri Mercedes-liðsins, Paddy Lowe, spáir því að bílarnir byrji að streyma inn að bílskúr- unum áður en fimm fyrstu hringjum verður lokið. Aðstæður í brautinni og áhrif þeirra á dekkjaslit muni valda því. Dekkjafyrirtækið Pirelli leggur til þrjár gerðir dekkja; of- urmjúk, mjúk og meðalhörð. Er það í raun hið sama og liðunum stóð til boða í tveimur fyrstu mótunum, í Melbourne fyrir mánuði og Barein fyrir hálfum mánuði. Lowe segir að enn meira muni þó mæða á dekkj- unum í Sjanghæ vegna brautar- aðstæðna. „Hún reynir allt öðru vísi á dekk- in en hinar tvær fyrri. Þar sem um eins hjólbarða verður að ræða í Kína verður fróðlegt að sjá hvernig úr keppnisáætlunum spilast og öku- menn raðast. Ofurmjúku dekkin verða brúkuð þar í fyrsta sinn, þökk sé nýju reglunum, og það mun bjóða upp á meiri öfgar en við sáum í Bar- ein, þar sem bestu dekkin fyrir tímatökuna verða tæplega góð fyrir keppnina sjálfa. Búast má við að öll liðin vilji fara í tímatökuna á þeim ofurmjúku en kvarnist fljótt úr þeim í kappakstrinum gætum við séð bíla stoppa til dekkjaskipta á fyrstu fimm hringjunum,“ segir Lowe í að- draganda Kínakappakstursins. Hann segir að í ljósi alls þessa muni liðin fara í gegnum mikla greiningarvinnu á æfingunum á morgun, föstudag. „Við gætum orð- ið vitni að áhugaverðum ákvörð- Nýverið hefur tekjum af formúlutíð síðasta árs, 2015, verið deilt meðal liðanna. Þrátt fyrir að hafa orðið í öðru sæti og langt á eftir Mercedes fær Ferrari feitasta tékkann. Verðlaunafénu er skipt milli 10 efstu lið- anna, þau voru ekki fleiri í fyrra en eru 11 í ár. Í pottinum voru rúmlega 1.230 milljónir dollara, eða sem svarar til 152 milljarða ís- lenskra króna. Er það helmingur tekna íþróttarinnar, þ.e. tillag mótshaldara, aug- lýsingar meðfram keppnisbrautum, tekjur af sjónvarpsrétti o.fl. Fénu er úthlutað eftir ákveðinni reglu. Í fyrsta lagi er helmingnum deilt jafnt milli 10 efstu liðanna. Hinum helmingnum er deilt út með mun flóknari hætti, en meistaraliðið fær þó mest og lið í tíunda sæti minnst. Fer upphæðin stiglækkandi og munar þar miklu á. Og til að fá úr þessum hluta pottsins þarf lið að hafa verið meðal tíu bestu tvisvar á síðustu þremur árum. Þar af leiðir til dæmis að Haas-liðið nýja fær ekkert úr þeim potti fyrr en 2018 þótt liðið sé í fimmta sæti nú. Áður en byrjað er að borga milljarðana 152 út eru teknar úr pottinum beingreiðslur til einstakra liða. Þar á meðal er 51,3 millj- óna dollara bónus til Mercedes fyrir sigur í keppni liðanna. Einnig er þar að finna sér- greiðslu til Mercedes, Ferrari, McLaren og Red Bull á þeirri forsendu að keppni þeirra sé formúlunni „til upphefðar“. Fær hvert þeirra 46,05 milljónir dollara þannig út á orðstír sinn. Eftirtektarvert er að Williams- liðið er ekki í þessum forréttindahópi þótt liðið hafi verið sigursælla í Formúlu 1 en bæði Mercedes og Red Bull. Segir og liðs- stjórinn Claire Williams að hún muni freista betri dreifingar verðlaunafjárins þegar nú- verandi skipan rennur út árið 2020. Aukinheldur fær svo Ferrari sérgreiðslu upp á 92,1 milljón dollara einfaldlega fyrir að vera Ferrari. Heildarskerfur Ferrari – stærsti tékkinn sem Bernie Ecclestone skrif- ar út – er þar með 252,6 milljónir dollara, eða sem nemur um 20% verðlaunafjárins, rúmlega 30 milljarðar króna. Í vasa Ferrari rennur langstærstur skerfur þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið titla árum saman. Til samanburðar er hlutur Mercedes 224,98 milljónir dollara, eða tæpum 28 milljónum dollara lægri. Fyrir utan toppliðin tvö í fyrra fá önnur lið í sinn hlut sem hér segir og er röð þess í keppni liðanna 2015 í sviga: Red Bull (4) 189,46 milljónir dollara, Williams (3) 114,46 milljónir, McLaren (9) 107,89 milljónir, Force India (5) 88,15 milljónir, Lotus (6) 84,20 milljónir, Toro Rosso (7) 74,99 millj- ónir, Sauber (8) 71,05 milljónir og Manor (10) hlaut 61,84 milljónir dollara. Ferrari fær feitasta tékkann AFP Handagangur í öskjunni Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari, í þjónustuhléi í Melbourne.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.