Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
fyrir hana, þótt hún sé fús til að
taka lagið heima í stofu og engin
feimni hafi verið við blaðamann
sem fékk að fylgjast með þegar
þær mægður tóku lagið.
Jaenerene Berglind notaði hvert
tækifæri til að koma dóttur sinni á
framfæri í reglulegum veislum Fil-
ippseyinga á Íslandi, sem ganga
undir nafninu „Phil-Ice“, að sögn
Ruthar. Hún segir mömmu sina
hafa bent á að hún gæti sungið og
nú segist hún alltaf vera að syngja í
þessum veislum. „Fólk var rosa-
lega hissa þegar það heyrði í mér
fyrst og var svo alltaf að biðja mig
um að syngja. Ég var rosalega
feimin þá, af því að ég var ekki vön
að syngja fyrir framan fullt af
fólki.“
Það var svo í Myllubakkaskóla í
Reykjanesbæ, þar sem Ruth hefur
stundað nám síðan hún byrjaði í ís-
lenskum skóla níu ára gömul, að
tækifæri skapaðist til þess að æfa
sviðsframkomuna enn betur. Skól-
inn hefur um árabil haldið Myllu-
vision, söngkeppni nemenda þar
sem allir sem vilja fá að taka þátt.
„Ég er búin að vinna allar keppn-
irnar undanfarið og nú er ég hætt
að keppa. Nú ætla ég að gefa öðrum
tækifæri,“ segir Ruth, enda komin á
toppinn í íslenskum söngkeppnum.
Í fyrra vann hún einnig söng-
keppni Samtaka félagsmiðstöðva á
Íslandi, Samfés, svo hún hefur bæði
fengið mikið lof fyrir hæfileika sína
og tækifæri til að efla framkomu
sína á sviði.
Ekki nógu fallegur texti
í nútíma popptónlist
Ruth hefur stóra rödd, það hefur
hún sannað fyrir þjóðinni, og hún
hefur mjög breiðan tónlistaráhuga.
Stúlkur á hennar aldri eru alla
jafna ekki að hlusta á tónlist 9. og
10. áratugar 20. aldar en það er
ákveðin ástæða fyrir því að Ruth
kaus að syngja lög Tinu Turner og
Bonnie Tyler í keppninni.
„Ég vildi einmitt syngja þessi lög
af því að það eru engir að hlusta á
þessi lög í dag og langaði til þess að
fólk færi að hlusta á þau aftur. Í
dag er svo mikið blótað í lögum og
mér finnst ekki flott að syngja
þannig lög. Ég er að syngja eitt-
hvert geggjað flott lag sem sumir
krakkar á Íslandi hafa aldrei
heyrt.“
Jóhanna segir ánægjulegt að
heyra að útvarpsstöðvarnar séu aft-
ur farnar að spila lagið „Holding
Out for a Hero“ með Bonnie Tyler,
sem kom henni áfram í úrslit Ísland
Got Talent. Dóttir blaðamanns á ní-
unda ári var ekki síður ánægð að
heyra lagið í útvarpi og sagði:
„Þetta er Jóhanna Ruth,“ enda
óþekkt í flutningi annars hjá ungu
fólki, eins og Ruth bendir sjálf á.
„Svo var mamma alltaf að hlusta á
þessi lög og syngja í karókí og ég er
enn að læra lög af henni, sem mér
finnst flott.“ Hún segir þó mömmu
sína ekki syngja eins mikið og áður,
en í karókígræjum heimilisins er
enn af finna tónlist fyrri áratuga
sem Ruth hefur notað til að þjálfa
sig í söng.
Langar að semja sín eigin lög
Jóhanna Ruth á stóran draum
þegar kemur að framtíðinni og
söngnum. Hún segist hafa fylgst
með söngkonunni Charice Pemp-
engco frá Filippseyjum verða þekkt
í Ameríku, vegna þess að hún lét
draum sinn rætast. Söng hún m.a.
með Celine Dion og David Foster.
Ruth hefur séð að það er ekki
ómögulegt að láta drauma sína ræt-
ast þó að hún geri sér líka grein
fyrir því að hún þurfi að vinna fyrir
því. „Ég hugsaði, vá hvað hún syng-
ur vel, mig langar að vera eins og
hún og þegar mamma heyrði mig
syngja hvatti hún mig áfram.“
Líkt og hjá Charice er Celine
Dion ein af uppáhaldssöngkonum
Ruthar sem og Whitney Huston
heitin og lög þeirra hefur Ruth
gaman af að syngja. Hún á sér þann
drauma að geta unnið með rödd
sína, sem henni finnst enn vera of
djúp. „Mig langar að geta sungið
hærra og ég veit að það kemur þeg-
ar ég verði eldri og læri að syngja
eins og ég vil, ekki óperusöng eins
og ég er að læra núna í Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar,“ segir Ruth,
sem stefnir líka á gítar- og píanó-
nám. Auk þess að fylgja úr hlaði
sigrinum í Ísland Got Talent langar
hana að byrja að semja sín eigin lög
á gítar. Þar hefur tónlistarmaðurinn
Johnny King, sem er fjölskyldu-
vinur, boðist til að leggja Ruth lið
svo það er aldrei að vita nema laga-
höfundurinn Ruth Luna Jose stígi
fram áður en langt um líður.
Langar að semja eigin lög
Hin 14 ára Jóhanna Ruth kom, sá og sigraði í þættinum Ísland Got Talent Nýtti vel tækifæri sem
gafst í söngkeppni Myllubakkaskóla Móðir hennar alltaf syngjandi Jóhanna á sér stóra drauma
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Áhrifavaldur Jóhanna Ruth, til vinstri, ásamt móður sinni, Jaenerene Berglindi, sem er aðaláhrifavaldurinn í lífi hennar. Mjög samrýndar mæðgur.
Í hópi skólasystkina Jóhanna Ruth í miðjum hópi skólasystkina fyrsta skóladaginn eftir sigurinn í Ísland Got
Talent. Vel var tekið á móti henni af nemendum, kennurum og starfsmönnum Myllubakkaskóla er hún söng á sal.
VIÐTAL
Svanhildur Eiríksdóttir
svanhildur.eiriksdottir
@reykjanesbaer.is
Jóhanna Ruth, 14 ára gömul stúlka
í Reykjanesbæ, ól ekki þann draum
í brjósti að verða söngkona. Hún er
hins vegar alin upp við mikinn söng
og eftir að hafa fengið frábær tæki-
færi til að æfa sviðsframkomuna í
Mylluvision, söngkeppni Myllu-
bakkaskóla, var leiðin á toppinn
greið. Hún segist enn ekki hafa náð
áttum eftir sigurinn í sjónvarps-
þættinum Ísland Got Talent.
Jaenerene Berglind Luna Gavi-
ola, móðir Jóhönnu Ruthar Luna
Jose, eða Ruthar eins og hún heitir
á móðurmáli sínu og kýs að nota, er
stór áhrifavaldur í lífi hennar.
Þegar Ruth var að alast upp á Fil-
ippseyjum var mamma hennar allt-
af syngjandi. Hvenær sem tækifæri
gafst frá amstri dagsins var sest
fyrir framan sjónvarpið með karókí-
græjurnar og sungið, en karókí-
söngur er ríkur í menningu Filipps-
eyinga.
Mylluvision frábært tækifæri
Fyrst um sinn veitti Ruth þessu
ekki mikla athygli og hún átti sér
ekki draum að verða söngkona.
Hún tók reyndar stöku sinnum lag-
ið í söngkerfi hverfisbúðarinnar en
fór svo að syngja með mömmu sinni
heima í stofu, af því að henni fannst
mamma sín „svo góð að syngja,“
eins og Ruth kemst sjálf að orði.
Mamma hennar veitti því fljót-
lega athygli að dóttirin hafði mikla
sönghæfileika og lagði áherslu á að
gera hana öruggari í framkomu.
„Það sást alltaf þegar ég labbaði
á sviðinu að ég var mjög stressuð,
ég labbaði með fæturna í kross.
Mamma fór að benda mér á þetta
og hjálpa mér að verða öruggari.
Sjálf er hún mjög feimin,“ segir Jó-
hanna Ruth í samtali við blaða-
mann. Jaenerene Berglind stað-
festir að sviðsframkoma sé ekki
ÍBV – GRÓTTA 14. apríl kl. 18.30
Vestmannaeyjar
HAUKAR – AKUREYRI 14. apríl kl. 19.30
Schenker-höllin
VALUR – FRAM 14. apríl kl. 19.30
Valshöllin
AFTURELDING – FH 14. apríl kl. 19.30
N1-höllin
8 LIÐA ÚRSLIT KARLA
1. UMFERÐ
#olisdeildin